Morgunblaðið - 28.04.2001, Page 40

Morgunblaðið - 28.04.2001, Page 40
UMRÆÐAN 40 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ EITT af því, sem væntanlega fylgir nýrri og breyttri kjördæma- skipan verður endur- skoðun á aðferðum við uppröðun og skipan efstu sæta á framboðs- listum. Þær aðferðir, sem mest hafa tíðkast hing- að til eru prófkjör, (gal- opin, hálfopin og lokuð) og uppstilling, sem staðfest er á kjördæm- isþingum. Markmið þessara aðferða er að ná saman framboðslista með sem víðtækastri sátt. En það er eitt að koma saman framboðslista og annað að ná um hann bærilegri sátt. Kaupstaðirnir keppa Það, sem helst hefur valdið ósætti í galopnu prófkjörunum er keppni alls konar fylkinga, sem keppa oftast um ímyndaða hagsmuni. Þekktar fylking- ar af þessum toga slást fyrir fulltrú- um sýslna og kaupstaða og einsmáls- hreyfinga. Þá er þekkt að fram- bjóðendur reyna að rökstyðja kröfur um pólitískan kvóta sér til handa. T.d. ungt fólk og aldrað fólk og kröfur um pólitískan stuðning vegna kynferðis. Áherslan verður þá fremur á umbúðirnar en innihaldið. Nýleg dæmi um þetta er krafa fram- sóknarmanna í Reykja- vík um búsetu ráðherra og yfirlýsing framsókn- arkvenna í Reykjavík um stuðning við konu í varaformannskjöri, vegna kynferðis henn- ar. Galopnu prófkjörin hafa einnig alið af sér pólitíska málaliðahópa, sem starfa þannig, að sama fólkið tekur þátt í prófkjörum margra flokka og styður þá frambjóðendur, sem lofa stuðningi við hagsmuni málaliðanna, – ég klóra þér ef þú klórar mér. Gróf dæmi af því tagi eru hringingar eftir skrám alls konar félaga og hringingar eftir staf- rófsröð í símaskrá, til að biðja fólk að taka þátt í prófkjöri. Ef sá eða sú sem svarar hringing- unni segist ekki styðja flokkinn, sem heldur prófkjörið, er bent á að flokk- urinn fái samt sína þingmenn, hann eða hún geti lítil áhrif haft á það. En með því að mæta í prófkjörið geti fólk aftur á móti haft mikil áhrif á það, að þingmaður úr þess bæjar- félagi eða þingmaður hliðhollur þess málefnum (félagi) hljóti efsta sæti. Því eigi fólk að gera það fyrir bæinn sinn eða félagið sitt, að mæta í próf- kjörið þótt það kjósi svo ekki flokkinn. Allt hefur þetta leitt til þess að margir taka þátt í prófkjöri hjá flokkum, sem þeir ætla ekki að styðja í kosningum. Ef viðhöfð verða galopin prófkjör við framboð í nýju kjördæmunum við næstu kosningar ættu þau prófkjör að heita, „kaupstaðirnir keppa“, eða „félögin keppa“. Og það er næsta víst að ekki mun einhugur og sátt ríkja um framboð sem verða til með þeim hætti. Samsæri eymdarinnar Enn síður mun þó ríkja einhugur og sátt um framboðlista, sem verða til með uppstillingu. Það eru hrossa- kaupalistar sem verða til með þeim hætti að flokkshestar úr sýslum og kaupstöðum og samtökum alls konar, byrja á því hver í sínu plássi, að „plotta“ um hverjum þeir eigi að tefla fram gegn kandídötum annarra bæja og félaga. Að þeirri togstreitu lokinni færast hrossakaupin á næsta stig. Þá koma saman kjördæmisráðin. Þar prútta fulltrúar kaupstaða og svæða um gagnkvæman stuðning. Ef ég væri fluga á vegg á slíkum fundi t.d. í norð-austurkjördæmi þá væri ekki ólíklegt að ég heyrði Hús- víkinga gera Akureyringum tilboð um stuðning í fyrsta sætið, gegn því að Akureyringar styðji þá í þriðja sætið. Og það væri heldur ekki ólíklegt að ég heyrði Siglfirðinga bjóða Austfirðing- um stuðning í fyrsta sætið í stað stuðnings við þá í þriðja sætið. Kannski myndi önnur fluga á öðr- um vegg á öðrum stað ná að heyra þvers og kruss tilboð milli Akurnes- inga og Ísfirðinga, Sauðkrækinga, Skagstrendinga, Ólsara og Grundara o.fl. o.fl. Öll væru þau tilboð með sama stefi: Ef þú hjálpar mér að knésetja þennan skal ég hjálpa þér að knésetja hinn. Framboðslistar, sem verða til úr slíku samsæri eymdarinnar, eru líklegir til að leiða af sér klofningsframboð eins og þau sem sagan geymir dæmin um. Á sínum tíma voru prófkjörin aðferð til að losna við hrossakaupalista flokkseigenda og þótt menn hafi fund- ið leiðir til að níðast á prófkjörunum réttlætir það ekki að taka aftur upp hrossakaupaframboð flokkseigenda. Jafnvel ekki þó þingmönnum eða handbendum kynni að detta það í hug. Samfylkingin á leik Ég held að breyttar aðstæður vegna nýrra kjördæma gefi Samfylk- ingunni kjörið tækifæri til að taka for- ystu í virku lýðræði. Ég tel að Sam- fylkingin eigi að gaumgæfa vel þá leið sem hún tók í arf frá Alþýðubandalag- inu, sem er að kjósa formann sinn með póstkosningu. Með sama hætti og Samfylkingin treysti félagsmönnum til að velja for- mann með beinni kosningu ætti hún að hafa kjark til að treysta fólki sínu og fela því að velja efstu sæti fram- boðslistanna með póstkosningu og senda hverjum félagsmanni atkvæða- seðil. Þá stæðu líka félagsmenn út til nesja og inn til dala jafnt að vígi og þéttbýlisbúar. Nú er það svo að ýmsir hafa áhuga fyrir pólitík en vilja ekki ganga í stjórnmálaflokka. Það er æskilegt að Samfylkingin mæti stjórmálaáhuga þessa fólks með jákvæðum hætti. Því álít ég að það eigi að auglýsa í hverju kjördæmi, að fram að tilteknum mán- aðardegi geti fólk skráð sig til þátt- töku í póstkosningu um frambjóðend- ur án þess að ganga í Samfylkinguna. Að þeim mánaðardegi liðnum yrði kjörskrá lokað og hægt að senda út atkvæðaseðla. Það er marg rannsakað að þegar hópur, sem þekkist og hefur skil- greint og meðvitað markmið, þarf að fela einstaklingum forystu til að ná markmiði hópsins. Þá velur hann ætíð með hag hópsins í huga og velur hæf- ustu einstaklingana. Því má svo bæta við í lokin að val á frambjóðendum, sem færi fram með þessum hætti, þarf ekki að kosta frambjóðendur hundruð þúsunda, eða meir. Aðferðin jafnar því efnalegan mun. Framboð í nýjum kjördæmum Birgir Dýrfjörð Stjórnmál Listar sem verða til úr samsæri eymdarinnar, segir Birgir Dýrfjörð, eru líklegir til að leiða af sér klofningsframboð. Höfundur er rafvirki og á sæti í flokksstjórn Samfylkingarinnar. Í BYRJUN árs 1998 var sú ákvörðun tekin af félagsmálaráð- herra, iðnaðarráðherra og borgar- stjóra að stofna Lánatryggingasjóð kvenna sem tilraunaverkefni í þrjú ár. Aðdragandann að stofnun sjóðs- ins má m.a. rekja til þess að á und- anförnum árum hefur verið umræða um að konur standi ekki jafnfætis körlum varðandi fyrirgreiðslu, ráð- gjöf og aðgang að fjármagni vegna stofnunar fyrirtækja. Ein ástæða þessa er að konur hafa oftar en ekki frekar óhefðbundnar hugmyndir um atvinnusköpun og einnig eru verkefni kvenna oft svo smá í snið- um að þau hafa ekki sama vægi og verkefni sem karlar velja sér til at- vinnusköpunar. Jafnframt virðist sem konur séu tregari til að veð- setja heimili sín vegna stofnunar fyrirtækja. Eitt af meginmarkmiðum Lána- tryggingasjóðs kvenna er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita tryggingar fyrir allt að helmingi lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna til- tekið verkefni. Hér er um að ræða nýmæli í íslenskri lánafyrirgreiðslu og eru tryggingarnar aðeins veittar á grundvelli mats á arðsemi við- skiptahugmyndarinnar. Forsenda þess að Lánatryggingasjóðurinn veiti tryggingar fyrir láni hefur því alltaf verið sú að sterkar líkur séu á að verkefnið sjálft eða hugmyndin að því verði að arðbærri atvinnu- starfsemi. Þetta er ákaflega mik- ilvæg forsenda fyrir starfsemi sjóðsins og hefur sjóðsstjórn reynt að hafa þetta að leiðarljósi þau þrjú ár sem Lánatryggingasjóðurinn hefur starfað. Það er því rétt að ítreka að hér er hvorki um að ræða styrki né víkjandi lán. Fjöldi umsókna Sjóðurinn auglýsti í fyrsta skipti eftir umsóknum um tryggingar haustið 1997 og hafa umsóknir á þessu þriggja ára tímabili verið alls 81. Reglur sjóðsins gera mjög strangar kröfur til þeirra sem sækja um tryggingar. 28 verkefni hafa fengið samþykktar tryggingar en um 53 verkefnum verið hafnað á ýmsum forsendum. Þær eru ýmist að hugmyndin sé ekki arðsöm, að verkefnið sé ekki kvennaverkefni, að verkefnið sé í samkeppni við önnur fyrirtæki á sama sviði eða að ekki sé um nýsköpun að ræða. Sam- kvæmt skýrslu iðnaðarráðuneytis- ins reka konur um eða innan við 20% allra fyrirtækja í landinu, eða samtals 5.000 fyrirtæki, sem er mun lægra hlutfall en í löndunum í kringum okkur. Það er því ljóst að hlutverk sjóðsins – að styðja konur til nýsköpunar og aukinnar þátt- töku í atvinnurekstri er mikilvægt, þrátt fyrir að hann sé ekki stór í sniðum. Þau 25 verkefni sem hafa fengið lánatryggingar hjá sjóðnum eru flest nýsköpunarverkefni og í því ljósi mikilvægt framlag til at- vinnulífs í landinu. Úttekt á starfsemi sjóðsins Að loknu þessu þriggja ára til- raunatímabili hefur sjóðsstjórn látið vinna úttekt á starfsemi sjóðsins. Verkefnin sem hlotið hafa trygg- ingar eru af ýmsu tagi, einkum er þó um að ræða verkefni á sviði þjónustu og framleiðsluiðnaðar, auk verslunarstarfsemi. Fyrirtækin eru almennt lítil og starfa að jafnaði 2,4 starfsmenn á hverjum vinnustað. Niðurstöðurnar sýna að sjóðurinn hefur veitt tryggingar fyrir lánum til atvinnurekstrar sem veita 50 starfsmönnum atvinnu í ríflega 40 stöðugildum. Í úttektinni kom m.a. í ljós að nokkrar þær konur sem hafa fengið tryggingar, nefndu sérstak- lega að sjóðurinn væri afskaplega þarft framtak, en mætti ná til miklu fleiri kvenna. Yfir 60% kvennanna meta það svo að verkefni þeirra hefðu ekki farið af stað án þessara trygginga og rúm 10% að auki eru efins um að af verkefninu hefði get- að orðið án trygginganna. Sjóðurinn skiptir þá aðila sem fá hjá honum tryggingar afar miklu máli og ljóst að margar þessara hugmynda hefðu ekki orðið að veruleika án starfsemi hans. Við teljum því að sjóðurinn hafi staðið undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans. Framhaldið Lánatryggingasjóður kvenna hef- ur átt mjög gott samstarf við Landsbanka Íslands, sem hefur annast lánveitingar til umsækjenda og jafnframt veitt lánatryggingar til helmings á móti sjóðnum. Bankinn hefur þannig sýnt í verki stuðning sinn við atvinnusköpun kvenna. Þá hefur sjóðurinn átt gott samstarf við Byggðastofnun sem veitt hefur aðstoð við mat á umsóknum. Eigendur sjóðsins, félagsmála- ráðuneyti, Reykjavíkurborg og iðn- aðar- og viðskiptaráðuneyti hafa nú ákveðið að sjóðurinn verði starf- ræktur næstu þrjú árin og hafa undirritað samkomulag við Lands- banka um áframhaldandi samstarf. Konur sem hafa góðar hugmynd- ir varðandi atvinnusköpun geta leit- að upplýsinga um Lánatrygginga- sjóð kvenna hjá Vinnumálastofnun eða útibúum Landsbanka Íslands. Það er von okkar að starfsemi Lánatryggingasjóðs kvenna örvi konur enn frekar til nýsköpunar í atvinnulífinu og auðveldi þeim að hrinda góðum hugmyndum í fram- kvæmd. Lánatryggingasjóður kvenna Brynhildur Bergþórsdóttir Tilraunaverkefni Sjóðurinn skiptir þá sem fá hjá honum tryggingu miklu máli, segja Herdís Á. Sæmundardóttir, Stein- unn Valdís Óskars- dóttir og Brynhildur Bergþórsdóttir. Höfundar sitja í stjórn Lánatrygg- ingasjóðs kvenna. Steinunn V. Óskarsdóttir Herdís Á. Sæmundardóttir NÚ ERU sagðar af því fréttir, að til meðferðar sé á Alþingi frum- varp til breytinga á lögum um meðferð opinberra mála. Með frumvarpinu er lagt til að aukið verði við lögin sérstakri heimild til að skjóta til dómsmálaráðherra synjunum ríkissaksóknara á að ákveða opinbera rannsókn sam- kvæmt sérákvæði, sem við lögin var bætt árið 1999, þess efnis að honum skyldi vera „heimilt að mæla fyrir um rannsókn, þótt ætla megi að refsingu verði ekki við komið, svo sem vegna þess að sök er fyrnd, ef ríkir almanna- og einkahagsmunir mæla með því.“ Í fréttum hefur komið fram, að til- efni þess að dómsmálaráðherra flytur frumvarpið sé synjun ríkis- saksóknara á að nýta þessa laga- heimild til að mæla fyrir um rann- sókn á tildrögum þess að umbj. minn Magnús Leópoldsson var með undurfurðulegum hætti tengdur við hvarf Geirfinns Ein- arssonar haustið 1974 og látinn sæta óforsvaranlega löngu gæslu- varðhaldi af þessum sökum á árinu 1976. Þessu erindi hefur ríkissak- sóknari synjað, þó að fram séu komin ný gögn, sem a.m.k. benda til þess, að fyrri skýringar rann- sóknarmanna á þessu séu rangar. Svo sem fram kemur í tilvitnaða textanum að framan, er hér um að ræða opinberar rannsóknir í alveg sérstökum tilvikum að því leyti, að þessar rannsóknir hafa ekki það markmið, sem allar aðrar opinber- ar rannsóknir hafa, að leggja grunn að ákvörðun um opinbera saksókn. Þó að heimildinni til þessara rannsókna sé af hag- kvæmnisástæðum komið fyrir í lögunum um meðferð opinberra mála, hafa þær af þessari ástæðu ekkert með meðferð ákæruvalds að gera. Allsherjarnefnd Alþingis aflaði umsagna frá ýmsum félögum lög- fræðinga um þetta frumvarp. Meðal þeirra voru Lögmannafélag Íslands og Dómarafélag Íslands. Þessir umsagnaraðilar mæltu gegn samþykkt frumvarpsins. Forsendan fyrir andstöðu þeirra beggja var sú sama: Með frum- varpinu væri verið að skerða sjálf- stæði ákæruvaldsins í landinu, þar sem það ráðgerði að unnt yrði að skjóta ákvörðunum ríkissaksókn- ara á þessu sviði til dómsmálaráð- herra. Þessi forsenda er einfald- lega röng. Málið hefur ekkert með meðferð ákæruvalds að gera af þeirri einföldu ástæðu, að þessar rannsóknir geta samkvæmt laga- textanum ekki leitt til ákæru. Það var aðeins í einni umsögn um frumvarpið gerður þessi nauðsyn- legi greinarmunur á rannsóknum samkvæmt sérákvæðinu og opin- berum rannsóknum almennt, sem hafa það markmið að undirbúa ákvörðun um saksókn. Þetta var í umsögn embættis lögreglustjór- ans í Reykjavík. Ekki veit ég skýringu á því að svo virðuleg félög lögfræðinga skuli senda frá sér umsagnir, sem svo augljóslega byggjast á rangri forsendu, og þær sem hér um ræð- ir. Það er sérstakt ánægjuefni, í því sérfræðingadekri, sem tröll- ríður þjóðfélaginu nú um stundir, að alþingismenn skuli sjá í gegn- um þetta, og hafna umsögnunum. Markmið þessa frumvarps er að styrkja réttarstöðu einstaklinga, sem eiga um sárt að binda vegna löngu liðinna atvika, sem hafa valdið þeim erfiðleikum og miska í lífinu. Vonandi verður það sem fyrst að lögum. Dekri við sér- fræðinga hafnað Höfundur er hæstaréttar- lögmaður. Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.