Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 64
64 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ KONUNGLEGI leiklistarskólinn í Lond-on, Royal Academy of Dramatic Art(RADA), er einn sá virtasti í heiminum.Það voru 1.400 manns sem sóttu um í þetta sinnið en einungis 32 sem komust að, þar á meðal Aníta. Hún er fyrsti Íslendingurinn í fjóra áratugi sem hlýtur þarna inngöngu en Gunnar Eyj- ólfsson, Klemens Jónsson og Steinunn Bjarnadóttir voru þarna á sínum tíma. Skólastjórinn hringdi sjálfur í Anítu og tilkynnti henni fréttirnar, sem þykir tíðindum sæta. Af þessu má sjá að árangur Anítu er ekkert minna en framúrskarandi. Vöruð við „Það var alltaf verið að vara mig við,“ segir Aníta. „Mér var sagt að það væri ekkert litið við Íslend- ingum og ég skyldi bara gleyma þessu. Þetta er nefnilega alveg ofsalega virt stofnun, Anthony Hopkins og Lord Attenborough sitja þarna í nefnd- inni, þannig að þetta er tengt áhrifaríku fólki og það er mikið tekið eftir RADA-nemendum af leikstjór- um, framleiðendum o.s.frv. Ég hef tekið eftir því þegar ég hef verið að tala við leikara og annað fólk í þessum bransa og segist hafa fengið inngöngu í RADA þá fær maður sjálfkrafa einhvers konar virðingu frá þeim!“ Aníta hefur nú búið í London í tvö ár. „Ég er að ljúka menntaskólastiginu í vor,“ upp- lýsir hún. „Ég átti alveg eins von á því – þegar ég fór í leiklistarkólann – að þeir myndu segja mér að koma aftur eftir tvö ár. Ég er ekki nema 18 ára. Þeir taka ekki yngri nemendur en 18 þannig að maður átti alveg eins von á því að verða vísað burt. Ég er svo búin að vera í prufum síðan í nóvember.“ Hún segir stigin vera þrjú sem nemendur gangi í gegnum. „Er lengra var komið var ég beðin um að syngja og þá söng ég Vísur Vatnsenda-Rósu. Reyndi að hafa þetta svolítið þjóðlegt. Ég hef frek- ar nýtt mér það að vera Íslendingur en hitt. Fólk hefur oft áhyggjur af því að vera útlendingar en ég reyndi bara að spila svolítið inn á það.“ Ekkert stress Aníta segir það mikilvægt að vera öðruvísi í þess- um bransa. „Maður þarf að finna eitthvað í sjálfum sér sem er einstakt og öðruvísi svo það sé tekið eftir manni. Það er svo auðvelt að týnast í öllum fjöldanum. Það þarf að gera eitthvað til að láta á sér bera. Það þarf alltaf að vera að ota sínum tota – eitthvað sem mað- ur upplifði aldrei hérna á Íslandi. Núna þarf maður að berjast fyrir hverju einasta snifsi! Þannig að þetta herðir mann, maður er orðinn viðskiptakona!“ Aníta segist í raun ekki hafa náð því að verða neitt stressuð í inntökuprófunum. „Fyrir mér var þetta bara fjarlægur draumur. Ég átti aldrei von á því að komast inn. Þannig að ég leit bara á þetta sem dýrmæta reynslu fyrir mig og sagði bara við sjálfa mig: „Ég ætla að nýta þetta í botn og hafa rosalega gaman af því.“ Enda fékk ég tíma hjá bestu kennurum Bretlands. Þannig að það var engin pressa á mér og þess vegna náði ég að gera mitt besta.“ Aníta segir einmitt að stress sé frekar misskilið fyrirbæri. „Þetta er bara orka; þetta er adrenalín. Og um leið og fólk áttar sig á því getur það nýtt orkuna sér í hag í stað þess að láta hana eyðileggja fyrir sér. Þú stjórnar orkunni en hún ekki þér.“ Námið er þrjú ár og alveg ofsalega stíft, að sögn Anítu. „Þetta mun taka yfir líf mitt næstu þrjú árin og ég er bara mjög hamingjusöm með það. Þetta er mín ástríða og ég tók ákvörðun um að ég ætlaði að verða leikkona þegar ég var 16 ára. Þetta er það sem ég þarf að gera fyrir mig – og þetta er hægt. Þú þarft að vera alveg rosalega ákveðinn því þeir sjá algjörlega í gegnum það ef þú ert það ekki. Ef þeir fá nemanda til sín í prufu sem er æðislega hæfi- leikaríkur en ekki alveg viss í sinni sök þá getur hann bara gleymt þessu. Þeir líta ekki við honum. Hugurinn, sálin og hjartað þarf að vera í þessu 120%. Þú verður að vita að þetta sé þitt líf – og sért tilbúinn að fórna öllu fyrir það.“ Ljósmynd/Dagur Gunnarsson Aníta Briem tók ákvörðun um að leggja leiklistina fyrir sig þegar hún var 16 ára. Fjarlægur draumur rætist Ung íslensk leikkona, Aníta Briem, er komin inn í konung- lega leiklistarskólann í London. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við hana á þessum tíma- mótum. Aníta Briem fékk inngöngu í einn virtasta leiklistarskóla heims Eftirlifendur (Sole Survivor) S p e n n u m y n d  Leikstjóri Mikael Salomon. Aðal- hlutverk Billy Zane, John C. Mc- Ginley. 165 mín., Bandaríkin 2000. Skífan. Bönnuð innan 16 ára. HÉR er á ferð tveggja hluta sjón- varpsmynd á einni spólu, sem gerð er eftir einni af metsölubókum skáld- sagnahöfundarins nafntogaða, Dean Koontz. Hér er því um mikla og langa mynd að ræða sem gæti fælt einhverja frá. Óttist þó ekki. Þrátt fyrir hátt í þriggja tíma setu leiðist manni aldrei nokkurn tímann heldur þvert á móti nær myndin að halda manni rígföstum frá upphafi til enda. Sagan er á yfir- náttúrulegum nót- um. Blaðamaður- inn Joe Carpenter (Zane) missir konu sína og dóttur í hörmulegu flug- slysi en ári síðar kemst hann á snoðir um að ekki sé allt með feldu og að hugsanlega hafi þær alls ekkert farist. Það væri synd að fara að reifa söguþráðinn nánar því honum er ætl- að að koma manni á óvart á fleiri en einn veg. Á endanum tekst það kannski ekki alveg nægilega vel hvað mig varðar og langsóttar niðurstöð- ur eru helsti gallinn í annars heillandi sögu. Hinn sænskættaði leikstjóri og gamalkunni kvikmyndatökumaður Salomon heldur vel á spöðunum. Zane er kröftugur og alltaf trúverð- ugur í aðalhlutverkinu og og kant- leikarinn McGinley nýtur sín í safa- ríkri óþokkarullu, kannski einum of. Skarphéðinn Guðmundsson MYNDBÖND Handan móðunnar NÝTT OG BETRA Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905 FYRIR 1090 PUNKTA FERÐU Í BÍÓ Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.45. Vit nr. 224. Sýnd kl. 2 og 3.50. Vit nr. 203. Sýnd kl. 1.50. Íslenskt tal. Vit nr. 169 Sýnd kl. 8 og 10.20. Vit nr. 225. 2 fyrir 1 Þið munuð aldrei trúa því hversu ná- lægt heimsendi við vorum i l i t í - l i i i Kevin Costner (Dances with Wolves) í sannsögulegri spennumynd um Kúbudeiluna 1962 og hversu ná- lægt glötun heimurinn komst.Hann man aldrei meira en seinustu 5 mín af ævinni sinni og veit ekki hver- jum hann getur treyst. Guy Pearce (LAConfidential) og Carrie-Anne Moss (Matrix) í frábærri spennumynd sem Ebert og Roeper líkja við PulpFiction og Usual Suspects. Engi n mi nnin g get ur ve rið h ættu leg! Sýnd kl.3.40, 5.45, 8 og 10.15. vit nr 220. B.i.14. Kvikmyndir.com Kvikmyndir.com  HK DV  Ó.H.T RÚV  strik.is www.sambioin.is Sýnd kl. 5.30 og 8. B.i.16. Vit nr. 201 HK DV Kvikmyndir.is Hau-sverk.is Tvíhöfði  ÓJ Stöð2 Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15. Vit nr. 207  Kvikmyndir.is Vinsælasta Stúlkaninsæl sta Stúlkan Brjáluð Gamanmynd Forrester fundinn Allir hafa hæfileika, þú verður bara að upp- götva þá. Sýnd kl. 10.30. Vit nr. 217  Kvikmyndir.com Sprenghlægileg ævintýramynd Sýnd kl. 2, 4 og 6. sl. tal. Vit nr 213. Sýnd kl. 2 og 3.50. Enskt tal. Vit nr 214 Sýnd kl. 2 og 3.50. ísl tal Vit nr. 183. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Vit nr. 173. Miss Congeniality HÁSKÓLABÍÓ þar sem allir salir eru stórir Hagatorgi sími 530 1919 Sýnd kl. 10. B. i. 16. eftir Þorfinn Guðnason.  HK DV Strik.is Ó.H.T Rás2 SV Mbl Lalli Johns Yfir 5000 áhorfendur Sýnd kl. 5 og 8. Sýnd kl.3, 5.30, 8 og 10.30. Forsýnd kl.8. kirikou og galdrakerlingin DV  Tví- höfði Sýnd. kl. 2 og 4. Sýnd kl. 2. Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i.16 ára. Sýnd kl. 5.45 og 8                 Málþing kl.1. Kristnihald undir jökli sýnd kl.6 Útlaginn sýnd kl. 10.30. Stuttmyndadagar í Reykjavík. Umsóknafrestur rennur út 6. maí www.this.is/shortcut  HK DV Kvikmyndir.com  strik.is Sýnd kl. 11. FRUMSÝNING  Ó.H.T RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.