Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 MORGUNBLAÐIÐ STJÓRNVÖLD í Íran reyna nú að að efla á ný áhrif sín hjá róttækum múslimasamtökum á borð við Hizbollah í Líb- anon og meðal Palestínumanna. Reyna Íranar að koma í veg fyrir friðarviðræður milli Palestínu- stjórnar og Ísr- aels og er mark- miðið að minna þannig á að taka verði tillit til hagsmuna Írana í valdataflinu í Miðausturlöndum. Á miðvikudag lauk í Teheran, höfuðstað Írans, ráðstefnu fulltrúa rúmlega 30 íslamskra þjóða og var samþykkt að hvetja Palestínumenn til að halda áfram uppreisninni gegn Ísraelum. Meðal þátttöku- þjóða voru Egyptar og Jórdaníu- menn sem hafa gert friðarsamn- inga við Ísraela. Bandaríkjamenn voru gagnrýndir harkalega fyrir að ýta undir „hryðjuverk og ofbeldi“ Ísraela gagnvart Palestínumönn- um og var hvatt til þess að fólk keypti ekki bandarískar vörur. Fundarmenn mæltu með því að komið yrði á laggirnar sjóði til að styrkja aðgerðir Palestínumanna og jafnframt að leiðtogar Ísraela yrðu dregnir fyrir alþjóðlegan stríðsglæpadómstól. Yfirlýsingarn- ar voru samþykktar einróma en þær eru ekki bindandi vegna þess að á fundinum voru fulltrúar þinga landanna eða ráðgjafar en ekki raunverulegir stjórnendur um- ræddra landa. Stjórnmálaskýrendur segja að Íranar grafi markvisst undan til- raunum Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, til að semja um frið. Fulltrúar nokkurra samtaka róttækra Palestínumanna áttu full- trúa á ráðstefnunni en Arafat sótti hana ekki. Undanfarin ár hafa Íranar minnkað aðstoð sína við Hizbollah og fleiri róttæk samtök í von um að eiga auðveldara með að fá erlenda fjárfesta til landsins en nú hefur stefnunni verið breytt í fyrra horf. En áður en Íranar geta farið að senda róttæklingunum aftur vopn verða þeir samt að treysta betur pólitísk áhrif sín meðal hópanna og vinna þeir nú að því. Ekki dregur það úr áhuga Írana að Arafat stendur höllum fæti meðal þjóðar sinnar og sætir harðri gagnrýni fyrir að hafa ekki náð markmiðinu sem stefnt var að, stofnun sjálf- stæðs ríkis Palestínumanna. Aug- ljóst er að opinber tengsl stjórn- valda í Teheran við samtök eins og Hizbollah í Líbanon og Hamas og Islamska jihad á sjálfsstjórnar- svæðum Palestínumanna auka ekki álit manna í sumum löndum á Íran. En á móti öðlast þeir virðingu rót- tækra samtaka og Palestínumenn gætu farið að telja Íran helsta hald- reipið í baráttunni við Ísraela. Mohammad Khatami, forseti Írans, lagði á ráðstefnunni áherslu á að andstæðingar Ísraela yrðu að standa saman. Sameiginlegur óvinur Ísraelar hafa verið klofnir í af- stöðunni til Arafats. Herinn telur Arafat geta stöðvað ofbeldið ef hann vilji en leyniþjónustan, Shin Bet, segir hann hins vegar vera orðinn handbendi annarra forystu- manna Palestínumanna, einkum yf- irmanna öryggislögreglunnar. En þeir Arafat og harðlínumaðurinn Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, eiga núorðið sameiginlegan óvin þar sem Íran er. Íranar reyna einnig að bæta sambúðina við Pakistana og fleiri grannþjóðir. Ritari þjóðaröryggis- ráðsins í Írans, Hasan Rouhani, átti í vikunni viðræður við utanríkisráð- herra Pakistans, Abdul Sattar, í Islamabad. Þeir fjölluðu meðal annars um átökin í Afganistan þar sem bókstafstrúarmenn talibana eru við völd en enn geisar borgara- styrjöld í landinu og hundruð þús- unda manna eru flótta. Sögðust þeir Sattar og Rouhani á blaða- mannafundi vera sammála um að ekki væri hægt að leysa vandann með vopnavaldi. „Við teljum báðir að öfgastefna sem fylgt er í Afgan- istan sé mjög hættuleg,“ sagði Ro- uhani. Hann sagði Írana fordæma þá ákvörðun talibana að eyðileggja tvær fornar styttur af Búdda fyrir skömmu en fjölmargar þjóðir reyndu þá árangurslaust að telja ráðamönnum í Kabúl hughvarf. Íranar reyna að auka áhrif sín í Miðausturlöndum Auka stuðning við róttæka hópa Palestínumanna Teheran, Islamabad. AP, AFP. Mohammad Khatami BJÖRGUNARLIÐIÐ, sem flaug á suðurpólinn á þriðjudag til að sækja veikan bandarískan lækni, lauk vel heppnuðum leiðangri sínum í Chile á fimmtudag. Björgunin þykir mikið afrek, enda er þetta í fyrsta sinn sem flugvél tekst að lenda á suðurpólnum á þessum árstíma. Ronald Shemenski, sem er 59 ára gamall, var eini læknirinn í Amund- sen-Scott-rannsóknastöðinni á suð- urpólnum, þar sem um fimmtíu manns eru við rannsóknir. Hann hef- ur þjáðst af gallsteinum og greindist með lífshættulegt afbrigði, sem get- ur komið upp ef gallsteinn fer niður í gallveginn og veldur bólgum í bris- kirtlinum. Þrátt fyrir að flug til suð- urskautsins liggi venjulega niðri frá lokum febrúar og fram í nóvember var ákveðið að freista þess að sækja Shemenski, enda var talin veruleg hætta á að sjúkdómurinn myndi draga hann til dauða ef hann fengi ekki meðferð á sjúkrahúsi. Kanadísk átta sæta Twin Otter- vél flaug í síðustu viku frá Punta Arenas á suðurodda Chile til bresku rannsóknastöðvarinnar í Rothera á strönd Suðurskautslandsins. Þar beið björgunarliðið þess að veður- skilyrði leyfðu flug til Amundsen- Scott-rannsóknastöðvarinnar við suðurpólinn sjálfan. Á þriðjudag gafst tækifærið og vélin hóf tíu klukkustunda flug í átt að pólnum. Hún lenti við Amundsen- Scott-stöðina á þriðjudagskvöld, en þar var þá svartamyrkur, 68 gráðu frost og töluverður vindur, svo einn- ig gætti mikillar vindkælingar. Áhöfnin hvíldi sig yfir nótt og beið þess að veðurskilyrði yrðu aftur hag- stæð og lagði svo af stað aftur til Rothera-búðanna á miðvikudag, með Ronald Shemenski innanborðs. Þar var aftur dvalið næturlangt. Vélin lenti loks í Punta Arenas á suður- odda Chile um miðjan dag á fimmtu- dag að staðartíma, eftir sex klukku- stunda flug frá Rothera-búðunum. Flugmaðurinn, Sean Loutitt, sagði að það hefði komið sér þægi- lega á óvart hvað flugið gekk vel og að áhöfnin hefði ekki lent í neinum vandræðum, þótt kuldinn hefði vissulega verið mjög mikill á pólnum. Með í för voru aðstoðarflugmaður, flugvirki, hjúkrunarfræðingur og læknirinn Betty Carlisle, sem leysti Shemenski af í Amundsen-Scott- stöðinni. Shemenski vill aftur á pólinn „Mér líður vel og ég er smám sam- an að ná mér,“ sagði Shemenski eftir komuna til Chile á fimmtudag. Hann kvaðst aldrei hafa haft áhyggjur af því að vélin lenti í ógöng- um, en sér hefði þó fundist óþægilegt að stefna öðru fólki í hættu. Shemenski átti síðan að fljúga til Denver í Colorado-ríki í Bandaríkj- unum, þar sem hann mun gangast undir læknismeðferð. Hann var alls ekki af baki dottinn eftir þessa lífs- reynslu og kvaðst vonast til að fara aftur til læknisstarfa á suðurpólnum næsta vetur, ef hann hefði náð fullri heilsu. „Ég hafði vonast til að verja öllum vetrinum [á suðurpólnum]. Við vorum orðin eins og ein stór fjöl- skylda þar og það voru aðeins liðnir tveir mánuðir af vetrinum,“ sagði Shemenski í samtali við AP-frétta- stofuna. Tveir aðrir læknar í Amundsen- Scott-stöðinni hafa veikst á undan- förnum árum. Jerry Nielsen, sem greindist með brjóstakrabbamein, þurfti að bíða í nokkra mánuði áður en unnt var að sækja hana í október 1999, en mál hennar vakti mikla at- hygli í heimspressunni. Þá þurfti að sækja forvera Shemenskis, Robert Thomson, á síðasta ári eftir að hann slasaðist á baki. Ellefu Bandaríkjamönnum bjargað frá öðrum búðum Fyrr á þriðjudag hafði herflugvél flogið fimmtán klukkustunda leið frá Christchurch á Nýja-Sjálandi til McMurdo-búðanna við strönd Suð- urskautslandsins og sótt þangað ell- efu Bandaríkjamenn. Tilkynnt hafði verið að fjórir mannanna væru veik- ir, en þegar til kom fóru sjö aðrir einnig með vélinni frá Suðurskauts- landinu. The Daily Telegraph greindi frá því í gær að sögusagnir væru á kreiki um að nokkrir mannanna bæru áverka eftir slagsmál og einn hefði verið sendur heim vegna agabrota. Stjórnvöld á Nýja-Sjálandi vildu ekki tjá sig um þennan orðróm. Björgunarleið- angurinn á suðurpólinn vel heppnaður Punta Arenas, Santiago, Wellington. AFP, AP, The Daily Telegraph. Reuters Starfsmenn Amundsen-Scott-rannsóknastöðvarinnar á suðurpólnum taka á móti björgunarfólkinu á þriðjudag. Ronald Shemenski við komuna á flugvöllinn í Punta Arenas í Chile á fimmtudag.               !  "     #  !$  %"    !  &%  " "   '"  "                  !   "     #     $  %" & ' )*+,-.#/012#.,# !-2-!3#-!/#.412   "&( )((( ! # / 5 # #  !$ 6$6  7 $ $ . 8 * #  ! *  /#.4 !-2-!3#-!  / #.4 RITSTJÓRI franskrar grínvef- síðu, sem birti „frétt“ um að feg- urðardrottning Frakklands væri í raun karlmaður, lýsti því yfir á fimmtudag að greinin hefði ekki verið neitt annað en uppspuni. Frederic Royer, sem ritstýrir síðunni L’Examineur, kvaðst undrandi á því uppnámi sem greinin hefði valdið. „Það sem við birtum á vefsíðunni er bara grín,“ sagði hann og kvað það vera áhyggjuefni ef orðrómurinn hefði átt upptök sín þar. „Það þýddi að fólk hefði ekkert skop- skyn.“ Í umfjölluninni, sem birtist í janúar, er því haldið fram að hin nítján ára gamla Elodie Gossuin, sem var kjörin fegurðardrottning Frakklands í desember, sigli und- ir fölsku flaggi. Hún sé í raun ekki kona á tvítugsaldri heldur 27 ára karlmaður að nafni Nicol- as Levanneur. Gossuin hefur sagt fjölmiðlum að í fyrstu hafi hún hlegið að þessum sögusögnum, en það hafi runnið á hana tvær grímur þegar þær voru farnar að birtast í dag- blöðum um allan heim. Efasemdir um kynferði ungfrú Frakklands „Bara grín“ París. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.