Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 28.04.2001, Blaðsíða 45
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. APRÍL 2001 45 þurfti með. Eftir þetta áfall sagði hún við mig: „Ég er alltaf þreytt.“ Ég hafði aldrei heyrt hana segja þetta fyrr í þau 50 ár sem ég hafði þekkt hana. Svo hvíldin var henni kærkom- in. Ég sem þetta rita er mágkona Þóru, gift Gunnari bróður hennar. Ef ég ætti að nefna allt sem hún hefur gert fyrir mig og mína væri það svo ótalmargt. Þess vegna enda ég þess- ar minningar. Hafðu þökk fyrir allt, sem þú hefur miðlað mér og fjöl- skyldu minni af þínum kærleika og góðmennsku, elsku mágkona mín. Jórunn Guðný Helgadóttir. Elsku amma okkar er dáin, aðra eins sómakonu var erfitt að finna. Ég kom í fjölskylduna fyrir 12 árum og þá kynntist ég Þóru, þvílíkur kraftur, hún var alltaf tilbúin fyrir alla, góð- vild hennar var óþrjótandi. Þóra hafði átt við erfið veikindi að stríða sem höfðu hamlað hennar miklu orku. Það tók á hana að vera ekki virkur þátttakandi í öllu. Við kveðjum með trega elsku ömmu okkar. Þín verður sárt saknað. Minning þín mun lifa í hjarta okkar. Elsku afi og langafi, megi Guð styrkja þig í sorginni. Júlíus yngri, Kristjana, Hallgrímur og Ásta Björt. Elsku amma okkar, kallið þitt er komið. Hér sitjum við eftir með fang- ið fullt af góðum minningum um þig. Það var alltaf mikill spenningur þeg- ar jólin nálguðust því þá bauðstu öll- um barnabörnunum á Heiðó að baka piparkökur. Þú varst með alla liti af glassúr og allavega myndir af jóla- sveinum til að gera piparkökurnar sem fallegastar. Á meðan piparkök- urnar voru að bakast fengum við öll kók með trúðamyndum sem settar voru utan um flöskurnar og Prins Póló, síðan var kveikt á kertum og sungin jólalög. Ó, hvað það var frá- bært að fá að sofa hjá ömmu og afa. Amma mín, manstu hvað ég vildi allt- af vera mikil prinsessa, þú áttir tvo náttkjóla sem ég kallaði prinsessu- kjóla, annan bleikan og hinn bláan. Þegar ég svaf hjá þér og afa svaf ég í öðrum kjólnum og ljómaði öll og fór í prinsessuleik, svo þegar tími var kominn til að fara að sofa svæfðirðu mig (okkur) með Grimmsævintýrum sem þú last fyrir okkur. Þú varst svo góð amma, það eru svo margar ynd- islegar minningarnar sem við eigum um þig og við söknum þín svo mikið. Það var alveg sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, í námi, íþróttum eða vinnu, alltaf fylgdistu með af áhuga. Það var svo gott að koma til þín þegar mér hafði gengið vel og það var líka gott að koma þegar eitt- hvað gekk ekki sem skyldi því þú sást alltaf björtu hliðarnar á öllu. Þú vildir öllum svo vel að jafnvel eftir að þú veiktist hafðirðu meiri áhyggjur af því hvernig mér liði í bakinu en hvernig þú hefðir það. Okkur er ofarlega í huga hvað þú varst alltaf trúuð, þú kenndir okkur margar fallegar bænir og lagðir mikla áherslu á að við myndum biðja þær á hverju kvöldi áður en við fær- um að sofa. Þú hafðir svo gaman af því þegar við komum á sunnudögum eftir barnaguðsþjónustu og sýndum þér Jesúmyndirnar sem við fengum og þú varst svo stolt af okkur. Þú kenndir okkur muninn á réttu og röngu og sagðir alltaf: „Þú skalt koma fram við aðra eins og þú vilt að aðrir komi fram við þig.“ Það hefur reynst okkur vel í gegnum lífið því þú kenndir okkur að horfa jákvæðum augum á lífið. Það eru forréttindi að hafa átt þig sem ömmu og fengið að njóta alls þess góða sem þú bjóst yfir. Það er okkur huggun í sorg og sökn- uði að vita að trúin hefur leitt þig á góðan stað og þar líður þér vel. Við biðjum góðan Guð að geyma Þóru ömmu vel fyrir okkur. Elsku afi, megi góðar minningar styrkja þig í sorginni. Þorsteinn og Þóra. Þóra frænka er dáin. Við systkinin kölluðum hana alltaf frænku þótt hún væri það auðvitað ekki. Hún var gift honum Júlla frænda, bróður hennar mömmu. Þóra var því mamma okkar í Vestmannaeyjum á sumrin. Það var einhvern veginn sjálfgefið. Sumt bara er eins og það á að vera. Heiðarvegur 54 hefur þess vegna alveg einstaka þýðingu í huga okkar þriggja. Þar var alltaf tekið svo vel á móti okkur. Heiðarvegurinn var ekki okkar heimili, en þó hlýleg- asta fimm stjörnu hótel í heimi. Þar vorum við öll þrjú á misjöfum tímum í afbragðs yfirlæti. Þóra tók sem sagt tímabundið við uppeldinu á okkur. Það gerði hún með einstökum hætti, hún var svo náttúrulega jákvæð, sagði allt sem segja þurfti og oftar en ekki lærðum við muninn á réttu og röngu án þess að hún þyrfti að segja eitt einasta orð. Kannski var það augnaráðið eða brosið – líklega lát- bragðið allt sem kom þessu svo átakalaust til skila. Þóra var góð fyr- irmynd, hún talaði ekki illa um nokk- urn mann. Hún bara gerði það ekki. Líklega hefði hún ekki getað það þótt hún hefði reynt. Hún sá til þess að Júlli segði okkur ótrúlegar hetjusög- ur sínar eftir matinn og svo ekki sé nú talað um endurnýjaðar búkollusögur. Þóra lærði fljótt inn á áhugamál okk- ar. Einn fékk halíukrana, annar rabbabaragraut – svo oft raunar, að Júlli var farinn að heilsa grautnum. Fatahönnuður framtíðarinnar varð til í höndunum á Þóru þegar prinsess- ukjólarnir voru teknir fram. Á hátíð- arstundum fengu sumir fiskibollur í dós og andrúmsloft suðrænnar sólar og sælu var oftar en ekki kallað fram í formi ákveðinnar súkkulaðitertu. Þóra hafði einstakt lag á því að gefa mikið án allrar fyrirhafnar og án þess að gleymast sjálf. Við systkinin vottum okkar kæra frænda dýpstu samúð og biðjum góð- an guð að vera með honum og fjöl- skyldunni á erfiðri stundu. Þóra, Kristján og Ásta Guðmundsdóttir. Okkur langar í fáum orðum að minnast hennar Þóru systur eins og við kölluðum hana alltaf. Hún var reyndar systir mömmu okkar og heyrðum við mömmu kalla hana Þóru systur svo að við gerðum það bara líka. Hún átti fáa sína líka, betri manneskju er erfitt að finna og hún var með eindæmum barngóð kona. Voru mjög góð samskipti milli hennar og mömmu okkar og var allt- af gott að koma á Heiðarveginn til Þóru og Júlla. Fyrir tæpum fimm árum veiktist hún alvarlega og fór henni sífellt hrakandi þar til hún fékk hvíldina. Við trúum því að þér líði betur, elsku Þóra systir, og viljum við kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Elsku Júlli, Grímur, Halli og fjölskyldur. Megi Guð gefa ykkur styrk í þessari miklu sorg. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Systkinin frá Hólagötu 26. Á föstudaginn langa kvaddi Þóra frænka eftir erfið veikindi. Það var fyrir tæpum fimm árum að Þóra veiktist og þurfi hún talsverða umönnun upp frá því. Veikindum sín- um og erfiðleikum tók hún með æðruleysi og var ávallt mjög þakklát öllum þeim er sinntu henni. Þessi ár dvaldi hún lengst af á Hraunbúðum í góðum félagsskap annarra vist- manna og naut góðrar aðhlynningar frá starfsfólkinu. Það er margs að minnast frá samskiptum okkar við Þóru og hennar fjölskyldu. Þóra var föðursystir mín og því var samgang- ur milli fjölskyldna okkar nokkuð mikill, meðal annars vegna þess að Júlíus, eftirlifandi maður Þóru, og faðir minn ráku um þriggja áratuga skeið saman netaverkstæði. Árið 1985 fóru foreldrar mínir með Þóru og Júlla í ferðalag til Ítalíu og í þeirri ferð varð faðir minn bráðkvaddur. Móðir mín hefur oft haft á orði hversu hjálpsöm Þóra og Júlli voru á þessum erfiðu tímum og þakkar hún þeim fyrir allt og allt. Þóra var góð og glaðleg kona og mikið var gaman að kíkja til þeirra hjóna á Heiðarveg- inn í kaffisopa, þar var ávallt tekið vel á móti manni. Ekki var síður indælt að kíkja með börnin sín í heimsókn því Þóra var mikil barna- gæla og átti ávallt eitthvert góðgæti handa þeim og hafði gott lag á gleðja litlu hjörtun. Það var því mikið áfall fyrir okkur öll þegar Þóra veiktist og var kippt úr hringiðu lífsins en mest voru viðbrigðin fyrir hann Júlla minn, en hann stóð ávallt eins og klettur við hlið hennar allt til síðastu stundar. Þóra átti sinn þátt í halda saman Grímsstaðafjölskyldunni og eftir að afi og amma á Grímsstöðum voru fallin frá héldu systkinin til skiptis jólaboð í anda gömlu hjón- anna og eru þessi boð mikið tilhlökk- unarefni. Vegna þess hversu stór hópurinn er orðinn hafa jólaboðin verið flutt í Akógeshúsið. Þar verður Þóru sárt saknað. Elsku Júlli minn, Grímur og Halli og fjölskyldur, ég bið guð að styrkja ykkur og vernda á þessum erfiðu tímamótum í lífi ykkar. Elsku Þóra mín, ég og fjölskylda mín þökkum þér fyrir ánægjuleg kynni og skemmtilega samfylgd á lífsleiðinni. Hörður Óskarsson og fjölskylda Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikindaviðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín Guðrún Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Þóra, hafðu þökk fyrir alla hlýjuna og elskulegheitin sem þú auðsýndir okkur alltaf. Guð geymi þig. Elsku Júlli, Grímur, Ásta María, Halli, Valgerður og fjölskyldur, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Sigurbjörn, Kristín, Birkir Fannar og Hjörtur Ívan. varð hver og einn að vinna til að hafa í sig og á, en þetta breyttist með „bretavinnunni“. Þá réðst Jón í það stórræði að kaupa sér vörubifreið og varð svo akstur flutningabifreiða starf hans um langan tíma eða allt þar til hann réðst til starfa sem lögreglu- þjónn haustið 1958, en áður fyrr var hann í héraðslögreglunni hér, en hún var lögð niður í árslok 1949. Þegar Jón hóf starf sem lögreglumaður varð það jafnframt starf hans að sinna sjúkraflutningum og var það ætíð metnaðarmál hans sem forsvars- manns lögreglunnar að sjúkraflutn- ingarnir væru stundaðir af kostgæfni og að alltaf væri maður til að sinna þeim. Eins og áður segir hóf Jón lög- reglustarfið haustið 1958 og gegndi því þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir haustið 1993. Fyrst í stað var Jón eini lögreglumaðurinn, en átti samstarf með Jóni Sigurðssyni bif- reiðaeftirlitsmanni bæði við löggæslu og sjúkraflutninga. Árið 1960 var bætt við einni lögregluþjónsstöðu, síðan tveimur til viðbótar 1962 og eft- ir það fjölgaði lögreglumönnunum smátt og smátt enda jukust verkefnin hratt með breyttum þjóðfélagshátt- um. Þegar Jón lét af störfum voru hér 25 lögreglumenn, nýlega flutt í nýja lögreglustöð og fullkomnir sjúkrabíl- ar komnir í notkun. Ekki verður annað sagt en Jón hafi verið sérlega farsæll í starfi sínu, hann kom sér alls staðar vel og átti auðvelt með að koma sínum málum fram án þess að hafa hátt. Menn treystu gjarnan ráðum hans þar sem hann var þekktur að samviskusemi og trúmennsku. Þetta kom vel fram þeg- ar áhugamenn um flugmál ákváðu að gera flugvöll í grennd við Selfoss, þá var Jón þar í forsvari og tókst á ótrú- lega skömmum tíma að gera flugvöll- inn þannig úr garði að hann er nú veigamikill þáttur í samgöngukerfi Vestmannaeyinga; eiga þeir Jóni mikið að þakka. Hugurinn leitar til baka þegar við vorum allir tiltölulega ungir og hraustir og áttum stundum í átökum við þá sem misst höfðu tökin á tilver- unni um stundarsakir. Þá var gott að vera við hlið Jóns sem var heljar- menni að burðum og handtök hans voru traustari en flestra annarra. Að lokum þökkum við honum af alhug fyrir samveruna og vottum aðstand- endum samúð. Tómas Jónsson, Hergeir Kristgeirsson. Hetja með yfirburðahæfileika. Maður sem bjargaði lífi sínu með því að ná taki á fljótandi vörubílsdekki þar sem hann flaut niður vatnsmestu á landsins. Flugmaður sem fór hvert á land sem er um loftsins veg. Jötun- menni að burðum og lögregluforingi í héraðinu. Kom stundum í úniformi á löggubíl heim í hádegismat. Lítill strákpolli gat ekki annað en fyllst lotningu gagnvart þessum yfirburða- manni sem bjó í þarnæsta húsi. Lotningin var jafnvel blandin ótta. Fljótt kynntist ég því þó að beygur gagnvart Jóni löggu væri ástæðulaus. Það vissi ég strax við okkar fyrsta fund, en um hann á ég einhverja skýr- ustu æskuminningu mína. Svo marg- ar sögur höfðu foreldrar mínir og afi sagt mér um afreksmanninn Jón og bíldekkið góða að löngunin til að skoða gripinn varð öllu öðru sterkari. Sporstuttur, líklega fimm eða sex ára, gekk ég austur Sunnuveginn og sá að Jón var í bílskúrnum. Ég fór til hans smeykur mjög og sagði hvað mér væri á höndum. Hann tók mér af stakri ljúfmennsku og sýndi mér dekkið og sagði mér söguna af því. Upp frá þessu vorum við Jón hinir mestu mátar og milli okkar ríkti góð vinátta sem ég nú, aldarfjórðungi síð- ar, minnist ekki að nokkru sinni hafi borið skugga á. Fáum mönnum mér óvandabundn- um á ég jafn gott að gjalda og Jóni. Hann var heiðarlegur maður og yf- irvegaður. Af hinu síðarnefnda veitti ekki því í öllu hans fasi bullsauð á prakkaranum. Þá var hann líka fróð- ur um landsins gagn og nauðsynjar og eftir hvert okkar samtal fannst mér ég hafa fengið nýjan vinkil á eitt- hvert það mál sem í deiglunni var hverju sinni, hvort sem við tókum fyr- ir löggæslumálin, pólitíkina, bæjar- málin á Selfossi eða útgerð Hauks sonar hans, sem hann hafði alltaf mik- inn áhuga á. Starf Flugklúbbs Selfoss var einnig mikið sameiginlegt áhuga- mál okkar beggja alla tíð. Þeir eðlisþættir Jóns sem ég hef lýst hér að framan hafa líka vísast gagnast honum vel í áratugalöngu starfi hans í lögreglunni. Lögreglu- maður þarf að vera mörgum góðum kostum búinn eigi hann að komast vel frá starfi sínu. Ég hygg að einn af helstu kostum Jóns sem lögreglu- manns hafi verið hve mannglöggur hann var. Hann kannaðist við marga og kunni á fólk. Vissi hvaða lag væri skást að nota á hvern og einn sem lög- reglan þurfti að hafa afskipti af. – Sjálfur minnist ég einnar heimsóknar til Jóns á löggustöðina í ölduróti ung- lingsáranna eftir glappaskot sem mér varð á. Jón tók mér af ljúfmennsku í þessari heimsókn þá, eins og ævin- lega, sagði við mig nokkur kjarnmikil og hughreystandi orð sem voru eins og klippt og skorin út úr einhverrri Íslendingasögunni. Svo beindi hann talinu á aðrar brautir. Sjálfur hafði ég endurheimt, að einhverju leyti að minnsta kosti, kjarkinn og trúna á sjálfan mig og fannst samviskan betri. „Þetta er bara svona,“ sagði Jón við mig snemma á þessu ári þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið á Sel- fossi, þar sem hann lá illa haldinn af þeim sjúkdómi sem varð hans bana- mein. „Hvað tekur við veit enginn,“ sagði Jón, vitandi að skammt væri á leiðarenda. Æðruleysi og yfirvegun einkenndi fas hans. Óttalaus lagði hann upp í ferðalagið óumflýjanlega sem aftur gerir mér léttbærari til- hugsunina um að það bíður mín og raunar okkar allra. Sigurður Bogi Sævarsson. Okkur langar í nokkrum orðum að minnast Jóns Ingibergs Guðmunds- sonar, fyrrverandi yfirlögregluþjóns, og þá sérstaklega þess er lýtur að flugmálum Selfosssvæðisins. Nokkur aðdragandi varð að því að flugklúbb- ur yrði stofnaður á Selfossi en eftir að land var fengið úr óskiptu landi Sand- víkurtorfunnar suðvestan við Selfoss til flugvallargerðar, komu þeir smátt og smátt í ljós sem áhuga höfðu á mál- efninu. Þegar stofnfundur hafði verið auglýstur 16. maí 1974 kom í ljós að einn af þeim sem myndi sækja fund- inn væri Jón Í. Guðmundsson, yfir- lögregluþjónn á Selfossi. Ekki er því að neita að það þótti góður fengur í Jóni og komu menn sér saman um að kjósa hann formann á stofnfundinum. Bæði var það að hann var elstur þeirra sem sýndu málinu áhuga en þó miklu fremur hitt að af Jóni fór sér- stakt orð, eiginlega hetjuorð, orð ör- yggis og ábyrgðar. Alls staðar þar sen Jón hafði komið að verki þótti vel að því staðið. Þetta orð var gott að færa yfir á nýstofnaðan klúbb. Það gekk eftir með kosningu formannsins og entist hún næsta aldarfjórðunginn og verk Jóns í þágu klúbbsins og flugsins sönnuðu að orðið sem af Jóni fór var engar ýkjur. Fyrsta verkefni flug- klúbbsins var að skapa sér aðstöðu með gerð flugvallar og húsa. Fátt er jafn skemmtilegt og að byggja upp af hugsjón og formaðurinn hafði sér- stakt lag á að laða menn að verkinu og klúbburinn blómstraði. Margir, sem ekki voru í klúbbnum, komu einnig að því og lögðu fram vinnu og vélar end- urgjaldslaust í hrifningu á verkinu. Jón hafði náið og vinsamlegt sam- band við Flugmálastjórn um fyrir- komulag, tæknilega ráðgjöf, og fjár- framlög. Eins og gengur voru ekki alltaf til peningar til þess að setja í flugvöll á Selfossi, sem ekki hafði for- gang, en Jón var ýtinn og linnti ekki látum fyrr en þeir sáu sitt óvænna og létu eitthvað af hendi rakna til þess að fá frið – um stund. Jón eignaðist flugvél í félagi við annan og flaug töluvert á tímabili og reyndist hann farsæll og lánsamur flugmaður og hélt flugréttindum fram í júní sl. Sumar. Jóni voru veittar við- urkenningar bæði frá Flugmálafélagi Íslands og björgunarsveit NATO á Keflavíkurflugvelli fyrir störf að framgangi flugs og fyrir björgunar- störf. Eftir að Jón hætti störfum sem yfirlögregluþjónn vegna aldurs gerð- ist hann starfsmaður Flugmála- stjórnar og sá um eftirlit með Selfoss- flugvelli þar til sjúkdómur sá sem dró hann til dauða fór að gera verulega vart við sig. Þegar Jón fann að hverju stefndi vann hann úr því máli á mark- vissan hátt eins og hans var von og vísa, gekk frá sínum málum við klúbb- inn og félaga sína á drengilegan og rausnarlegan hátt eins og honum var mest að skapi. Um sjúkdóm sinn hafði hann þetta að segja. „Þetta er bara svona og því verður ekki breytt.“ Við sem þetta skrifum tölum fyrir munn félaga okk- ar í Flugklúbbi Selfoss þegar við fær- um hinun fallna foringja okkar þakkir fyrir frábær störf í þágu klúbbsins okkar og flugsins yfirleitt. Fjölskyldu hans vottum við innilega samúð. Sigurður Karlsson, Einar Elíasson og Jón Guðbrandsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.