Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 33
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 33 ÞEGAR Bush forseti útskýrði hvers vegna hann hefði snúið baki við Kyoto-sáttmálanum um gróðurhúsa- áhrifin sagði hann: „Við munum ekki gera neitt sem hefur slæm áhrif á efnahagslíf okkar þar sem að íbúar Bandaríkjanna eru það sem skiptir okkur mestu máli.“ Þessi orð ættu ekki að hafa komið neinum á óvart sem fylgdist með bandarísku forseta- kosningunum. Í öðrum kappræðum forsetaefnanna var George W. Bush spurður hvernig hann myndi nota áhrif og völd Bandaríkjanna í heim- inum. Hann sagðist myndu nota þau öllum Bandaríkjamönnum til heilla. Þessi orð hefðu ekki átt að koma á óvart neinum sem kynnt hefur sér ræður föður forsetans. Bush forseti hinn fyrri sagði mjög svipaða hluti fyrir nærri áratug á umhverfisráð- stefnunni í Rio de Janero. Þegar fulltrúar þróunarlanda fóru þess á leit við Bush eldri að hann tæki til umræðu ofnýtingu þróaðra ríkja, einkum Bandaríkjanna, á auðlindum sagði hann: „Bandaríski lífsstíllinn er ekki samkomulagsatriði.“ Og skipti þá engu, að því er áheyrendum hans sýndist helst, hvað það kynni að kosta aðra. En það er ekki bara ríkisstjórn Bush sem leggur mesta áherslu á hagsmuni Bandaríkjamanna umfram annað. Stjórn Clintons og Gores tók af allan vafa um það, að á Balkan- skaga skyldi ekki fórnað lífi eins ein- asta Bandaríkjamanns þó svo að það kynni að draga úr hættu á að óbreytt- ir borgarar yrðu fyrir skaða. Timothy Garton Ash veitti þessu athygli og sagði: „Það eru öfugsnúnar siðaregl- ur sem leyfa að milljónir saklausra borgara af öðrum kynþætti séu svipt- ar bjargræði vegna þess að maður er ekki reiðubúinn til að hætta lífi eins einasta af manns úr röðum atvinnu- hermanna. Með því að takmarka að- gerðirnar í Kosovo við flughernað gekk þessi áætlun fullkomlega upp. Ekki einn einasti maður úr sveitum NATO lét lífið í bardaga en um það bil 300 kosovískir, 209 serbneskir og þrír kínverskir borgarar féllu. Þegar þjóðarleiðtogi tjáir sig svona hreinskilnislega um hlutverk sitt neyðumst við til að velta fyrir okkur grundvallarsiðferðsspurningu. Að hve miklu leyti ættu þjóðarleið- togar að skilgreina hlutverk sitt þröngt, sem gæslu hagsmuna eigin þegna, og að hve miklu leyti ættu þeir að láta sig varða velferð fólks hvar- vetna? Romano Prodi, forseti Evrópu- ráðsins og fyrrverandi forsætisráð- herra Ítalíu, brást við síðustu yfirlýs- ingu Bush forseta með því að segja: „Ef maður vill vera heimsleiðtogi verður maður að huga að öllum heim- inum, en ekki bara bandarískum iðn- aði.“ En þessi spurning snýr ekki ein- ungis að þeim sem stefna að því að verða heimsleiðtogar. Leiðtogar minni ríkja verða líka að velta því fyr- ir sér, til dæmis í tengslum við gróð- urhúsaáhrifin, viðskiptasáttmála, er- lenda aðstoð og meðferð flóttafólks, að hve miklu leyti þeir eru reiðubúnir að hugsa um hagsmuni „útlendinga“. Eins og Ash segir er hægt að færa fyrir því sterk siðferðisrök að það sé rangt af leiðtogum að láta hagsmuni eigin þegna hafa algjöran forgang. Gildi lífs saklausrar mannveru fer ekki eftir þjóðerni. Jafnvel ríkis- stjórn Bush lét líf milljóna HIV- sýktra Afríkubúa hafa meiri forgang en peningalega hagsmuni banda- rískra lyfjafyrirtækja þegar stjórnin staðfesti stjórnsýsluskipun Clintons forseta um að Bandaríkin myndu ekki koma í veg fyrir að Afríkuríki veittu eigin fyrirtækjum leyfi til að framleiða ódýrar eftirlíkingar af lyfj- um sem gætu bjargað lífi borgara þeirra, jafnvel þótt bandarísku fyr- irtækin ættu einkaréttinn á þessum lyfjum. Ef hagsmunir Bandaríkja- manna eru alltaf efstir á blaði er erf- itt að útskýra þessa ákvörðun – sem var rétt ákvörðun. En það mætti kannski halda því fram að óhlutbund- in siðferðishugsjón um að allir menn eigi rétt á að tekið sé tillit til þeirra til jafns á við aðra geti ekki ráðið því hvernig hlutverk stjórnmálaleiðtoga er skilgreint. Rétt eins og foreldrar eiga að gæta hagsmuna barna sinna, fremur en hagsmuna ókunnugra, hefur George W. Bush, með því að taka við embætti forseta Bandaríkj- anna, tekist á hendur ákveðið hlut- verk sem leggur honum þá skyldu á herðar að vernda og efla hagsmuni Bandaríkjamanna. Önnur ríki hafa sína leiðtoga sem hafa hliðstæðum skyldum að gegna þegnum sínum. Það er ekki til neitt pólitískt samfélag alls heimsins. Svo lengi sem málum er þannig háttað verðum við að hafa þjóðríki og leiðtogar þessara þjóð- ríkja verða að taka hagsmuni sinna eigin borgara fram yfir hagsmuni annarra. Það er nokkuð til í þessu. Ef þetta væri ekki svona myndi lýðræðið ekki virka, nema því aðeins að kjósendur breyttust skyndilega unnvörpum í mannvini sem aldrei fyrr. Bandarísk- ir kjósendur myndu ekki kjósa for- seta sem hugsaði ekki meira um þeirra hagsmuni en hagsmuni fólks í öðrum löndum. Í ljósi þess að þau vandamál sem við nú stöndum frammi fyrir varða allan heiminn eru þetta kannski rök fyrir því að komið verði á alheimsríkjasambandi fremur en að skipta heiminum í sjálfstæð þjóðríki. En svo lengi sem það er bara háfleyg hugmynd án pólitískrar rótfestu mun leiðtogum okkar finnast að þeir verði að hugsa að nokkru leyti um hagsmuni eigin borgara umfram aðra. En „að nokkru leyti“ merkir þó ekki algeran forgang. Foreldrar hugsa kannski fyrst og fremst um eigin börn, en það er óverjandi að kaup á leikföngum handa manns eig- in börnum kosti önnur börn lífið. Margir telja að verði horfið frá Kyoto-sáttmálanum muni það ógna lífi margra milljóna manna sem búa í löndum sem eru of fátæk til að vernda þá fyrir afleiðingum breyt- inga í andrúmsloftinu og hækkandi sjávarborðs. Það er þess vegna sem Evrópubúum og íbúum margra ann- arra landa misbauð gróflega hversu léttilega forseti Bandaríkjanna komst að þeirri niðurstöðu að „íbúar Bandaríkjanna skipta mestu máli“. Ef til vill er réttlætanlegt að Bush forseti hugsi fyrst og fremst um efna- hagslega hagsmuni Bandaríkja- manna að einhverju leyti, en að taka þá fram yfir lífsnauðsynlega hags- muni margra milljóna manna er með öllu siðferðislega óréttlætanlegt. Hvað skiptir mestu máli: Bandaríkjamenn eða siðferðið? Reuters Mengun er vandamál sem virðir engin landamæri og margir hafa áhyggjur af því að verksmiðjur, er spúa ýms- um efnum út í andrúmsloftið líkt og þessi skammt frá London, ýti undir loftslagsbreytingar. Ef til vill er réttlætan- legt að Bush forseti hugsi fyrst og fremst um efnahagslega hagsmuni Bandaríkja- manna að einhverju leyti, en að taka þá fram yfir lífsnauðsyn- lega hagsmuni margra milljóna manna er með öllu siðferðis- lega óréttlætanlegt. eftir Peter Singer Peter Singer er Ira W. DeCamp- prófessor í lífsiðfræði við Princeton- háskóla. Nýjasta bók hans er Writ- ings on Ethical Life. © Project Syndicate. HÁVÆRAR kröfur eru um það í Frakklandi að stjórnvöld geri hreint fyrir sínum dyrum vegna endurminningabókar fransks hers- höfðingja en þar gefur hann ná- kvæmar og iðrunarlausar lýsingar á pyndingum og manndrápum franskra hermanna í Alsírstríðinu. Yfirvöld í Alsír segja að upplýsingar hershöfðingjans komi þeim ekki á óvart en fjölmiðlar þar í landi segja að þær geri yfirlýsingar Frakka um mannréttindi almennt ótrúverðugri en ella. Paul Aussaresses hershöfðingi, sem er 83 ára að aldri, segir í bók sinni, sem út kom í síðustu viku, að hann og menn hans hafi pyndað og líflátið alsírska skæruliða og óbreytta borgara í Alsírstríðinu á sjötta áratug síðustu aldar með vitneskju og blessun franskra stjórnvalda. Opinber syndakvittun Þessar játningar Aussaresses og sú yfirlýsing hans að hann iðrist einskis hafa vakið upp umræðu um það hvort unnt sé að koma lögum yfir hina seku en það er raunar fremur ólíklegt. Samkvæmt frönsk- um dómsúrskurði 1993 voru glæpir gegn mannkyni einskorðaðir við síð- ari heimsstyrjöld og snemma á sjö- unda áratug síðustu aldar lýsti franska stjórnin yfir að þeim, sem kynnu að hafa brotið af sér í Alsír- stríðinu á árunum 1954 til 1962, hefðu verið gefnar upp sakir. Frönsku mannréttindasamtökin ætla þó að höfða mál á hendur Aussaresses á þeirri forsendu að hann hafi réttlætt glæpi gegn mannkyni. Jacques Chirac, forseti Frakk- lands, brást hart við bók Aussaress- es og hefur skipað svo fyrir að hann verði sviptur Orðu heiðursfylking- arinnar, æðsta heiðursmerki Frakk- lands. Þá hefur hann einnig beðið varnarmálaráðuneytið að kanna til hvaða refsinga sé unnt að grípa gagnvart honum. Áhrifaríkar pyndingar Aussaresses var yfirmaður leyni- legra aðgerða í sjálfstæðisbaráttu Alsírmanna gegn Frökkum og hann lýsir því nákvæmlega hvernig skæruliðar og jafnvel óbreyttir borgarar voru pyndaðir og drepnir í yfirheyrsluklefum hersins. Segir hann að sérstakur fulltrúi Francois Mitterrands, þáverandi dómsmála- ráðherra og síðar forseta, hafi vitað um allt sem fram fór. Franska blaðið Le Monde átti viðtali við Aussaresses í síðustu viku og þá sagði hann meðal ann- ars: „Pyndingar eru mjög áhrifaríkar. Langflestir gefast upp og fara að tala og að því búnu eru þeir drepn- ir, oftast nær. Kom þetta illa við samviskuna? Ég verð að svara því neitandi.“ Frönsk stjórnvöld, hver stjórnin á fætur annarri, hafa alla tíð gert lítið úr því að þau hafi vitað um pyndingarnar og manndrápin og því ekki séð ástæðu til að rannsaka málið eða biðjast afsökunar. Uppgerðarhneykslun? Chirac, sem var liðsforingi í franska hernum og barðist í Alsír- stríðinu, og Lionel Jospin forsætis- ráðherra höfnuðu báðir óskum um rannsókn á síðasta ári þegar Auss- aresses og Jacques Massu, sem var næstráðandi hans á sínum tíma, komu fyrst fram með játningar sín- ar. Franskir fjölmiðlar, til dæmis Le Monde og Liberation minna nú á þessa afstöðu ráðamanna og segja, að hneykslun þeirra nú stafi ekki af því að þeir hafi ekki vitað hvað fram fór í Alsírstríðinu heldur af því að játningar Aussaresses hafi neytt þá til að bregðast við. Kommúnistar og græningjar á franska þinginu hafa skorað á frönsku stjórnina að viðurkenna ábyrgð franskra stjórnvalda á at- burðunum í Alsír og ættingjar ým- issa Alsírmanna, sem hurfu eða „létust“ í höndunum á Frökkum, hafa farið fram á skýringar. Meðal þeirra er Drifa Hassani, systir Larbi Ben M’Hidi, eins af leiðtogum Alsírmanna í sjálfstæð- isbaráttunni gegn Frökkum. Auss- aresses viðurkennir nú að hann hafi látið hengja Ben M’Hidi og systir hans ætlar að höfða mál gegn banamönnum hans. Þá segir hann að öðrum andspyrnuleiðtoga, Ali Boumendjel, hafi verið kastað ofan af sex hæða hárri byggingu en op- inberlega var sagt að báðir menn- irnir hefðu stytt sér aldur. Ekki trúverðugir í mannréttindamálum Abdelaziz Belkhadem, utanríkis- ráðherra Alsírs, sagði í gær að hann væri ekki hissa á játningum franska hershöfðingjans enda vissu Alsír- menn sjálfir um miklu fleiri glæpi en segði frá í bókinni. Alsírskir fjöl- miðlar benda einnig á að játningar Aussaresses og afstaða franskra stjórnvalda til þessara atburða alla tíð geri það að verkum að frönsk stjórnvöld hafi ekki siðferðilegt um- boð til að segja öðrum til syndanna í mannréttindamálum. Með því eru fjölmiðlarnir meðal annars að finna að yfirlýsingum Heberts Vedrines, utanríkisráð- herra Frakklands, á franska þinginu í síðustu viku en þá ræddi hann um ókyrrðina í Berba-héruð- unum í Alsír og sagði að Frakkar gætu ekki horft þegjandi upp á of- beldið sem Alsírstjórn beitti gegn mótmælendum. Belkhadem, utan- ríkisráðherra Alsírs, mótmælti þessum orðum og sagði þau jaðra við „íhlutun“ í alsírsk innanríkismál. Játningar fransks hershöfðingja í endurminningabók valda miklu uppnámi í Frakklandi Iðrast ekki pyndinga og manndrápa í Alsír AP Bók Pauls Aussaresses hershöfðingja, „Sérstakar aðgerðir í Alsír“, í bókaverslun í París. Er hún á milli tveggja bóka eftir alsírska höfunda. París. Algeirsborg. AFP, Reuters.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.