Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 20
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 20 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nýttu tímann vel! Nýsköpun 2001 er nú á fullri ferð og enn er nægur tími fyrir þau sem láta ekkert stoppa sig! Þú hefur tíma til 31. maí til að skila okkur viðskiptaáætlun eða hugmyndalýsingu (Evrópukeppnin). Það eru ekki bara peningaverðlaun í boði, heldur fá allir, sem senda fullnægjandi viðskiptaáætlun, vandaða umsögn sérfræðinga. Einnig verða valdir fulltrúar Íslands í sérstaka Evrópukeppni um viðskiptahugmyndir. Skráðu þig núna, það er án skuldbindinga! Skilafrestur er til 31. maí nk. Nánari upplýsingar fást í síma 510 1800 og á www.spar.is/n2001. Fyrirspurnir með tölvupósti sendist á nyskopun@spar.is EINUNGIS 4 flórgoðar sáust á hin- um árlega flórgoðadegi Fuglavernd- arfélagsins og umhverfisnefndar Hafnarfjarðar sem haldinn var við Ástjörn á sunnudaginn var, 6. maí. Þrátt fyrir slagveðursrigningu gerðu 30–40 manns á öllum aldri leið sína þangað í von um að berja augum þennan einn sjaldgæfasta fugl á Ís- landi sem dagurinn er kenndur við. Reyndir fuglaskoðarar voru á staðn- um og upplýstu gesti um leyndar- dóma flórgoðans. Elstu heimildir um flórgoðabyggðina við Ástjörn eru frá 1954, en fyrir þann tíma er ekki vitað til að fuglaskoðarar hafi sótt þangað. Hafa 3–5 flórgoðapör haldið sig við tjörnina alla tíð síðan. Hefur verið í gjörgæslu Íslenski flórgoðinn hefur undan- farið verið í gjörgæslu vegna mik- illar fækkunar síðustu áratugi. Er hann komin á válista Náttúrufræði- stofnunar Íslands yfir tegundir í yf- irvofandi hættu; stofninn er lítill, innan við 1.000 fuglar, og hefur dag- ur flórgoðans verið haldinn við Ástjörn síðan 1993, til að minna á þessa viðkvæmu stöðu hans í ís- lenskri náttúru. Framræsla votlend- is, landnám minks og aðrar breyt- ingar á lífsskilyrðum þessa skraut- lega og sérkennilega fugls eru taldar vera orsakirnar fyrir fækkuninni. Átak er nú í gangi sem stefnir að því að snúa þessari þróun við. Flórgoðinn hefur norðlægustu út- breiðslu allra goða. Á Íslandi er dreifing hans slitrótt, misjafnt þó eftir landshlutum. Sáralítið er af honum við Breiðafjörð, á Vestfjörð- um og á Austfjörðum, en hins vegar um helmingur íslenska stofnsins á Mývatni og í nágrenni þess. Ástjörn og Urriðakotsvatn eru einu varp- staðir flórgoðans á Suðvesturlandi, á öllu svæðinu milli Laugardals í Ár- nessýslu og Skorradals í Borgarfirði. Ástjörn er friðlýst og er friðlandsins inn haldinn við Ástjörn, vegna þess að ekkert má í raun út af bregða til að illa fari; þetta eru svo viðkvæmir fuglar. Við náðum aldrei að sjá fyrir víst nema 4 flórgoða, sem er of lítið. Ég á von á því að ég reyni að fá leyfi til að fara eftir að varptími er byrj- aður og telja hreiðrin, til að fá úr því skorið hvort um fækkun er þarna að ræða eða ekki. Það er umhverfis- nefnd sem myndi gefa slíka undan- þágu, og ég geri ráð fyrir að menn vilji fá úr þessu skorið.“ Vegna fuglalífsins, og þá ekki síst flórgoðavarpsins, er óheimilt að fara um Ástjörn og nánasta umhverfi frá 1. maí til 15. júlí. „Það hefur verið haft sem megin- regla, að banna umferð um svæðið á varptíma, en nú er verið að skoða hvort unnt sé að hafa göngustíginn opinn allan ársins hring. Það er þekkt erlendis, heyrir maður, að reglubundin umferð trufli ekki fugla, heldur læri þeir inn á hana. Við vorum óheppin með veðrið núna, eins og í fyrra; þetta var mikið slagveður. En ég er sannfærður um að tjörnin muni laða að sér mikinn fjölda gesta, þegar að því kemur að spáð verður sól og blíðviðri á flór- goðadaginn, hvenær sem það nú annars verður,“ sagði Ólafur að lok- um, býsna ánægður þó með þátttök- una núna, miðað við þær aðstæður sem ríktu. Hópur fólks á flórgoðadeginum sem haldinn var í níunda sinn við Ástjörn um helgina Óttast fækk- un flórgoða á tjörninni Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Þeir 30–40 sem mættu að Ástjörn til að heiðra flórgoðann með nærveru sinni létu kalsarigningu ekki á sig fá heldur bitu á jaxlinn og skyggndust um í þeirri von að honum brygði fyrir, þótt ekki væri nema eitt augnablik. Hafnarfjörður gætt af starfsmanni Hafnarfjarðar- bæjar. Umhverfi tjarnarinnar var gert að fólkvangi fyrir fimm árum. Þarf nauðsynlega að telja hreiðrin „Það var eiginlega Fuglaverndar- félag Íslands sem byrjaði með þenn- an dag á sínum tíma, og ástæðan var sú að í kjölfar gríðarlegs samdráttar og nánast hruns í flórgoðastofninum á Mývatni fóru menn að hafa áhyggj- ur af fuglunum hérna,“ sagði Ólafur Torfason, einn hinna reyndu fugla- skoðara sem voru fólki til leiðbein- ingar á flórgoðadaginn. „Flórgoðinn rétti svo að vísu úr kútnum fyrir norðan, en ennþá er flórgoðadagur- Morgunblaðið/Ómar Hér gefur að líta einn flór- goðanna á Ástjörn á sunnu- daginn var og er engu líkara en að hann sé í hafróti. BORGARRÁÐ hefur samþykkt að ganga til samninga um kaup á íbúð- um við Miklubraut 18-20. Til stóð að rífa húsið vegna flutnings Hring- brautar og breytingu vesturenda Miklubrautar í því sambandi en ekki er lengur talin þörf á að húsið víki. Borgin mun samt sem áður kaupa umræddar íbúðir óski eig- endur þeirra eftir því. Ágúst Jónsson, skrifstofustjóri hjá borgarverkfræðingi, segir for- sögu málsins þá að lengi hafi verið gert ráð fyrir í aðalskipulagi að Miklabraut 16, sem er vestasta fjöl- býlishúsið við götuna, verði rifið. Borgin sé þegar búin að kaupa þar fimm íbúðir og í gangi séu viðræður um kaup á sjöttu og síðustu íbúð- inni. „Í haust voru uppi hugmyndir um annars konar útfærslu á þessu sem hefði kallað á að Miklabraut 18- 20 færi líka. Og af því tilefni var boðað til fundar með íbúunum og þeim kynntar þær hugmyndir,“ seg- ir hann. Hann segir að síðar hafi menn breytt útfærslunni þannig að ekki er lengur þörf á að fjarlægja húsið númer 18-20. „En þar sem búið var að ræða þessi mál við eigendurna var tekin sú ákvörðun að ef að þetta fólk vildi selja, án þess að borgin leitaði sérstaklega eftir samningum, þá myndum við ganga í það að kaupa,“ segir hann. Í framhaldinu hefur borgarráð samþykkt kaup á þremur íbúðum af sex í húsinu og segir Ágúst einn eiganda til viðbót- ar vera að hugsa málið. Þeir eigendur sem enn hafa ekki tekið ákvörðun um að selja hafa ár til að hugsa málið. En hvað hyggst borgin fyrir með þessar íbúðir ef ekki á að rífa húsið? „Ég geri ráð fyrir að Félagsþjónustan fái þetta og ef til vill verður eitthverjum af íbúum í húsinu númer 16 gefinn kostur á að flytja þarna á milli,“ segir hann. Ekki lengur þörf á að húsið víki Morgunblaðið/Jim Smart Miklabraut Borgin semur um kaup á íbúðum sem stóð til að rífa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.