Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 56
HESTAR
56 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Reiðfatnaður í
miklu úrvali frá
FREMSTIR FYRIR GÆÐI
HRÍMNIR og eigandi hansBjörn Sveinsson komufram í lok sýningarinnar
og eins og alltaf þegar þessi mikli
gæðingur hefur komið fram heillaði
hann sýningargesti nú 26 vetra
gamall í ótrúlega góðu formi. Björn
sagði fyrr um daginn að hann fyndi
engin merki þess að klárinn sé far-
inn að gefa sig. Sagði hann að að
sjálfsögðu hefði verið farið vel með
hann alla tíð og hann sparaður að
vissu leyti þótt alltaf hafi hann ver-
ið notaður til reiðar og hlaupið ófá-
ar ferðirnar suður fyrir heiðar og
til baka.
Ímynd hins fegursta
Hrímnir frá Hrafnagili hefur frá
fyrstu tíð verið í hugum hesta-
manna ímynd hins fegursta í röð-
um gæðinga. Hann hefur ávallt
verið hafinn yfir allar vangaveltur
og dægurþras og því óumdeildur á
sínum stalli. Björn er þess fullviss
að hann muni aldrei eignast jafn-
ingja hans svo sérstakur sem hann
er á alla lund, stórbrotinn persónu-
leiki, mikill viljagammur, næmur
en með hlýja og aðlaðandi skap-
gerð.
Hrímnir og Björn komu fram
bæði föstudags- og laugardags-
kvöldið. Fyrra kvöldið í tvítaumi,
stjórnað af Birni frá gólfi. Síðara
kvöldið setti Björn hnakkinn á og
reið honum um salarkynnin við
mikla hrifningu sýningargesta og
að endingu kom heiðursvörður ís-
lenska ríkisins fánum skrýddur inn
í salinn og myndaði skjaldborg um
höfðingjann. Hjalti Jósepsson frá
Hrafnagili ræktandi Hrímnis gekk
því næst í salinn og voru honum og
Birni færðir blómvendir og Hrímn-
ir fékk silfurplatta. Þessi stund
verður þeim er með fylgdust sjálf-
sagt ógleymanleg.
Að þessu sinni voru farnar nokk-
uð nýjar leiðir í sýningarhaldinu.
Boðið var upp á sýnikennslu þeirra
Ingimars Sveinssonar, Atla Guð-
mundssonar, Eyjólfs Ísólfssonar og
Einars Öder Magnússonar á föstu-
dag. Á kvöldsýningunni var lögð
áhersla á ræktunarþáttinn en á
laugardagskvöldið var um að ræða
fjölbreyttari sýningu þar sem fleiri
þættir komu inn í og aðeins það
besta frá föstudagskvöldinu.
Að venju gat að líta mörg áhuga-
verð hross og er við hæfi að byrja
á stóðhestum. Má þar nefna til sög-
unnar Ask frá Kanastöðum sem
var í feikna stuði hjá Þórði Þor-
geirssyni orðinn flugrúmur á öllum
gangi og fasið gott hjá fallegum
hesti. Sömuleiðis var Adam frá Ás-
mundarstöðum góður hjá Loga
Laxdal. Óskar frá Litladal var í
góðum gír og flottur á töltinu hjá
Sigurbirni Bárðarsyni. Einnig
vakti athygli hjá Sylvíu dóttur Sig-
urbjörns fimm vetra hestur úr
þeirra ræktun, Grunur frá Oddhóli,
en sá er undan Kraflari frá Mið-
sitju og Golu frá Brekkum. Rand-
ver frá Nýjabæ stóð að venju fyrir
sínu hjá Vigni Jónassyni. Sömu
sögu má segja um Smára frá
Skagaströnd sem eigandinn Unn-
steinn Hlynur Jóhannsson sýndi.
Smári stendur alltaf vel fyrir sínu
þótt nú sé nýjabrumið farið að fara
af honum. Útgeislun hestsins er
með ólíkindum. Þá komu fram ung-
ir, lítt eða ósýndir hestar fram sem
gefa vonir um áframhaldandi gott
úrval stóðhesta.
Asi með góðan hóp
Afkvæmi nokkurra stóðhesta
komu þarna fram og vöktu þau
góðar vonir og gott betur en það,
því þar á meðal mátti sjá ágæta
hópa. Asi frá Kálfholti virðist ekki
þeirra sístur og sér í lagi vakti
brún hryssa undan honum athygli
sem Jónas í Kálfholti sýndi sjálfur.
Sú heitir Syrpa og er frá Jónasi,
glæsileg í framgöngu með góðu
ganglagi. Andvari frá Ey kom með
góðan hóp og sömuleiðis þeir
Hrynjandi frá Hrepphólum, Gustur
frá Hóli og Kjarkur frá Egilsstöð-
um.
Suðri aftur á uppleið
Óvenju margar ræktunarbússýn-
ingar voru á dagskránni að þessu
sinni enda verið að höfða sterkt til
ræktunarinnar. Allar prýðilegar og
þar á meðal kom fram sá frægi
Suðri frá Holtsmúla sem sló svo
eftirminnilega í gegn í Ölfushöll-
inni fyrir tveimur árum þegar þeir
hlupu svo fimlega um salinn hann
og Sigurður Sæmundsson bóndi í
Holtsmúla. Þótti brokkið sem sá
fyrrnefndi sýndi með ólíkindum en
síðan hefur Suðri átt erfitt upp-
dráttar. Komst ekki inn á landsmót
og náði ekki einu sinni yfir átta í
aðaleinkunn. Nú sat Sigurður á
baki en lét Suðra um hlaupin. Og
viti menn, eitthvað fór Sigurður að
glingra við brokkið fræga og komu
þar nokkur Ölfushallarspor en
hann hrökk fljótlega af því. En
Sigurður lét ekki þar við sitja og
að endingu var hann farinn að
brokka heilu langhliðarnar með
þessu ævintýralega svifi sem full-
yrða má að ekki hefur sést hjá ís-
lenskum hesti að því best er vitað.
Þarna var þessi sami Suðri og sló í
gegn fyrir tveimur árum að koma
til baka og þóttust fróðir menn sjá
að klárinn þurfi örlítið meiri tíma í
þjálfun og uppbyggingu til að valda
þessum miklu hreyfingum. Ætti
hann þá að verða örlítið ásetubetri
en hann var þarna því Sigurður
mátti þakka fyrir að klárinn hlypi
ekki undan honum svo há sem
sveiflan var á baki Suðra. Og nú er
hægt að gera sér vonir nýtt Suðra-
æði eins og geisaði fyrir tveimur
árum.
Undarleg úrslit
Einvígi milli Sunnlendinga og
Norðlendinga vakti talsverða at-
hygli og þá sérstaklega niðurstað-
an. Fyrir Suðurland kepptu Brynj-
ar Jón Stefánsson á Sindra frá
Laugardælum en fulltrúi Norður-
lands var Páll Bjarki Pálsson á
Loga frá Ytri-Brennihól. Í stuttu
máli sagt var sýning Brynjars og
Sindra að flestu ef ekki öllu leyti
betri að mati þess er þetta skrifar
og vísast margra annarra sýning-
argesta af viðbrögðum þeirra að
dæma þegar dómur féll Páli og
Loga í vil. Voru margir eitt spurn-
ingarmerki í framan eftir þetta at-
riði vitandi að þarna var vissulega
léttur leikur á ferðinni sem einn
viðmælanda kaus þó að kalla
skrípaleik.
Gæðingaval suður með sjó
Sportmenn úr Keflavík slógu í
gegn í Reiðhöllinni í Víðidal fyrir
tæpum mánuði og mættu að nýju
til leiks í nýjum klæðnaði og á nýj-
um hestum. Á rauðum hestum í
rauðum peysum. Vakti það athygli
að þeir geti skipt svona um lit á
hrossum og verið áfram stórvel ríð-
andi. Þeir höfðu það víst á orði eft-
ir sýninguna að þeir gætu hæglega
mætt að viku liðinni með jarpt
gengi og verið jafnvel enn betur
ríðandi en á laugardagskvöldið.
Eitthvað er nú hestavalið þarna
suður með sjó.
Garðurinn góður við börnin
Af öðrum ágætum atriðum mætti
nefna þátt Ármanns Ólafssonar í
Litla-Garði sem kom með tvær
dætur sínar og stóðhestinn Garð
sem nú er kominn á þrítugsaldur.
Léku þau ýmsar góðar kúnstir
saman beislis- og hnakklaust. Hall-
grímur Birkisson var ásamt dóttur
sinni Ragnheiði með gott atriði og
nokkrir kunnir afar úr hesta-
mennskunni komu með barnabörn-
in sín í góðri sýningu.
Samráðs er þörf
Aðsókn að sýningu þessari var
svona þokkaleg, afar illa mætt á
sýnikennsluna á föstudag og
brekkan frekar fáliðuð um kvöldið
en húsfyllir á laugardagskvöldið.
Vísast þurfa aðstandendur sýninga
í reiðhöllum að hugsa sinn gang
um það hvernig skuli standa að
kynningu og markaðssetningu,
hafa samráð um sýningardaga því
nú er komnar tvær stórar hallir í
gagnið og væntanlega ein á leiðinni
á Akureyri. Þá hafa skautahallir
norðan og sunnan heiða bæst við
innanhússævintýri hestamanna.
Laga þarf hlutina að nútíð og
framtíð og ljóst er að vera þarf
fyrr á ferðinni með kynningu sýn-
inganna en nú tíðkast.
Óumdeild-
ur og upp-
hafinn
Það var tilfinningaþrungin stund þegar
gæðingurinn Hrímnir frá Hrafnagili var
heiðraður á sýningu norð- og sunnlenskra
hestamanna á laugardagskvöldið í Reiðhöll-
inni í Víðidal. Valdimar Kristinsson var á
meðal sýningargesta þessa eftirminnilegu
stund sem kann að hafa verið kveðjustund
Hrímnis sunnan heiða.
Morgunblaðið/Valdimar
Ármann í Litla-Garði hefur Garð sinn á loft að framan meðan önnur
dóttirin situr klárinn en hin fylgist með af andakt.
Sigurður og Suðri sýndu að Ölfushallarsporið er
enn til staðar, aðeins þarf að fínstilla það örlítið.
Fánum prýdd heiðursfylking íslenska ríkisins.
Höfðingjarnir heiðraðir, frá vinstri Hrímnir frá Hrafnagili og Björn á
baki hans og Hjalti Jósepsson á Hrafnagili, ræktandi Hrímnis.
Svif og fótaburður gæðingsins Hrímnis frá Hrafna-
gili eru alltaf hin sömu þrátt fyrir árin 26.
Hrímnir frá Hrafnagili heiðraður á reiðhallarsýningu