Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 25
           !""      KORNUPPSKERA hér á landi sex- faldaðist á sex ára tímabili 1995– 2000, að báðum árum meðtöldum. Árið 1995 var uppskeran 960 tonn en er talin hafa verið um 6.300 tonn á síðasta ári. Þetta kemur fram í einum af fjölmörgum greinum sem birtast í nýútkominni Handbók bænda fyrir árið 2001, 51. árgangi. Ritstjóri er Matthías Eggertsson en Bændasamtökin gefa handbókina út. Þar ritar Jónatan Hermannsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, RALA, grein um kornræktina á síðasta ári. Jónatan birtir einnig töflu er sýn- ir þróun kornuppskerunnar frá árinu 1991. Frá 1991 til 1995 var uppskeran sveiflukenndari og fór úr 240 tonnum árið 1992 upp í 1.700 tonn árið 1994. Árið 1995 snar- minnkaði uppskeran síðan niður í 960 tonn. Í grein Jónatans kemur fram að um áætlun sé að ræða þar sem beinar upplýsingar um upp- skeru á ökrum bænda liggja ekki fyrir hjá RALA. „Hefði þótt gott suður á Skáni“ Uppskeran er metin eftir notkun sáðkorns annars vegar og meðal- uppskeru úr tilraunareitum hins vegar. Jónatan telur líkur á að töl- urnar í meðfylgjandi töflu séu held- ur í hærra lagi. Bæði sé uppskera úr tilraunum oft heldur meiri en úr ökrum á sama stað og eins gæti sá hlut akra, sem sleginn er sem græn- fóður, verið vanáætlaður. Sam- kvæmt þessum tölum mun korn- rækt í landinu engu að síður nema allt að 15% af kjarnfóðurnotkun í landinu. Jónatan segir í greininni um síð- ustu uppskeru að sumarið hefði ver- ið í meðallagi gott sunnanlands en með því besta sem gerðist norðan- lands, bæði hlýtt og sólríkt. Upp- skeran hefði verið í samræmi við þetta. „Sums staðar var hún svo mikil að gott hefði þótt suður á Skáni,“ segir Jónatan enn fremur. Kornakrar skiptast eftir lands- hlutum þannig, miðað við árin 1999– 2000, að helmingur þeirra er á Suð- urlandi, um þriðjungur á Norður- landi, 15% á Vesturlandi og 5% á Austurlandi. Í þessu sambandi má að lokum geta þess að ráðstefna um íslenska kornrækt fer fram á Sauðárkróki 8. júní nk., sem Bændasamtökin og fleiri aðilar standa að, og verður Jónatan Hermannsson meðal fyrir- lesara. Kornuppskera sex- faldaðist á sex árum LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 25 Apotheker SCHELLER N A T U R K O S M E T I K Aðalfund- ur Okkar manna AÐALFUNDUR Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggð- inni, verður haldinn í blaðhúsi Morgunblaðsins næstkomandi laugardag og hefst klukkan 13. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður á dagskrá fund- arins sérstakur liður þar sem fjallað er um breytingar á skipulagi Morgunblaðsins og samskipti fréttaritaranna við blaðið. Björn Vignir Sigur- pálsson fréttaritstjóri og aðstoðarritstjórarnir Karl Blöndal og Ólafur Þ. Steph- ensen hafa framsögu og sitja síðan fyrir svörum ásamt Styrmi Gunnarssyni ritstjóra. Ljósmyndasamkeppni Þá verða kynnt úrslit í ljós- myndasamkeppni fréttaritar- anna og verðlaun afhent. Úr- val ljósmynda úr samkeppn- inni er nú til sýnis í Kringlunni í tengslum við alþjóðlegu fréttaljósmyndasýninguna World Press Photo. Sýningin stendur til 14. þessa mánaðar. Egilsstöðum - Söngdagskrá með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar (1945–1978) var frumflutt í Foss- hóteli Valaskjálf um síðustu helgi, fyrir fullu húsi gesta. Flytjendur dagskrárinnar eru frá Egilsstöðum, Eskifirði, Fellabæ, Reyðarfirði og Seyðisfirði og mynda þannig nokk- urs konar „héraðsfirskan“ hóp listamanna. Fimm söngvarar fluttu rúmlega tuttugu af þekktustu lögum Vil- hjálms. Það voru þau Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir og Berglind Ósk Guð- geirsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Helgi Georgsson og Þorsteinn Helgi Árbjörnsson. Hljómsveit kvöldsins var skipuð gamalreyndum tónlist- armönnum úr Austurlandsfjórð- ungi, þeim Ármanni Einarssyni, Einari Braga Bragasyni, Helga Ge- orgssyni áðurnefndum, Jóni Arn- grímssyni og Valgeiri Skúlasyni. Þeir, ásamt söngvurum, sýndu slíka takta að salurinn var nánast á hvolfi af fögnuði. Dagskránni var skipt í fernt; í tregakafla, gamanlög, skrítin lög og ástarsöngva. Voru kaflarnir fléttaðir saman á kátlegan hátt með ýmsum vangaveltum um lífið og ástina, og þá ekki síst um vand- ræðagang vangarjóðra unglinga í Vaglaskógi. Hljómsveitin Nefndin lék fyrir dansi eftir að Vilhjálmsdagskránni lauk, sem til stendur að flytja í það minnsta þrisvar til viðbótar. Berglind Ósk Guðgeirsdóttir flutti lagið Lítill drengur sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði svo eft- irminnilegt. Einar Bragi Bragason spilaði með á saxófón og Ármann Einarsson á gítar. Söngdagskrá með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Flateyri - Nýlega var haldinn stofn- fundur Sparisjóðs Vestfirðinga á Núpi í Dýrafirði. Er hinn nýi spari- sjóður stofnaður upp úr samruna Sparisjóðanna í Súðavík, Önundar- firði, Þingeyri og Eyrasparisjóðs. Samanlagt hafa sparisjóðirnir starf- rækt 8 afgreiðslustaði frá Króks- fjarðarnesi að Súðavík og mun eng- um afgreiðslustað lokað í kjölfar samrunans. Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn sjóðsins. Að hálfu stofnfjáreigenda voru kjörnir; Bjarni Einarsson, Gísli Þór Þor- geirsson og Guðmundur Steinar Björgmundsson. Sparisjóðsstjóri nýja sparisjóðsins mun verða Ang- antýr Valur Jónasson með aðsetur í höfuðstöðvum SPVF á Þingeyri. Aðstoðarsparisjóðsstjóri verður Ei- ríkur Finnur Greipsson með aðset- ur á Flateyri og Ísafirði. Sparisjóðirnir fjórir eiga sér mis- langa sögu, en þeirra elstur er Sparisjóður Þingeyrarhrepps sem var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur-Ísafjarðarsýslu. Yngsti Sparisjóðurinn í samrunan- um er Sparisjóðurinn í Súðavík sem stofnaður var árið 1972. Hinn nýi Sparisjóður Vestfirðinga á sér því djúpar rætur í langri og farsælli sögu Sparisjóða á Vestfjörðum. 1,5 milljónir króna til leikskóla Á fundinum var einróma sam- þykkt tillaga undirbúningsstjórnar um að gefa öllum starfandi leikskól- um í sveitarfélögum Sparisjóðs Vestfirðinga eina og hálfa milljón króna til tölvukaupa eða annarrar uppbyggingar skólanna. Markmiðið með fjárgjöfinni er að efla og styrkja enn frekar mikil- vægt uppeldis- og fræðsluhlutverk leikskólanna í samfélaginu. Sparisjóður Vest- firðinga stofnaður Frá stofnfundi Sparisjóðs Vestfirðinga sem haldinn var á Núpi í Dýrafirði fyrir skemmstu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.