Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 37
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 37 SIGURÐUR Árni Sigurðsson vígði Ketilhúsið í Gilinu 19. apríl síðastliðinn. Fyrst skal tekið fram að þessi nýi fjölnota salur í hjarta bæjarins – í Kaupvangsstræti við hliðina á Listasafninu á Akureyri – er að flestu leyti afar vel heppn- aður. Það er enginn vafi að hér er kominn sýningarsalur sem á eftir að setja mark sitt á listalífið í land- inu og draga til sín listamenn hvað- anæva. Það er því full ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með þennan glæsilega sal. Þótt alltaf megi finna smámuni sem betur hefðu mátt fara er end- urnýjun Ketilshússins afrek sem örugglega á eftir að styrkja til muna alla menningarstarfsemi í Listagilinu. Vissulega þarf að huga að lausnum á hljómburði ef salurinn á að nýtast til tónleikahalds, en varla er það ofviða verkfræðingum nútímans að ráða fram úr því. Hið eina sem athuga þarf er að lausn- irnar dragi ekki úr hreinleik rým- isins. Þá mun ráðgert að nýta salinn jafnframt sem leikhús og sam- komusal. Það er spurning hvort með Ket- ilhúsinu sé ekki kominn tími til að stofna einhvers konar Listfélag Ak- ureyrar og hleypa inn þeirri tegund félagastarfsemi sem lengi hefur tíðkast á Norðurlöndum og meg- inlandi Evrópu undir heiti á borð við Kunstforening eða Kunstverein. Slíkt félag hefði það umfram fag- félögin að vera laust við tæknilega einræktunaráráttu – ég vil bara ákveðinn miðil og annað ekki – og gæti þess í stað hugað betur að gæðum (standard) en slíkt er vita- skuld algjör forsenda listrænna framfara. Akureyringar eiga mögu- leika á að innleiða slíkt félagskerfi fyrstir Íslendinga þannig að til mik- ils er að vinna. Svo aftur sé vikið að sýningu Sig- urðar Árna heldur hann áfram að grafa undan vanabundinni afstöðu okkar til málverka og höggmynda. Með því að leggja áherslu á það sem ekki er annað en óraunverulegt endurkast raunverulegra hluta – óáþreifanlega skugga og speglanir –gerir hann okkur ljóst að myndlist fjallar ekki um raunverulega hluti heldur hitt hvernig við nemum sjónræn fyrirbæri. Þannig séð er skuggi eða endurkast jafn áþreif- anlegar eigindir á tvívíðum fleti og hlutir sem eru áþreifanlegir í reynd. Sigurður Árni gengur þannig út frá því frá byrjun að innan tvívíðrar myndlistar séu öll sýnileg fyrirbæri jafngild, hvort sem fótur er fyrir þeim eða ekki. Þannig getur tvívíð myndlist aldrei verið annað en hug- myndleg því allir hlutir sem í henni birtast eru jafn augljóslega óáþreif- anlegir þótt þeir séu annars full- komlega sýnilegir. Því er það að gat sem hleypir birtu gegnum sig getur fullt eins verið kringlóttur skjöldur sem varpar skugga niður fyrir sig. Í málverki á efri hæð salarins má ein- mitt sjá þessi fyrirbæri takast á og rífast um athygli áhorfandans. Þeg- ar öllu er á botninn hvolft er afstaða Sigurðar Árna til málverksins alls ekki svo ólík afstöðu stærðfræð- ingsins til útreikninga sinna. Töl- urnar og teiknin hafa lítið gildi óháð viðfangsefninu sem þeim er ætlað að útlista. List Sigurðar Árna verð- ur heldur ekki aðgreind frá við- fangsefninu; sjóninni eða því hvern- ig við sjáum hlutina. Að hann skuli leyfa sér skema- tíska teikningu fyrirbæranna, líkt og grafískur hönnuður eða arkitekt, er í fullkomnu samræmi við þá af- stöðu hans að málverkið sé skýring- armynd á viðkomandi fyrirbæri en hvorki tilraun til að ná fyrirbærinu, eins og oft er sagt þegar menn lýsa raunsæjum tilburðum listamanna, né sjálfstæður staðgengill fyrir- bærisins. Sigurður Árni virðist því staðsetja sig mitt á milli raunsæis- málarans og abstraktmálarans um leið og verk hans vísa til beggja átta í senn; til fyrirbærisins og þess hvernig við nemum það og skrásetj- um. Sama má segja um höggmynd- irnar, sem spegla, endurspegla og varpa skuggum líkt og svífandi silf- urský. Þótt þessi verk séu áþreif- anleg búa þau yfir þeirri skínandi og endurkastandi áru sem gerir þau fjarlæg hversu nálæg sem þau eru. Nærvera þeirra er því miklu frekar fólgin í glampanum frá yf- irborðinu en í massífum efniviðn- um. Sýningin nýtur sín afar vel í þessu nýuppgerða og bjarta rými. Skuggar og speglanir Morgunblaðið/Halldór B. Runólfsson Séð yfir sýningu Sigurðar Árna frá göngubrúnni í aðalsal Ketilhússins. „Sýningin nýtur sín afar vel í þessu nýuppgerða og bjarta rými.“ MYNDLIST K e t i l h ú s i ð , A k u r e y r i Til 12. maí. Opið virka daga frá kl. 16-18. Um helgar frá kl. 14-18. MÁLVERK & HÖGGMYNDIR SIGURÐUR ÁRNI SIGURÐSSON Halldór Björn Runólfsson ÞAÐ er sveigjanlegur ef ekki ísmeygilegur framníngur sem á sér stað í Stöðlakoti um þessar mundir, þótt sjálft vinnuferlið komi strax kunnuglega fyrir sjónir. Um er að ræða málverk er um sumt hafa lág- myndaráferð sem framkallast í og með af sérstakri baklýsingu í ljósa- grind sem léreftið er fest á og er um leið beinn þátttakandi í vinnuferlinu. Bakljós í þessa veru er öllu algengara í listiðnaði og satt að segja kemur manni listiðnaður í hug við fyrstu yf- irferð. Má jafnvel vera meira en um- deilanlegt að kenna vinnuferlið við málverk. Öll eru myndverkin þannig gerð með blandaðri tækni á striga og bak- lýst með flúorljósum inni í grindinni og eru það einu upplýsingarnar sem frammi liggja á staðnum. Í farteskinu hefur maður til viðbótar að öll verkin séu ný af nálinni og að hér sé unnið með rými Stöðlakots í huga. Hið síð- asttalda kemur þó lítið fram nema sem öfugmæli í ljósi þess að smíð hússins er einhver hin vandaðasta sem þekkist hér í borg og nautn fyrir augað, í sjálfu sér upphafið rými. Hins vegar er minna vandað til verka við myrkvun rýmisins, ljós dempuð og sérstakt efni borið á gluggarúðurnar svona líkt og iðnaðarmenn gera við glugga verslana og fyrirtækja á jarð- hæð þegar breytingar eiga sér stað innan dyra. Einna líkast óformlegum athöfnum til hliðar sem stinga mjög í stúf og dregur athygli frá myndverk- unum. Engar upplýsingar eru á frekar óburðugum einblöðungi um hug- myndafræðina að baki, hins vegar mikið lagt í sjálf myndverkin sem sum hver eru hin áferðarfallegustu, rista þó naumast djúpt sem skapandi afurð og á stundum truflar baklýsingin frekar en hitt. Ljóst má vera að þessi gerð myndverka þarfnast sveigjan- legra rýmis en Stöðlakot býður upp á og alveg sérstakrar nálgunar, og þótt undarlega megi virðast skila mynd- irnar uppi undir súð sér mun betur til skoðandans en á jarðhæð. Erfitt er að átta sig á þessari sýningu og hvað fyr- ir gerandanum vakir, við bætist hinn að því er virðist takmarkaði metnaður um upplýsandi leiðsögn, sem gengur síður í þessu tilviki. Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson Eitt af myndverkum Kristjáns Jónssonar í Stöðlakoti. Baklýst málverk MYNDLIST S t ö ð l a k o t Opið fimmtudaga - sunnudaga frá kl. 14–18. Til 13. maí. Aðgangur ókeypis. MÁLVERK KRISTJÁN JÓNSSON Bragi Ásgeirsson SOMERSET House við Strand voru húsakynnin, sem Alan Howarth menningarmálaráðherra Breta og nokkir safnstjórar notuðu til að kynna blaðamönnum væntanlega starfsáætlun á komandi hausti og vetri. Somerset House er gömul höll, sem óvænt opnast sjónum, þegar komið er um undirgang frá Strand. Í höllinni eru nokkur söfn, en einn- ig veitinga- og kaffihús, sem gera við- dvöl þar einkar notalega. Söfnin, sem taka sig saman um kynningu, munu ekki aðeins kynna sýningaráætlun sína heima fyrir, heldur einnig í París og New York. Herferðin vestanhafs er ekki síst til að minna Bandaríkja- menn á að Bretland sé annað og meira en brennandi húsdýraskrokk- ar, sem svo mjög hafa verið í fréttum vegna gin- og klaufaveikinnar. Eftir að hafa verið heldur niðurnítt um langa hríð hefur Somerset House verið gert upp undanfarin ár og hýsir nú ótrúlegar gersemar úr breskri listasögu. Í haust verður sýning í Gil- bert Collection, sem er þarna til húsa, safn silfur- og gullmuna, alls 300 hlut- ir frá 15.–19. öld. Hlutirnir eru úr einkasafni bresks auðmanns, Sir Arthur Gilberg og Rosalinde konu hans. Nútímalistin gleymist ekki En þótt ramminn sé gamall gleym- ist nútímalist ekki í Somerset House og þar verður sýning á verkum breska myndhöggvarans Tony Cragg, eins þekktasta myndlistar- manns Breta. Somerset House hýsir einnig þá merku listastofnun Court- auld Institute og safn þess. Í haust verður sýning er vísar til þess tíma er Royal Academy hélt árlegar sýning- ar sínar í húsakynnum stofnunarinn- ar fyrir og eftir 1800, svo sýningin verður nokkurs konar endurgerð þeirra sýninga í sölum, sem hafa ný- lega verið gerðir upp. Tate-safnið heldur áfram að þenj- ast út. Eftir að nýrri list og samtíma- list var skilin frá og sett í Tate Mod- ern, nýtt safn í risastórri gamalli rafstöð sunnan megin við Thames, mun gamla Tate enn frekar breiða úr sér. Með nýbyggingu við gamla safn- ið mun sýningarsvæðið stækka um rúmlega þriðjung. Um leið og viðbyggingin verður tekin í notkun verður opnuð yfirlits- sýning 1. nóvember á breskri list í 600 ár. Þessi stærsta yfirlitssýning á breskri list mun draga saman verk eftir listamenn eins og Turner, Thomas Gainsborough, William Blake, pre-Raphaelítana og Francis Bacon, svo nokkrir séu nefndir. Sýningarrýmið í Victoria & Albert safninu í Knightsbrigde er einnig um það bil að stækka. British Galler- ies, fimmtán nýir sýn- ingarsalir og um leið í raun eins og nýtt safn inni í safninu, verða teknir í notkun í haust með nýrri sýningu er opnuð verður 22. nóv- ember. V&A safnið leggur áherslu á nytja- list eins og húsgögn, silfur, textíl, málmvinnu og leirlist, en þar eru einnig málverk, högg- myndir, bækur og teikningar. Í nýju sölunum verð- ur hægt að sýna í fyrsta skipti marga hluti, sem hingað til hafa verið í geymslum. Hápunktarnir eru fimm herbergi, sem hafa verið færð í upp- runalegt horf, þar sem ýmsir sögu- frægir hlutir verða til sýnis. National Portrait Gallery er til húsa baka til í National Gallery, risa- stóra safnið við Trafalgar torg. Eins og nafnið bendir til einbeitir safnið sér að mannamyndum og þar hafa oft verið haldnar giska áhugaverðar sýn- ingar. Í október verður opnuð þar sýning á kvennamyndum, Konur við hirð Karls II., en Karl ríkti 1660– 1985. Royal Academy við Piccadilly hef- ur löngum verið miðpunktur í bresku listalífi. Í haust verður opnuð þar stór yfirlitssýning á verkum þýsk-breska listamannsins Frank Auerbachs, sem er fæddur 1931. Fleira til en frægu söfnin Það er mýgrútur safna í London, þótt sum séu þekktari en önnur. Ein af lítt þekktum safnaperlum borgar- innar er Dulwich Picture Gallery í samnefndum borgarhluta London. Þar verður opnuð í haust merk yf- irlitssýning á vatnslitamyndum, en Bretar hafa einmitt átt svo marga framúrskarandi listamenn á því sviði. Tónskáldið Händel bjó í London og í haust verður opnað safn yfir hann og verk hans í húsinu sem hann bjó í í Mayfair, steinsnar frá Oxford-stræti. Húsið hefur verið fært í uppruna- legt horf og næsta hús við tilheyrir einnig safninu. Museum of London er eins og nafnið bendir til safn yfir borgina og sögu hennar. Í desember verður opn- uð þar sýning um 125 ár í sögu borg- arinnar, frá frönsku byltingunni til fyrri heimsstyrjaldarinnar. Það var á þessum tíma sem veldi borgarinnar óx er Bretland iðnvæddist og auðæfin streymdu frá nýlendunum. Borgin var ein sú fyrsta til að ljósvæðast með gasluktum og til að leggja neðanjarð- arlest og síma um borgina. Öllu þessu verða gerð skil á sýningunni. Halda upp á 600 ár listsköpunar Í fyrsta skipti hafa nokkur leiðandi bresk söfn tekið sig saman um að kynna sýningar sínar á komandi hausti, segir Sigrún Davíðs- dóttir í Lundúnum, og þar kennir ýmissa grasa. William Blake George Friedrich Händel sd@uti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.