Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 67 DAGBÓK Námske ið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir í árekstrum • Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Sálfræðistöðin Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar 562 3075 og 552 1110 frá kl. 11-12. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. STJÖRNUSPÁ ef t i r Frances Drake NAUT Afmælisbarn dagsins: Þú ert glöggur og gaman- samur og hefur þitt á hreinu, líka hvernig þú vilt að aðrir sjái þig. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Láttu ekki freistast til flaust- urslegra vinnubragða. Gefðu þér tíma til þess að kanna mál ofan í kjölinn og þá muntu finna bestu lausnirn- ar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Reynslan hefur kennt þér að fara varlega. Það er líka hyggilegt því flas er ekki til fagnaðar. Taktu þér því þann undirbúningstíma sem þú þarft. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er hyggilegt að líta um öxl og læra af reynslunni. En gera það án þess að velta sér upp úr fortíðinni. Nútíminn er það sem skiptir máli. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Nú er ekki tími til þess að hafa uppi kröfugerð á hendur öðrum. Brettu upp ermarnar og taktu sjálfur til óspilltra málanna. Þannig hefst það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú vilt sjá hlutina í kring um þig hreyfast og hatar alla kyrrstöðu. En breytingar þurfa að leiða til ávinnings, annars eru þær ekki til neins. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hagaðu máli þínu svo að eng- inn sé í vafa um hvað þú vilt. Sumir vilja allt til vinna að geta snúið út úr orðum þín- um. Afvopnaðu þá strax í upphafi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu þér ekki til hugar koma að halda af stað án þess að hafa allar grundvallarupp- lýsingar á hreinu. Án þeirra ferðu fýluferð og nærð eng- um árangri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki vinsældir meðal samstarfsmanna þinna stíga þér til höfuðs. Vertu lítillátur, ljúfur og kátur og þá mun þér farnast vel á öllum sviðum. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú mátt hreint ekki skeyta skapi þínu á þeim sem standa þér næst. Ef þú þarft að fara í fýlu þá komdu þér þangað sem þú ert ekki fyrir neinum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú hefur hrint af stað at- burðarás sem brátt tekur af þér öll völd nema þú bregðir við hart og takir málin í þínar hendur. Gerðu það strax. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þótt vinnan sé skemmtileg og mikils virði er líf eftir vinnu og þú þarft að sinna því svo að lífshamingjan blómstri. Ekki blekkja sjálfan þig. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú gætir neyðst til þess að læra eins og eina lexíu í auð- mýkt. Taktu því vel og not- færðu þér svo þennan lær- dóm til þess að auðga líf þitt. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT ÚR STELLURÍMUM ...Fyrst er sjón og svo er tal, svo kemur hýrlegt auga, síðan ástar fagurt fal freyju hefst við bauga... Fleins þá týr og tvinnarós tengjast ástarþræði, fer sem kveikt sé ljós við ljós, er lögð eru saman bæði... En þeir til fljóða áður ást ei hafa rennt af munni, fyrir þá eg finn það skást að fylgja náttúrunni. Sigurður Pétursson. hans við Lasaro Bruzon (2589). Bruson þessi er kornungur stórmeistari frá Kúbu sem hefur vakið at- hygli fyrir vasklega fram- göngu. Hannes lét hann þó finna allhressi- lega til tevatns- ins. 22. Dxh5! og kúbverski stórmeistarinn gafst upp enda verður hann mát eftir 22. ...gxh5 23. Bxh7#. Kepp- endur í efsta flokknum eru: Ulf Andersson (2640), Lasaro Bruzon (2589), Hannes Hlífar Stefánsson (2570), Anthony Miles (2562), Fransico Vallejo (2559), Jesus Nogueiras, Lenier Dominguez (2556), Igor Nataf (2552), Walter Arencibia (2543), Arnaud Hauchard (2526), Neuris Delgado (2481), Aryam Abreu (2480). SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. MINNINGARMÓT Capa- blanca stendur nú um þess- ar mundir í Havana á Kúbu. Í raun er þetta skákhátíð þar sem teflt er í nokkrum lokuðum flokkum. Hannes Hlífar Stefánsson (2570) tekur þátt í efsta flokknum en staðan kom upp í skák „ÞETTA er mikill skellur fyrir Multi.“ Ásmundur Páls- son hafði verið að fylgjast með OK-spilamennsku á Netinu og horfa á ICE-king (Magnús Magnússon) lenda í vandræðum eftir opnun makkers á Multi tveimur tíglum, sem sýndi veika tvo í öðrum hvorum hálitunum. Makker Magnúsar var finnsk landsliðskona, Raija að nafni, sem mikið spilar á Netinu, en mótherjarnir sterkir Bandaríkjamenn. Magnús var í vestur: Austur gefur; allir á hættu. Norður ♠ KD982 ♥ -- ♦ K103 ♣ G1032 Vestur Austur ♠ Á6 ♠ G7 ♥ KDG762 ♥ Á10987543 ♦ D ♦ 4 ♣ÁD97 ♣K84 Suður ♠ 10543 ♥ -- ♦ ÁG987652 ♣5 Vestur Norður Austur Suður -- -- 2 tíglar * 5 tíglar Dobl Allir pass Ekki gat Magnús passað fimm tígla og þar eð allar lík- ur voru á að litur makkers væri spaði ákvað hann að dobla. Útspilið var hjarta- kóngur – í tvöfalda eyðu – og þar með hvarf laufeinspilið heima og sagnhafi gaf aðeins einn slag á spaðaás: 950 í NS. Fimm hjörtu vinnast í AV og slemma ef vörnin tekur fyrst slag á tígul áður en ráð- ist er á spaðann. Þá mun norður lenda í þvingun í svörtu litunum í lokin með spaðahjón og fjórlitinn í laufi. Tæknileg lausn er tæplega til á þessu spili, en æ fleiri spilarar eru þó farnir að spila úttektardobl á svo háa samn- inga. En það er tvíbent líka. E.S. Skömmu eftir að Ás- mundur hafði sagt mér frá þessum Multi-óförum fékk umsjónarmaður tölvupóst frá Magnúsi Magnússyni. Hann hóf mál sitt þannig: „Ég verð að sýna þér alveg ótrúlegt spil sem kom upp á OK-brids um daginn ...“ Les- andinn fær eina tilraun til að giska á hvað spil Magnús var að tala um. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. Árnað heilla BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 24. febrúar sl. í La- Conner í Washingtonfylki í Bandaríkjunum Elfa Gísla- dóttir og Tom Richardson. Heimili þeirra er í LaConn- er. Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðu kr. 3.670. Þær heita Sólveig Gunnarsdóttir, Andrea Gísladóttir, Jórunn Gísladóttir og Kristín Heiða Ásgeirsdóttir. Ljósmynd/Róbert Reynisson BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 23. september sl. í Háteigskirkju af sr. Tómasi Sveinssyni Lára Huld Björnsdóttir og Helgi Þor- steinsson. Heimili þeirra er í Reykjavík. Hlutavelta Morgunblaðið/Þorkell            MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréf- síma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík AÐALFUNDUR FOK í Breið- holtsskóla verður haldinn í hátíð- arsal skólans í dag, þriðjudaginn 8. maí, kl. 20. Fundarstjóri verður Hildur Jóhannesdóttir. Fundurinn hefst með ávarpi Ragnars Þorsteinssonar skóla- stjóra. Síðan verða venjuleg aðal- fundarstörf og 10. bekkingar flytja leikþátt. Í fréttatilkynningu kemur fram að verið er að gera könnun meðal foreldra í hverfinu um viðhorf til skólans og foreldrafélagsins. Breiðholtsskóli er móðurskóli í foreldrastarfi. Aðalfundur FOK í Breiðholtsskóla AÐALFUNDUR Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða hf. fyrir árið 2000 verður haldinn í Þróunarsetri Vest- fjarða kl 13, laugardaginn 12. maí nk. Fundurinn er haldinn samkvæmt samþykktum félagsins. Kynnt verður ársskýrsla, reikningar og starfsáætlun fyrir komandi starfsár. Vakin er at- hygli á að fundurinn er öllum opinn sem vilja kynna sér starfsemi félags- ins. Málþing um frumkvöðlasetur Í tilefni aðalfundar Atvinnuþróunar- félags Vestfjarða hf., laugardaginn 12. maí, verður haldið málþing um stofnun og starfsemi frumkvöðlasetra. Frum- kvöðlasetur er sambland aðstöðu og ráðgjafar fyrir frumkvöðla, sem eru með viðskiptahugmynd og ætla að koma henni í framkvæmd. Fyrsta frumkvöðlasetrið sem sett var á lagg- irnar hér á Íslandi er á vegum IMPRU, sem hefur rekið slíkt setur í húskynn- um Iðntæknistofnunar frá árinu 1999. Á annan tug fyrirtækja hefur haft eða er nú með starfsemi í frumkvöðlasetr- inu. Fimm fyrirtæki hafa flutt úr setr- inu og hafið sjálfstæðan rekstur. Í apríl sl. var stofnað frumkvöðlaset- ur með aðsetur á Dalvík og á Akureyri og á Austurlandi er verið að þróa sam- bærilegar hugmyndir. Í tengslum við Þróunarsetur Vestfjarða hefur At- vinnuþróunarfélag Vestfjarða hug- myndir um að setja af stað álíka starf- semi. Því er áhugavert að kynnast því starfi sem fer fram og þeirri hug- myndafræði sem liggur til grundvallar. Fyrirlesarar á málþinginu verða Andrés Magnússon, forstöðumaður IMPRU, og Gunnar Vignisson frá Þró- unarstofu Austurlands. Málþingið hefst kl. 14 að loknum aðalfundi at- vinnuþróunarfélagsins. Það er öllum opið og í lok þess verður boðið upp á kaffi. Aðalfundur og málþing um frumkvöðlasetur FORELDRAFÉLÖG leikskólanna í Garðabæ standa fyrir fræðslufundi fyrir foreldra leikskólabarna í Garða- bæ í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli (Vídalínskirkju) þriðjudaginn 8. maí kl. 20.00. Þar mun Hugo Þórisson sálfræðingur halda erindi um sam- skipti foreldra og barna. Að erindinu loknu verður gert kaffihlé og að því búnu verða umræð- ur. Gert er ráð fyrir að fundinum ljúki eigi síðar en kl. 22.00. Aðgangseyrir er kr. 200. Fræðslufundur foreldrafélaga leikskóla í Garðabæ FRÉTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.