Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ AT V I N N U A U G LÝ S I N G A R Húnavallaskóli Íþróttakennari Húnavallaskóli auglýsir lausa til umsóknar stöðu íþróttakennara. Upplýsingar veita Arnar Einarsson, skóla- stjóri, í símum 452 4049 og 452 4313, Erling Ólafsson, aðstoðarskólastjóri, í símum 452 4049 og 452 4249. Umsóknarfrestur er til 20. maí. Við Húnavallaskóla er glæsileg íþróttaað- staða. Stór íþróttasalur, kennslusundlaug og knattspyrnuvöllur (grasvöllur) í fullri stærð. Í boði er ódýrt húsnæði, flutningsstyrkur og ódýrt fæði á skólatíma. Skólastjóri. Menntamálaráðuneytið auglýsir: Laust embætti skólameistara Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Samkvæmt 17. gr. laga nr. 86/1998 um lög- verndun á starfsheiti og starfsréttindum grunn- skólakennara, framhaldsskólakennara og skóla- stjóra skal skólameistari hafa kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. Menntamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutað- eigandi skólanefndar, sbr. 2. mgr. 11. gr. laga um framhaldsskóla nr. 80/1996 og lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/ 1996, með síðari breytingum. Gert er ráð fyrir því að skipað eða sett verði í embættið frá og með 15. júní 2001. Um laun skólameistara fer eftir ákvörðun kjara- nefndar, sbr. lög nr. 120/1992 um Kjaradóm og kjaranefnd, með síðari breytingum. Umsóknir með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykja- vík, fyrir kl. 16:00 föstudaginn 25. maí 2001. Menntamálaráðuneytið, 4. maí 2001, menntamalaraduneyti.is . Sumarafleysingar Hjá okkur starfar góður hópur fólks sem hefur valið að starfa við aðhlynningu aldraðra. Það er göfugt verkefni að kynnast og aðstoða aldraða. Mikilvægt er að einstaklingar sem ráðnir verða hafi til að bera góða samskipta- hæfni. Við óskum nú eftir fólki til sumarafleys- inga og til að stækka okkar góða hóp. Stöður sem við leitum eftir fólki í eru: ■ Aðhlynning. ■ Býtibúr. ■ Eldhús. ■ Ræstingar. Einnig óskum við eftir sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Aðstoðardeildarstjóri óskast á hjúkrunar- deild. Í ofangreind störf er óskað sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Upplýsingar hjá starfsmannastjóra og hjúkrun- arforstjóra í síma 530 6100 alla virka daga kl. 9.00—14.00. VERKMENNTASKÓLI AUSTURLANDS Laus störf skólaárið 2001—2002 Starf tölvuumsjónarmanns — 50% staða Tölvuumsjónarmaður hefur umsjón með tölvu- veri skólans og tölvusamskiptum auk kennslu í tölvugreinum. Starf námsráðgjafa — 50% staða Námsráðgjafi hefur m.a. umsjón með námsvali nemenda, námskynningum og ráðgjöf til nem- enda og foreldra. Aðrar kennarastöður: ● Enska — 100% staða. ● Þýska — 50% staða. ● Íslenska — 50% staða. ● Danska 50% — staða. ● Verklegar málmiðngreinar — 100% staða. ● Verklegar tréiðngreinar — 100% staða. ● Fagbóklegar greinar tréiðna — 100%. ● Sérgreinar upplýsinga- og fjölmiðlabrautar — 50% staða. ● Sérgreinar sjávarútvegsbrautar — 50% staða. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og fjár- málaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 25. maí 2001. Nánari upplýsingar veitir undirrituð í síma 477 1620 eða 895 9986. Helga M. Steinsson, skólameistari. Prófdómari/umferðar- öryggisfulltrúi með aðsetur á Akureyri Starfsmaðurinn annast skrifleg og verkleg ökupróf og skyld verkefni. Um er að ræða fjöl- breytt og krefjandi starf á vettvangi ökunáms og ökuprófa. Felur í sér margvísleg samskipti m.a. við nemendur, kennara og skóla. Ennfremur sérhæfð verkefni á vegum Umferð- arráðs og Slysavarnafélagsins Landsbjargar er taka mið af því að auka umferðaröryggi. Þau verkefni reyna á mikil samskipti við almenning og opinbera aðila, gerð kannana, úttekta og greinargerða. Starfið felur í sér töluverð ferðalög um Norður- landið og oft óreglulegan vinnutíma. Sú eða sá sem ráðin(n) verður, þarf að hafa ánægju af að vinna með fólki og geta unnið skipulega og sjálfstætt. Ökuréttindi og aksturs- reynsla á sem flestar gerðir ökutækja auk öku- kennararéttinda eru æskileg. Reynsla og eða menntun á uppeldis- eða kennslusviði nýtist mjög vel. Laun samkvæmt launakerfi opinberra starfs- manna. Þjálfun fer fram í Reykjavík og á Akur- eyri. Byrjunartími sem fyrst. Upplýsingar veitir Holger Torp, deildarstjóri ökunámsdeildar, sími 562 2000. Skriflegar umsóknir berist Umferðarráði, Borgartúni 33, 150 Reykjavík, merktar Óla H. Þórðarsyni, framkvæmdastjóra, eigi síðar en 22. maí nk. Öllum umsækjendum verður svarað skriflega. BYKO er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði Mikill fjölbreytni ríkir í starf-semi BYKO og erum við ávallt að leita að góðu fólki. Það fólk sem við ráðum til starfa þarf að búa yfir hæfi- leikum til að starfa sjálfstætt, vera jákvætt og eiga mjög gott með að vinna með öðrum. Við óskum eftir starfsmönnum Sölumaður í söludeild Byko í Breidd Starfið felst aðallega í að veita ráðgjöf, gera tilboð og selja glugga og hurðir. Æskilegt er að viðkomandi sé tæknifræðingur með reynslu af tölvunotkun. BYKO leggur áherslu á góðan vinnuanda og starfsgleði. Öll reynsla af sölu- mennsku er kostur en ekki skilyrði. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Sölumaður í innréttingadeild Hólf og Gólf í Breidd Starfið felst aðallega í sölu á innréttingum. Æskileg reynsla: Tækniteiknun, hönnun, hús- gagnasmíði og/eða almenn trésmíði. Umsækj- andi þarf að sýna frumkvæði, hafa metnað til að ná árangri, vera þjónustulundaður og hafa gaman af að vinna með hressu fólki. BYKO leggur áherslu á góðan vinnuanda, og starfs- gleði. Öll reynsla af sölumennsku er kostur en ekki skilyrði. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Lagnadeild BYKO í Breidd Við óskum eftir duglegum og metnaðarfullum starfskrafti í lagnadeild BYKO í Breidd. Um- sækjandi þarf að sýna frumkvæði, hafa metnað til að ná árangri, vera þjónustulundaður og hafa gaman af að vinna með hressu fólki. BYKO leggur áherslu á góðan vinnuanda og starfsgleði. Öll reynsla af vinnu með lagnaefni er kostur en ekki skilyrði. Um er að ræða fram- tíðarstarf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Plötusögun Sérvinnsla BYKO í Breidd Starfið felst í plötusögun í sérvinnslu BYKO í Breidd. Æskilegt er að viðkomandi sé áhuga- samur og stundvís. BYKO leggur áherslu á góðan vinnuanda og starfsgleði. Öll reynsla af plötusögun er kostur en ekki skilyrði. Um er að ræða framtíðarstarf. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublað er að finna á www.byko.is og á aðalskrifstofu BYKO, Skemmuvegi. Fyrirspurnum er ekki svarað í síma. Hársnyrtistofa Hársnyrtistofa, sem er staðsett í miðbænum, óskar eftir verktaka eða jafnvel meðeiganda. Upplýsingar í síma 899 5967. Múrarar! óskum eftir múrara eða menn vana múr- vinnu. Uppl. í síma 897 3738, og 897 6655 KK VERKTAKAR ehf. Sjúkraþjálfara vantar Skálatúnsheimilið í Mosfellsbæ vantar sjúkra- þjálfara í hlutastarf sem fyrst. Upplýsingar gefur Kristján Þorgeirsson í síma 530 6602 eða 984 3825. Einstakt tækifæri Alþjóðlegt fyrirtæki, sem starfrækt hefur verið hér á landi í rúmt ár og mun opna þjónustumið- stöð sína hér á landi á næstu dögum, leitar að metnaðarfullum dreifingaraðilum, hópstjórum og fólki sem vill ná langt í samstilltum hópi. Frábærir tekjumöguleikar. Hlutastarf: 50.000—150.000 kr. á mánuði. Fullt starf: 200.000—600.000 kr. á mánuði. Forstjóri fyrirtækisins mun dvelja hér á landi í vikunni og ræða við áhugasama aðila. Upplýsingar í síma 533 1210 eða tölvupósti foreveraloe@hotmail.com .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.