Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 31
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 31 BANDARÍSKRI eftirlitsflugvél var flogið meðfram norðaustur- strönd Kína í gær og þar með hafa Bandaríkjamenn tekið upp aftur þær njósnir, sem legið hafa niðri frá 1. apríl er árekstur varð milli bandarískrar eftirlits- flugvélar og kínverskrar her- þotu. Var eftirlitsflugvélin ein síns liðs og óvopnuð og hélt sig í alþjóðlegri lofthelgi. Bandaríska flugvélin, sem lenti í árekstri við kínversku herþotuna, hefur ver- ið á Hainan í Kína síðan og óvíst er hvort eða hvenær Kínverjar sleppa henni. Er þar um að ræða fremur hægfleyga skrúfu- vél en eftirlitsflugvélin nýja er þota og því ekki eins berskjöld- uð fyrir áreitni orrustuþotna. 2.000 Kúrdar frá Noregi NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að senda heim 2.019 Kúrda frá Norður-Írak, en í febrúar í fyrra fengu þeir leyfi til að vera um kyrrt í Noregi í eitt ár. Aðalástæðan er sú, að Kúrdarnir komu til Noregs, báðu þar um hæli og sögðu frá grimmilegum ofsóknum í landi sínu. Svo brá þó við, eftir að þeir höfðu fengið landvistarleyfi til bráðabirgða, að stór hópur þeirra átti ýmis erindi til Norð- ur-Íraks, þar sem þeir voru of- sóttir að sögn, og virtust ekki eiga í neinum vandræðum með að fara þar út og inn. Að sögn norska útlendingaeftirlitsins eru Evrópulöndin almennt að herða reglur um þá, sem veitt er hæli. 79 falla í árás Unita SKÆRULIÐAR Unita-hreyf- ingarinnar í Angóla réðust á bæ- inn Caxito sl. laugardag og urðu 79 manns að bana. Skýrðu ang- ólskir embættismenn frá þessu í gær en í Caxito búa um 50.000 manns og er bærinn í um 60 km fjarlægð frá höfuðborginni, Lu- anda. Borgarastyrjöldin í Ang- óla, sem staðið hefur linnulítið allt frá því landið varð sjálfstætt 1975, hefur kostað hundruð þús- unda manna lífið og talið er, að nærri fjórar milljónir manna, um þriðjungur íbúanna, hafi hrakist frá heimilum sínum hennar vegna. Mál Engels í athugun SAKSÓKNARAR í Hamborg í Þýskalandi segja, að það muni taka allt að hálft ár að skoða skjöl og ákveða hvort efnt verði til réttarhalda yfir Friedrich Engel, fyrr- verandi for- ingja í SS- sveitum nas- ista. Hann er nú 92 ára að aldri. Engel var yfirmaður SS- sveitanna í Genúa á Ítalíu á sein- ustu heimsstyrjaldarárunum og hann var dæmdur fjarstaddur í lífstíðarfangelsi í Torínó 1999. Var honum gefin að sök aðild að morði 246 manna. STUTT Hefja aft- ur eftir- litsflug við Kína Engel JÓHANNES Páll II páfi bað fyrir friði og sáttum milli araba og gyðinga í gær þegar hann heimsótti sýrlenska bæinn Quneitra sem Sýrlendingar segja að Ísraelar hafi lagt í rúst eftir að þeir hernámu Gólan-hæðirnar. Daginn áður skoðaði hann mosku í Damaskus og varð þar með fyrsti páf- inn til að fara í bænahús múslíma. Viðstaddir klöppuðu fyrir páfa þeg- ar hann gekk inn í guðshús grísku rétttrúnaðarkirkjunnar í Quneitra í gær. Kirkjan er í rúst eins og aðrar byggingar í bænum. Sýrlensk stjórn- völd og margir alþjóðlegir eftirlits- menn segja að ísraelskir hermenn hafi látið greipar sópa um bæinn og eyðilagt hann áður en Ísraelar fluttu hersveitir sínar af hluta Gólan-hæð- anna árið 1974. Ísraelar, sem halda enn vesturhluta Gólan-hæðanna, segja hins vegar að bærinn hafi eyði- lagst í átökum. Nokkur börn gengu að páfa til að hann gæti kysst og blessað þau. Að- stoðarmenn hans hjálpuðu honum síðan að krjúpa á göngubrú sem smíð- uð var yfir skemmt gólf kirkjunnar. Páfi talaði í hátalara og fór með bæn. „Við biðjum fyrir þjóðunum í Mið- austurlöndum,“ sagði hann. „Hjálp- aðu þeim að brjóta niður múra fjand- skapar og ósættis og byggja saman upp heim réttlætis og samstöðu. Megi allir trúaðir menn öðlast hugrekki til að fyrirgefa hver öðrum þannig að sár fortíðarinnar geti gróið og verði ekki höfð að yfirvarpi fyrir frekari þján- ingar.“ Eftir bænina gekk páfi út úr kirkj- unni til að vökva olíuvið, tákn friðar. Hann hélt að lokum aftur til Dam- askus eftir stutta skoðunarferð um Quneitra. „Til minningar um glæpi Ísraela“ Sýrlensk stjórnvöld hafa ekki viljað endurreisa Quneitra og segja að rúst- ir bæjarins eigi að vera „til minningar um glæpi Ísraela“ þar til Sýrlending- ar fái aftur yfirráð yfir öllum Gólan- hæðunum sem Ísraelar hertóku í stríðinu árið 1967. Hvorki hefur geng- ið né rekið í friðarumleitunum Ísraela og Sýrlendinga á síðustu árum. „Páfinn er mjög mikilvægur. Margir hlusta þegar hann segir eitt- hvað,“ sagði Saba Esber, biskup rétt- trúnaðarkirkjunnar í umdæmi Qun- eitra. Íbúar Quneitra voru áður um 50.000 þúsund. Nú búa þar aðeins nokkrar fjölskyldur og sumar þeirra lifa á því að sjá friðargæsluliði Sam- einuðu þjóðanna við vopnahléslínuna á Gólan-hæðunum fyrir matvælum og þjónustu. Friðargæsluliðar stóðu við kirkjuna þegar páfi fór með bænina. „Heimili okkar var á þessum stað. Ísraelar rifu húsið niður og garðurinn með öllum blómunum og trjánum er enn vatnsþurfi,“ stóð á borða yfir rústum eins húsanna. „Í Quneitra voru fjórar moskur og þrjár kirkjur,“ stóð á öðrum borða. „Köllin frá bænaturnunum og klukknahljómurinn heyrast ekki lengur og dýrkendurnir voru hraktir í burtu.“ Fyrsta heimsókn páfa í mosku Páfagarður hefur beitt sér fyrir friðsamlegri lausn á deilunni um Gól- an-hæðirnar og í Sýrlandsferðinni hefur páfi hvatt til friðar og sátta milli gyðinga og múslíma. Jóhannes Páll II fór á sunnudag í Omayyad-moskuna í Damaskus og varð þar með fyrsti páfinn til að stíga inn í bænahús múslíma. Moskan er á stað þar sem eitt sinn var kirkja. Páfinn, eins og margir kristnir menn sem skoða bænahúsið, vildi sjá helgidóm í moskunni þar sem talið er að höfuð Jóhannesar skírara hafi verið grafið. Leiðtogar sýrlenskra múslíma, sem fylgdu páfa, lýstu ferð hans í moskuna sem sögulegu skrefi í þá átt að bæta tengsl kristinna og múslíma. Páfi fer með friðarbæn á Gólan-hæðunum AP Ung sýrlensk stúlka heilsar páfa í kirkju í Quneitra á Gólan-hæðunum. Quneitra. AP. BRESKI lestarræninginn Ronnie Biggs, einn af þekktustu glæpa- mönnum 20. aldar, lauk 35 ára út- legð sinni í gær þegar hann kom til Bretlands með einkaflugvél frá Brasilíu. Um það bil 60 lögreglu- menn biðu Biggs á Northholt-her- flugvellinum, vestan við London, og handtóku hann um borð í flugvél- inni, sem flutti hann frá Rio de Jan- eiro, skömmu eftir að hún lenti. Breska dagblaðið Sun leigði flug- vélina og hermt er að það hafi greitt Biggs fyrir einkaviðtöl við hann. Biggs er 71 árs, lamaður í annarri hlið líkamans og getur ekki talað vegna að minnsta kosti tveggja heilablóðfalla. Hann kvaðst vilja snúa aftur heim til að geta fengið sér bjór á breskri krá en margir telja að hann hafi farið til Bretlands í því skyni að fá ókeypis læknismeðferð. Breska lögreglan sagði að Biggs hefði verið fluttur í lögreglustöð í London og læknar hefðu skoðað hann þar. Síðar um daginn var hann leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir flótta undan réttvísinni. Flúði úr fangelsi Ronnie Biggs tók þátt í „lestar- ráninu mikla“ árið 1963 þegar hann og félagar hans rændu 2,6 millj- ónum punda, sem svarar 4,7 millj- örðum króna að núvirði, úr póstlest á leiðinni frá Glasgow til London. Var þetta mesta rán sem framið hafði verið á þeim tíma. Ræningj- arnir börðu eimreiðarstjórann, Jack Mills, með axarskafti og hann náði sér aldrei að fullu. Biggs sagði síðar að árásin á eimreiðarstjórann væri það eina sem hann iðraðist. Biggs var handtekinn og dæmdur í 30 ára fangelsi en honum tókst að flýja úr Wandsworth-fangelsinu tveimur árum síðar. Hann flúði til Frakklands, Ástralíu og Panama og komst síðan til Rio de Janeiro árið 1970. Biggs eyddi megninu af hlut sín- um í ránsfengnum í flóttann og að- gerð sem hann gekkst undir til að breyta útliti sínu. Breska lögreglan hafði uppi á Biggs árið 1974 en gat ekki hand- tekið hann vegna þess að á þeim tíma hafði Bretland ekki gert fram- salssamning við Brasilíu. Þegar brasilísk stjórnvöld reyndu að vísa Biggs úr landi eignaðist hann son með brasilískri konu og það varð honum til bjargar því lög landsins heimiluðu ekki að mönnum, sem ættu brasilísk börn, yrði vísað úr landi. Hæstiréttur Brasilíu hafnaði síðan framsalsbeiðni breskra yfir- valda árið 1997 á þeirri forsendu að mál hans væri fyrnt. Deilt um hvort halda eigi Biggs í fangelsi Biggs varð þjóðsagnapersóna vegna flóttans og gat sér orð fyrir að vera glaumgosi. Nokkrar kvikmynd- ir voru gerðar um ránið og flótta Biggs. Hann var mjög þekktur í Brasilíu og ferðamönnum gafst kost- ur á að snæða grillað kjöt á heimili hans í Rio de Janeiro og fræðast um ránið fyrir andvirði rúmra 6.000 króna. Gestirnir gátu einnig keypt boli með áletruninni: „Ég fór til Rio og hitti Ronnie Biggs... alveg satt.“ Þar sem Biggs getur ekki talað skrifaði hann niður hugsanir sínar fyrir blaðamenn Sun. „Ég vil vera frjáls í Englandi aftur. Ég verð að komast aftur til Englands,“ skrifaði hann. Sun sagði að Biggs hefði grátið þegar hann kvaddi unga sonar- dóttur sína áður en hann fór inn í flugvélina. Áður hafði hann undir- ritað yfirlýsingu um að hann færi af frjálsum vilja og var það eina skil- yrðið sem brasilíska lögreglan setti fyrir brottför hans. „Hann virtist ánægður með að vera að fara heim,“ sagði talsmaður lögreglunnar. Margir söfnuðust saman við her- flugvöllinn til að fylgjast með komu Biggs og meðal þeirra voru skiptar skoðanir um hvernig taka ætti á máli hans. „Hann kemur hingað að- eins vegna fjárskorts,“ sagði Brian Battams, 52 ára verkfræðingur sem býr nálægt herflugvellinum, og taldi að lestarræninginn hefði farið til Bretlands í því skyni að njóta góðs af breska heilbrigðiskerfinu. Kathleen Farrell, 38 ára, hafði meiri samúð með Biggs. „Hann ætti að fá að lifa í friði í ellinni,“ sagði hún. „Það væri sóun á peningum skattgreiðenda að setja hann aftur í fangelsi. Ég tel að hann ræni engan núna.“ Einn af þekktustu glæpamönnum heims snýr heim eftir 35 ára útlegð Lestarræninginn Biggs handtek- inn í Bretlandi London. Reuters, AP. AP Ronnie Biggs gengur út úr lögreglustöð í London eftir að hann var handtekinn í gær. Síðar um daginn var hann leiddur fyrir dómara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.