Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 42
LISTIR 42 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ EF TÓNVERK eru eingöngu met- in eftir eftir áhrifum sínum á almenna hlustendur, hefur Messías fyrir löngu sannað sérstöðu sína í riðli trúar- verka fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit. Sannkallað innblásið verk, borið uppi af einhverri melód- ískustu snilld sem barokktíminn hef- ur alið. Og ef spurt er hví stórvirki Bachs í svipuðum greinum hafa ekki náð sambærilegum vinsældum, dett- ur manni helzt í hug – fyrir utan þá tæpu 90 ára forgjöf sem Messías hlaut með föstum sessi í brezku tón- listarlífi nánast frá frumuppfærslunni 1742, meðan stórverk Bachs biðu endurvakningar Mendelssohns – að óratóría Händels hafi notið þess sér- staklega, a.m.k. á síðari áratugum, að vera samin á ensku, eftirlætismáli yngri kynslóðar um allan heim. Það rýrir vitaskuld á engan hátt þá ótvíræðu staðreynd, að óratórían er frá öllum sjónarhornum séð meist- araverk sem á vinsældirnar fyllilega skildar. Því þó að enskan kunni að ala á sífersku og tímalausu yfirbragði verksins nú á dögum, þá er lífsþróttur tónmálsins, þrátt fyrir stíl síns tíma, einstæður. Á slóganmáli nútímans mætti kenna megináhrif þess við kraft, huggun og upphafning. Það gengur göldrum næst hvað tónar og textar ganga upp í æðri heild, sem enn nær að hræra innstu sálarkytru jafnvel grjóthörðustu guðleysingja. En áður en upprunafræðingar nú- tímans falla í stafi yfir fullkominni „affekta“-tækni barokksnillingsins er kannski viðeigandi að minna á skemmtileg fróðleikskorn tónleika- skrárritara um að sumir kórarnir séu aðeins umskrifanir úr eldri ítölskum dúettum Händels, og að hikstatrillan alkunna á „easy“ í His yoke is easy sé í raun runnin frá eldri tónsetningu á ítölskum texta þar sem á sömu stöð- um stóð „ride“ (= hlæja). Lagfrum- atáknfræði („Figurationlehre“) bar- okktónskálda var nefnilega teygj- anlegri en sumir halda í dag, og leiðin frá veraldlegu í andlegt tónmál stundum örstutt, eins og líka fjölmörg svipuð dæmi hjá Bach sanna. Messías er eirðar- litlum nútímahlustend- um drjúgt verk að tíma- lengd, og var ekkert við því að segja að sleppt skyldi nokkrum af áhrifaminni atriðum þess úr 2. og 3. hluta, enda mörg fordæmi þess frá liðnum árum. Helzt saknaði maður kóranna Lift up your heads O ye gates og But thanks be to God, ten- óraríunnar Thou shalt break them with a rod of iron og alt/tenór-dú- ettsins O death where is thy sting, þótt varla verði talin meðal hápunkta. Á seinni áratugum hefur færzt í vöxt að flytja Messías með smærri kórum en áður þótti hlýða og rétti- lega minnt á, að frumuppfærslan í Dyflinni tjaldaði aðeins 14 manna kór. Í Fríkirkjukórnum voru 20 manns. Á móti sakar ekki að hafa í huga, að hljóðfæri barokktímans voru töluvert kraftminni en í dag. Með tilliti til styrkjafnvægis voru kórfélagar, úr því ekki var notazt við „upprunaleg“ hljóðfæri, þannig með fæsta móti, ef frá er talinn sópran. Auk þess fór snemma – reyndar þegar á líftíma Händels – að skapast hefð fyrir stórum kór, eins og rismestu kórkafl- ar verksins bera með sér. Þó að kammerkórsuppfærslur eigi vissu- lega fullan rétt á sér, og ættu t.a.m. að geta skilað flúrsöngsköflum skýrar en stærri kór, mun stórkórsútfærsla efalítið halda áfram mestri hylli með- al almennings. Það var því ekki litlum kammerkór vandalaust að miðla tign kórkafla eins og Glory to God, Behold the Lamb of God, Surely, Hallelúja og Amen í hljómlitlu húsi Fríkirkjunnar. Vand- inn minnkaði ekki aðeins við það hvað misskipt var milli radda (7-5-3-5) þar sem alt og einkum tenór og bassi báru skarðastan hlut frá borði, heldur vantaði einnig tilfinnanlega hljómfyll- ingu og stundum flúrtækni, einkum í karlaröddum, enda batnaði jafnvægið sláandi í Halelújakórnum þegar ein- söngsbarýtoninn söng með kórböss- um á við fjóra. Sprettfimari kórar eins og And He shall purify, All we like sheep og raddskörunarskvett- urnar í Let us break their bonds [ekki „bands“] asunder komu yfirleitt bet- ur út í þurri akústíkinni, að frádregnu hálfloðnu flúri hér og þar hjá körlum. En þó að sóprandeild kórsins væri engu minna en stórglæsileg, hlutu yf- irburðir hennar að gæðum og afli að gera hinum röddunum, og þar með heildarhljómi kórsins, erfitt fyrir. Munurinn var einfald- lega of mikill. Einsöngvarar voru misreyndir og allir nema bassinn úr röðum kórfélaga. Óskoraður senuþjófur kvöldsins var að vonum Ólafur Kjartan Sigurðarson, sem reyndist hinn full- komni Messíasarbassi með kröftugri og hljóm- mikilli bassabarýton- rödd sinni, og skorti þar hvorki dramatík né göf- ugmannlega reisn, þó að þetta sviðsvanur söngvari hefði kannski endrum og eins mátt spara kraftana og gæla ofurlítið fín- legar við dulúðugustu staði textans. Sópranarnir Elma Atladóttir og Hrafnhildur Björnsdóttir sýndu góð tilþrif. Sú fyrrtalda komst þannig meira en klakklaust gegnum háls- brjótandi flúrsöngsaríuna Rejoice greatly, og Hrafnhildur hljómaði vel m.a. í hinni innilegu I know that my redeemer liveth með hlutfallslega þéttari rödd sinni. Næst allra að svo- kölluðum „upprunalegum“ flutnings- máta komst altsöngkonan Guðrún Edda Gunnarsdóttir og útfærði sitt af miklum þokka undir þeim formerkj- um með smekklegu messa di voce. Röddin var bráðfalleg og slétt, en hefði ugglaust notið sín betur í gjöf- ulli ómvist, enda ekki ýkja kraftmikil. Tenórarnir skiptu líkt og sópranarnir sönglesi og aríum á milli sín, þótt langmest kæmi í hlut hins efnilega Eyjólfs Eyjólfssonar, sem einnig virt- ist hafa gefið upphaflegri túlkun gaum, þó í minni mæli væri en Guð- rún Edda. Hann komst enda mjög vel frá sínu þrátt fyrir nokkurn fylling- arskort á neðra sviði. Magnús Ragn- arsson átti jafnara raddhljóðfæri á að skipa, en var greinilega skemur kom- inn, enda textatúlkun hans takmörk- uð og tónstaðan stundum í óöruggara lagi. Kári Þormar þreytti hér sína frum- atlögu við Messías sem stjórnandi og tókst í mörgu vel upp. Tempóin voru oft hressileg en yfirleitt sannfærandi, og þó að einstaka atriðisbyrjun og innkoma heppnaðist síður en önnur, var að mestu leyti vel haldið utan um flutninginn. Að vísu hefði reyndari stjórnandi að líkindum laðað meiri andstæður og dramatík fram úr texta nokkurra kóra – nefna mætti Since by man came death – en í heild verður ekki annað sagt en að ágætlega hafi til tekizt. Hljómsveitin skilaði sínu með sóma, og meðleikstrompet Ein- ars Jónssonar skein skært á efsta degi á móti voldugum einsöng Ólafs Kjartans í The trumpet shall sound. Kraftur, huggun, upphafning TÓNLIST F r í k i r k j a n Händel: Messías. Elma Atladóttir (S), Hrafnhildur Björnsdóttir (S), Guðrún Edda Gunnarsdóttir (A), Eyjólfur Eyjólfsson (T), Magnús Ragnarsson (T), Ólafur Kjartan Sigurðarson (Bar.), Kammersveit (konsertmeistari: Greta Guðnadótt- ir) og Kór Fríkirkjunnar í Reykja- vík. Stjórnandi: Kári Þormar. Sunnudaginn 5. maí kl. 17. KÓRTÓNLEIKAR Kári Þormar Ríkarður Ö. Pálsson L íklega hefði enginn sem man fleiri ára- tugi en þann síðasta giskað á að Rússar tækju Bandaríkja- menn í kennslustund í mark- aðsfræðum. Nú hefur sá und- arlegi atburður þó gerst, og það sem gefur kennslunni enn sér- kennilegri blæ er að maður að nafni Tito hefur komið Rússum til aðstoðar við að undirbúa námsefnið. Tito þessi er þó ekki fyrrverandi skæruliðaforingi frá Balkanskaga heldur starfaði hann áður sem vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofn- uninni, NASA. Eftir að hann hætti þar hefur hann gert það gott í viðskiptum og gat því keypt sér farmiða með Rússum út í geim fyrir jafnvirði tveggja milljarða króna. Þar sveif hann um í nokkra daga og taldi eftir á að pen- ingunum hefði verið vel varið. Ýmsir Bandaríkja- menn, þar á meðal yfirmenn bandarísku geimvísindastofn- unarinnar, voru ósáttir við ferða- lag Titos og lýstu þeirri skoðun sinni að ferðalagið myndi standa í vegi fyrir vísindarannsóknum. Hið sama hefur þó ekki átt við þegar ferðalangarnir hafa verið í bandarískum geimskutlum á kostnað bandarískra skattgreið- enda, sendir í geiminn til að auka vinsældir NASA. Bandaríska geimvísindastofnunin er nefni- lega sama marki brennd og aðrar ríkisstofnanir; hún vill gjarna auka vinsældir sínar og nýta þær til að verða sér úti um auknar fjárveitingar. Rússneska geimvísindastofn- unin, Energia, kemst ekki jafn- djúpt í vasa skattgreiðenda og sú bandaríska, bæði vegna þess að í Rússlandi eru vasarnir grynnri en í Bandaríkjunum og af þeirri ástæðu að hún var að mestu einkavædd eftir hrun komm- únismans í Sovétríkjunum. Stofnunin þarf því að vera út- sjónarsamari en NASA hvað varðar tekjuöflun og sala ferða til efnaðra einstaklinga er ein af þeim leiðum sem færar eru til að auka tekjur stofnunar af þessu tagi. Geimferðir eru líklega eitt af þeim sviðum sem margir myndu nefna væru þeir spurðir hvaða þjónustu einkaaðilar geti alls ekki veitt. Menn sjá fyrir sér að eina leiðin til að fara út í geim sé að ríkið komi mönnum þangað. Þetta sé svo stórbrotið verkefni að til þess verði hreinlega að koma sameiginlegt átak „allra“. Svo þarf þó ekki að vera, en margt er hins vegar sem gerir einkaaðilum hér erfitt fyrir. Á ráðstefnu sem Cato- stofnunin í Washington hélt í mars á þessu ári var fjallað um geimferðir og þá möguleika sem væru fyrir hendi fyrir einkaaðila að starfa á þessu sviði og hvaða hindranir stæðu í vegi fyrir starf- semi þeirra. Í ljós kom að þessar hindranir eru margvíslegar, meðal annars flóknar og óljósar reglugerðir, lagasetningar og al- þjóðasamningar, sem auka mjög á lagalega óvissu þeirra sem hafa áhuga á að ferðast út í geim. Eins og menn þekkja er mikil óvissa eitur í beinum fjárfesta og því hafa þeir minna viljað koma að fjárfestingum sem tengjast geimnum en ella hefði getað ver- ið. Áhugamenn í þeirra röðum hafa því hvatt stjórnvöld til að draga úr óvissunni með bættri lagasetningu. Auk þess hafa ýmsir þrýst á um að bandarísku geimvísindastofnuninni verði breytt þannig að hún stundi ein- göngu rannsóknir, en láti einka- aðilum eftir að keppa sín á milli um hagkvæmustu leiðirnar til að ferðast út í geim. Allt eru þetta fjarlægar vanga- veltur fyrir þá menn sem eiga sér þá ósk að þurfa helst aldrei að ferðast nema um það bil eina skósólaþykkt frá jörðu. Jafn- framt eru vangavelturnar þó bæði athyglisverðar og umhugs- unarverðar og er þar sérstaklega tvennt sem veldur, sem raunar lýtur hvort tveggja að hlutverki ríkisins. Annars vegar er vert að velta því fyrir sér hversu mik- ilvægt það er að ríkið auki ekki á réttaróvissu með óljósri reglu- setningu og sinni því hlutverki sínu að draga úr réttaróvissu þar sem hægt er. Atvinnulíf á erfitt uppdráttar þegar enginn veit hver á hvað og fjármunir eru þá illa nýttir. Fjármagn fæst ekki í fjárfestingar þegar aðstæður eru með þessum hætti og þetta á ein- mitt við um starfsemi tengda geimferðum. Þar sem enginn veit hver réttarstaðan er á þessu sviði eru fáir tilbúnir að taka þá miklu áhættu sem fjárfestingum þar fylgir. Hins vegar gefur ferðalag Tit- os og umræður um aukinn hlut einkaaðila í geimferðum ástæðu til að hugleiða þátttöku ríkisins á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. Margt af því sem ríki og sveit- arfélög sinna í dag er meira gert af gömlum vana en að fyrir því séu sérstök rök. Ýmislegt hefur að vísu verið að færast til betri vegar hér á landi og má þar nefna þátttöku ríkisins á fjár- málamarkaðnum og væntanlega innan tíðar á fjarskiptamark- aðnum. En margt er enn í hönd- um ríkis og sveitarfélaga án þess að nokkur breyting virðist ætla að verða þar á í bráð, eða jafnvel að nokkur nenni að amast við þessum opinbera rekstri. Varð- andi sveitarfélögin má nefna sorphirðu, sundlaugar, dagheim- ili og strætisvagna og ríkið rekur fjölmiðil, orkufyrirtæki, sjúkra- hús, skóla, vegakerfi og ýmislegt annað sem ekki er náttúrulögmál að sé í þess höndum. Bandaríska geimvísindastofn- unin hefur sætt töluverðri gagn- rýni fyrir að sóa fjármunum og að þess vegna séu geimferðir hennar margfalt dýrari en þær þyrftu að vera ef einkaaðilum væri gefinn kostur á að sinna þessum ferðum. Íslendingar eiga ekki geimferðastofnun sem þeir geta einkavætt, en þeir geta farið hálfa leið með því að einkavæða Veðurstofuna eða látið einkaað- ilum eftir að kanna undirdjúpin með því að sjá um hafrannsóknir hér við land. Geim- ferðir hf. Hins vegar gefur ferðalag Titos og umræður um aukinn hlut einkaaðila í geimferðum ástæðu til að hugleiða þátttöku ríkisins á hinum ýmsu sviðum þjóðlífsins. VIÐHORF Eftir Harald Jo- hannessen haraldurj- @mbl.is GÖMLU hasarhetjurnar í Holly- wood eru í talsverðri lægð ef ekki hreinlega kreppu og engin mjúk lend- ing í sjónmáli. Clint Eastwood er tek- inn að reskjast. Arnold Schwarzen- egger er tekinn að gleymast. Sly Stallone, hver er það? Chuck Norris. Man einhver eftir honum? Jean Claude van Damme? Var hann ekki frá Belgíu? Þeir eiga varla aftur- kvæmt. En svo gerist það að eitt af þessum buffum, Steven Seagal, gerir hasarmynd sem fær fína aðsókn vestra þótt ekki sé hann að gera neitt í henni annað en þetta venjulega og sýnir að ekki er öll nótt úti enn. Ef hann getur þetta, hvers vegna þá ekki allir hinir? Mynd Seagals heitir „Exit Wounds“ og í henni er hann líkt og venjulega besta löggan en á í brösum með yfirmenn sem skilja það ekki og maður sjálfur skilur ekki. Seagal, Or- in Boyd held ég að hann heiti í þessari mynd, hvorki meira né minna en bjargar lífi varaforseta Bandaríkj- anna á snilldarlegan hátt í upphafi myndarinnar en yfirmaður Seagals tryllist af einhverjum ástæðum og lækkar hann í tign og sendir hann umsvifalaust í vont hverfi þar sem súperlöggan er brátt farin að stjórna umferð! En ekki lengi. Seagal snuðr- ar uppi spillingu innan lögreglunnar í vonda hverfinu og stutt er í ný bein- brot. Það er kvikmyndatökumaðurinn Andrejz Bartkowiak sem stýrir has- arhetjunni í þetta skipti og gerir það samkvæmt formúlunni. Seagal fær sína sjálfsvarnarbardaga með reglu- legu millibili þar sem fræg beinbrot hans njóta sín til fullnustu. Fjöldi bíla er eyðilagður í eltingaleikjum. Skúrk- arnir eru svipljótir og eiga skilið að beinbrotna. Sjálfsagt er þetta besta mynd Seagals í einhvern tíma en hafa verð- ur í huga að fáir hafa gert verri has- armyndir á sínum ferli. Vinsældir myndarinnar sýna kannski að enn er áhugi á B-myndum af þessu tagi, sér- staklega nú þegar flestar hetjurnar eiga í verulegri tilvistarkreppu. Beinbrot og bílaeltingaleikir KVIKMYNDIR B í ó h ö l l i n , K r i n g l u - b í ó o g N ý j a b í ó A k u r e y r i Leikstjóri: Andrzej Bartkowiak. Handrit: Ed Horowitz og Richard D’Ovidio, byggt á sögu eftir John Westerman. Aðalhlutverk: Steven Seagal, DMX, Isaiah Washington, Anthony Anderson, Michael Jai, White og Bill Duke. 2001. „EXIT WOUNDS“ 1 ⁄2 Arnaldur Indriðason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.