Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 36
LISTIR 36 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er svo víst, sem dagur og nótt skiptast á, að kór er það sem stjórnandinn er. Vinna hans, verk- kunnátta og listfengi er það sem dregur að söngfólk og fær þá sem vel eru búnir til söngs til að dvelja um lengri tíma í því söngsamfélagi sem einn kór getur verið. Þá er ekki síður mikilvæg sú andlega heilsubót sem góður félagsskapur getur verið. Syngjandi manneskja er hamingju- söm og söngurinn getur einnig losað um þung sorgarbönd. Skólakór Kársnesskóla heldur þessa dagana upp á 25 ára starfs- afmæli, bæði með útgáfu á hljóm- diski er nefnist „Þýtur í stráum“ og svo með tónleikum, sem haldnir voru í Háskólabíói sl. laugardag. Stjórn- andi kórsins hefur frá upphafi verið Þórunn Björnsdóttir og er hreint órtúlegt hversu miklu hún hefur komið í framkvæmd. Í Kársnesskóla eru starfandi fimm kórar, Litli kór, Miðkór, Stóri kór, Drengjakór og Skólakór Kársness, er allir komu fram á þessum tónleik- um auk þess sem fjórar stúlkur, fyrrverandi kórfélagar, sungu kvartett úr óperunni Eugene Onegin eftir Tsjaikovskíj. Tónleik- unum lauk með sam- söng en þar kom fram svonefndur Stjörnukór eldri félaga og lauk tónleikunum svo með samsöng allra kóranna. Það gefur augaleið að mjög munar á söng kóranna, er sýnir þó hversu löng leið og mikil vinna liggur í því að ala upp söngvara, svo sem heyra mátti bæði hjá Stóra kór en þó sérstaklega Skólakór Kársness. Báðir kórarnir sungu mjög vel, Stóri kór lagasyrpu eftir Sigfús Halldórsson og Skólakórinn, sem frumflutti tvö lög. Annað lag- anna, Kórsnesið, er afmæliskveðja frá Mist Þorkelsdóttur og Ara Harð- arsyni, en Kórsnesið mun vera til sem gamalt nafn á Kársnesinu. Lag Mistar er töluvert margbrotið tón- verk og reynir á nákvæmni í tón- stöðu, sem kórinn skilaði af tölu- verðu öryggi. Hitt lagið, „Glettur“ eftir Stephen Hatfield, er skemmtilegt og var ásamt japönsku lagi mjög skemmtilega út- fært. Lagasyrpa með lögum frá Bandaríkj- unum, Skotlandi og Englandi, sem nefnist Stuffn’ Nonsence, var síðasta viðfangsefni Skólakórsins. Þá tóku til „máls“ litlu krílin og síðan Miðkór, en hann söng finnska laga- syrpu. Í stað þess að þýða finnska textann voru lögin textuð með íslenskum þulum, þjóð- vísum og seinni tíma kvæðum, er féllu býsna vel að finnsku lögunum, og víst er að ekki var erfitt að hafa íslensku áherslurn- ar réttar, því í finnsku er áherslu- skipanin svipuð og í íslensku. Drengjakórinn söng nokkur kós- akkalög og endaði sinn söng auðvitað með Hraustir menn eftir Romberg. Stóru stúlkurnar sungu kvartett- inn eftir Tsjaikovskíj nokkuð vel og sama má segja um Stjörnukórinn. Sú aðferð að setja íslenska texta við erlend söngverk, texta sem ekki eru hugsaðir fyrir viðkomandi lag, er að- ferð sem getur heppnast vel. Hvar eru fuglar, þeir á sumri sungu eftir Steingrím Thorsteinsson var hér sungið við rússneskt þjóðlag og held- ur þótti undirrituðum hér skjóta skökku við. Má vera að fyrri kynni af kvæðinu og frábæru lagi Svein- björns Sveinbjörnssonar hafi haft áhrif á neikvæða afstöðu mína um þessa skipan, þrátt fyrir ágætan flutning Stjörnukórsins. Vinamál eftir Oscar Peterson við kvæði Heimis Pálssonar var einstak- lega vel sungið og lokalagið var svo Maístjarnan, sungin með miklum glæsibrag. Á þessum tónleikum gat að heyra vinnuárangur Þórunnar Björnsdóttur, sem auk góðs árang- urs í söngþjálfun og músíklegu upp- eldi blómstraði í sönggleði barnanna. Þórunn hefur gert söng að vinsælu námsefni í sínum skóla og má vel til samanburðar vekja athygli á því, að í mörgum skólum landsins nýtur söngur ekki mikillar virðingar, hvort sem er af hálfu nemenda og/eða kennara, þótt vissulega sé víða unnið markvisst og frábært starf í tónlist- ar- og sönguppeldi skólabarna, sem vakið hefur athygli víða um heim. Að þessu leyti til er árangur Þórunnar glæsilegur og Kársnesskóla mikill virðingarauki, en eins og segir í upp- hafi þessa pistils er það kórstjórinn sem skapar kórinn og er andi hans og list. Að skapa kórTÓNLISTH á s k ó l a b í ó Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Píanóleikari Marteinn H. Friðriksson. Laugardaginn 5. maí. AFMÆLISTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson Þórunn Björnsdóttir LISTAMAÐUR mánaðarins í Lins- unni, Aðalstræti, er Guðlaug Hall- dórsdóttir textílhönnuður. Til sýnis eru ýmis handunnin efni, fylgihlutir af mörgum gerðum og aðrir sérhann- aðir hlutir til heimilisins. Útstilling- arhönnuður er Birgitte Lúthersson. Textílhönnun í glugga RÚM fyrir einn heitir nýtt leikrit sem tekið hefur verið til æfinga hjá Leikfélagi Íslands. Leikritið er eftir Hallgrím Helgason og verður frumsýnt í Hádegisleik- húsi Iðnó 22. maí nk. Leikritið gerist í rúmaverslun í Reykjavík. Ungur nýfráskilinn maður ætlar að kaupa sér nýtt rúm og lendir á „trúnó“ með af- greiðslumanni verslunarinnar. Þeir hafa báðir sína sögu að segja af samskiptum sínum við hitt kynið. Rúm fyrir einn fjallar um karlmenn í krísu. Leikstjóri sýn- ingarinnar er Magnús Geir Þórð- arson, leikmynd og búninga hann- ar Hrafnhildur Brynja Stefáns- dóttir. Leikarar eru Friðrik Friðriksson og Kjartan Guð- jónsson. Morgunblaðið/Golli Aðstandendur Rúms fyrir einn fyrir utan Iðnó þar sem leikritið verður sýnt. Nýtt leikrit um karlmenn í krísu KARLAKÓRINN Þrestir er elsti starfandi karlakór landsins, stofn- aður 19. febrúar 1912, og var Frið- rik Bjarnason tónskáld stofnandi og fyrsti söngstjóri kórsins. Friðrik samdi nokkur lög fyrir karlakór og er lagið Hrím, við kvæði Einars Benediktssonar, eitt af bestu lögum hans. Síðastliðin fjögur ár hefur Jón Kristinn Cortez stjórnað Þröst- um, náð mjög góðum árangri og í raun komið kórnum „aftur á blað“ sem vel syngjandi kór, með mark- vissri þjálfun, góðri stjórn og skyn- samlegu vali á viðfangsefnum. Á tónleikum kórsins í Grafar- vogskirkju sl. föstudag voru tekin til meðferðar nokkur söngverk sem finna má í Íslensku söngvasafni, eða „fjárlögunum“ eins og þau voru nefnd vegna forsíðumyndarinnar eftir Ríkharð Jónsson. Þessi bók, sem fyrst var gefin út 1915 af Sig- fúsi Einarssyni og Halldóri Jóns- syni, er í sannleika sagt íslenskt söngvasafn og í fulli gildi enn í dag, því æ algengara er að sönghópar dagsins í dag sæki sér efni í þessa gömlu og góðu söngva. Fyrsta lag tónleikanna var Svein- ar kátir syngið (nr 105 í II. hefti), er var hressilega sungið. Þar næst var lag sem undirritaður veit engin deili á, við texta eftir Freystein Gunnarsson, og nefnist Með söngvaseið á vörum, eftir Jón M. Kjerúlf, þokkalegt lag er var ágæt- lega flutt. Á vængjum söngsins eftir Mendelssohn var ágætlega flutt, þótt eitthvert hik kæmi um stund á píanistann. Tvö íslensk þjóðlög voru næst á efnisskránni, Á Sprengi- sandi, sem mun vera finnskt þjóð- lag, og Undir bláum sólarsali, í út- setningu Emils Thoroddsen. Næsta lag, Brátt mun birtan dofna eftir Sigfús Einarsson, var flutt í ágætri raddsetningu eftir Emil og var hvað túlkun snertir mjög vel flutt. Hver á sér fegra föðurland eftir Emil, Nú sefur jörðin eftir Þorvald Blöndal og Sefur sól hjá ægi (nr. 97 í I. hefti) eftir Sigfús voru öll vel sungin og þá orðið ljóst að Jón Kristinn leggur áherslu á frekar hægan flutning og að dvelja við ein- staka tónhendingar, svo að hend- ingamótun verður mjög skýr. Kórinn átti í nokkrum erfiðleik- um með Sofnar lóa (nr. 100 í II. hefti) eftir Sigfús, enda mjög hægt sungið og þá getur verið erfitt að halda réttri tónstöðu. Fyrir þetta var bætt með hressilegum flutningi á Fanna skautar faldi háum (nr. 28 í I. hefti) eftir Stuntz og Jónas Hall- grímsson. Eftir hlé komu tvö „knall“-lög eftir ármenn íslenskrar tónlistar, fyrst Buldi við brestur, brotnaði þekjan (nr. 9 í II. hefti) eftir Helga Helgason og síðan Áfram eftir Árna Thorsteinsson. Það var töluverð reisn yfir söng kórsins og sama má segja um Fuglinn í fjörunni eftir Jón Þórarinsson. Þá komu tvö lög eftir stofnanda kórsins, Friðrik Bjarnason, Hrím, sem fyrr er getið, og Huldur, við texta eftir Grím Thomsen. Hrím var vel flutt með góðum framburði og sama má segja um Huldur, en þar lagði stjórnand- inn áherslu á dramatískt innihald textans með því að dvelja við ein- staka tónhendingar og leggja áherslu á blæbrigði og styrkleika- mun og einstaklega skýran texta- framburð. Þessi einkenni í stjórn Jóns Kristins komu hvað best fram í laginu Hornbjarg eftir Pál Hall- dórsson en þó sérstaklega í lagi Karls O. Runólfssonar, Nú sigla svörtu skipin, sem var frábærlega vel flutt hvað snertir túlkun, svo að lagið fékk nýja hljóman í mótun Jóns. Svo sem vera ber lauk tón- leikunum með tveimur lögum eftir Pál Ísólfsson, Úr útsæ rísa Íslands fjöll og Brennið þið vitar, bæði við texta eftir Davíð Stefánsson, er voru aldeilis hressilega sungin. Með þessum tónleikum er Karla- kórinn Þrestir á góðri leið með að skipa sér í fremstu röð íslenskra karlakóra og er ljóst að mestu valda vönduð vinnubrögð og nákvæm stjórn Jóns Kristins Cortez, því enn má kórinn auka raddgæðin, sér- staklega háraddanna, svo ekki muni á við aðra kóra þegar haldið verður upp á 90 ára afmælið á næsta ári. Vönduð og ná- kvæm stjórn TÓNLIST G r a f a r v o g s k i r k j a Karlakórinn Þrestir, undir stjórn Jóns Kristins Cortez, flutti söngverk úr íslensku söngvasafni liðinnar aldar. Undirleikari var Hólmfríður Sigurðardóttir. Föstudaginn 4. maí. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ásgeirsson OPIN og einlæg ljóð finna oft auð- veldlega leiðina að lesendum. Þannig eru ljóð eftir Rauni Magga Lukkari í bók hennar Bjartir frostdagar en hana hefur Einar Bragi þýtt í heild sinni og gefið út. Rauni Magga Lukk- ari er sami. Hún er fædd 1943 í Finn- landi. Hún var fulltrú sama á Alþjóð- legu bókmenntahátíðinni 1987 í Reykjavík og vakti þá athygli fyrir ljóð sín og upplestur. Bók hennar sem hér er til umfjöllunar hlaut samísku bókmenntaverðlaunin 1996. Bjartir frostdagar er heildstæð ljóðabók fremur en safn ljóða. Meg- inþema verksins er hringrás lífsins frá vöggu til grafar séð út frá kven- legu og samísku sjónarhorni. Það vekur athygli hversu einlæg ljóðin eru, persónuleg og opin, en ekki síður hve mynd sú er höfundurinn dregur upp af lífinu er átakamikil og and- stæðufull og mótuð af lífsbaráttu. Í raun og veru má segja að meginein- kenni bókarinnar séu þessi átök and- stæðna. Líf og dauði eru eðlilega meginandstæður verksins í samræmi við meginþemað en skarpar myndir eru dregnar upp af harðneskjulegri fæðingu og grimmum dauða. Sagt er frá mæðgum á ferð í snjóbyl: Skyndilega köstuðu þær báðar sér flatar og ólu hrínandi meybarn hlóðu að þeim snjó til að halda á þeim hita Sjálfar lögðust þær hjá þeim og sungu sumarljóð Og þá er ekki heldur langt í grimm- an dauðann. Síðasti hlut bókarinnar fjallar á áhrifaríkan hátt um dauða bróður Rauniar og bindur saman ljóðabókina, hringrásina um lífið og dauðann. En harkan er ekki eina hlið lífsins. „Harðast alls / sem börn mín vissu / var ég / og hið mýksta“. Þótt sorgin marki mikinn hluta bókarinnar er ekki heldur alveg laust við að gleðin og hamingjan eigi sín ljóð: Hamingjan kemur ein á næturnar Leggst blíðlega til svefns í mér Það eru einnig dregnar upp and- stæður losta og samfélagslegrar bæl- ingar. Höfundurinn yrkir um hvernig „blóðið þrymur milli fóta“ en niður- staðan er samt sú að ljóðsegjandi beislar samviskuna og „lagði á girnd- ina / þunga hlekki“. Nútíminn og for- tíðin, náttúran og menningin takast einnig á í kvæðum Rauniar, ekki síst í lýsingu hennar á móður sinni. Myndmál Rauniar er ávallt einfalt og tært og tekið úr nánu umhverfi. Það er jarðbundið og auðskiljanlegt. Þýðing Einars Braga nær þessum tæra og einfalda hljómi býsna vel og verður ekki annað sagt en að vel hafi tekist til um þýðinguna. Bjartir frost- dagar er því góð bók í vandaðri þýð- ingu. Átök og and- stæður BÆKUR L j ó ð eftir Rauni Magga Lukkari. Einar Bragi þýddi. Ljóðbylgja 2001. 63 bls. BJARTIR FROSTDAGAR Skaft i Þ. Halldórsson STOFNUN Dante Alighieri efnir til fyrirlestrar í Kornhlöðunni í kvöld, kl. 20.30. Auður Ólafsdóttir listfræð- ingur fjallar um hinar ýmsu hliðar eins merkasta listamanns og fjöl- fræðings endurreisnarinnar, Leon- ardo da Vinci, í máli og myndum. Fjallað um da Vinci  ERTU svona, Einar Áskell? er eftir Gunillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Þar segir frá leik Einars og vina hans í kofa sem þau hafa gert og merkilegri keðju sem hægt er að læsa kofanum með. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bók- in er 24 bls., prentuð í Danmörku. Leiðbeinandi verð er 1.790 kr. Nýjar bækur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.