Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 34
LISTIR 34 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ LONDON er borg sem margir sækja heim gagngert til að njóta list- viðburða sem þar eru í gangi. En það má líka láta slag standa í annars kon- ar ferðum til Lundúna og skreppa á sýningar og tónleika án þess að það sé skipulagt langt fram í tímann. Einn vinsælasti dvalarstaður Íslend- inga í London er hótelið Clifton Ford á 47 Welbeck Street. Handan við næsta horn er Wigmore Street með hinum fræga tónleikasal Wigmore Hall. Varla er nema um tveggja mín- útna gangur frá hótelinu að tónleika- salnum. Í Wigmore Hall eru tón- leikar daglega, og oftar en ekki með bestu listamönnum og alþjóðlegum stjörnum í tónlistarheiminum. Á fimmtudagskvöld lék þar sellóleikar- inn Jiri Barta frá Tékklandi, en gagnrýnendur hafa hlaðið hann lofi á síðustu árum og líkt honum við mestu meistara sellósins og víst má telja að margir hafi viljað heyra hann. Sama má segja um tónleika eins af fremstu strengjakvartettum heims, Janácek-kvartettsins, sem lék á sunnudag í Wigmore Hall ljúflings- verk eftir Dvorák og Smetana. Sir Thomas og Menahem Pressler Söngtónleikagestir hér muna sjálfsagt margir eftir frábærum tón- leikum Thomasar Allens og Rogers Vignoles í Íslensku óperunni fyrir nokkrum árum. Thomas Allen, sem nú er Sir Thomas, syngur í Wigmore Hall 14. maí, með einum þekktasta píanóleikara nútímans, Graham Johnson. Prógramm þeirra verður ekki af verri endanum, en þeir flytja eingöngu lög eftir Mozart og Beet- hoven. Þegar er uppselt á píanótón- leika Mariu João Pires 16. maí, en Wigmore Hall auglýsir þó að ósóttar pantanir verði seldar samdægurs vilji einhverjir freista þess að heyra þennan frábæra píanista spila Schu- bert og Beethoven. Enn aðrir risar í kammermúsíkinni verða með tón- leika 19. og 21. maí, en það er Orph- eus-kvartettinn og píanóleikarinn Menahem Pressler, sem best er þekktur sem píanóleikari Beaux arts-tríósins. 22. maí leikur píanó- leikarinn Angela Hewitt Goldberg- tilbrigðin eftir Bach. Í fyrra kom út geisladiskur með leik hennar á þessu meistaraverki Bachs. Gagnrýnandi Sunday Times hafði þá stór orð um frábæran leik hennar, og sagði meðal annars, að ef fólk ætlaði bara að eiga einn disk með verkum Bachs ætti það að eiga þennan; þetta væri algjör „eyðieyjar“-diskur. 27. maí verður Fílharmóníukvartettinn í Berlín gestur í Wigmore Hall og leikur kvartetta eftir Sjostakovitsj og Beethoven, og strax næsta dag, 28. maí, verður þar á sviði einn mesti baritónsöngvari samtíðarinnar, Olaf Bär, en með honum leikur Melvyn Tan, sem komið hefur hingað til lands að leika með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands. Þeir flytja eingöngu ljóðasöngva eftir Schumann. Fimmtudaginn 31. maí leikur Listahátíðargesturinn András Schiff með félögum úr Kammersveit Evr- ópu verk eftir Haydn, Mozart og Schubert. Þeir sem vilja bregða sér á óperu í London þessa dagana eiga ýmissa góðra kosta völ. Nú standa yfir í Konunglegu óperunni í Covent Garden sýningar á Otello eftir Verdi með José Cura, Amöndu Roocroft og Alexandru Agache í hlutverkum Ótellós, Desdemónu og Jagós, en José Cura er einn áhugaverðasti söngvari af yngri kynslóðinni í dag og þykir líklegur til talsverðra af- reka í framtíðinni. Honum hefur ver- ið líkt við Placido Domingo og spáð viðlíka velgengni, bæði sem söngv- ara og hljómsveitarstjóra. Ný upp- færsla á Spaðadrottningunni eftir Tsjaíkovskíj ætti líka að kæta óperu- unnendur. Meðal stórstjarna í þeirri uppfærslu eru finnska sópransöng- konan Karita Mattila, rússneski ten- orinn Vladimir Galouzine og landi hans, baritónsöngvarinn Dmitri Hvorostovsky sem söng sig inn í hjörtu Íslendinga á Listahátíð fyrir nokkrum árum. Hvorostovsky er líka í hlutverki Germonts eldri í La traviötu, en með honum þar eru tvær rísandi stjörnur, búlgarski sópran- inn Darina Takova sem syngur hlut- verk Víólettu og ítalski tenórinn Giuseppe Filianoti í hlutverki Alfredos. Dansáhugafólk á svo kost á annars vegar hinum klassíska ballett Giselle, og hins vegar þremur ball- ettum eftir Stravinskíj, Eldfuglinum, Agon og Brúðkaupinu, sem sýndir eru saman. Í maílok verður svo frum- sýnd í Covent Garden ópera Mozarts Brottnámið úr kvennabúrinu. Tónleikar og óperusýningar í London í maí Allen, Cura og Hvor- ostovsky í sviðsljósinu Graham Johnson José Cura Thomas Allen BÓK Þorvalds Þorsteinssonar, Ég heiti Blíð- finnur en þú mátt kalla mig Bóbó, verður gefin út í Grikk- landi á næsta ári. Það er stærsta bókafor- lag Grikklands, Psichogios publi- cations, sem ætlar að gefa bókina út. Þetta sama útgáfufyrirtæki gefur út Harry Potter á grísku. Ekki er vitað til þess að áður hafi komið út íslensk barnabók í Grikk- landi. Bókin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur þegar hún kom út. Á síðasta ári kom svo út fram- hald sögunnar um Blíðfinn, Ert þú Blíðfinnur? ég er með mikilvæg skilaboð, sem var valin besta barnabók ársins af starfsfólki bókabúða. Blíðfinnur kemur út í Grikklandi Þorvaldur Þorsteinsson BLÁSARAKVINTETT Reykjavík- ur er nýkominn úr tónleikaferð til Skotlands. Kvintettinn hélt fimm tónleika; í Glasgow, Edinborg og Inverness. Á tónleikunum frum- flutti kvintettinn verkið The Nam- ing of Birds, eftir eitt kunnasta og virtasta tónskáld Skota í dag, Sally Beamish. Blásarakvintettinn pant- aði verkið hjá Beamish, og fékk styrk til þess hjá menntamálaráðu- neytinu. Verkið er byggt á óratoríu sem Beamish er með í smíðum. Hún verður frumflutt á Promshátíðinni í London í sumar og er beðið með mikilli eftirvæntingu. Aðaltónleikar ferðarinnar voru í Konunglegu tónlistarakademíunni í Glasgow. Í umfjöllun í Glasgow Herald fer gagnrýnandinn Michael Tumelty afar lofsamlegum orðum um verk Beamish og leik Blásara- kvintettsins. „Með nýjasta verki sínu hefur Sally Beamish dregið upp úr hatti sínum sannkallaðan smell. Þótt verkið sé byggt á óratoríunni The Knotgrass Elegy, sem hún er með í smíðum, stendur kvintettinn al- gjörlega fyrir sínu sem sjálfstætt verk, og ég er sannfærður um, að það mun strax komast í tölu stand- ard verka fyrir blásarakvintett. Þetta er stutt verk; fimm smámynd- ir af fuglum, og hver þeirra kynnt af einu hljóðfæri kvintettsins. Þótt þetta kunni að hljóma einfalt er snilld verksins mun dýpri en svo að hér sé um einskært fuglakvak að ræða. Sally Beamish hefur skapað fimm dásamlega vel samdar æfing- ar, hverja með sitt svipmót, byggð- ar á eðli hljóðfæranna fimm, en það var þó ekki einungis tónmál aðal- hljóðfæris hvers þáttar sem var snilldarlega útfært, heildur einnig vefur hinna hljóðfæranna fjögurra sem var vandlega saminn. Leikur kvintettsins var jafnóaðfinnanlega ofinn og verkið sjálft.“ Gagnrýn- andinn fjallar ennfremur um túlkun Blásarakvintetts Reykjavíkur á kvintett Mozarts fyrir píanó og fjóra blásara, og sextett eftir Poul- enc fyrir píanó og blásarakvintett, en í þeim verkum lék Philip Jenkins með hópnum. „Leikur kvintettsins í verki Mozarts var munúðarfullur og tjáningarríkur og stundum djarflega hægur meðan flutning- urinn á Sextett eftir Poulenc var gáskafullur, þar sem flytjendur tvinnuðu smekklega saman höfund- areinkenni Poulencs, fágun og elegans, og óviðjafnanlega djarfan, franskan glæsileika.“ Blásarakvintettinn fær lofsamlega dóma í Skotlandi Snilldin auðgar fugla- kvakið Blásarakvintett Reykjavíkur í Skotlandi: Daði Kolbeinsson, Bernharður Wilkinson, Philip Jenkins píanóleikari, Joseph Ognibene, tónskáldið, Sally Beamish, Einar Jóhannesson og Hafsteinn Guðmundsson. NÚ stendur yfir evrópsk tungu- málahátíð á vegum Endurmenntun- arstofnunar Háskóla Íslands undir yfirskriftinni Babelsturninn. Hátíðin er haldin í viku tungumálanáms inn- an fullorðinsfræðslu og stendur yfir til 11. maí. Opið hús var í húsakynnum stofn- unarinnar að Dunhaga 7 um síðast- liðna helgi þar sem boðið var upp á fjölbreytta menningardagskrá og fræðslu. Hátíðin er liður í Evrópsku tungumálaári 2001, en menntamála- ráðuneytið sér um framkvæmd þess hér á landi. Síðdegis alla daga til 11. maí gefst almenningi færi á tveggja stunda ókeypis kynningarnámskeiði í evr- ópskum tungumálum hjá Endur- menntunarstofnun. Morgunblaðið/Þorkell Gunnar Torfason, Erla Aradóttir, Björn Bjarnason og Kristín Jóns- dóttir á tungumálahátíðinni hjá Endurmenntunarstofnun um helgina. Evrópsk tungu- málahátíð hafin MÖGULEIKHÚSIÐ verður með 20 sýningar víðsvegar á Norðurlandi og Vestfjörðum með leikritið Lómu. Almennar sýningar verða í dag, þriðju- dag, í Tjarnarborg á Ólafsfirði kl. 17.15 og á fimmtudag í sal Borgarhólsskóla á Húsavík kl. 17.15, laugardaginn 12. maí í Samkomuhúsi LA á Akureyri kl. 14 og í Ungó á Dalvík kl. 17. Þá verða sýningar í leik- skólanum Hlíðabóli á Akureyri í dag, þriðjudag, kl. 10.30 og 14. Á morgun, miðvikudag, verða sýningar í Pálmholti, Akureyri, kl. 9, í grunnskól- anum á Þelamörk kl. 11.10 og í félagsheimilinu í Hrísey kl. 15. Á fimmtudag, 10. maí, verða sýningar í Árholti, Akureyri, kl. 10 og í Krummakoti kl. 14. Föstudaginn 11. maí kl. 8.30 verður sýning á Þórshöfn, kl. 13 í grunnskólanum í Lundi og kl. 16 í Hnitbjörgum á Þórs- höfn. Á sunnudag verður sýning á Hólmavík og mánudag og þriðjudag m.a. tvær sýningar í grunnskólanum á Ísafirði, sýn- ing á Bolungarvík, Þingeyri og víðar. Höfundur Lómu er Guð- rún Ásmundsdóttir, leikstjóri er Pétur Eggerz og leikarer eru Aino Freyja Järvelä, Bjarni Ingvarsson og Ingi- björg Stefánsdóttir. Lóma í leikferð  KIRKJURITIÐ er komið út oger þetta fyrsta tbl. 67. árgangs. Í ritinu ber hæst umfjöllun um sið- fræði í sögulegu ljósi og í hag- nýtum tilgangi. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson ritar stutt yfirlit um sögu siðfræð- innar og dr. Sigurður Kristinsson heimspekingur fjallar um siða- reglur Prestafélags Íslands. Þar að auki eru ýmsar greinar um kirkju og trú. Sr. Gunnar Kristjánsson skrifar um hlutverk prédikarans og sr. Gunnar Björnsson segir frá rann- sóknum sínum á fornum sálmalög- um íslenskum. Sr. Auður Eir Vil- hjálmsdóttir fjallar um málfar kirkjunnar og Halla Jónsdóttir veltir fyrir sér ýmsum leiðum til að virkja einstaklinga með lestr- arörðugleika í fermingarundirbún- ingnum. Þá er fjallað um dagskrá kirkju- daganna í sumar, sagðar fréttir af kirkjulegu starfi með þroskaheft- um ungmennum í Vestmanna- eyjum og sr. Jón Bjarman fjallar um nýútkomna bók um kærleiks- þjónustu kirkjunnar. Forsíðu ritsins prýðir að þessu sinni mynd frá föstudagskrá í Skálholti um krossferil Krists, en dr. Pétur Pétursson fjallar nánar um þá dagskrá í ritinu. Ritstjóri Kirkjuritsins er sr.Kristín Þórunn Tómasdóttir. Kirkjuritið kemur út þrisvar á ári og fæst í Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Reykjavík og í Bóksölu stúdenta. Útgefandi er Presta- félag Íslands. Rit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.