Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 52
MINNINGAR 52 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skreytingar við öll tækifæri Langirimi 21, Grafarvogi 587 9300 Samúðarskreytingar Samúðarvendir Kransar Kistuskreytingar Brúðarvendir ✝ RagnheiðurÁgústsdóttir fæddist í Reykjavík 31. mars 1932. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Víðinesi aðfaranótt þriðju- dagsins 1. maí síðast- liðins. Foreldrar Ragnheiðar voru Ágúst Jónsson, bak- arameistari og kaup- maður í Reykjavík, f. 31. ágúst 1901, d. 24. júlí 1973, og Jóhanna Andrea Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 2. des- ember 1906, d. 22. febrúar 1992. Systir Ragnheiðar er Kristín Þór- dís Ágústsdóttir húsfreyja, f. 4. janúar 1940, gift Sigurði Erni Ein- arssyni, fv. skrifstofustjóra Seðla- banka Íslands. f. 6. ágúst 1935. Ragnheiður giftist 1957 Jóni L. Sigurðssyni, fv. yfirlækni á Land- spítalanum, f. 20. apríl 1931. Þau skildu. Dætur þeirra eru: Jóhanna Hulda Jónsdóttir efnaverkfræð- ingur, f. 1. nóvember 1957 í Reykjavík, búsett í Danmörku, gift Halldóri P. Ragnarssyni, syn- ir þeirra eru Matthías Ragnar og Stefán Jón; Ágústa Ragna lög- fræðingur, f. 16. ágúst 1961 í Randers, í sambúð med Þórunni Daðadóttur; Sigrún Edda viðskiptafræð- ingur, f. 18 nóvem- ber 1965 í Árósum, gift Agli Þór Sig- urðssyni, synir þeirra eru Sigurður og Jón Lárus. Ragnheiður út- skrifaðist sem stúd- ent frá Verslunar- skóla Íslands 1951, stundaði nám í frönsku við Háskóla Íslands, vann hjá Verslunarráði Ís- lands og síðan Versl- anasambandinu í Reykjavík þar til þau hjónin fluttust til Danmerkur 1961, þar sem fjölskyldan bjó í 8 ár. Ragnheiður var skrifstofu- stjóri hjá Hafskip hf. til 1986 og síðan hjá Reykvískri endurtrygg- ingu hf. Ragnheiður var um árabil í stjórn Bandalags háskóla- kvenna. Þrátt fyrir að parkinsons- veikin ágerðist, var Ragnheiður virk í Bandalagi háskólakvenna, Hafskipsklúbbnum og „Finn- landsförunum“ þangað til hún fluttist á hjúkrunarheimilið Víði- nes í apríl 1999. Útför Ragnheiðar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Elsku mamma. Þú varst hetjan okkar og fyrir- mynd. Það er svo margt sem okkur langar að segja til að láta þig vita hversu dýrmæt þú varst okkur. En okkur er orða vant. Það sem stendur upp úr er: Takk fyrir allt. Takk fyrir alla þína ást og umhyggju. Við elsk- um þig af öllu okkar hjarta. Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, yrði ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla. Og þótt ég hefði spádómsgáfu og vissi alla leynd- ardóma og ætti alla þekking, og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú, að færa mætti fjöll úr stað, en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt. (1. Kórintubréf, 13.) Jóhanna Hulda, Ágústa Ragna, Sigrún Edda. Ástkær tengdamóðir okkar Ragn- heiður Ágústsdóttir eða Lilla eins og ættingjar og vinir kölluðu hana jafn- an er látin eftir rúmlega 10 ára bar- áttu við mjög erfið veikindi. Við tengdasynirnir höfum fylgst með því af mikilli virðingu hve viljasterk þú hefur verið í þessari baráttu þinni og vildir aldrei láta vorkenna þér þótt á móti blési. Lilla var sjálfstæð kona, gædd miklum gáfum, dugnaði og eljusemi, hávaxin og sérstaklega glæsileg, sannkalluður kvenskörungur. Hún tók stúdentspróf frá Verslunarskóla Íslands árið 1951 með hæstu ein- kunn í sínum árgangi. Eftir nám vann hún í nokkur ár við skrifstofu- störf eða þar til fjölskyldan fluttist til Danmerkur, þar fæddust tvær yngri dætur hennar. Hún helgaði sig uppeldi þeirra þar til hún hóf störf hjá Hafskip hf. árið 1977 sem skrif- stofustjóri og naut þar mikillar virð- ingar og vinsælda. Eftir að Hafskip leið undir lok starfaði hún hjá Reyk- vískri endurtryggingu þar til heilsan brást henni. Lilla var mikill náttúru- unnandi og hafði mjög gaman af úti- vist, nokkur sumur var hún leiðsögu- maður um hálendið með erlenda ferðamenn þar sem þetta áhugamál hennar og góð tungumálakunnátta nutu sín vel. Við nánari kynni af þér fengum við að njóta persónutöfra þinna þar sem ríkt skopskyn, glaðværð og létt- leiki réðu ríkjum. Við munum minn- ast með hlýhug og söknuði allra þeirra ánægjustunda sem við áttum saman. Eins lærðum við ýmsa nýja og skemmtilega siði af þér, eins og t.d. að hafa humarveislu á jóladag, sem var okkur alltaf sérstakt til- hlökkunarefni. Strákarnir okkar voru þér alltaf ofarlega í huga og fram á síðustu stund fór ekkert fram hjá þér sem þá varðaði og þeir voru að gera. Þótt söknuður okkar sé mik- ill er missir strákanna þó mun meiri, að fá ekki notið þín lengur. Við biðj- um góðan Guð að gefa dætrum þín- um, Hönnu, Gústu og Sísí, styrk á þessum erfiða tíma. Elsku tengdamamma, við kveðj- um þig nú hinsta sinni vitandi það að þú hefur fengið langþráða hvíld og ert nú í betri heimi. Guði blessi þig. Halldór Páll og Egill Þór. Mig langar að minnast Ragnheið- ar Ágústsdóttur sem andaðist þriðjudaginn 1. maí með nokkrum orðum. Leiðir okkar lágu saman fyr- ir rúmum þrem árum á aðfangadags- kvöld 1997. Mér hafði verið boðið í kvöldkaffi til Sísíar og Egils, þar sem Gústa, sambýliskona mín og dóttir þín, ásamt Dóra og Hönnu og öllum barnabörnunum þínum voru saman komin. Ég var með hnút í maganum og kveið fyrir því að hitta fjölskyld- una hennar Gústu. Ég man hvernig þú gekkst rólega til mín, studdir þig við stafinn hans afa Gústa eins og Gústa kallaði hann alltaf, og tókst mér fagnandi. Þetta kvöld langaði þig svo mikið að tala við mig. Ég átt- aði mig stundum ekki á því að þú værir að tala við mig því rödd þín var svo veik. Gústa benti mér blíðlega á það og ég var alveg miður mín að hafa ekki tekið eftir því. Seinna um kvöldið áttaði ég mig á því að fjöl- skylda þín tók stundum ekki eftir því heldur og þau sögðu þá alltaf: „Frú Ragnheiður, varstu að reyna að segja eitthvað?“ Þá brostirðu og það gerðu hinir líka. Þá áttaði ég mig á því að þó að manni yrðu á þessi mis- tök að heyra ekki til þín þá væri það í besta lagi. Æðruleysi þitt og þolin- mæði var ótrúleg, þú bara endur- tókst það sem þú sagðir. Ég vissi að á þessari stundu átti ég rúm í hjarta þínu. Dagar og mánuðir liðu, stund- um áttirðu góða daga og þá fórstu á flakk. Heimsóttir fjölskylduna eða fórst í búðir að skoða falleg föt sem þú varst svo lunkin að finna. Mér er það líka minnisstætt þegar ég og Gústa keyptum íbúðina. Þó að við byggjum á fjórðu hæð varðstu fyrsti gesturinn hjá okkur. Þú vílaðir ekki fyrir þér að labba upp á fjórðu hæð þótt þú ættir erfitt með gang. Þetta sýnir hve mikinn viljastyrk þú hafð- ir. Það sem þú ætlaðir þér, það gerð- irðu. Ég dáðist að þér hvað þú varst dugleg að prjóna. Ekki þótti þér verra að ég hafði mikinn áhuga á handavinnu. Þegar við komum í heimsókn í Furugerði sýndirðu mér peysurnar sem þú varst að prjóna á barnabörnin og baðst mig um að prjóna pínulítið fyrir þig. Ég man hvað það gladdi þig að ég væri með umsjón yfir æskuheimili þínu á Njálsgötunni. Það var skemmtileg tilviljun. Þér fannst gott að vita að nú væri einhver innan fjölskyldunn- ar að sjá um Njálsgötuna. Mér fannst vænt um hvað þú varst góð við börnin mín. Þú leist á þau sem þín barnabörn. Passaðir alltaf upp á að þau fengju pakka þegar þú vildir gefa barnabörnunum gjafir. Þeim þykir mjög vænt um litlu kisurnar sem þú prjónaðir handa þeim. Það var erfitt að keyra til þín aðfaranótt mánudagsins. Þú vildir hafa okkur hjá þér. Það var ekki fyrr en Hanna var komin frá Danmörku sem þú leyfðir þér að sofna. Ég kem til með að sakna þín mikið en ég veit líka að þú ert búin að fá hvíldina frá sjúk- dómnum. Ég mun minnast þín með stolti. Hnarreistrar fagurrar konu. Blessuð sé minning þín. Þórunn Daðadóttir. Kæra mágkona. Það er mér ávallt í fersku minni þegar ég sá þig fyrst. Ég var þá að byrja að skjóta mig í henni systur þinni. Ég mætti þér á götu, ég hafði séð mynd af þér og vissi umsvifa- laust hver þú varst. Þú varst glæsi- leg og ég hlakkaði til að kynnast þér nánar. Þau kynni sönnuðu fyrir mér að þú varst ekki aðeins glæsileg heldur líka góð kona og vel gefin. At- vikin höguðu því þannig að þú flutt- ist til Danmerkur með fjölskylduna og áttir þar þitt heimili um nokkuð margra ára skeið. Út af starfi mínu ferðaðist ég nokkuð til Norður- landanna á þessum tíma og notaði þá venjulega tækifærið og heimsótti ykkur bæði í Randers og Árósum. Þangað var gott að koma og ávallt vel tekið á móti mér. Þegar þið svo fluttuð til Íslands í kringum 1970 gerðumst við nágrannar í Búlandinu og varð sambandið þá mjög náið, sem varð til þess að dætur okkar urðu allar nánar og góðar vinkonur og tengdi það fjölskylduböndin enn nánar. Það hefur haldist alla tíð og verður vonandi áfram. Það er samt svo að lífið er ekki alltaf dans á rós- um og eftir að veikindi fóru að herja á þig, fyrir um það bil tíu árum, hef- ur ekki alltaf verið gaman að lifa. Þessi síðustu ár hafa verið þér erfið, kæra mágkona. Nú hefur þú fengið lausn frá þeim þjáningum sem þú hefur orðið að þola. Þjáningum sem okkur fannst á stundum að væru meiri en hægt væri að leggja á eina manneskju. Við viljum sérstaklega þakka starfsfólkinu á Víðinesi, sem létti þér lífið þau tvö ár sem þú dvaldir þar, svo og öllum vinkonum þínum fyrir tryggð og vináttu við þig. Að leiðarlokum kveðjum við Denden, ásamt dætrunum okkar og þeirra fjölskyldum, þig, við þökkum þér fyrir samfylgdina og allar góðar stundir. Við biðjum Guð að blessa þig á vegferð þinni svo og að blessa og leiða dæturnar þínar og þeirra fjölskyldur og gefa þeim styrk á erf- iðum tímum. Góðar minningar um þig munu hjálpa okkur öllum. Við felum þig Guði og kveðjum með eftirfarandi línum: Þegar ég leystur verð þrautunum frá, þegar ég sólfagra landinu á lifi og verð mínum lausnara hjá, það verður dásamleg dýrð handa mér. Dásöm það er dýrð handa mér, dýrð handa mér, dýrð handa mér. Er ég skal fá Jesú auglit að sjá, það verður dýrð, verður dýrð handa mér. (L.H. þýddi.) Þinn mágur og fjölskylda. Þegar við kveðjum í dag vinkonu okkar, Ragnheiði Ágústsdóttir, er margs að minnast. Við hugsum til skólaáranna í Verzlunarskólanum þar sem leiðir okkar lágu fyrst sam- an. Við vorum í samheldnum árgangi VÍ 49 sem hefur oftast hittst einu sinni á ári. Á skólaárunum stofnuð- um við 9 skólasystur saumaklúbbinn okkar, nú erum við aðeins 5 á lífi. Ragnheiður var ein af fáum úr ár- ganginum sem hélt áfram námi og lauk stúdentsprófi vorið 1951 og hefði því átt 50 ára stúdentsafmæli nú í vor. Þessa síðustu tvo vetur komu frábærir námshæfileikar hennar í ljós. Hún varð dúx bæði í 5. bekk og á stúdentsprófi. Eftir stúd- entspróf sótti hún tíma í Háskólan- um í frönsku og ensku samhliða skrifstofustörfum og varð cand. phil 1952. Hún var félagslynd og tók virkan þátt í skátastarfi, sótti a.m.k. eitt skátamót erlendis. Seinna var hún um árabil í stjórn Fél. hálskólakvenna. Ragnheiður giftist árið 1957 Jóni L. Sigurðssyni skólabróður okkar sem þá var við nám í læknisfræði. Hann fór til framhaldsnáms í Dan- mörku og þar bjuggu þau í rúm 7 ár. Þau eignuðust þrjár dætur, sem eru vel menntaðar og vel gerðar, og 4 barnabörn sem voru Ragnheiði mikl- ir gleðigjafar. Jón og Ragnheiður slitu samvistir. Ragnheiður var mjög smekkvís, um það bar heimili hennar gott vitni, hvort sem það var í Danmörku eða Reykjavík. Hún var snillingur í mat- seld og voru matar- og kaffiborðin hennar glæsileg. Hún var hin fágaða heimskona er vakti athygli fyrir glæsileik. Hún var hógvær en þó ein- örð og gat brugðið á glensi ef því var að skipta. Nokkru eftir að þau Jón skildu hóf hún störf hjá Hafskipum og var síð- ast skrifstofustjóri. Henni líkaði þar mjög vel og við vitum að hún var vel metin af yf- irmönnum sínum. Vann hún lengst allra við fyrirtækið eða fram á vor 1986 er hún fór til Englands í hjarta- aðgerð sem var upphafið að rúml. áratugs baráttu við erfið veikindi. Um haustið 1986 hóf hún störf hjá Reykvískri endurtryggingu og vann þar meðan hún hafði heilsu til. Það var okkur þungbært að fylgj- ast með veikindum hennar og þeirri vanlíðan sem þeim fylgdi, þar tók eitt við af öðru og var parkinsons- sjúkdómurinn erfiðastur. Ragnheið- ur var sérstök manneskja, hún var óvenju hörð af sér og þrátt fyrir miklar kvalir var hugur hennar sí- fellt bundinn við aðra. Þegar tvær okkar heimsóttu hana viku fyrir and- látið vildi hún endilega að þær fengju veitingar. Margir, sem kynnt- ust Ragnheiði í sjúkrahúslegum hennar, sem voru margar, rómuðu hugulsemi hennar og nærgætni. Aldrei hafði hún annað en gott að segja um náungann. Þannig er kær- leikurinn, að elska náungann eins og sjálfan sig. Hún falaðist oftast eftir fréttum því hún vildi fylgjast með því sem var að gerast hjá okkur. Hún naut þess að vera með öðru fólki og vildi taka þátt í gleði þess og sorg. Gefum gætur hver að öðrum og hvetjum hver annan til kærleika og góðra verka. (Hebr.10, 24.) Óaðvitandi hefur vinkona okkar haft þetta ritningarvers að leiðar- ljósi. Við kveðjum mikilhæfa konu sem gerði allt vel og miklaðist aldrei af sér eða sínum. Dætrum hennar og fjölskyldum þeirra sendum við innilegar samúð- arkveðjur. Blessuð sé minning Ragnheiðar. Saumaklúbburinn. Ég kynntist Ragnheiði fyrir rúm- um 28 árum þegar við Sísí urðum vinkonur, þá aðeins 7 ára gamlar, og höfðum nýhafið skólagöngu okkar í Fossvogsskóla. Undanfarin ár hef ég fylgst með Ragnheiði og hennar erfiðu veikind- um í gegnum samband okkar Sísí. Ragnheiði hitti ég ekki oft und- anfarin ár en oftast var það á heimili Sísí og Egils, þá tók Ragnheiður allt- af á móti mér með hlýju faðmlagi. Það var ákaflega stolt amma sem ég hitti þegar Sísí og Egill eignuðust drengina sína og það fór ekki fram hjá neinum að Ragnheiður var mjög stolt af barnabörnunum sínum. Á barna- og unglingsárunum var ávallt gott að koma heim til Sísí og alltaf tók Ragnheiður jafnhlýlega á móti mér. Við þóttum mjög líkar í útliti vin- konurnar og alltaf hlógum við jafn- mikið þegar Ragnheiður kom að okkur þar sem við sátum við eldhús- borðið í Furugerðinu og snerum baki í hurðina og Ragnheiður byrjaði knúsa mig og taldi sig þá vera að knúsa Sísí. Þetta þótti Ragnheiði ekki mikið mál og sagðist þess vegna geta átt okkur báðar. Heimili þeirra mæðgna stóð mér ávallt opið og Ragnheiður var alltaf boðin og búin að gefa okkur svöng- um unglingsstelpunum í gogginn, því oftar en ekki var farið beint heim til þeirra mæðgna í Furugerðið og vildi dvölin hjá Sísí og Ragnheiði teygjast langt fram eftir kvöldi. Það æxlaðist þannig á unglingsárum okkar Sísí að við unnum allar 3 sam- an í sama húsi, Hafnarhúsinu í Reykjavík. Þær mæðgur hjá Haf- skip og ég í hinum endanum á húsinu hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur. Það gerðist því iðulega að Ragnheiður tók okkur með sér í bílnum heim og ávallt var hún reiðubúin að hlusta á okkur og það sem væri að gerast lífi okkar vinkvennanna, og studdi hún okkur með ráðum og dáð og gaf okk- ur góð og holl ráð á lífsbrautinni. Ég öfundaði Sísí alltaf af því hversu glæsilega mömmu hún átti, það var alls staðar tekið eftir henni, hún bar af hvar og hvenær sem var. Ragnheiður var okkur vinkonunum fyrirmynd á þessum árum. Aldrei sá ég hana reiðast, þó svo hún hefði mörg tilefni til þess þegar við ung- lingsstúlkurnar vorum búnar að moka nánast öllu út úr fataskápnum hennar og héldum tískusýningu á stofugólfinu, og það oftar en einu sinni. Mér er það mjög minnisstætt ef Ragnheiður kom við í hárgeiðslu á leiðinni heim úr vinnu og við vorum með. Þá sat ég eins og myndastytta í biðstofunni með Sísí og dáðist að þessari hávöxnu glæsilegu konu sem ég var ákaflega stolt af að væri móð- ir æskuvinkonu minnar. Sísí hefur sannarlega erft þennan glæsileika móður sinnar, bæði að andlegu at- gervi og útliti, og er góð vinkona eins og Sísi vandfundin. Á unglingsárum missti ég móður mína og þá vantaði ekki stuðninginn hjá þeim mæðgum og það þótti mér alltaf ákaflega vænt um og minnist stuðnings þeirra með miklum hlý- hug. Á erfiðum stundum í lífinu hef ég ávallt getað treyst á Sísí mér til RAGNHEIÐUR ÁGÚSTSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.