Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 69
OFTAST þegar íslenskir tón-listarmenn hafa látið hend-ur standa fram úr ermum („og ekkert þras“) og skapað tónlist til styrktar sínu íþróttafélagi hefur áherslan verið lögð á gamansemina í stað þess að skapa metnaðarfullt verk. Nýlega var gefin út geislaplatan Skref fyrir skref til stuðnings hand- knattleiksdeild KA og er óhætt að segja að sú tónlist sem á henni er sé fremur ólík þeirri er handbolta- landsliðið söng um árið. Hér er ekki allt að verða vitlaust, afi ekki orðinn amma neins og jólin koma hvergi við sögu. Hér er fólk að vanda sig. Enginn þjóðernisrembingur Innan á kápu disksins kemur m.a. fram að við vinnslu hans var lögð áhersla á að gera verkið eins „ey- firskt“ og hugsast gat. Er verið að ýta undir stolt Akureyringa? „Já, það er náttúrulega verið að því,“ viðurkennir Jón Björnsson, umsjónarmaður með útgáfunni. „Við erum nú líka að flagga því að það er fullt af góðum hljóðfæraleik- urum, útsetjurum og söngvurum hérna. Að sjálfsögðu er verið að benda á að það er ofsalega mikil tónlistararfleifð hér. Þegar þú ert að gera eitthvað til stuðnings KA liggur auðvitað beinast við að leita til heimamanna með flutning, hljóð- færaleik og söng. Magnús Eiríksson er náttúrulega ekki Akureyringur en er þó með nýtt lag þarna, Pálmi Gunnarsson, Björn Þorláksson og Michael Jón Clarke búa hérna á Ak- ureyri, þannig að það er farið í þessa arfleifð. Þetta er ekki beinn þjóðernisrembingur (hlær), þetta er bara praktískt.“ Þið hafið ekki viljað fá handbolta- kappana til þess að syngja? „Okkur fannst það ekki passa inn á diskinn, við veltum því fyrir okkur í upphafi. Þar sem við ákváðum að reyna að vera með heildstæðan disk höfnuðum við öllum slíkum hug- myndum. Það er til mjög gott lag með KA og það er ekki neinu við það að bæta. Það lag er alltaf í botni á hverjum leik þannig að það hefði ekki verið hægt að gera neitt annað en að gefa það lag út aftur.“ Þörf fyrir þögn í tónlist „Við vildum ekki skella saman á disk einhverju sem er aðeins til þess að selja, heldur vildum við að fólk fengi eitthvað fyrir peninginn. Kannski má segja að lög sem byggj- ast á fallegum melódíum, góðum flutningi og fallegum textum eigi er- indi í dag inn í þessa rosalegu fjöldaframleiðslu sem er á tónlist. Það er komin þörf fyrir smáþögn í tónlist. Við erum líka að reyna að brúa bilið milli dægurtónlistar og klassískrar tónlistar.“ Hvað segirðu, finnst þér tónlist í dag vera orðin of hávaðasöm? „Já, og allt of mikið svona hljóð- gervla-tölvu-auto-tjúnað-dót. Þú veist ekkert lengur hvort fólkið get- ur eitthvað í rauninni. Mér finnst þetta orðin svo mikil karaoke- fjöldaframleiðsla. Það er erfitt að lýsa því en mér finnst þetta í raun- inni bara vera umbúðir og ekkert innihald. Þetta er líka svolítið þann- ig að menn eru hættir að spila á hljóðfæri, þeir eru bara í tölvunum. Nú getur þú látið tölvuna spila gít- arinn, bassann og allt það en þarna erum við að taka þetta allt upp lif- andi. Meira að segja sumir af fræg- ustu tónlistarmönnum í heimi syngja í gegnum svokallað „auto- tune“, ef þeir syngja á annað borð. Þetta dogma kom upp í kvikmynda- heiminum hjá Dönunum vegna þess að þeir vildu fá að vita hvort fólk gæti eitthvað. Eric Clapton hélt sína „unplugged“-tónleika vegna þess að þeir voru orðnir svo pirraðir yfir öllum hjálpartækjunum í hljóð- verinu. Þeir vildu bara fara aftur í undirstöðuatriðin. Spila beint, taka það upp og gefa svo út. Við notumst þó aðeins við tæknina en það er ekk- ert verið að fikta í þessu mikið eftir á. Þetta er ekki hávaði, það er mikið lagt í þetta,“ segir Jón að lokum. Diskurinn er seldur í verslunum Bókvals á Akureyri og í Pennanum í Reykjavík. Flytjendur og aðstandendur geislaplötunnar Skref fyrir skref. Nýlega kom út geislaplatan Skref fyrir skref til stuðnings hand- knattleiksdeild KA. Birgir Örn Steinarsson hitti Jón Björnsson og spjallaði við hann um útgáfuna. „Þetta er ekki hávaði, það er mikið lagt í þetta“ Geislaplata til stuðnings handknattleiksdeild KA biggi@mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 69 VÁKORT Eftirlýst kort nr. 4543-3700-0029-4648 4543-3700-0036-1934 4543-3700-0034-8865 4507-4100-0006-6325 4548-9000-0056-2480 4543-3700-0027-8278 4507-4500-0028-0625 4507-2800-0004-9377 4507-4500-0030-3021                                  !  "# "$% & '    ()( )$$$ Annað hlutverk (Second Skin) S p e n n u m y n d Leikstjóri: Darrell James Roodt. Handrit: John Lau. Aðalhlutverk: Natasha Henstridge, Angus Mac- Fadyen, Peter Fonda. Bandaríkin, 2000. Bergvík. 100 mín., Bönnuð innan 16 ára. KONA sem virðist á flótta und- an glæpamönnum fær vinnu hjá Sam Kane, hæglátum eiganda fornbókaverslunar í smábæ. Málin eru þó flóknari en þau virðast í fyrstu. Sjálfur á Kane sér skugga- lega fortíð sem hann leynir og ekki er víst að leiðir þeirra hafi legið saman af til- viljun. Annað hlutverk er spennu- mynd sem reynir, með nokkrum árangri, að halda áhorfendum í óvissu um raunveruleg hlutverk og markmið aðalsöguhetjanna fram að óvæntum endalokunum. Ýmis- legt gefur þó til kynna að myndin sé gerð meira af áhuga en efnum, ýmsir þættir handritsins, sérstak- lega persónugerð illmennisins sem Peter Fonda leikur, hafa yfir sér viðvaningsbrag, leikarar eru í mörgum tilfellum ekki ýkja sterkir og útlit myndarinnar er í hæsta máta sjónvarpslegt. En fyrir unn- endur spennumynda þar sem framrásin liggur ekki í augum uppi er hér á ferðinni ágæt skemmtun. MYNDBÖND Bófar undir nýju nafni Heiða Jóhannsdótt ir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.