Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 50
MINNINGAR 50 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Sími 562 0200 Erfisdrykkjur ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sími 581 3300 Allan sólarhringinn — www.utforin.is Suðurhlíð 35, Fossvogi Sverrir Olsen útfararstjóri Bryndís Valbjarnardóttir útfararstjóri Sverrir Einarsson útfararstjóri Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla. við Nýbýlaveg, Kópavogi ✝ Sigurður Þor-grímsson fæddist í Reykjavík 11. júní 1921. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík 28. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Þorgrímur Sig- urðsson, togaraskip- stjóri og útgerðar- maður í Reykjavík, f. 3. október 1890, d. 31. ágúst 1955, og kona hans Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 17. janúar 1890, d. 21. mars 1970. Systk- ini Sigurðar eru Margrét, hús- freyja í Reykjavík, f. 1913, Guðrún, f. 1915, d. 1936, Ólafía, f. 1916, d. 1997, Ólöf Jóna, f. 1919, d. 1941, Þorgrímur, stórkaupmaður í Reykjavík, f. 1924, og Hjalti Jón, skólakennari í Reykjavík, f. 16. maí 1955, maki Stefán Haraldsson járn- smiður, d. 1986, sambýlismaður Eggert Sverrisson stýrimaður. Börn Guðrúnar og Stefáns eru Þóra og Haraldur Arnar. 3) Katrín, röntgentæknir í Reykjavík, f. 23. mars 1960, maki Sigurður Viðar Viggósson húsasmíðameistari. Börn þeirra eru Viggó Matthías, Andrea, Unnur og Þorgrímur. Sigurður lauk burtfararprófi frá Verslunarskóla Íslands 1938 og námi í framhaldsdeild VÍ 1939. Fiskimannapróf frá Stýrimanna- skólanum í Reykjavík tók hann 1943. Hann stundaði skrifstofu- störf frá 1939–1940. Var háseti á togurum frá 1940–1944, síðan stýrimaður til 1954 að hann hætti sjómennsku. Hafnsögumaður við Reykjavíkurhöfn frá 1. janúar 1956 til 1992, síðustu ár sem yfirhafn- sögumaður. Var árið 1960 skipað- ur leiðsögumaður í leiðsöguum- dæmi 2 og til starfsloka. Útför Sigurðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. fyrrverandi stýrimað- ur í Reykjavík, f. 1926. Hinn 11. október 1953 kvæntist Sigurð- ur eftirlifandi eigin- konu sinni, Þóru Stein- grímsdóttur, f. 13. mars 1924. Foreldrar hennar voru Stein- grímur Jónsson, raf- magnsstjóri í Reykja- vík, f. 18. júní 1890, d. 21. janúar 1975, og kona hans Lára Árna- dóttir húsmóðir, f. 13. október 1892, dáin 19. júlí 1973. Börn þeirra Sigurðar og Þóru eru: 1) Lára Margrét, hjúkrunarforstjóri á Reykjalundi, f. 16. maí 1955, maki Magnús Pálsson, yfirfélagsráðgjafi á Reykjalundi. Dóttir þeirra er Guðrún Sigríður. 2) Guðrún, leik- Tengdafaðir minn Sigurður Þor- grímsson er látinn. Hann hefði orðið áttræður 11. júní næstkomandi. Það er rétt og skylt að ég minnist hans með nokkrum orðum og þakki með því viðkynningu sem varað hefur rúman aldarfjórðung og ekki síður greiðasemi hans og hlýhug í verki í minn garð og minna og síðast en ekki síst vel meinta leiðsögn, sem stundum var misskilin af minni hálfu. Ég kom fyrst á heimili þeirra sómahjóna Sigurðar og Þóru í Skild- inganesi 35 sumarið 1975 þegar við kynntumst ég og Lára dóttir þeirra og fórum að rölta saman gegnum lífið, sem við gerum enn. Móttökurnar voru eftirminnilegar sökum þess hvað það var sjálfsagt og eðlilegt að ég yrði hluti fjölskyldunn- ar og mætti viðmóti sem slíkur. Ég var á næstu árum heimilisfast- ur hjá þeim hjónum með hléum og þegar við hjónin fluttum frá Noregi 1980 var séð til þess að við ættum samastað í kjallaraíbúð í eigu þeirra hjóna um nokkurra ára skeið. Þetta þótti þeim sjálfsagt og nutu hinar systurnar sambærilegrar aðstoðar með sínar fjölskyldur. Gestrisni og samstaða fjölskyld- unnar skipti Sigurð miklu máli og formlegheit voru ekki í fyrirrúmi, enda mér eðlilegast að kalla hann Sigga eða Sigga Togga eins og margir þekktu hann. Hann var Vesturbæingur í húð og hár, fæddur á Unnarstíg, KR-ingur, sjómaður, sjómannssonur, sjálfstæð- ur maður og sjálfstæðismaður, hvað sem tautaði og raulaði. Um það síðasta greindi okkur á. Bæði vorum við ekki sammála í póli- tík og svo fannst mér hans pólitík ekki alltaf samræmast flokknum. Siggi var meira af þeim skóla sem gerði þann flokk stóran og hafði hann miklar mætur á Bjarna Benediktssyni og Ólafi Thors. Fannst mér flokkurinn með árunum taka annan kúrs, en Siggi fylgdi sínum flokki, þó stundum ósammála. Tryggur og traustur eins og endra- nær. Ekki er ég viss um að honum hafi alltaf þótt ég mikill happadráttur í fjölskylduna. Ég hafði af því spurnir að eitt sinn, er þeir hittust vinirnir og kollegarnir Siggi og Pétur Guðmundsson frá Reykjum í Mosfellssveit, sem var skipsjóri á Kyndli, þá sagði Pétur þau sérstæðu tíðindi að hann hefði eignast tengdason sem var sálfræðingur. Á Siggi að hafa svarað: Það er nú ekkert Pétur minn, einn af mínum er félags- ráðgjafi. Ekki segir af samúðarorðum sómamannsins Péturs. Siggi reyndi sitt besta til að bæta úr vanköntum tengdasonanna. Hann gerði sitt til að kynna okkur siðaðra manna háttu og bauð í því skyni, stundum, í laxveiði sem var eitt af hans áhugamálum. Fékk ég að njóta þess að fara með honum til veiða í Gljúfurá í Borgarfirði og um hríð ár- lega í Elliðaárnar. Þaðan kemur tak- mörkuð kunnátta mín í flugu- og garðfluguveiði. Þangað til kýlapestin kom til sög- unnar. Fyrsta veiðidag okkar eftir að það mál kom upp hringdi hann í mig rétt áður en ég fór að heiman, eld- snemma að morgni, og sagði: Ég get ekki hugsað mér að veiða þarna, er þér sama þótt við sleppum þessu? Það var einboðið. Siggi réð ferðinni! Fannst mér hann einhvern veginn tengja pestina breyttri pólitískri sjórn sveitarfélagsins, sem honum líkaði ekki allskostar, og veiddi þar ekki síðan. Það var ungum manni að norðan upplifun að kynnast því, að „hin synd- um spillta borg“ var í raun lítið sveita- þorp. Ekki síst hvað laut að þeim sem bjuggu í vesturbænum og ólust upp um og fyrir stríð. Því kynntist ég best með því að hlýða á þá bræður Sigga og Hjalta Jón sem töluðu saman nánast daglega og ræddu landsins gagn og nauðsynj- ar og sögðu fréttir, rifjuðu upp sögur og sögðu nýjar af gömlum kunningj- um og vinum. Þar hétu menn stuttnefnum, voru með viðurnefni og kenndir við for- eldra eða maka eins og ég þekkti svo vel t.d. frá Siglufirði æskuára minna. Þetta var ný sýn á borgina. Þar sannaðist enn einu sinni, að er sama hvað við verðum stórir, þorpið fer með okkur alla leið. En það er ekki endilega slæmt. Fæðingarhreppurinn reyndist Sigga Togga alls ekki meinfýsinn í sínum skilningi. Siggi var háseti á togurum í byrjun seinna stríðs og síðar stýrimaður. Hann gerðist 1958 hafnsögumaður í Reykjavík og um Borgarfjörð og Hvalfjörð. Hann varð yfirhafnsögu- maður í Reykjavík, sem síðar varð starf skipaþjónustustjóra Reykjavík- urhafnar. Mín tilfinning var, að þessu starfi hefði hann sinnt af eðlislægri færni til þess að stjórna fólki og firra það til- viljanakenndum afskiptum annarra. Siggi Togga, Sigurður Þorgríms- son, var ekki maður sem hægt var að setja á almenna mælikvarða. Hann var nokkuð sérstæður í skapferli, eft- irminnilegur, setti mark sitt á þá sem kynntust honum. Minningar hans, reynsla og mennt- un náðu yfir tíma tvenna. Hann var Verslunarskólagenginn með framhaldsnám og reynslu á því sviði. Lauk stýrimannaskólanum með réttindi á fiskiskip af hvaða stærð sem er. Hafði Siggi auk þessa unnið við smíðar og framleiðslu húsgagna hjá Kristjáni Siggeirssyni, er kvæntur var frænku hans Ragnhildi Hjalta- dóttur. Hann stundaði sjó, var fyrst lög- skráður 1937, var á síld og togveiðum, sem háseti og síðar stýrimaður á fiskiskipum á erfiðum tímum í ís- lenskum sjávarútvegi. Reynsla þessarar kynslóðar er á förum og líklega höfum við ekki gefið henni nægan gaum. Það er ekki lík- legt að slíkir menn verði til í dag. Ég veit vel, að ef Siggi Togga væri meðal okkar kynni hann mér litlar þakkir fyrir að mæra hann. Hann hafði bæði skapbresti og galla sem duga myndu meðalmanni og vel það, en kostirnir voru einfaldlega meiri og vildi ég óska, að mínir væru til jafn- aðar. Ég missti föður minn ungur og í mörgu fyllti Siggi það leiðsöguhlut- verk sem eftir stóð. Rækti hann það hlutverk af bestu getu eins og aðra leiðsögn sem hann veitti til lands og sjávar. Ég sigldi minn „Skerjafjörð“ fyrir vikið af meiri farsæld og færni en ella og þakka það. Sigga var það óljúft að vera upp á aðra kominn. Hann var af þeirri manngerð sem sættir sig lítt við mikla umönnun. Hann varð fyrir því að hljóta ítrekuð heilaáföll á síðustu ár- um og þurfti því að vistast á hjúkr- unardeild, en aðeins um nokkurra vikna skeið nú í apríl 2001. Fram að því annaðist Þóra kona hans hann af einstakri umhyggju og æðruleysi. Pétur Sigurðsson (sjómaður og al- þingismaður), forstjóri Hrafnistu í Hafnarfirði, taldi hann á að sækja um pláss á Hrafnistu í Reykjavík á árinu 1984 og kom það sér vel nú, þegar heilsa Sigga gaf sig að lokum. Má því með réttu segja, að um- hyggja Péturs, vinar hans, hafi náð út yfir gröf og dauða því hann er fallinn frá fyrir mörgum árum. Sigurður Þorgrímsson dó á Hrafn- istu í Reykjavík 28. apríl síðastliðinn á deild G-2 með útsýni yfir sundin blá og Hvalfjörð, vinnustað hans í yfir 30 ár. Naut hann síðustu dagana frábærr- ar umhyggju og hjúkrunar starfsfólks deildarinnar. Hafi þau heila þökk. Blessuð sé minning Sigurðar Þor- grímssonar. Magnús Pálsson. Elsku Siggi, það eru tuttugu og fimm ár síðan leiðir okkar lágu fyrst saman og margs er að minnast. Áhugamál okkar voru svipuð þótt að upplagi værum við ólíkir. Alltaf gát- um við rætt málin af hreinskilni og virtum skoðanir hvor annars og urð- um miklir vinir. Manstu þegar ég kom í fyrsta sinn í vinnuna til þín 17 ára í ársbyrjun 1976, upp í turninn á Hafn- arhúsinu í ríki hafnsögumanna, til að biðja þig um hönd Kötu. Það voru erf- ið skref fyrir ungan mann sem reyndi að bera sig mannalega en þú tókst mér svo vel að það gaf mér kjark og þor, og þú samþykktir. Svo ræddum við sam- an eins og jafningjar. Og manstu veiðitúrana, hvort held- ur sem við fórum tveir saman eða leigðum kannski veiðihús og tókum alla fjölskylduna með. Þú þrautreynd- ur veiðimaður, hvort sem það var fluga, maðkur, spúnn eða skotvopn, þolinmóður kenndirðu mér undir- stöðuatriðin. Veistu að þegar við fór- um vestur að Svarfhóli á rjúpu, þú 65 ára og ég 27 ára í góðu formi, hélt ég að ég yrði að biðja þig að stoppa smá- stund, ég var sprunginn, en barðist við að halda í við þig í öllum snjónum á fjallinu. Ég sagði hvorki þér né nokkr- um öðrum frá þessu en ég hef oft hugsað til þess hve hraustur og þol- mikill þú hefur alltaf verið. Þú varst 72 ára þegar við Kata hófum að byggja í Hamratanganum, þú komst á hverju kvöldi og um helgar til að hjálpa, hljópst upp og niður stillansana, barst timburstaflana eins og þú værir þrí- tugur, sérhlífni er ekki til í þinni orða- bók. Það tók okkur bara eitt ár að byggja þetta stóra hús og eftir það komuð þið Þóra alltaf um helgar í Hamratangann með góðgæti úr bak- aríinu, enda litu krakkarnir á það sem náttúrulögmál að afi og amma kæmu um helgar með snúð eða þess háttar. Þegar bjátaði á varst þú alltaf stoðin sem stóð traust, eins og þegar þú komst til mín á spítalann, heilbrigð- isstéttin hafði afskrifað mig, en þú sagðir mér að hafa engar áhyggjur, þú myndir sjá um hlutina þar til ég væri búinn að ná mér, sem ég og gerði. Tíminn hefur verið okkur öllum svolítið erfiður eftir að þú veiktist og ekki síst krökkunum, en mér finnst að þau finni huggun í því að veikindin eru að baki og þú kominn á betri stað. Við minnumst þín með söknuði en jafn- framt gleði yfir að hafa fengið að feta veginn með góðum vini og traustum dreng. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig og líka þakka þér fyrir, en ég held að allt blaðið dygði ekki til, svo við tölum bara saman seinna í betra næði. Sæll að sinni. Sigurður V. Viggósson. Elsku besti afi minn nú er þinn tími kominn. Afhverju þurfti guð að taka þig kannski bara til að særa mig. En nú býrð þú í huga mínum svo aldrei glati ég minningum þínum. Guð hann tók þig víst ekki til að særa mig. Nú er ég loks að skilja hvað hann var að vilja. Hann var að fara langa í ferð og vantaði skipstjóra af bestu gerð. Og hann fljótur var að átta sig að hann átti að velja þig. Þú tekur skipstjórahattinn þér í hönd og siglir brátt um heimsins lönd. Og er að skipið verður strand veit ég að þú syndir bara í land. Sorgin varir alla tíð og eftir því ég bara bíð. Að hitta þig uppi á himnum hátt þegar fyrir mig þar opnast gátt. Á meðan verður þú bara í mínu hjarta og gefur mér vonandi framtíð bjarta. Því að það verður víst voða gaman þegar hittumst við öll fjölskyldan aftur saman. (Andrea Sigurðardóttir.) Elsku besti afi minn. Ég mun aldrei gleyma þér. Þú vast alltaf svo góður við okkur systkinin en varst alltaf líka strangur og vildir hafa reglu á hlutunum. Þið amma komuð oftast hvern einasta sunnudag með snúða og við settumst öll niður og borðuðum þá með Nesquick-kókó- malti. Og oftast þegar þið komust ekki þá komum við til ykkar. Ég man eftir því að þú fórst stundum með okkur í bíltúra og Viggó bróðir minn sagði mér frá því að þú hafðir alltaf gert þetta, farið í svona bíltúr niður á höfn og svoleiðis. Þú gerðir alltaf bara gott og varst góður við alla jafnvel þó að þegar ég og systkini mín komum í heimsókn og vorum kannski dálítið óþekk skammaðistu kannski smá en svo var allt búið. Og ef eitthvað var að gátum við alltaf leitað til þín því þú varst alltaf með lausnir á öllu. Þú lifðir lífinu þannig að allir munu eiga góðar minningar um þig og þú munt alltaf lifa í hjarta mínu og von- andi líður þér vel þar sem þú ert, Guð blessi þig afi minn. Þín Andrea. Einn sólbjartan dag, snemma sum- ars fyrir áttatíu árum, sat gamall mað- ur úti á Landakotstúni og gætti síns eftirlætis, telpukorns á fimmta ári. Hann var kominn heim eftir áralanga búsetu í Kanada til að vera í ellinni hjá syni sínum, Þorgrími Sigurðssyni skipstjóra, og Guðrúnu Jónsdóttur konu hans á Unnarstíg 6. Nú bar að niðurlúta og tötralega konu sem hann, aðkomumaðurinn, bar ekki kennsl á þótt hún væri flestum kunn. Hún hafði orðið manni að bana, átti engan að og hafði verið útskúfað úr samfélaginu. Gamli maðurinn ávarpaði hana vin- gjarnlega. Hún tók undir og orða- skiptunum lauk með því að hann sagði að heima hjá honum væri verið að baka pönnukökur, hvort hún vildi ekki slást í för og þiggja góðgerðir. Þar með var þessi ólánsama kona orðin heimagangur á Unnarstíg 6, ein af mörgum, en þar var haldið úti eins- konar mötuneyti fyrir þá sem áttu undir högg að sækja. Með þeim hætti var „félagsþjónustan“ á þeim tíma og hún var stunduð í kyrrþey, það sem ég þekki til. Smátelpan á túninu var móð- ir mín og þann litla skilning sem ég hef á kjörum bágstadds fólks fyrir öllum þessum árum hef ég frá henni og bræðrum hennar, Sigga og Hjalta, því að sjálf hafði amma mín aldrei orð á slíku. Svo stóð á þegar kona þessi kom fyrst á Unnarstíg 6 að amma mín var langt gengin með fimmta barni sínu. Með einhverjum hætti samsamaði konan sig þessu ófædda barni, beið fæðingarinnar með eftirvæntingu og undirbjó hana með því að prjóna á barnið. Þegar lítill drengur fæddist svo 21. júní 1921 hlotnaðist henni það sem hún þráði, einhver til að lifa fyrir. Það að hann skyldi fæðast með skarð í vör jók enn á umhyggjuna. Þetta er dæmi um samlíðan sem verkar í allar áttir og hún setti svo sannarlega mark á það umhverfi sem Siggi móðurbróðir minn ólst upp í. Sjálf naut ég þess að vera fyrsta barnabarnið á Unnarstíg 6 og lengi vel sérstakt eftirlæti hans. Sat ég að heita má ein að þeirri krás unz hann festi ráð sitt og eignaðist tvíburana, en þá var ég líka orðin tólf ára og fannst ég ekki eiga lítinn hlut í þeim. Við Siggi fjarlægðumst ekki hvort annað þótt eiginkona, tvíburar og þriðja dóttirin kæmu til sögunnar, þvert á móti varð Þóra mér um leið ekki síður náin en hann. Fáa menn hef ég þekkt sem voru í jafnsterkum og beinum tengslum við umhverfi sitt og Sigga frændi. Hann var „potturinn og pannan“ þar sem hann var staddur hverju sinni, mikill fyrir sér, rausnarlegur, hreinskiptinn, skapmikill, bjartsýnn, raungóður og velviljaður, ötull að hverju sem hann gekk og fyndinn svo af bar. Hagur heimilisins gekk fyrir öllu en kannski er það glaðværðin sem mér verður minnisstæðust þegar frá líður. Hann kemur í hugann þegar getið er góðs manns. Áslaug Ragnars. SIGURÐUR ÞORGRÍMSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.