Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 49
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 49 Kynni mín af Ásgeiri Bjarnasyni voru minni en ég hefði kosið þekkjandi svo vel hina miklu mannkosti for- eldra hans, Sigrúnar Hannesdóttur og Bjarna Beinteinssonar hrl. Þetta stóð þó til bóta eftir einkar ánægjulegan sam- fund fyrir fáum misserum. Þá gafst mér gott tækifæri til að skynja hve ríkum hæfileikum hann var búinn, skarpgreindur og geðþekkur. Mér er líka minnisstætt þegar við Bjarni hittumst síðast. Það var á er- lendri grund þar sem við Ragna og börnin bjuggum, en Bjarni átti leið um í viðleitni til að leysa úr við- skiptavandamáli. Margt var að ræða, eins og verður þegar strjált er á milli vinafunda. En hvað best lifir stolt hins hógværa manns, þegar hann dró upp nýlega ljósmynd af þeim hjónunum með börnin þrjú, Ásgeir, Ragnhildi Erlu og Hannes. Það átti líka eftir að sannast æ bet- ur með árunum hve ríkulega það stolt átti rétt á sér. Miklar raunir hafa verið lagðar á þessa góðu fjölskyldu – hin full- komna andstæða þeirrar gleði og hlýju sem Bjarni og Sigrún vöktu svo oft í hópi vina sinna. Því biðja þess nú margir heilshugar að þeim sem eftir standa verði allt til styrkt- ar. – Mér segir reyndar svo hugur, að þau muni rísa upp úr djúpri sorg sinni með krafti er endurspegli bæði ÁSGEIR BJARNASON ✝ Ásgeir Bjarna-son fæddist í Hafnarfirði 2. mars 1958. Hann lést 23. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram í kyrrþey. þolgæði Sigrúnar og þá einurð sem ein- kenndi Bjarna þegar hann stóð í stafni og vann ótrauður að fram- gangi þarfs málstaðar. Gefi Guð að svona megi það verða – og allar góðar minningar um Ásgeir Bjarnason verði ein uppörvunin og þær lifi lengi. Ólafur Egilsson. Ég hlusta á ballöðu í g-moll opus 23 eftir Chopin, leikna af Arthur Rubin- stein. Ásgeir vakti athygli mína á þessari upptöku og enginn leikur ballöðuna af sama næmi og þessi aldni listamaður. Í verkinu skiptast á kaflar sem einkennast af ljóð- rænni ró og yfirvegun og svo kaflar með villtum ástríðum og taumlausri gleði. Ég leik þessa ballöðu ekki að- eins vegna þess að ég tengi upptök- una við Ásgeir, heldur vegna þess að þetta listaverk Chopins lýsir lífi hans svo sérkennilega vel. Ég man eftir Ásgeiri þegar við vorum sam- tímis í efnafræðitímum. Hann var hár, svarthærður og glæsilegur á velli, góður og áhugasamur náms- maður og skemmtilegur félagi. Ég kynntist honum þó ekki vel fyrr en ég eignaðist skrifstofu á Raunvísindastofnun við hliðina á hans. Ég var ein af mörgum sem sóttist eftir því að rabba við hann þegar hlé voru á vinnu vegna þess að hann hafði alltaf frá einhverju skemmtilegu og spennandi að segja og var einstaklega viðræðugóður um hjartans mál. Áhugamálin voru mörg og hann sinnti þeim af ástríðu. Á sumrin var það stangveiðin. Hann veiddi með mörgum þekktustu veiðiklóm landsins og var leiðsögu- maður fyrir innlenda og erlenda stangveiðimenn í nokkrum helstu laxveiðiám landsins. Ávallt hafði hann frá mörgu að segja þegar hann kom til baka, bæði sögur af fiskum og mönnum, enda komst hann í tæri við áhugaverð eintök af báðum teg- undum í þessum ferðum. Síðsumars hófst svo undirbúning- urinn undir skotveiðitímann, sem fólst í gönguferðum sem oftar en ekki voru útfærðar á afar kappsfull- an hátt, s.s. kvöldgöngur á Esjuna með tímatöku og reynt að slá nýtt met í hvert skipti. Einnig var fylgst með veðri og snjóalögum á vænlegum veiðisvæð- um. Afrakstur gæsa- og rjúpna- veiðiferðanna var jafnan drjúgur og skipti það Ásgeir miklu máli enda var undirbúningur miðaður við það. Afrakstur hans var líka mikill þegar kom að vísindarannsóknum. Hann var lengst af í nánu samstarfi við vísindamenn við háskóla í Delaware og hafði aðstöðu við skólann til að gera mælingar og safna gögnum. Hann fór þangað a.m.k. tvisvar á ári til að gera mælingar en kom svo hingað heim til að vinna úr gögn- unum og senda til birtingar. Af- rakstur rannsóknanna hafði fyrir löngu aflað honum alþjóðlegrar við- urkenningar enda gekk hann fram í starfi sínu eins og öðru sem hann tók sér fyrir hendur af alúð og ástríðu. Ásgeir var afar góður pí- anóleikari og hafði mikið dálæti á meisturum rómantískrar píanótón- listar. Hann var einnig mjög liðtækur jazzpíanóleikari og skreytti tónlist- ina í anda Oscars Peterson. Ásgeir lagði áherslu á að vera virkur þátttakandi í lífinu en ekki áhorfandi. Hann tók þátt í því sem hann tók sér fyrir hendur af kapp- semi og ástríðu en átti einnig ljóð- ræna og yfirvegaða strengi sem nutu sín bæði í rannsóknastarfinu og í föðurhlutverkinu. Mestu ljós- geislarnir í lífi hans voru dæturnar og var hann afar stoltur af þeim. Eftir að Rubinstein hefur leikið fram yfirvegun, ljóðrænu, ástríðu, kappsemi og taumlausri gleði endar ballaðan á nokkrum myrkum tónum áður en lokahljómurinn heyrist. Ég votta dætrum Ásgeirs, systk- inum og öðrum aðstandendum dýpstu samúð. Sigríður Ólafsdóttir. Mig minnir það hafi verið í árs- byrjun 1988 sem Ásgeir Bjarnason kom til starfa á Raunvísindastofnun Háskólans, en ég hafði þá unnið þar í nokkur ár. Ég kynntist honum ekki mikið í fyrstu en eftir að hafa starfað á sama vinnustað í eitt til tvö ár urðum við ágætir félagar. Ég held núna að það sem gerði sam- vistir við Ásgeir bæði skemmtilegar og líflegar hafi fyrst og fremst verið fjölþætt áhugasvið hans. Hann var ákaflega rökfastur í umræðum og það var gaman að því hveru oft hon- um tókst að finna óvæntan flöt á máli í rökræðum um okkar vísinda- grein, efnafræði, en ekki síður í samræðum um stjórnmál, bók- menntir og tónlist. Um nokkurt ára- bil hittumst við stundum að kvöld- lagi 3–4 samstarfsmenn til að drekka rauðvín og borða osta. En þó aðallega til að spjalla saman um allt milli himins og jarðar. Oftar en ekki var Ásgeir miðpunktur þessa hóps og þótt ég muni ekki lengur ná- kvæmlega um hvað var rætt, man ég nákvæmlega hversu oft og mikið var hlegið á þessum fundum. Á þessum árum og í rúman áratug í viðbót var Ásgeir afkastamikill vísindamaður. Hann hafði þann metnað að greina frá niðurstöðum sínum eingöngu í erlendum tímarit- um sem gera miklar kröfur um frumleika í efnisvali. Ásgeir var sér- staklega flinkur við að halda flókn- um og viðkvæmum mælitækjum gangandi og um árabil hafði hann aðgang að massagreinum við há- skóla í Delaware á austurströnd Bandaríkjanna. Hann dvaldi þar oft hluta úr sumri við mælingar og kom síðan heim til að vinna úr niðurstöð- unum. Fyrir hans milligöngu fékk ég aðstöðu við þennan háskóla í vikutíma tvisvar sinnum til að afla gagna og rita vísindagreinar. Þann tíma sem ég dvaldi í Delaware hitt- umst við á hverju kvöldi til að snæða saman kvöldverð og spjalla, oft langt fram á nótt. Þegar ég fór frá Delaware í fyrra skiptið höfðum við áætlað að fara saman til Baltimore, ég færi þaðan til Washington og hann færi suður til Flórida þar sem honum hafði verið boðið að halda er- indi við Rannsóknarstofnun í massagreiningum. Kvöldið áður en við lögðum af stað kom í ljós að gamla bíldruslan sem Ágeir átti var með hriplekan vatnskassa. Við ákváðum samt að fara á bílnum þessa tveggja tíma ferð til Balti- more, fylla bara nokkur ílát með vatni og hafa meðferðis. Ekki höfð- um við nein stór ílát tiltæk en í vandræðum okkar duttum við niður á þá lausn að kaupa gallonbrúsa af mjólk. Báðir vorum við þó einhvern veginn þannig uppaldir að ekki kom til greina að hella niður mjólkinni og þess vegna drukkum við allt gallon- ið um kvöldið. Við þurftum auðvitað að skilja bílinn eftir á verkstæði á miðri leið og taka leigubíl áfram. En oft hef ég hlegið í huganum að þessu litla atviki: Í stað þess að njóta síð- asta kvöldsins yfir rauðvíni og nautasteik sátum við andspænis hvor öðrum og þömbuðum mjólk. Það eru þessar minningar og aðr- ar slíkar sem koma upp í hugann við ótímabært fráfall Ásgeirs Bjarna- sonar. Þetta eru fátækleg orð en góðar minningar. Undanfarin tvö ár hafði Ásgeir því miður einangrað sig frá okkur vinnufélögunum, meðan sá sjúkdómur ágerðist sem við viss- um lítið af. Dætur hans og aðrir aðstandend- ur eiga mína innilegustu samúð. Jón K. F. Geirsson. ✝ Sigríður Einars-dóttir fæddist í Fjallseli, Fellum, Norður-Múlasýslu 24. mars 1922. Hún lést á Vífilsstaðaspítala 20. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristrún Hall- grímsdóttir hús- freyja, f. í Beinár- gerði 26.6. 1879, d. 29.6. 1947, og Einar Eiríks son, hrepp- stjóri og bóndi í Fjallseli, Fellum, f. í Bót í Hróarstungu 9.4. 1881, d. 11.11. 1959. Sigríður var yngst átta systkina, en þau eru: Sigríður Jakobína, f. 29.8. 1906, d. 25.4. 1907. Ingibjörg, f. 17.3. 1909, Pétur, f. 10.1. 1911, Ingunn, f. 7.9. 1914, Eiríkur, f. 9.11. 1916, d. 8.9. 1996, Þórhalla, f. 2.7. 1918, d. 11.3. 1974, og Hallgrímur, f. 28.9. 1920. Sigríður giftist Páli Eyjólfssyni frá Melum í Fljóts- dal, f. 30.3. 1919, d. 25.2. 1966. Börn þeirra eru: 1) Krist- rún, f. 21.8. 1951. Dætur hennar eru Sigríður Ellen, f. 9.1. 1979, Erna Sif, f. 31.8. 1981, og Arn- dís, f. 30.11. 1985. 2) Ásgerður, f. 20.7. 1955, maki Marteinn H. Hreinsson, f. 9.8. 1953, börn þeirra eru Páll, f. 31.5. 1972, maki Katrín Gunn- arsdóttir, f. 8.3. 1975, sonur þeirra er Aron Dagur, f. 18.10. 1996. Elísabet Inga, f. 21.1. 1979, Margrét Vala, f. 2.3. 1986, og Þórhildur Dana, f. 20.2. 1991. 3) Einhildur Ingibjörg, f. 6.6. 1959, börn hennar eru Eyrún, f. 22.4. 1981, og Páll, f. 3.10. 1985. Útför Sigríðar fór fram frá Fossvogskirkju 3. maí. Það var okkur barnabörnunum mikið áfall að heyra að þú værir farin frá okkur. En minning þín mun lifa með okkur um ókomna tíð. Við kveðj- um þig með þessum orðum. Þín verð- ur sárt saknað. Við spyrjum margs en finnum fátt um fullnægjandi svör. Við treystum á hinn mikla mátt sem mildar allra kjör. Í skjóli hans þú athvarf átt er endar lífsins för. Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. Þú minning öllu skærar skín þó skilji leið um sinn. Þó okkur byrgi sorgin sýn mun sólin brjótast inn. Við biðjum Guð að gæta þín og greiða veginn þinn. (G.Ö.) Eyrún og Páll. Elsku amma Sigga. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Sigríður Ellen, Erna Sif og Arndís. Ég var á Mallorca þegar ég fékk þær sorglegu fréttir að þú, elsku amma Sigga mín, værir látin. Það var dapurleg upplifun að geta ekki verið í sama landi og þú þegar þú ákvaðst að fara á þennan allra helgasta stað og ég vona að þér líði vel þar og sért bú- in að hitta afa Palla eftir langa fjar- veru frá honum. Öll þessi fimmtán ár sem ég hef þekkt þig hafa verið alveg yndisleg. Stuttu fyrir fæðingu mína veiktist þú alvarlega en lifðir það af og ég þakka Guði fyrir að leyfa mér að kynnast þér. Það var yndislegt þegar þú komst alltaf í heimsókn til okkar þriðju hverja helgi og gistir eina nótt í mínu herbergi. Og þegar þú fórst á sunnu- dagskvöldi og ég svaf aftur í mínu rúmi var alltaf svo góð lykt sem ég kallaði ömmu Siggu lykt. Það verður erfitt að fá ekki að finna þessa lykt aftur. En ég veit að þér líður vel hjá Guði og afa Palla. Þrátt fyrir veikindi þín varstu alltaf svo glöð og hlóst alltaf að öllu sem ég gerði þegar ég var að reyna að vera fyndin og það er mér mikils virði í minningunni um þig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta, þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sig.) Með þessum orðum kveð ég þig elsku amma Sigga og þakka þér í leiðinni fyrir allar samverustundirnar okkar. Elsku mamma, Krissa og Eina, ég votta ykkur alla mína samúð og megi Guð styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Margrét Vala. SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR Í háloftunum á leið- inni til Íslands brá mér við að sjá góðlát- legt andlit Ragnars meðal andlátsgreina. Reyndar hafði ég frétt af veikindum hans tveimur vikum fyrr en vildi ekki trúa öðru en að mér gæfist færi á að hitta hann er ég kæmi heim til að styrkja hann í baráttunni. Annað eins átti hann nú inni og er mér þá helst í huga umhyggja hans gagn- vart mér og mínum jafnöldrum í Langholtinu. Árið sem ég byrjaði í kórnum átti sér stað mikil nýliðun með innkomu yngri radda í bland við þær eldri. Kórinn blandaðist saman eins og stórfjölskylda og átti Ragnar stóran þátt í að skapa það góða andrúmsloft sem ríkti. Hann lét fólk vita af væntumþykju sinni – eins og hann ætti eitthvað í okkur. Smám saman komst ég að því að í þessum stóra kór átti Ragnar tvo syni og eina dóttur – sem skýrir að hluta til hversu föð- urleg umhyggja hans var gagnvart okkur hinum sem vorum að byrja. Hann fór ekki leynt með stolt sitt (hann var ekki dramblátur maður) og það smitaði út frá sér hvað það veitti honum mikla sátt að fá að syngja svona með börnum sínum. Ragnar þekkti ég ekkert utan kórstarfsins og þekkti því lítið til hans persónulegri haga en samt finnst mér ég hafa þekkt hann vel. Hann gaf það mikið af sér. Tónn- inn var alltaf persónulegur og RAGNAR EINARSSON ✝ Ragnar Einars-son fæddist í Reykjavík 17. mars 1943. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 10. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 17. apríl. vinalegur þegar hann vatt sér að mér. Hon- um var greinilega annt um fólk og virtist líka taka það nærri sér ef honum fannst einhver senda frá sér neikvæða strauma. Tengsl hans við fólk voru sterk. Síðar meir, þegar ég var hættur í kórnum og átti það til að kíkja í heimsókn í kaffipás- unum, var hann alltaf með fyrstu mönnum til að taka á móti mér og láta mig finna hvað ég var vel- kominn. Hann á því stóran þátt í því að gera vissan hluta af ævi minni ríkulegri í minningunni. Fyrir það á ég honum mikið að þakka. Síðast hitti ég Ragnar fyrir um tveimur mánuðum síðan þar sem ég rakst á hann á kaffihúsi. Þá tók ég eftir því að eitthvað var að. Hann var ekki eins ferskur og hann átti að sér að vera, eins og honum væri að þverra einhver máttur. En hann var alltaf jafn- innilegur sem fyrr. Spjall með Ragnari var aldrei til málamynda, eins og svo oft tíðkast þegar fólk hittist á förnum vegi, heldur skildi hann mann alltaf eftir heldur rík- ari en fyrr. Með þessa þægilegu tilfinningu fór ég frá okkar síðustu fundum en hafði jafnframt í vega- nesti ugg sem reyndist á rökum reistur. Magnús, Gunnar og Indra (sem öll hafa reynst mér vel hvert með sínu móti, rétt eins og Ragnar gerði) standa nú eftir en búa von- andi jafn-vel að hans ríkulegu ævi sem fyrr. Þeim vil ég senda, ásamt Kristínu og öðrum aðstandendum, mínar innilegu samúðaróskir. Þorsteinn Guðni Berghreinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.