Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 27
VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 27 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT ÁG YRGÐ 3 ÁR DJÚPSTEIKINGARPOTTUR Skemmtileg tilbreyting í matseld ! TILBOÐ! Suðurlandsbraut 16 • 108 Rvk • Sími 5880500 5.490 RÁÐGJAFARFYRIRTÆKIÐ Skref fyrir skref hélt ráðstefnu í gær á Hót- el Sögu undir yfirskriftinni „Vald og veruleiki – konur á vinnumarkaði nýja hagkerfisins, hvað þarf til að komast í áhrifastöður og halda þeim.“ Hansína B. Einarsdóttir forstjóri Skref fyrir skref lagði áherslu á það að konur mynduðu tengslanet á per- sónulegum grunni eða viðskiptaleg- um. Það væri áberandi að konur legðu ekki eins mikla áherslu á að mynda tengsl á ráðstefnum og fyr- irlestrum og karlmenn. Þær væru tregari að trana sér fram og mynda ný tengsl. Þær færu frekar í símann og hringdu í vinnuna til að athuga hvort ekki væri allt í lagi eða hringdu heim til að ganga úr skugga um hvort börnin væru komin heim úr skólan- um. Þessu þyrftu konur að breyta því gott tengslanet væri ómetanlegt þeg- ar kæmi að því að koma sér áfram í atvinnulífinu. Fatnaður skiptir máli Gyða L. Jónsdóttir verkefnisstjóri hjá Útflutningsráði sagði frá reynslu sinni í fyrirtækjarekstri í Bretlandi þar sem hún byggði upp fyrirtækið Tessera Designs. Fyrirtækið starfaði sem hönnunarfyrirtæki og fram- leiðslufyrirtæki í flísagerð á bygg- ingamarkaði sem er hefðbundið karlaveldi. Gyða sagði frá því að það hefði verið erfitt að vera kona í þessu umhverfi þar sem karlmenn væru í meirihluta. Til dæmis hefði hún þurft að klæða sig á hlutlausan og litlausan hátt þegar hún fór á fundi til að vekja ekki á sér of mikla athygli. Annars ætti hún það á hættu að verða ekki tekin alvarlega. Gyða sagði jafnframt að eftir að hún kom til Íslands hafi sér virst sem það væri auðveldara að vera kona í atvinnurekstri hérlendis en í Bretlandi. Heiðrún Jónsdóttir forstöðumaður upplýsinga- og kynningarsviðs Sím- ans sagði að konur yrðu að lifa sáttar með veikleikum sínum því þær hefðu aðra góða kosti eins og næmi sem væri mjög mikilvægt þegar kæmi að stjórnun. Einnig beindi hún sjónum sínum að þeirri tilhneigingu til að taka sjálfa sig of hátíðlega og alvar- lega og sagði það vera gott ráð að taka verkefni sín alvarlega en ekki sjálfa sig. Konur þyrftu einnig að leggja sig betur fram við að hugsa á gagnrýninn hátt og taka ekki gagn- rýni sem persónulegri árás. Nota ætti gagnrýni á uppbyggjandi hátt og sem tækifæri til að gera betur næst. Kon- ur hefðu tilhneigingu til að taka gagn- rýni of persónulega, sem væri slæmt. Að lokum lýsti Heiðrún þeirri skoðun sinni að kynferði skipti ekki máli heldur væri það fyrst og fremst per- sónan og persónuleikinn sem máli skipti. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður byrjaði erindið á því að velta upp þeirri spurningu hvernig uppeldið mótar stjórnandann. Hún sagði að foreldrar og sögulegar per- sónur eins og til dæmis kvenskörung- ar væru mikilvægar fyrirmyndir. Miklar breytingar hefðu verið á þeim fimmtán árum sem hún hefði verið stjórnandi og hún teldi að konur væru oft færari í mannlegum samskiptum en karlmenn. Konur væru oft að fást við „hið gullna jafnvægi“ það er að samræma móðurhlutverkið, einstak- linginn og stjórnandann. Margrét sagðist telja að stjórnend- ur menningarstofnana nú þyrftu að vera öðruvísi en áður var. Nútíminn krefðist öðruvísi stjórnenda til að uppfylla kröfur 21. aldarinnar og þyrftu stjórnendur að huga að árang- ursstjórnun, markaðsmálum, hnatt- væðingu, mannlegum samskiptum, breytingum og fjölbreytileika starfs- fólks. Þetta gerði meiri kröfur til stjórnandans en áður. Vaktakerfi ekki fjölskylduvænt Sigþrúður Guðmundsdóttir fram- kvæmdastjóri hjá Landsvirkjun tal- aði í byrjun um „ofurkonu-heilkenn- ið“ og sagði það vera styrkleika kvenna að vera oft með mörg járn í eldinum. Konur tækju sem dæmi oft að sér ýmiss konar ólaunuð sjálfboða- og félagsstörf. Sigþrúður tók dæmi af Landsvirkjun sem er hefðbundið karla- og tæknifyrirtæki vegna þeirr- ar einföldu staðreyndar að fáar konur hefðu menntun til dæmis á sviði vél- og rafmagnsfræði. Það væri nauðsyn- legt að reyna að auka áhuga kvenna á þessu sviði og Landsvirkjun hefði til dæmis boðið fimm konum í rafmagns- verkfræði störf hjá félaginu. Sigþrúð- ur sagði Landsvirkun vera áhuga- sama um að auka hlut kvenna í fyrirtækinu en svo dæmi sé tekið þá sé vaktakerfi fyrirtækisins ekki fjöl- skylduvænt þar sem starfsmenn í mörgum virkjunum vinna í átta daga og eiga síðan frí í sjö. Þetta kerfi eigi rætur að rekja 25 ár aftur í tímann þegar erfitt var að komast á milli staða. Hvernig komast konur í áhrifastöður? Morgunblaðið/Ásdís Gestir á málþingi um konur og atvinnulíf á Hótel Sögu. TAP Búnaðarbanka Íslands nam 230 milljónum króna fyrstu þrjá mánuði ársins samkvæmt óendurskoðuðu bráðabirgðauppgjöri. Rekstraráætl- un bankans gerir ráð fyrir að afkoma bankans á árinu öllu verði jákvæð um 1.200 milljónir króna fyrir skatta eða um 900 milljónir eftir skatta og að allur sá hagnaður myndist á 2.–4. ársfjórðungi. Á fyrsta ársfjórðungi var gert ráð fyrir neikvæðri rekstr- arafkomu upp á 160 milljónir króna fyrir skatta og 110 milljónir króna eftir skatta vegna væntinga um lækkun hlutabréfaverðs á fyrsta árs- fjórðungi. Rekstrarniðurstaða fyrsta ársfjórðungs var því heldur lakari en gert var ráð fyrir og skýrist frávik frá áætlun alfarið af lækkun hluta- bréfaverðs umfram væntingar. Heildartap af hlutabréfaeign bank- ans hvort heldur í fjárfestingarbók eða veltubók var 630 milljónir króna og var það allt fært til gjalda á fyrsta ársfjórðungi. Aðrir þættir í rekstri bankans voru hins vegar betri en gert var ráð fyrir eða í samræmi við rekstraráætlun. Bankinn telur því ekki ástæðu til að endurskoða rekstraráætlun bankans að svo stöddu. Í fréttatilkynningu kemur fram að rekstrarkoma bankans er háð þróun á fjármálamörkuðum hverju sinni og því geta verið tals- verðar sveiflur í afkomu bankans milli einstakra tímabila, sérstaklega þegar skoðuð eru stutt tímabil. Að- stæður á innlendum sem erlendum hlutabréfamörkuðum hafa verið erf- iðar það sem af er árs og endurspegl- ast lækkun hlutabréfaverðs á tíma- bilinu í rekstrarafkomu bankans. Hinn hefðbundni bankarekstur gekk hins vegar betur en ráð var fyrir gert. Heildarfjármagn Búnaðar- bankans var 156 milljarðar kr. í lok 1. ársfjórðungs en var 145 milljarðar í upphafi árs. Búnaðarbanki Íslands Tap af hluta- bréfaeign 630 milljónir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.