Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR
2 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isIngibergur komst í hann krappan
í Íslandsglímunni/B2
Viggó vonsvikinn að vera
ekki í hópi þeirra bestu/B4
12 SÍÐUR48 SÍÐUR
Sérblöð í dag
Á ÞRIÐJUDÖGUM
SAMNINGANEFND ríkisins hefur
lokið við að gera 45 kjarasamninga
það sem af er þessu samningstíma-
bili, en ólokið er gerð 31 samnings.
Hjúkrunarfræðingar eru að undirbúa
boðun tveggja daga verkfalls um
næstu mánaðamót og þroskaþjálfar
hafa samþykkt verkfall hjá Reykja-
víkurborg 18. maí og eru að undirbúa
boðun verkfalls hjá öðrum sveitar-
félögum og ríkinu 1. júní.
Það eru aðallega félög háskóla-
manna sem ríkið á eftir að semja við.
Ríkið hefur að mestu lokið við að gera
samninga við aðildarfélög ASÍ. Það á
einungis eftir að gera samninga við
fjögur BSRB-félög, þ.e. lögreglu-
menn, slökkviliðs- og sjúkraflutn-
ingamenn, sjúkraliða og tollverði.
Það á einnig eftir að semja við sjúkra-
húslækna og verkfræðinga sem
standa fyrir utan heildarsamtök
launafólks.
Launanefnd sveitarfélaganna á
eftir að semja við 34 félög, en nefndin
semur við 86 stéttarfélög. Fjögur af
þessum félögum felldu gerða samn-
inga. Mörg þessara félaga eru fá-
menn, en einna fjölmennastir eru
sjúkraliðar og slökkviliðsmenn.
Hjá ríkissáttasemjara eru 15
kjaradeilur sem formlega hefur verið
vísað til embættisins. Meðal þeirra
eru nokkur af stærstu félögum BHM
eins og félög hjúkrunarfræðinga,
náttúrufræðinga, félagsráðgjafa, sál-
fræðinga og þroskaþjálfa. Sjúkraliða-
félagið hefur einnig vísað deilu sinni
við ríkið til sáttasemjara.
Hjúkrunarfræðingar greiða at-
kvæði um tveggja daga verkfall
Mjög hægt hefur miðað í viðræð-
um Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga og ríkisins fram að þessu að
sögn Herdísar Sveinsdóttur, for-
manns félagsins. Samningafundur
var haldinn sl. föstudag og sagði Her-
dís að hann hefði verið jákvæður þótt
erfitt væri að tala um árangur að svo
komnu máli. Nýr fundur er boðaður í
dag og kvaðst Herdís vonast eftir að
skriður væri að komast á viðræður.
Hún sagði að í dag yrði rætt um
stofnanahluta samningsins og um
vinnutíma.
Hjúkrunarfræðingar gengust fyrir
skoðanakönnun fyrir skömmu þar
sem félagsmenn voru spurðir hvort
þeir styddu það að félagið boðaði
tveggja daga verkfall um mánaða-
mótin. Samband var haft við 75%
félagsmanna í síma og lýstu 83%
stuðningi við slíkar aðgerðir. Í fram-
haldi af því ákvað félagið að láta fara
fram formlega atkvæðagreiðslu um
boðun verkfalls 30. og 31. maí, en þá
eru liðnir sjö mánuðir frá því að
samningar hjúkrunarfræðinga runnu
úr gildi.
Herdís sagðist vonast eftir að ekki
kæmi til verkfalls, enda væri vel
hægt að semja á þeim tíma sem væri
til mánaðamóta. Hún sagði að ef ekki
tækist að semja fyrir mánaðamót
hefði félagið uppi áform um að boða
fleiri skyndiverkföll í sumar. Félagið
þarf hins vegar aftur að efna til form-
legra atkvæðugreiðslna um slíkar
vinnustöðvanir.
Þroskaþjálfar í Reykjavík
boða verkfall 18. maí
Þroskaþjálfafélagið hefur boðað
verkfall hjá Reykjavíkurborg 18. maí
nk., en þroskaþjálfar sem starfa hjá
öðrum sveitarfélögum og ríkinu eru
að greiða atkvæði um verkfall sem á
að hefjast 1. júní.
Þóroddur Þórarinsson, varafor-
maður Þroskaþjálfafélagsins, sagði
að þroskaþjálfar sem starfa hjá
Reykjavíkurborg störfuðu aðallega í
leikskólum, grunnskólum og við
skammtímavistun.
Hann sagði að þroskaþjálfar væru
að fara fram á umtalsverðar launa-
hækkanir, en þeir væru langlauna-
lægsta stéttin innan BHM og vildu
jafna þann launamun. Þroskaþjálfar
voru áður innan raða BSRB, en
sögðu sig nýverið úr sambandinu og
gengu í BHM. Þóroddur sagði að við-
ræður hefðu staðið yfir við Reykja-
víkurborg og launanefndina að und-
anförnu, en samningar hefðu enn
ekki tekist. Lítið hefði hins vegar ver-
ið að gerast í viðræðum við ríkið.
Ríkið á ólokið gerð
31 kjarasamnings
Hjúkrunarfræðingar og þroskaþjálfar undirbúa verkföll
Fagradal - Sauðburður í Mýrdaln-
um er víða byrjaður og sumstaðar
er honum rétt að ljúka, þ.e. hjá
þeim bændum sem hleyptu hrút
snemma til ánna eða í byrjun des-
ember. Einmuna tíð hefur verið í
Mýrdalnum í allan vetur og það sem
af er vori og er gróður þess vegna
allt að hálfum mánuði fyrr á ferð en
í fyrra. Þessi góða tíð léttir öll störf
í kringum sauðburð og leiðir til
þess að bændur geta sleppt lamb-
fénu fyrr út á tún og sparar það
bæði vinnu og hey.
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ærin Embla karar nýfæddu lömbin sín.
Sauðburður í fullum gangi
FÓLKSBIFREIÐ var ekið aftan á
tengivagn flutningabíls á Vestur-
landsvegi fyrir ofan Reykjavík rétt
fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Að
sögn lögreglu fékk ökumaður fólks-
bílsins smávægilega áverka á höfði
og fór hann sjálfur á slysadeild.
Fólksbíllinn er talinn ónýtur og varð
að flytja hann af vettvangi með
dráttarbíl.
Morgunblaðið/Ingvar
Ökumaðurinn fór sjálfur á slysadeild.
Hafnaði aftan
á tengivagni
STJÓRNENDUR Slökkviliðs
Reykjavíkur og forsvarsmenn Lands-
sambands slökkviliðsmanna greinir á
um hvort yfirvinnubann slökkviliðs-
manna sé löglegt. „Við teljum að, eins
og staðið var að yfirvinnubanninu í
gær, geti það vart talist löglegt,“ seg-
ir Hrólfur Jónsson slökkviliðsstjóri.
Hrólfur segir að tillaga um yfir-
vinnubannið hafi verið lögð fyrir
félagsfund sl. sunnudagskvöld. „Við
vissum því ekki af þessari formlegu
ákvörðun fyrr en á mánudagsmorgni
þegar hringt var í varaslökkviliðs-
stjóra og honum tilkynnt að það vant-
aði níu manns á vaktina. Við höfðum
því engin tækifæri til að bregðast við
þessu,“ segir Hrólfur.
Hann segir að jafnframt hafi að-
gerðirnar í gær verið róttækari en
stjórnendur slökkviliðsins geti fallist
á. „Við bendum á það að yfirvinnu-
bann sé afar erfitt í útfærslu vegna
þess að slökkviliðsmenn hafa skyldur
til að bera sem öryggisstétt. Opinber-
ir starfsmenn verða að vinna a.m.k.
70% yfirvinnu nema öryggisstéttir
sem verða að skila meiri yfirvinnu.
Skapist neyðarástand eru þeir óvé-
fengjanlega skyldugir til þess að
vinna yfirvinnu,“ segir Hrólfur.
Guðmundur Vignir Óskarsson, for-
maður Landssambands sjúkraflutn-
inga- og slökkviliðsmanna, segir að
túlkun Hrólfs stangist á við túlkun
Landssambandsins. „Við teljum að
það gildi sama túlkunin á þessu
ákvæði og um aðra opinbera starfs-
menn. Það er yfirvinnuskylda á op-
inberum starfsmönnum og varðandi
öryggis- og heilsugæsluna eru ríkari
skyldur hvað varðar neyðarútköll en
ekki almennt starf,“ segir Guðmund-
ur Vignir. Hann segir að mikil ein-
drægni ríki meðal slökkviliðsmanna,
jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem á
Suðurnesjum og á Akureyri, um
framhald yfirvinnubanns.
Landssambandið hefur ákveðið að
hefja undirbúning atkvæðagreiðslu
um boðun verkfalls. Upp úr samn-
ingaviðræðum við launanefnd sveitar-
félaga slitnaði aðfaranótt fimmtu-
dagsins var og hefur nýr samn-
ingafundur ekki verið boðaður.
Slökkviliðsmenn hafa verkfallsrétt,
en hann er takmarkaður að því leyti
að lögum samkvæmt ber að halda
uppi ákveðinni lágmarksþjónustu í
verkfalli.
Guðmundur Vignir segir að við-
ræður við launanefnd sveitarfélaga
hafi staðið frá því í fyrrahaust og í síð-
ustu viku hafi orðið ljóst að samning-
ar næðust ekki á þeim forsendum
sem þar hafi verið unnið eftir. Í þeim
efnum ráði mestu tilboð varðandi
grunnlaunin, sem séu alltof lág og í
engu samræmi við þær kröfur sem
gerðar séu við ráðningu í þetta starf.
Ágreiningur
um gildi yfir-
vinnubannsins
KOMIÐ hefur í ljós að magntölur í
útboði vegna verkhluta við byggingu
hins nýja barnaspítala á Landspít-
alalóðinni voru rangar og kostnaður
er því 20–30 milljónum kr. meiri en
gert hafði verið ráð fyrir í fjárhags-
áætlun. Skekkjan svarar til um 8% af
kostnaði við umræddan verkhluta
skv. verksamningi eða 1–2% af heild-
arkostnaði byggingarinnar.
Munu þessi mistök jafnframt leiða
til þess að byggingarframkvæmdum
seinkar um nálægt tvo mánuði, skv.
upplýsingum Viðars Ólafssonar
verkfræðings sem hefur með hönd-
um eftirlit með framkvæmdum fyrir
Framkvæmdasýslu og byggingar-
nefnd hússins.
Nú er unnið við uppsteypu og ut-
anhússfrágang við bygginguna en að
sögn Viðars urðu þau mistök við út-
boð þessa verkhluta að magntölur
voru rangar. Að hans sögn eru verk
gerð upp í magntölum og ekki óal-
gengt að smáskekkjur eigi sér stað
eða um 4% af kostnaði en þarna sé
um mun stærri skekkju að ræða.
Kostnaður
hækkar yfir
20 millj.
Bygging barnaspítala
Hringsins