Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 19
UMHVERFISRÁÐ Kópavogs
óskar eftir tilnefningum fyrir
viðurkenningar sem veittar
eru í fimm flokkum vegna
bygginga og umhverfismála
auk þess sem veitt er viður-
kenning fyrir fegurstu lóð bæj-
arins.
Flokkarnir fimm sem um
ræðir eru endurgerð húsnæðis,
hönnun, frágangur húss og lóð-
ar á nýbyggingarsvæðum,
framlag til ræktunarmála og
athyglisvert framlag til rækt-
unarmála. Ábendingar um að-
ila sem gætu fallið undir ein-
hvern af þessum þáttum þurfa
að berast umhverfisráði Kópa-
vogs ekki seinna en 1. ágúst.
Viðurkenn-
ingar til
umhverfis-
mála
Kópavogur
ÁFENGIS- og tóbaksverslun
ríkisins stefnir að því að opna
áfengissölu í Garðabæ þann 15.
maí næstkomandi en Garðbæ-
ingar hafa hingað til ekki haft
aðgang að áfengisverslun í
heimabæ sínum.
Verslunin verður á Garða-
torgi, sem er í miðbænum, en
þar er aðalverslunarsvæði bæj-
arins.
Að sögn Höskulds Jónsson-
ar, forstjóra ÁTVR, er langt
síðan Garðbæingar óskuðu eft-
ir því að fá áfengissölu. „Nú er
röðin einfaldlega komin að
þeim og kannski vel það þannig
að niðurstaðan varð að þarna
verður opnað á þessum tíma,“
segir hann.
Verslunin verður með um
400 sölutegundir sem er álíka
og fæst í stærri verslunum
ÁTVR. Stefnt er að því að tveir
starfsmenn starfi við versl-
unina að staðaldri en að sögn
Höskulds verður fjölgað í
starfsliðinu um helgar.
Áfengis-
sala opnuð
á Garða-
torgi
Garðabær
Mikið úrval af
fallegum
rúmfatnaði
Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050
VIÐSKIPTI mbl.isVEÐUR mbl.is