Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
NÝTT OG BETRA
Álfabakka 8, sími 587 8900 og 587 8905
FYRIR
1090 PUNKTA
FERÐU Í BÍÓ
Þið munuð aldrei trúa því hversu
nálægt heimsendi við vorum
HK DV
Ó.H.T RÚV
strik.is
www.sambioin.is
Sýnd kl. 5.30, 8 og
10.30. Vit nr. 224. Sýnd kl. 3.50. Vit nr. 203.
Sýnd kl. 10.30.
Vit nr. 225
2 fyrir 1
Sýnd kl. 4 og 6. Íslenskt tal. Vit nr 213.
Sýnd kl. 3.50. Enskt tal. Vit nr 214
Sýnd kl. 3,50. Ísl tal. Vit nr. 183.
Sýnd kl. 3.40, 5.50, 8
og 10.15. Vit nr. 207
Sýnd kl. 5.30 og 8 B.i.16. Vit nr. 201Kvikmyndir.com
Christopher McQuarrie
leikstjóri Usual Suspects
með annan smell með
óskarsverðlaunahafanum
Benicio Del Toro, Ryan
Phillippe, Juliet Lewis
og James Caan
Óeðlilega
snjöll!
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i.16 ára. Vit nr. 228Sýnd kl. 3.45, 5.55, 8 og 10.10. . Vit nr. 223
HK DV
Joel Silver framleiðandi Matrix er hér á ferðinni með
dúndur spennumynd með topp húmor. Stefnir í að verða
stærsta Steven Seagal myndin frá upphafi í USA.
Frábær tónlist í
flutningi DMX!
Kvikmyndir.com
HL Mbl
Tvíhöfði
ÓHT
Rás 2
Sýnd kl. 8 og 10.15. Vit nr 220. B.i.14.
Strik.is
Hausverk.is
Nýi stíllinn keisarans
T R A F F I C
Litla Vampíran
HÁSKÓLABÍÓ
þar sem allir salir eru stórir
Hagatorgi sími 530 1919
Sýnd kl. 8
GSE DV
ÓFE Sýn
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15.
eftir Þorfinn Guðnason.
HK DV
Yfir 5 vikur á
topp 20
Strik.is
Ó.H.T Rás2
Lalli Johns
Yfir 6000 áhorfendur
Sýnd kl. 6 og
10.30.
HK DV
Kvikmyndir.com
strik.is
strik.is
Ó.H.T RÚV
Sýnd kl. 7 og 10. Sýnd kl. 10. B. i. 16.
Sýnd kl. 5.45. B.i.16 ára.
Sýnd kl. 8.
THE GIFT
Besta myndin
í bænum
ÓJ Stöð 2.
Ný sending velúrgalla
Ný snið
Einnig dömu- og herrasloppar
Gullbrá, Nóatúni 17, sími 562 4217. Sendum í póstkröfu.
Stefnumótakvöld-
unum verður fram-
haldið sem fyrr í
kvöld á Gauknum.
Að þessu sinni mun
tvennt leika, annars
vegar mun lista-
maðurinn Biogen
leika en hann hefur
lengi verið í
fremstu röð hér-
lendra raftónlist-
armanna. Mun hann
leika lög af nýrri
plötu sinni sem ber
hinn kumpánlega
titil You Are
Strange. Hins vegar
ætlar tveggja
manna sveit, Frank
Murder, að spila.
Þeir leika seiðandi
raftónlist sem er væntanleg á plötu
innan skamms. Í samtali við Morg-
unblaðið sagði Bjössi, maðurinn
sem stendur á bak við Biogen-
nafnið, að diskurinn sem hann væri
að fara að kynna væri hálfgerð
rassvasaútgáfa. Einhver áhugi
hefði nú verið sýndur á efni hans
erlendis en enn ætti eftir að gera
það klappað og klárt.
Bjössi segir mikinn uppgang
vera í íslenskri raftónlist um þessar
mundir. „Eins og sést t.d. á Prince
Valium og Skurken og því hversu
múm gengur vel. Það er alltaf að
koma nýtt blóð.“
Um sína tónlist segir hann: „Ég
er með mynd í hausnum sem ég næ
aldrei alveg; hún er alltaf á undan
mér. Þannig að ég reyni svona að
halda í skottið á henni. Annars er
þetta einhver millivegur á alveg
rosalega mörgum stefnum. Þetta er
svona nett kæruleysislega – djass-
skotið – samt ekki djass – út í amb-
ient fallegheit – svona flóknar for-
ritanir sem líta einfaldlega út.
Eitthvað svoleiðis (hlær).“
Húsið verður opnað kl. 21 og að-
gangseyrir er 500 kr.
Stefnumót á Gauknum
Morgunblaðið/Arnaldur
Raftónlistarmaðurinn Biogen í banastuði.
Rafómar ráðandi
ÞAÐ verður að viðurkennast að of-
urhetjunafnið Animal Man virkar
síður en svo aðlaðandi. Það á síðan
líklegast eftir að fæla enn fleiri les-
endur frá því að lesa þessa grein til
enda þegar ég segi frá því að ofur-
hetjan sogar krafta sína frá þeim
dýrum sem í nágrenni hennar eru.
En það er eins með hugmyndir og
önnur verkfæri að það er ekki verk-
færið sjálft sem er aðalatriðið heldur
mennirnir sem handleika það. Höf-
undurinn Grant Morrison gæti lík-
legast gert bútasaum á
Hrafnistu að þræl-
spennandi yrkis-
efni, slík er hæfni
hans. Þannig verð-
ur eitthvað sem er
jafn fáránlegt og fjar-
lægt raunheiminum og
ævintýri „Dýramanns-
ins“ að beittu vopni sem
otar óþægilegum stað-
reyndum að andliti lesand-
ans. Líkt og strokleður
gæti verið banvænt í hönd-
unum á manni með fjörugt
ímyndunarafl og ríka kímni-
gáfu.
Morrison hefur alltaf eitthvað
að segja, en gerir þó lesandanum
aldrei of auðvelt fyrir. Augljóslega
tekur hann hér á náttúruvernd og
dýravernd en ekki með þessum
hefðbundna „sunnudags-sjónvarps-
myndablæ“, heldur leggur hann
frekar upp úr því að benda lesand-
anum á fáránleika ýmissa hluta. Hér
lifir kaldhæðnin góðu lífi enda er
þetta verk um tíu ára gamalt eða frá
þeim tíma sem trúboðar einlægninn-
ar þóttu ekki annað en vælukjóar.
Hetjan okkar er fremur einföld að
flestu leyti. Fjölskyldufaðir í úthverfi
Los Angeles-borgar, ekkert gáfna-
ljós og enginn leiðtogi. Eiginlega
bara hið „fullkomna meðalmenni“, ef
slík persóna er til yfir höfuð. Hann
hefur ávallt þráð viðurkenningu í „of-
urhetjubransanum“, sérstaklega þar
sem hann býr yfir þessum „stórkost-
legu“ kröftum sem ég sagði frá áðan.
Það er engu líkara en að persónan sé
sköpuð í einhverju
gríni því Morrison leyfir
aukapersónum sínum óspart að
gera grín að aðalsöguhetjunni.
En Morrison er að reyna að segja
okkur eitthvað. Það skín vel í gegn í
bestu sögu bókarinnar sem tekur á
grátbroslegan hátt á ofbeldi í teikni-
myndum.
Úlfur, sem gengur um uppréttur á
tveimur fótum, skýtur upp kollinum í
Arizona-eyðimörkinni. Þessi furðu-
skepna virðist ódrepandi eins og
vörubílstjóri, sem keyrir yfir hann
fyrir slysni, kemst að. Vörubílstjór-
inn er sannfærður um að þarna sé
djöfullinn sjálfur á ferð og kennir
honum um alla ógæfu sína á lífsleið-
inni. Hann grípur til vopna, heldur
út í eyðimörkina og er staðráðinn í
því að losa veröldina við þessa
djöfullegu skepnu. En sama
hvað hann nær oft að skjóta,
sprengja eða henda skepnunni
fram af klettabrúnum, hún rís
alltaf upp aftur. En þetta er
þó ekki djöfullinn heldur af-
bökuð mynd af úlfinum úr
Roadrunner teiknimyndunum, sem
reis upp gegn skapara sínum og tók á
sig syndir teiknimyndafígúranna í
von um að sú veröld yrði friðsælli.
Hann var því sendur hingað á jörð af
skaparanum og þarf að þola eilífar
þjáningar til þess að heimur hans
geti lært betri siði. Sannkallaður
messías teiknimyndapersóna sem
deyr aftur og aftur fyrir syndir
annarra til þess að þjóna vilja skap-
arans.
Örlög úlfsins eru ekki ljúf, þar var
hann óheppinn að eiga jafn kaldhæð-
inn andskota og Grant Morrison fyr-
ir skapara.
MYNDASAGA
VIKUNNAR
Birgir Örn Steinarsson
Animal Man eftir Grant Morrison.
Fyrri hluti teiknaður af Chas
Truog, seinni hluti af Tom Grumm-
et. Í bókinni er safnað saman fyrstu
9 blöðunum í blaðaseríunni sem
kom út á árunum ’88–’91. Útgefin
árið 2001 af Vertigo/DC Comics.
Fæst í myndasöguverslun Nexus.
biggi@mbl.is
Nú eru góð
ráð dýr
TVÖ sjaldgæf eintök af myndum
Andy Warhols af Marilyn Monroe og
Mao Tse-Tung voru seld á uppboði
hjá Sotheby’s síðastliðinn laugardag.
Myndirnar seldust á nær fimmtíu
milljónir íslenskra króna.
Alls voru boðin upp 26 af verkum
Warhols en vakti myndin af Monroe
mesta athygli og fékkst lang hæsta
verðið fyrir hana.
Myndirnar af Maó vöktu einnig at-
hygli en þær voru fyrst birtar árið
1972, sama ár og Richard Nixon, þá-
verandi forseti Bandaríkjanna, var í
opinberri heimsókn í Kína.
Verk Warhols
á uppboði
Mynd eftir Andy Warhol.
AP