Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 45
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 45 AÐ ÓBREYTTUM lögum um stjórn fisk- veiða er 1. september nk. skapadægur fjöl- margra smábátaút- gerða í landinu. Verði lögunum ekki breytt mun þessi dagsetning að auki marka dýpri spor í þróun byggðar og útgerðar en flestar þær sem komið hafa við sögu fiskveiðilaganna. Það alvarlegasta er að gangi þetta eftir fer löggjafinn síður en svo að ráðum lögfróðustu manna. Krafan er kom- in frá fámennum hópi stórútgerðarmanna sem að venju eru gjörsamlega úr takti við vilja almenn- ings. Í nýlegri skoðanakönnun sem unnin var fyrir Landssamband smá- bátaeigenda (LS) töldu 90% þeirra er tóku afstöðu að eðlilegt væri að stjórnvöld tækju sérstakt tillit til trillukarla og smábátaflotans við stjórnun fiskveiða. Með greinarkorni þessu vil ég rekja aðdraganda þessarar ótrúlegu framtíðarsýnar. Ég ætla mér ekki þá ósvinnu að elta alla þræði þessa máls. Í mínum huga er hér meginatriði að við smábátaeigendur var gerð sátt á sínum tíma sem markaði tímamót í samskiptum þeirra og stjórnvalda. Smábátaeigendur hófu réttinda- baráttu sína fyrir naumum 16 árum. Þegar þeim varð ljóst að hugur stór- útgerðarforystunnar stóð til þess að nýta þennan hluta fiskiskipaflotans í bálkesti og uppfyllingar var þeim nóg boðið og þeir stofnuðu Landssam- band smábátaeigenda í árslok 1985. Réttindabarátta trillukarla hefur sannarlega skilað árangri. Hlutdeild þeirra í veiðum og aðgengi að fiski- miðum hefur aukist til muna og mik- ilvægi smábátaútgerðarinnar marg- faldast í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinn- ar. Þessar breytingar hafa smábátaeigendur sótt til löggjafans með dyggum stuðningi al- mennings. Ítrekaðar tilraunir forystumanna LÍÚ, auk örfárra stjórnmálamanna, til að sá fræjum sundrungar í raðir smábátaeigenda hafa enn sem komið er fallið í grýtta jörð. Vita- skuld eru trillukarlar ekki sammála um alla hluti, skárra væri það nú. Þeir hafa hins vegar borið gæfu til að standa saman þegar á hefur reynt. Vafalaust eru margir minnugir þess að oft hefur gustað hressilega um baráttu smábátaeigenda. Þeir hafa margsinnis fyllt þingpalla, safn- ast saman á Austurvelli og hvað eina. Það var í kjölfar slíkra aðgerða árið 1995 að stjórnvöld kölluðu eftir því hvort unnt væri að ná sáttum við smá- bátaeigendur. Eftir tæpan áratug linnulítilla átaka við stjórnvöld var síður en svo sjálfgefið að slík vinnu- brögð yrðu tekin upp í röðum trillu- karla. Mér er ekki örgrannt um að halda að sumir þjáist jafnvel enn af talsverðum fráhvarfseinkennum. Aðalfundur LS samþykkti þó á árinu 1995 að ganga til slíkra við- ræðna til að kanna hvort þoka mætti málum. Trillukarlar hafa ekkert legið á liði sínu við að tyfta ráðamenn. Þeir gera sér engu að síður ljóst að þrátt fyrir að löggjafarsamkoman eigi margt eft- ir ógert í þeim efnum að jafna mönn- um afleiðingar ýmissa mistaka varð- andi fiskveiðilöggjöfina er hún engu að síður eina stofnunin í landinu sem fært hefur þeim umtalsverðar réttar- bætur. Sú staða sem uppi var í málefnum smábátaflotans þegar stjórnvöld föl- uðust eftir viðræðum var hvorki ein- föld né auðleyst. Engu að síður varð að samkomulagi milli LS og sjávarút- vegsráðuneytisins á vetrarmánuðum ’95–’96 að svokallað þorskaflahámark krókabáta skyldi standa. Meginfor- senda þess að smábátaeigendur gátu unað þessari tilhögun var sú stað- reynd að bátarnir í þessu kerfi skyldu fyrir vikið ekki kvótasettir í öðrum tegundum, ásamt því að lokað var á framsal yfir í aflamarkskerfið. Með þetta að leiðarljósi hófu fjöl- margir smábátaeigendur að skipu- leggja framtíðina. Fyrirkomulagið gerði jafnvel þeim er höfðu litlar veiðiheimildir í þorski – einu kvóta- settu tegundinni – kleift að sjá vonar- glætu. Viðræður LS og sjávarútvegsráðu- neytisins héldu áfram því fjölmörg mál voru enn óleyst. Stærst þeirra var, og er, staða þeirra báta sem voru/ eru innan svokallaðra róðrardaga- kerfa. Þær viðræður fengu hins vegar skjótan endi. Yfir dundi svokallaður Valdimarsdómur Hæstaréttar sem margir álitu að knésetja myndi kvóta- kerfið. Nær sanni er að dómurinn, verði túlkun lögfræðinga ríkis- stjórnarinnar haldið til streitu, kné- setji trilluútgerðir vítt og breitt um landið. Ég ætla ekki að gera lítið úr þeim vanda sem stjórnvöld stóðu frammi fyrir eftir dóm Hæstaréttar. Í dag er hins vegar öldin önnur, í tvöföldum bókstaflegum skilningi. Í stað þess að stjórnvöld höfðu eingöngu við túlkun lögfræðinganna fyrrnefndu að styðj- ast hafa þau nú að auki álitsgerð frá Sigurði Líndal lagaprófessor og Skúla Magnússyni lektor. Sú álits- gerð hefur þá yfirburði að hafa bæði Valdimarsdóminn og Vatneyrarmálið til hliðsjónar. Í henni er komist að þeirri ótví- ræðu niðurstöðu að stjórnvöldum bar engin skylda til að breyta fiskveiði- lögunum. Þvert á móti hafi þau fulla heimild til að stjórna veiðum króka- báta með þeim hætti sem verið hefur. Með álitsgerðinni leystu þeir félag- ar stjórnvöld frá beiskum bikar. Þeirri hrikalegu þversögn sem fólst í yfirlýstu markmiði lagabreytinganna sem hér eru til umfjöllunar, þ.e. að „vernda atvinnurétt smábátaeig- enda“, er nú óhætt að sökkva í sjötug- an sæ. Hlutverk löggjafans er vitaskuld að standa raunverulegan vörð um rétt- indi þegnanna. Í tilfelli smábátaeig- enda sem annarra hefur löggjafinn með höndum að verja atvinnurétt þeirra, en hér kemur fleira til. Með samþykkt fyrstu greinar fiskveiðilag- anna tók löggjafinn að auki að sér að sjá til þess að framkvæmd laganna „ … tryggi trausta atvinnu og byggð í landinu“. Óbreytt lög ganga þvert á öll þessi atriði. Hinn gríðarlegi samdráttur sem óhjákvæmilega verður í veiðum krókabátanna gerir atvinnurétt fjöl- margra eigenda þeirra einskis virði. Hundruð þjónustustarfa tapast sam- hliða og enn eykst á vanda þeirra byggðarlaga sem síst mega við því. Af nokkurri reynslu þykist ég vita að skrif þessi verða hrópuð út sem kaldrifjað hagsmunapot. Staðreyndin er hins vegar sú, lesandi góður, að þetta er sá raunveruleiki sem blasir við einstaklings- og fjölskyldufyrir- tækjum víða um land. 1. september 2001 … skapadægur eður ei? Arthur Bogason Fiskveiðistjórn Hinn gríðarlegi sam- dráttur sem óhjá- kvæmilega verður í veiðum krókabátanna, segir Arthur Bogason, gerir atvinnurétt fjöl- margra eigenda þeirra einskis virði. Höfundur er formaður Lands- sambands smábátaeigenda. BÆNIN er máttugt undratæki. Gjöf frá Guði sem við megum grípa til. Hún er lykill að náð hans og blessun. Bænin er eins og íþrótt sem við þurfum að þjálfa okkur í. Hún veitir okkur aðgang að Guði. Guði sem heyrir í okkur hvort sem við biðjum í hljóði eða upp- hátt, með eigin hugs- unum eða versum eftir aðra. Hún veitir okkur aðgang að Guði sem bæði heyrir og skilur og vill okkur börnum sínum allt hið besta. Jafnvel betur en við fáum metið, skynjað eða meðtekið. Bænin er eins og þráður. Órjúf- anlegur þráður á milli Guðs og okk- ar. Hún kostar ekkert, en veitir ómældan frið og endalausa blessun. Það er aldrei á tali hjá Guði og sambandið slitnar ekki. Því getum við treyst. Í bæninni komum við orðum að hugsunum okkar, löngunum og þrám. Bænin hreinsar hugann og með henni getum við létt af okkur þungum byrðum. Með bæninni fáum við Guð í lið með okkur. Guð sem elskar okkur út af lífinu. Hvatt til bæna Biðjum hvert fyrir öðru. Biðjum fyrir vinum okkar, ættingjum og fjölskyldu. Biðjum ekki síður fyrir þeim sem ofsækja okkur og þeim sem kunna að fara í taugarnar á okkur eða við bara hreinlega þolum ekki. Já, biðjum fyrir öllum þeim sem við eigum erfitt með að um- gangast. Leggjum allt sem á okkur hvílir í almáttug- ar hendur Guðs. Tölum við hann um gleði okk- ar og sorgir, væntingar og þrár. Hann þerrar tárin og veitir þreyttum hvíld. Hann færir okk- ur frið og ró. Hann styrkir okkur og veitir djörfung. Hann gleym- ir ekki sköpun sinni, börnum sínum, þeim sem til hans leita. Gleymum ekki að þakka Guði fyrir Jesú sem dó í okkar stað. Gleymum ekki að þakka fyrir lífið sem og allar aðrar góðar gjafir hans. Biðjum góðan Guð að kenna okk- ur að biðja. Kenna okkur að biðja um hans góða vilja. Kenna okkur að biðja með Jesú, með hans eigin orð- um í bæninni, Faðir vor, sem von- andi allir kunna. Væntanlega er margt sem á þér hvílir. Komdu með það fram fyrir Guð í bæn. Biddu hann að hjálpa þér að nema staðar í erli dagsins. Opn- aðu þig fyrir honum. Hvatt til bæna Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur. Bænin Biðjum góðan Guð, segir Sigurbjörn Þorkelsson, að kenna okkur að biðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.