Morgunblaðið - 08.05.2001, Blaðsíða 61
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 61
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra og Mark Marcdaubach, að-
stoðarforstjóri Ex Libris, undirrit-
uðu nýlega samning sem felur í sér
kaup á nýju upplýsingakerfi fyrir
bókasöfnin í landinu.
Hið nýja upplýsingakerfi, Aleph
500, mun leysa af hólmi Gegni, sem
þjónað hefur Landsbókasafni Ís-
lands – Háskólabókasafni og sér-
fræðisöfnum, og Feng sem er kerfi
almenningsbókasafna. Með hinu
nýja kerfi er stefnt að sameiningu
upplýsingaþjónustu fyrir öll bóka-
söfn hérlendis í eitt landskerfi, sem
mun í framtíðinni bjóða upp á þann
möguleika að fá upplýsingar um
bókakost almenningsbókasafna,
skólabókasafna, sérfræðibókasafna
og Landsbókasafns – Háskólabóka-
safns. Einnig mun hið nýja kerfi
veita aðgang að bókasöfnum, gagna-
grunnum og öðrum upplýsingaveit-
um víða um heim og miðla efni á raf-
rænu formi, s.s. tímaritum.
Nýja upplýsingakerfið mun jafna
aðgengi almennings að bókakosti og
upplýsingum og bæta aðstöðu til
náms, óháð búsetu. Hagkvæmni í
rekstri bókasafna mun aukast þar
sem rekstur þess og þjónusta verður
miðlæg. Sem dæmi má nefna að með
nýja kerfinu verður hver „bók“ að-
eins skráð einu sinni í stað allt að 200
sinnum og sérfræðiþekking sem nú
er dreifð í mörgum bókasöfnum mun
samnýtast. Uppbygging landskerfis
allra bókasafna er stórt skref í þróun
upplýsingasamfélagsins og hvergi í
heiminum eru öll bókasöfn í einu
landi tengd í sameiginlegu kerfi með
þessum hætti, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Menntamálaráðuneytið hefur átt í
viðræðum við fulltrúa sveitarfélaga
um uppbyggingu hins nýja kerfis.
Hefur ráðuneytið lagt til að stofnað
verði hlutafélag um rekstur nýs
bókasafnskerfis með aðild ríkis og
sveitarfélaga og hefur Reykjavíkur-
borg samþykkt þátttöku og aðild að
hinu nýja kerfi.
Síðastliðin þrjú ár hefur verið
starfandi nefnd á vegum mennta-
málaráðuneytisins með fulltrúum
Landsbókasafns Íslands – Háskóla-
bókasafns, Borgarbókasafns og
sveitarfélaga og hefur hún meðal
annars haft umsjón með vali á hinu
nýja upplýsingakerfi. Nefndin stóð
fyrir útboði í samvinnu við Ríkis-
kaup og í framhaldi af því samþykkti
menntamálaráðherra tillögu hennar
um kaup á Aleph 500-kerfinu.
Samningur um nýtt upplýsinga-
kerfi fyrir bókasöfn undirritaður
DAGANA 8. og 9. maí, í dag og á
morgun, munu nemendur úr þremur
10. bekkjum í Réttarholtsskóla fara í
sjálfboðavinnu í 16 fyrirtækjum og
stofnunum til að safna peningum fyr-
ir Umhyggju, félag til stuðnings
langveikum börnum.
Mikill áhugi var hjá fyrirtækjum
að fá nemendur í vinnu og fengu
færri en vildu. Nemendur munu
starfa hjá eftirfarandi fyrirtækjum
og stofnunum: 11-11 við Grensásveg,
Blóminu, Grensásvegi 50, Breiða-
gerðisskóla, Eimskipi, Fossvogs-
skóla, Menntasmiðju Kennarahá-
skóla Íslands, Iðntæknistofnun,
Landspítala í Fossvogi, Landsvirkj-
un, Lestrarmiðstöð Kennaraháskóla
Íslands, Morgunblaðinu, Myllunni,
Nýkaupum, Ríkisútvarpinu, Vífilfelli
og Þjóðleikhúsinu.
Einstaklingar og fyrirtæki geta
lagt söfnuninni lið með því að leggja
peninga inn á bankareikning 525-14-
614730 í Íslandsbanka við Réttar-
holtsveg.
70 nemendur í 10. bekk Réttar-
holtsskóla í sjálfboðavinnu
Safna peningum
fyrir Umhyggju
Keikó-
menn fá
trefja-
plasthús
Í VETUR var sett upp nýtt
trefjaplasthús fyrir starfsmenn
Keikósamtakanna á kví Keikós
í Klettsvík. Það er fyrirtækið
Trélist í Vestmannaeyjum sem
framleiddi húsið.
Gamla húsið hélt hvorki vatni
né vindi þegar verstu veðrin
gengu yfir, auk þess sem það
var 6,0 tonn að þyngd og var
farið að sliga kvína.
Nýja húsið sem er úr trefja-
plasti og vegur aðeins 2,0 tonn
er sérstaklega hannað til að
brjóta af sér mikinn vind sem
getur orðið allt upp í 55 metrar
á sekúndu. Hefur húsið reynst
afar vel við þessar erfiðu að-
stæður í Klettsvíkinni og farið
hefur vel um starfsmenn Keik-
ós í því, segir í fréttatilkynn-
ingu.
Fylgjast með Keikó
dag og nótt
Húsið er 28 fermetrar að
flatarmáli og í því er svefnpláss
fyrir 2–3 menn, eldhús og að-
staða fyrir eftirlits- og rann-
sóknarmenn sem dvelja í kvínni
allan sólarhringinn allt árið um
kring.
Hlutverk þeirra er að gæta
Keikós og fylgjast með heilsu
hans dag og nótt með mæli-
tækjum og neðansjávarmynda-
vélum.
Vestmannaeyjar
GÓÐ þátttaka var í fyrsta veiði-
prófi sumarsins fyrir sækjandi
veiðihunda sem haldið var við
Akranes laugardaginn 28. apríl á
vegum retriever-deildar Hunda-
ræktarfélags Íslands. Alls tóku 12
hundar þátt í prófinu, 8 í ung-
hundaflokki, 1 í opnum flokki og
3 í úrvalsflokki. Dómari var Hall-
dór Björnsson. Morgunblaðið gaf
verðlaunagripi fyrir besta hund
dagsins í hverjum flokki.
Efstur í unghundaflokki (yngri
en 24 mánaða) var Kolkuós-
Tumi IS 05725/00. Eigandi og
stjórnandi: Magnús Skúlason.
Ræktun: Drakeshead Falcon/
Bringwood Quail. 1. einkunn.
Besti unghundur dagsins.
Efst í opnum flokki var Skíma
IS 05520/98. Eigandi og stjórn-
andi: Dagur Jónsson. Ræktun:
Grenlines Aksel Apporter/Síríus
Embla. 1. einkunn. Besti hundur í
opnum flokki.
Efst í úrvalsflokki var
Bringwood Quiz IS 05260/99.
Eigandi og stjórnandi: Sigurmon
Hreinsson. Ræktun: Dargdaffin
Dynamo/Bringwood Ember. 1.
einkunn. Besti hundur í úrvals-
flokki.
Næsta veiðipróf retriever-
deildarinnar verður haldð hinn
19. maí við Tjarnhóla á Nesja-
vallaleið.
Morgunblaðið/Ingólfur
Verðlaunahafar með Morgunblaðsbikarana, talið frá vinstri: Sigurmon
Hreinsson með Quiz, Magnús Skúlason með Kolkuós-Tuma, Halldór
Björnsson dómari og Dagur Jónsson með Skímu.
Próf sækjandi
veiðihunda
Bakpoki
aðeins 1.600 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is
Golfkúlur 3 stk.
í pakka
aðeins 850 kr.
NETVERSLUN Á mbl.is