Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 25

Morgunblaðið - 08.05.2001, Page 25
           !""      KORNUPPSKERA hér á landi sex- faldaðist á sex ára tímabili 1995– 2000, að báðum árum meðtöldum. Árið 1995 var uppskeran 960 tonn en er talin hafa verið um 6.300 tonn á síðasta ári. Þetta kemur fram í einum af fjölmörgum greinum sem birtast í nýútkominni Handbók bænda fyrir árið 2001, 51. árgangi. Ritstjóri er Matthías Eggertsson en Bændasamtökin gefa handbókina út. Þar ritar Jónatan Hermannsson hjá Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins, RALA, grein um kornræktina á síðasta ári. Jónatan birtir einnig töflu er sýn- ir þróun kornuppskerunnar frá árinu 1991. Frá 1991 til 1995 var uppskeran sveiflukenndari og fór úr 240 tonnum árið 1992 upp í 1.700 tonn árið 1994. Árið 1995 snar- minnkaði uppskeran síðan niður í 960 tonn. Í grein Jónatans kemur fram að um áætlun sé að ræða þar sem beinar upplýsingar um upp- skeru á ökrum bænda liggja ekki fyrir hjá RALA. „Hefði þótt gott suður á Skáni“ Uppskeran er metin eftir notkun sáðkorns annars vegar og meðal- uppskeru úr tilraunareitum hins vegar. Jónatan telur líkur á að töl- urnar í meðfylgjandi töflu séu held- ur í hærra lagi. Bæði sé uppskera úr tilraunum oft heldur meiri en úr ökrum á sama stað og eins gæti sá hlut akra, sem sleginn er sem græn- fóður, verið vanáætlaður. Sam- kvæmt þessum tölum mun korn- rækt í landinu engu að síður nema allt að 15% af kjarnfóðurnotkun í landinu. Jónatan segir í greininni um síð- ustu uppskeru að sumarið hefði ver- ið í meðallagi gott sunnanlands en með því besta sem gerðist norðan- lands, bæði hlýtt og sólríkt. Upp- skeran hefði verið í samræmi við þetta. „Sums staðar var hún svo mikil að gott hefði þótt suður á Skáni,“ segir Jónatan enn fremur. Kornakrar skiptast eftir lands- hlutum þannig, miðað við árin 1999– 2000, að helmingur þeirra er á Suð- urlandi, um þriðjungur á Norður- landi, 15% á Vesturlandi og 5% á Austurlandi. Í þessu sambandi má að lokum geta þess að ráðstefna um íslenska kornrækt fer fram á Sauðárkróki 8. júní nk., sem Bændasamtökin og fleiri aðilar standa að, og verður Jónatan Hermannsson meðal fyrir- lesara. Kornuppskera sex- faldaðist á sex árum LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2001 25 Apotheker SCHELLER N A T U R K O S M E T I K Aðalfund- ur Okkar manna AÐALFUNDUR Okkar manna, félags fréttaritara Morgunblaðsins á landsbyggð- inni, verður haldinn í blaðhúsi Morgunblaðsins næstkomandi laugardag og hefst klukkan 13. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður á dagskrá fund- arins sérstakur liður þar sem fjallað er um breytingar á skipulagi Morgunblaðsins og samskipti fréttaritaranna við blaðið. Björn Vignir Sigur- pálsson fréttaritstjóri og aðstoðarritstjórarnir Karl Blöndal og Ólafur Þ. Steph- ensen hafa framsögu og sitja síðan fyrir svörum ásamt Styrmi Gunnarssyni ritstjóra. Ljósmyndasamkeppni Þá verða kynnt úrslit í ljós- myndasamkeppni fréttaritar- anna og verðlaun afhent. Úr- val ljósmynda úr samkeppn- inni er nú til sýnis í Kringlunni í tengslum við alþjóðlegu fréttaljósmyndasýninguna World Press Photo. Sýningin stendur til 14. þessa mánaðar. Egilsstöðum - Söngdagskrá með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar (1945–1978) var frumflutt í Foss- hóteli Valaskjálf um síðustu helgi, fyrir fullu húsi gesta. Flytjendur dagskrárinnar eru frá Egilsstöðum, Eskifirði, Fellabæ, Reyðarfirði og Seyðisfirði og mynda þannig nokk- urs konar „héraðsfirskan“ hóp listamanna. Fimm söngvarar fluttu rúmlega tuttugu af þekktustu lögum Vil- hjálms. Það voru þau Aldís Fjóla Ásgeirsdóttir og Berglind Ósk Guð- geirsdóttir, Bjarni Þór Sigurðsson, Helgi Georgsson og Þorsteinn Helgi Árbjörnsson. Hljómsveit kvöldsins var skipuð gamalreyndum tónlist- armönnum úr Austurlandsfjórð- ungi, þeim Ármanni Einarssyni, Einari Braga Bragasyni, Helga Ge- orgssyni áðurnefndum, Jóni Arn- grímssyni og Valgeiri Skúlasyni. Þeir, ásamt söngvurum, sýndu slíka takta að salurinn var nánast á hvolfi af fögnuði. Dagskránni var skipt í fernt; í tregakafla, gamanlög, skrítin lög og ástarsöngva. Voru kaflarnir fléttaðir saman á kátlegan hátt með ýmsum vangaveltum um lífið og ástina, og þá ekki síst um vand- ræðagang vangarjóðra unglinga í Vaglaskógi. Hljómsveitin Nefndin lék fyrir dansi eftir að Vilhjálmsdagskránni lauk, sem til stendur að flytja í það minnsta þrisvar til viðbótar. Berglind Ósk Guðgeirsdóttir flutti lagið Lítill drengur sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði svo eft- irminnilegt. Einar Bragi Bragason spilaði með á saxófón og Ármann Einarsson á gítar. Söngdagskrá með lögum Vilhjálms Vilhjálmssonar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Flateyri - Nýlega var haldinn stofn- fundur Sparisjóðs Vestfirðinga á Núpi í Dýrafirði. Er hinn nýi spari- sjóður stofnaður upp úr samruna Sparisjóðanna í Súðavík, Önundar- firði, Þingeyri og Eyrasparisjóðs. Samanlagt hafa sparisjóðirnir starf- rækt 8 afgreiðslustaði frá Króks- fjarðarnesi að Súðavík og mun eng- um afgreiðslustað lokað í kjölfar samrunans. Á stofnfundinum var kjörin fyrsta stjórn sjóðsins. Að hálfu stofnfjáreigenda voru kjörnir; Bjarni Einarsson, Gísli Þór Þor- geirsson og Guðmundur Steinar Björgmundsson. Sparisjóðsstjóri nýja sparisjóðsins mun verða Ang- antýr Valur Jónasson með aðsetur í höfuðstöðvum SPVF á Þingeyri. Aðstoðarsparisjóðsstjóri verður Ei- ríkur Finnur Greipsson með aðset- ur á Flateyri og Ísafirði. Sparisjóðirnir fjórir eiga sér mis- langa sögu, en þeirra elstur er Sparisjóður Þingeyrarhrepps sem var stofnaður árið 1896 og hét þá Sparisjóður Vestur-Ísafjarðarsýslu. Yngsti Sparisjóðurinn í samrunan- um er Sparisjóðurinn í Súðavík sem stofnaður var árið 1972. Hinn nýi Sparisjóður Vestfirðinga á sér því djúpar rætur í langri og farsælli sögu Sparisjóða á Vestfjörðum. 1,5 milljónir króna til leikskóla Á fundinum var einróma sam- þykkt tillaga undirbúningsstjórnar um að gefa öllum starfandi leikskól- um í sveitarfélögum Sparisjóðs Vestfirðinga eina og hálfa milljón króna til tölvukaupa eða annarrar uppbyggingar skólanna. Markmiðið með fjárgjöfinni er að efla og styrkja enn frekar mikil- vægt uppeldis- og fræðsluhlutverk leikskólanna í samfélaginu. Sparisjóður Vest- firðinga stofnaður Frá stofnfundi Sparisjóðs Vestfirðinga sem haldinn var á Núpi í Dýrafirði fyrir skemmstu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.