Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ MOKVEIÐI hefur verið í Litluá í Kelduhverfi allar götur síðan áin var opnuð til veiða 1. maí síðast liðinn. Fyrsta hollið dró á land um 300 fiska og næsta holl var með rúmlega 200 stykki. Að sögn Pálma Gunnarssonar annars leigutaka árinnar, var uppi- staðan í aflanum spikfeitur og fal- legur geldfiskur, 2,5 til 5 pund að þyngd. Stærstir veiddust um það bil 8 punda fiskar, en menn bæði sáu og settu í og misstu miklu stærri fiska. Litlaá er einmitt þekkt fyrir 15 til 20 punda sjóbirtinga og hefur sést til slíkra kumpána nú í vor. Pálmi og félagi hans Erling Ingva- son hafa innleitt veiða-sleppa fyrir- komulag í Litluá í kjölfarið á því að veiðin hefur verið í lægð í ánni síð- ustu ár. Nú virðist hins vegar vera góð uppsveifla. „Við merktum um 70 fiska fyrstu tvo dagana og síðast þegar ég vissi höfðu aðeins fimm veiðst aftur, sem er hreint út sagt æðislegt,“ sagði Pálmi. Menn hafa verið að fá ’ann í Vífils- staðavatni, vatni sem margir nota til að hita sig upp í á vorin. Einn sem fréttist af fyrir mjög skömmu fékk 18 bleikjur á tveimur stundum að kvöldi til. Fékk allar á lítinn Peacock kúluhaus. Þetta voru mest fiskar á bilinu tæpt pund upp í 1,5 pund. Vel haldnir fiskar og fallegir. Fregnir af fleirum hafa borist, 8 fiskar, 6 fiskar og 11 fiskar. Nær allt bleikja og fluguveiðimenn að fá bestu veiðina. Þá hefur verið á stundum líflegt í Þingvallavatni. Bleikjan mest 2-4 pund og Öfugsnáðinn og Lambhag- inn drýgstu staðirnir. Veiðimaður sem var nýverið í Presthólma fékk fimm stórbleikjur í beit á stóra vel- lakkaða Killer púpu, án kúlu. Mokveiði í Litluá Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Halldór Róbertsson býr sig und- ir að landa birtingi í Litluá. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Samninganefnd FFSÍ Styður Grétar Mar MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá samninganefnd Far- manna- og fiskimannasambandsins vegna ummæla forystu LÍÚ í gær um forseta sambandsins. Á blaða- mannafundi í fyrradag gagnrýndi Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, Grétar Mar Jónsson. Á fundinum sagði Friðrik: „Maður er hreinlega að vona að ábyrgir aðilar innan félagsins taki í taumana þannig að félagið komi að viðræðum með ábyrgum hætti, sem ekki hefur verið fram að þessu.“ Vegna þessarar yfirlýsingar vill samninganefnd FFSÍ taka fram: „Samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambandsins lýsir undr- un sinni á yfirlýsingum forystu- manna Landssambands íslenskra útvegsmanna í garð forseta sam- bandsins, sem einkennast af per- sónulegum árásum og dónaskap, og hafa það eitt að markmiði að reyna að skapa sundrungu í röðum sjómanna. Slíkar yfirlýsingar for- ystumanna útvegsmanna stuðla ekki að lausn kjaradeilunnar. Samninganefnd Farmanna- og fiskimannasambands Íslands lýsir yfir fullu trausti gagnvart Grétari Mar Jónssyni, formanni nefndar- innar og forseta sambandsins.“ HELGI Laxdal, formaður Vélstjóra- félags Íslands, sagði á fundi með vél- stjórum í gær að Vélstjórafélagið hefði staðið frammi fyrir því að fá á sig miðlunartillögu eða lög, sem hugsanlega hefðu falið í sér fram- lengingu á eldri kjarasamningi. Hann viðurkenndi á fundinum að dæmi væru um að breyting á mönn- un hefði í för með sér launalækkun á einstökum bátum. Helgi sagði í upphafi fundar að eftir fimm vikna verkfall hefðu vél- stjórar staðið frammi fyrir þremur kostum: að ná samningum, að fá á sig miðlunartillögu eða lög sem hefðu bundið enda á verkfallið. Hann sagði að ekki hefði verið komið samkomu- lag um neina þætti samningsins og því hefðu lögin ekki getað falið annað í sér en framlengingu á eldri samn- ingi um tiltekinn tíma eða skipun gerðardóms. Á fundinum var farið yfir fisk- verðsmálin og kom fram hjá sumum fundarmönnum að þeim þótti sú að- ferð sem lögð er til grundvallar í samningnum nokkuð flókin og ekki voru allir sannfærðir um að hún færði þeim nægilega kjarabót. Fram kom á fundinum að Verðlagsstofa skiptaverðs mun ganga í að hækka fiskverð hjá þeim sem greiða lægst verð. Mikið breyting felst í því að taka upp viðmiðun við verð á fisk- mörkuðum. Verð í beinum viðskipt- um er í dag 66% af því verði sem er á fiskmörkuðum, en markmiðið er að þetta hlutfall fari upp í 80%. Dæmi um launalækkun Gísli S. Sveinsson, vélstjóri á Hrafni GK-111, gagnrýndi á fundin- um ákvæði samningsins um mönnun. Hann sagði að sú nýja „raunmönn- un“ sem samningurinn kvæði á um fæli ekki í öllum tilvikum í sér þá mönnun sem væri algengust á bát- um. Hann tók sem dæmi að sam- kvæmt samningnum væri gert ráð fyrir 11 mönnum um borð í 201–240 tonna báti með botnvörpu. Algeng- ast væri að á þessum bátum væru átta menn. Breytingin fæli í sér að hlutur áhafnar sem væri 29,5% í dag færi niður í 21,45%. Þetta væri 12,1% launalækkun. Tekið skal fram að í þessum út- reikningum er ekki tekinn með í reikninginn ávinningur sjómanna af hærra fiskverði eða öðrum þáttum kjarasamningsins. Helgi Laxdal sagði á fundinum að rétt kynni að vera að hægt væri að finna dæmi um þetta. Hann sagði að í ákvæðum samningsins um mönnun hefði verið reynt að finna út hver væri raunmönnun á bátunum. Hann sagði að þessar tölur byggðust á meðaltölum sem gæti þýtt að í ein- hverjum tilvikum hefðu samninga- menn vanmetið eða ofmetið mönn- unarþörfina. Hann sagði að kafli samningsins um raunmönnun væri byggður á tillögu sem Sjómanna- sambandið lagði fram í viðræðunum. Í lok fundarins var farið yfir slysa- tryggingarmál. Fram kom að þessi mál hafa verið í miklum ólestri. Bæt- ur til sjómanna hafa í mörgum til- vikum verið lágar og þeir hafa oft þurft að bera hluta af tjóni sjálfir. Samningurinn verður kynntur vélstjórum á landsbyggðinni í dag og á morgun, en stefnt er að því að at- kvæðagreiðslu ljúki á sunnudag. Formaður Vélstjórafélagsins á kynningarfundi með vélstjórum Gátum búist við lögum um framlengingu á samningi Morgunblaðið/Kristinn Fjölmenni var á fyrsta kynningarfundi Vélstjórafélagsins í gær. „ÞETTA er erfið staða sem er komin upp fyrir þessa aðila. Ég legg ennþá áherslu á að þeir nái saman og leysi málið í heild,“ sagði Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra að loknum fundi með forystumönnum Sjó- mannasambandsins og Farmanna- og fiskimannasambandsins í gær. Á fundinum var farið yfir þá stöðu sem upp er komin í deilu sjómanna og út- vegsmanna eftir að Vélstjórafélagið og LÍÚ sömdu. Ekkert var rætt um þann kost að leysa kjaradeiluna með lögum. Árni sagði að þó að erfiðleikarnir væru miklir við að ná samningum sýndi samningur LÍÚ og vélstjóra að menn gætu það. Hann sagðist því telja að samningur vélstjóra hefði falið í sér jákvætt skref. „Það flækir hins vegar stöðuna þegar einn er bú- inn að semja en aðrir eiga ósamið. Það setur auðvitað þrýsting á þá að semja líka. Ég mun fylgjast með þessum viðræðum áfram.“ Í samningi vélstjóra og LÍÚ kem- ur fram að samningsaðilar ætli að óska eftir því við stjórnvöld að sett verði lög sem m.a. afnemi Kvótaþing. Árni sagði að ekkert lægi fyrir um viðbrögð stjórnvalda við þessari ósk. Ekki væri ljóst hvenær frumvarpið kæmi fram. Segir að verið sé að rangtúlka gögn Sjómannasambandsins Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, sagði að ekkert hefði verið rætt um lög á verkfallið á fundinum með sjávarút- vegsráðherra. Hann lýsti hins vegar mikilli óánægju með samning vél- stjóra. „Það er alveg ljóst að vilji okkar stendur til þess að ná samningum. Það er það sem við höfum viljað allan tímann. Ég tel hins vegar að það hafi verið framin skemmdarverk með þessari gerð í gærmorgun [í fyrra- dag]. Það sem mér finnst sárast er að forystumenn þeirra samtaka sem luku samningum í gærmorgun hafa báðir lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir hafi verið að nota gögn Sjómanna- sambandsins, en þeir hafa annað- hvort ekki skilið þau eða ekki kunnað að fara með þau eða vísvitandi snúið út úr þeim. Samninganefndir þess- ara aðila hafa ekki lagt nokkurn skapaðan hlut fram í vinnu við að leysa þessa deilu. Verið er að mis- túlka gögn Sjómannasambandsins og síðan koma þeir fram í fjölmiðlum og segja að þetta sé úr gögnum Sjó- mannasambandsins, en fara í reynd þvert á það sem þar stendur.“ Sævar sagði að Sjómannasam- bandið væri búið að leggja fram gögn sem sýndu glögglega fram á að samningur Vélstjórafélagsins fæli í sér lækkun launa sjómanna á tiltekn- um bátum. „Við gerðum ráðherra grein fyrir því að samningurinn fæli í sér allt upp í 12% launalækkun í sumum tilvikum,“ sagði Sævar. Grétar Mar Jónsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands- ins, sagði að á fundinum með sjáv- arútvegsráðherra hefði verið farið yfir stöðuna í viðræðunum. „Ráð- herra er ekki að hóta okkur lagasetn- ingu. Við fórum einfaldlega yfir stöð- una.“ Grétar Mar sagði aðspurður að hann vonaði að ekki yrðu sett lög á deiluna, en vissulega hefðu sjómenn alla tíð óttast að stjórnvöld gripu til þess ráðs að setja lög. „Við reynum að leita lausnar á þessari deilu. Við erum einlægir í þeirri viðleitni okkar þó að útgerð- armenn segi annað,“ sagði Grétar Mar. Forystumenn Sjómannasambandsins og FFSÍ hittu sjávarútvegsráðherra í gær Ekkert rætt um lög á kjaradeiluna Morgunblaðið/Þorkell Forystumenn sjómanna hittu sjávarútvegsráðherra í gær. F.v. Konráð Alfreðsson, Hólmgeir Jónsson, Sævar Gunnarsson og Árni Mathiesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.