Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR
8 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Svona ekkert væl, þið verðið að læra að umgangast auðlindina.
Níutíu ára afmæli Vals
Höldum merk-
inu hátt á lofti
KnattspyrnufélagiðValur á 90 ára af-mæli í dag. Af því
tilefni er mikið um hátíða-
höld á svæði félagsins.
Reynir Vignir er formaður
Vals, hann var spurður
hvað ætti helst að gera til
að minnast þessara tíma-
móta í starfi Vals.
„Við hefjum hátíðahöld
afmælisársins í dag með
því að vígja nýja skrif-
stofuaðstöðu á Hlíðarenda
og síðar í dag verður at-
höfn í Friðrikskapellu þar
sem vígður verður síðasti
steindi glugginn. Síðan er
afmæliskaffi í félagsheim-
ilinu þar sem Valsmönn-
um verða veittar viður-
kenningar fyrir störf með
silfur- og gullmerkjum
félagsins. Auk þess ætla sérsam-
böndin KSÍ, HSÍ og KKÍ að
heiðra nokkra Valsmenn fyrir
störf þeirra í þágu íþróttahreyf-
ingarinnar. Í kvöld verður síðan
efnt til sérstakrar kvöldsamkomu
á Hótel Sögu þar sem bæði verða
skemmtiatriði og heiðursmerki
veitt. Síðar á árinu verður síðan
efnt til frekari hátíðahalda og
kappleikja í tengslum við afmæl-
ið. Ég vil geta þess að það er opið
hús á Hlíðarenda í dag og Vals-
menn og aðrir borgarbúar eru
velkomnir að heimsækja félagið á
þessum tímamótum.“
– Hvað er þér efst í huga á
þessu 90 ára afmæli?
„Mér er efst í hug að stjórn-
endum félagsins takist áfram að
tryggja tilveru þess og treysta
undirstöður þess með því að
skapa iðkendum, keppendum og
starfsmönnum þá aðstöðu sem
nauðsynleg er til þess að halda
uppi blómlegu starfi. Í því tilefni
lítum við með stolti og þakklæti
til þeirra sem tryggðu félaginu
athafnasvæði á Hlíðarenda árið
1939 undir forystu Ólafs Sigurðs-
sonar. En þau kaup eru horn-
steinninn að stöðu félagsins og
skapa því mikla möguleika áfram
varðandi góða aðstöðu til íþrótta-
iðkunar og keppni.“
– Hvað eru margir í Val núna?
„Félagsmenn og iðkendur eru
um 3.000 á öllum aldri. Gaman er
að geta þess að tveir af fjórum
heiðursfélögum Vals verða níræð-
ir á næstu mánuðum. Þeir heita
Úlfar Þórðarson og Jóhannes
Bergsteinsson og fylgjast vel með
starfi félagsins enn. Auk þeirra
eru Sigurður Ólafsson og Þórður
Þorkelsson heiðursfélagar í Val.“
– Hvert var tilefni stofnunar
Vals fyrir 90 árum?
„Stofnendur félagsins voru
fjórtán ungir drengir sem höfðu
mikinn áhuga á knattspyrnu og
tengdust jafnframt starfi KFUM.
Félagið hét fyrstu vikurnar Fót-
boltafélag KFUM, en nafni þess
var breytt í júlí 1911 í Knatt-
spyrnufélagið Valur.“
– Eru Valsmenn enn á ein-
hvern hátt tengdir KFUM?
„Samkvæmt lögum Vals er Val-
ur deild í KFUM, en
tengsl í starfi eru samt
sem áður mjög lítil.
Valsmenn, KFUM og
fleiri félög sem séra
Friðrik Friðriksson
tengdist standa þó
sameiginlega að kap-
ellu sem ber nafn hans og er á
svæði Vals á Hlíðarenda.“
– Hvaðan koma liðsmenn Vals?
„Valur er eitt af hverfisfélögum
borgarinnar og flestir iðkendur
koma úr næsta nágrenni, þ.e. úr
Hlíðunum og Þingholtunum.
Engu að síður hefur ávallt verið
mikil ásókn í Val af iðkendum úr
öðrum hverfum, einkum úr Breið-
holtshverfi og Grafarvogi. Starf
félagsins hefur sveiflast nokkuð
með barnafjölda á því svæði sem
það starfar. Nú er mjög mikill
fjöldi iðkenda á svæði félagsins
og er það ánægjuefni.“
– Hvar stendur Valur nú í
íþróttalegu tilliti?
„Í íþróttalegu tilliti stendur
Valur vel. Þar fer fram grósku-
mikið starf í handbolta, fótbolta
og körfubolta og margir ungir og
efnilegir leikmenn eru að koma
fram á sjónarsviðið í gegnum
starf félagsins. Valur er eitt sig-
ursælasta félag landsins í þeim
greinum sem keppir í meistara-
flokkum. Valsmenn setja markið
hátt og hyggjast nota afmælisárið
til að hvetja menn til frekari
dáða.“
– Nú hafa heyrst gagnrýnis-
raddir þar sem rætt er um tengsl
áfengis og íþrótta, hver er stefna
Vals í þeim efnum?
„Félagið hefur mótað vímu-
varnastefnu sem kynnt er félags-
mönnum og einnig er lögð áhersla
á að þjálfarar kynni hana fyrir
þeim sem þeir þjálfa hverju
sinni.“
– Er tekið hart á brotum á
þessum vettvangi eða öðrum?
„Vímuvarnastefnan er sett
fram í fullri alvöru og fylgst með
að henni sé framfylgt. Sem betur
fer hefur ekki komið til alvarlegra
agabrota í mörg undanfarin ár.“
– Hver er framtíðar-
sýnin?
„Valur er sigurfélag
og framtíðarsýnin er
að halda merki félags-
ins hátt á lofti í keppni
en ekki síður í að skapa
börnum og unglingum
traustan og góðan vettvang til æf-
inga og sinna því þjónustuhlut-
verki vel sem félagið hefur tekið
að sér. Áframhald uppbyggingar
á svæðinu á Hlíðarenda er stór
þáttur í því og félagið á í viðræð-
um við Reykjavíkurborg í því
sambandi. Í þeim viðræðum er
mjög góður tónn þessa dagana.“
Reynir Vignir
Reynir Vignir fæddist í
Reykjavík árið 1953. Hann lauk
stúdentsprófi 1974 frá Versl-
unarskóla Íslands og tók við-
skiptafræðipróf frá Háskóla Ís-
lands 1978. Hann fékk réttindi
sem löggiltur endurskoðandi
1980. Hann hefur starfað við
endurskoðun frá árinu 1974 og
sem löggiltur endurskoðandi frá
1980. Hann hefur einnig tekið
mikinn þátt í félagsstörfum hjá
Knattspyrnufélaginu Val og ver-
ið formaður þar frá 1994. Reynir
er kvæntur Þóru Sjöfn Guð-
mundsdóttur kennara og eiga
þau tvö börn.
Valur er eitt
sigursælasta
félag landsins
í bolta-
greinum