Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 18
EKKI er hægt að fullyrða að fleiri
greinist með krabbamein á Suður-
nesjunum en í öðrum landshlutum,
en þó er tilhneiging hjá konum í þá
veru og á það sérstaklega við um
lungnakrabbamein. Er þetta niður-
staða skriflegs svars heilbrigðisráð-
herra við fyrirspurn Sigríðar Jó-
hannesdóttur alþingismanns.
Sigríður spurði hvert hefði verið
nýgengi krabbameins á Suðurnesj-
um undanfarna áratugi samanborið
við aðra landshluta. Hún segist hafa
verið í hópi kvenna á Suðurnesjum
þar sem fullyrt var að krabbamein
væri algengara þar en annars staðar
og því lagt fram þessa fyrirspurn.
Í svari ráðherra kemur fram að
samanburður var gerður á nýgengi,
miðað við alþjóðlegan staðal, á ár-
unum 1991 til 1999. Ekki var hægt
að greina mun á nýgengi krabba-
meins í körlum á Suðurnesjum og á
landinu öllu. Gilti það bæði um ný-
gengi allra meina, krabbameins í
blöðruhálskirtli og lungnakrabba-
mein. Sama niðurstaða fékkst fyrir
nýgengi brjóstakrabbameins í kon-
um.
Nýgengi allra krabbameina hjá
konum var heldur hærra á Suður-
nesjum, miðað við landið allt, þegar
skoðað var þriggja ára tímabil. Ef
skoðuð eru einstök ár eru Suðurnes-
in með hærra nýgengi í tveimur
þriðju hlutum tilfella. Hærra ný-
gengi Suðurnesjakvenna miðað við
landið allt var þó langt frá því að
vera marktækt, segir í svari ráðu-
neytisins.
Nýgengi lungnakrabbameins í
konum á Suðurnesjum var nokkru
hærra öll árin, miðað við nýgengi
lungnakrabbameins á öllu landinu,
þó ekki reyndist um marktækan
mun að ræða, nema þegar öll níu ár-
in voru skoðuð. Á Suðurnesjunum
hefur tilfellum fækkað meira síðustu
árin heldur en á öllu landinu.
Niðurstaða svars ráðherra var
þessi: Ekki er hægt að fullyrða að
fleiri greinist með krabbamein á
Suðurnesjum en í öðrum landshlut-
um, en þó er tilhneiging hjá konum í
þá veru og á það sérstaklega við um
lungnakrabbamein.
Finna þarf ástæðuna
Fyrirspyrjandinn, Sigríður Jó-
hannesdóttir, telur fulla ástæðu til
að vinna út frá þessum niðurstöðum.
Hún segir í samtali við Morgunblað-
ið að kanna þurfi ástæður fyrir því
að meira sé um lungnakrabbamein
hjá konum á Suðurnesjum en öðr-
um, eins og vísbendingar séu um, og
athuga hvort eitthvað sé hægt að
gera til að fyrirbyggja það. Veltir
hún því til dæmis fyrir sér hvort
ástæðan geti verið sú að konur á
Suðurnesjum reyki meira en aðrar
konur eða byrji yngri.
Sigríður hefur sent heilbrigðis-
stofnun á svæðinu svarið við fyr-
irspurn sinni og hyggst ræða málið
frekar á næstunni.
Samanburður á tíðni lungnakrabba-
meins á Suðurnesjum og landinu öllu
Meiri tilhneig-
ing hjá konum
Suðurnes
SUÐURNES
18 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fjöl-
skyldu-
dagar í
Garði
Garður
EFNT verður til fjölskyldu-
daga í Garði næstkomandi
sunnudag og þriðjudag, í tilefni
af alþjóðlegum degi fjölskyld-
unnar 15. maí 2001. Gerða-
hreppur mun vekja athygli á
starfsemi stofnana sinna af
þessu tilefni.
Í Íþróttamiðstöð Gerða-
hrepps verður opið hús sunnu-
daginn 13. maí frá kl. 10 til 17.
Á þessum tíma verður frítt í
sund. Þreksalurinn verður op-
inn og verða leiðbeinendur á
staðnum. Ný tæki verða kynnt,
svo sem nýr ljósabekkur. Leik-
ir verða fyrir fjölskylduna í
íþróttasalnum. Boðið verður
upp á kaffi og kleinur. Einnig
ætlar Lionsklúbburinn að
bjóða góðgæti og grilla ef veður
leyfir.
Félagsmiðstöðin verður með
opið hús þennan sama sunnu-
dag, frá kl.15 til 19, þar sem
ýmsar uppákomur verða.
Tónlistarskólinn verður með
opið hús þriðjudaginn 15. maí,
frá kl. 14 til 18 og kynnir þar
starfsemi sína. Bókasafnið
verður einnig opið á þriðjudag-
inn, frá kl. 19.30 til 21.
Byggðasafnið er opið alla
daga frá 13 til 17. Þar er merki-
legt safn, sem öll fjölskyldan
hefur örugglega gaman að
skoða, segir í fréttatilkynningu
frá sveitarstjóranum í Garði.
Þá býður áhaldahúsið og
skrifstofa Gerðahrepps íbúum
að kynna sér starfsemina á fjöl-
skyldudaginn 15. maí.
HÓPUR nemenda Fjölbrautaskóla
Suðurnesja vakti í gær athygli á bíla-
stæðavandamálum við skólann. Ekið
var á fund lögregluyfirvalda og bæj-
arstjóra og þeim afhent mótmæli.
Atli Már Gylfason, verðandi vara-
formaður Nemendafélags FS, sagði
að við skólann væru aðeins 80 bíla-
stæði en samkvæmt lögum og
reglum ættu þau að vera 220. Full
þörf væri á að minnsta kosti 200
stæðum fyrir nemendur og starfs-
fólk sem eru alls um 700. Hann sagði
að lögreglan hefði gengið hart fram í
því að sekta nemendur, klippa númer
af bílum þeirra og draga í burtu.
Dæmi væru um nemanda sem fengið
hefði tíu sektir á jafn mörgum dög-
um.
Nemendurnir kröfðust þess að
þeir fengju grið fyrir sektum, þegar
svona stæði á, eins og áhorfendur á
körfuboltaleikjum Njarðvíkinga og
Keflvíkinga og að bætt yrði úr bíla-
stæðaskortinum.
Atli Már kvaðst ánægður með
þátttöku nemenda í mótmælunum,
þeir hefðu komið á um 60 bílum. Hins
vegar hefði lítið verið um svör hjá yf-
irvöldum, hver hefði vísað á annan,
lögreglan, sýslumaðurinn og bæjar-
stjórinn.
Ekki margar kærur
Karl Hermannsson aðstoðaryfir-
lögregluþjónn sagði að þarna væri
um ákveðið vandamál að ræða.
Þröngt væri um skólann og margir á
bílum. Skólayfirvöld og nemendum
hefði stundum verið send aðvörun
vegna þess hvernig lagt er og lög-
reglan fengi oft kvartanir. Lögreglan
gæti ekki litið fram hjá lögbrotum.
Hann lét þess hins vegar getið að
ekki hefðu margir fátækir nemendur
verið kærðir. Á þessu skólaári hefðu
aðeins sautján verið kærðir fyrir að
leggja ólöglega við skólann, flestir
vegna þess að þeir hefðu lagt upp á
gangstétt, á grasi eða í sérstök stæði
fyrir strætisvagna. Ef lögreglan
hefði ekki skilning á vandamálinu
væru kærur margfalt fleiri.
Vandamál
velmegunarinnar
Ellert Eiríksson bæjarstjóri sagð-
ist taka eftir því eins og aðrir vegfar-
endur að vaxandi vandamál væru
með bílastæði við fjölbrautaskólann.
Þetta væri enn eitt vandamál vel-
megunarinnar. Hann sagði hins veg-
ar að það væri fyrst og fremst mál
skólayfirvalda sem störfuðu á ábyrgð
ríkisvaldsins að leysa þetta mál.
Bærinn hefði ekki mikið af lóðum til
að leggja undir bílastæði en þó væri
hægt að benda á bílastæði við
Reykjaneshöllina og víðar en það
teldu nemendur of langt frá skólan-
um.
Lét hann þess getið að gerðar yrðu
kröfur um bílastæði, samkvæmt nú-
gildandi reglum, þegar veitt yrði
leyfi fyrir stækkun skólans eins og
nú er í umræðunni og yrði það vafa-
laust til að leysa málið.
Morgunblaðið/Golli
Nemendur úr Fjölbrautaskólanum óku um götur Keflavíkur til að mótmæla skorti á bílastæðum við skólann.
Nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja mótmæla bílastæðaskorti
Vantar yfir hundrað bílastæði
Morgunblaðið/Golli
Guðni Þór Frímannsson og Hallbjörn Valgeir Rúnarsson afhentu Karli
Hermannssyni yfirlögregluþjóni mótmæli nemenda.
Reykjanesbær
ÞAÐ var kátt á hjalla hjá starfs-
mönnum Vísis hf. í Grindavík dag
einn í vikunni þrátt fyrir að þeir
væru atvinnulausir vegna verk-
falls sjómanna. Starfsmannafélag
þeirra stóð fyrir grilli fyrir þá og
fjölskyldur þeirra og var mæting
góð.
Boðið var upp á pylsur og kjöt
eins og hver gat í sig látið og ým-
islegt meðlæti. Veðrið var ekkert
sérstakt en þurrt og ekki bar á
öðru en að menn skemmtu sér vel
þrátt fyrir að vera nýkomnir á at-
vinnuleysisskrá vegna sjó-
mannaverkfalls.
Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson
Mikið var að gera hjá yfirgrillaranum í veislu starfsmannafélags Vísis.
Grillað í
verkfalli
sjómanna
Grindavík
Reykjanesbær selur meirihluta sinn í SBK hf.
Þrír yfirmenn kaupa
Reykjanesbær
BÆJARRÁÐ Reykjanesbæjar
ákvað á fundi sínum í gær að selja
þremur yfirmönnum SBK hf. hluta-
bréf bæjarins í fyrirtækinu. Bærinn
á meirihluta hlutafjár og selur hlut
sinn á liðlega 33 milljónir kr.
Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur,
SBK hf., er fólksflutningafyrirtæki
sem annast sérleyfisakstur milli
Keflavíkur og Reykjavíkur og til ná-
grannabæjanna, einnig almennings-
samgöngur í Reykjanesbæ og er
með almennan rekstur hópferðabíla.
Síðustu ár hefur fyrirtækið verið að
færa út kvíarnar, meðal annars með
skipulagningu ferða, rekstri bíla-
leigu og þátttöku í hvalaskoðunar-
fyrirtæki.
Ellert Eiríksson, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar, segir að það sé
stefna bæjaryfirvalda að eiga ekki
hlutafé í fyrirtækjum sem eru í sam-
keppnisrekstri á almennum mark-
aði. Því hafi verið ákveðið að selja
hlutabréfin í SBK.
Bæjarsjóður á 24 milljónir af 40
milljóna kr. hlutafé í fyrirtækinu eða
60% hlut. Þrír starfsmenn buðu í
bréfin þegar ljóst varð að þau ætti að
auglýsa til sölu og nú hafa náðst
samningar um sölu hlutarins til
þeirra á genginu 1,39, og er kaup-
verðið því liðlega 33 milljónir. Ellert
telur kaupverðið viðunandi yrir báða
aðila.
Kaupendur hlutafjárins eru Einar
Steinþórsson, framkvæmdastjóri
SBK, Sigurður Steindórsson þjón-
ustustjóri og Ólafur Guðbergsson
skrifstofustjóri.