Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 22
LANDIÐ 22 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ mála áður en þeir fengu sér há- degisverð í Hyrnunni. Þar næst var farin skoðunarferð um Borg- arnes en um miðjan dag komið í Daníelslund sem er skógrækt Borgfirðinga og er um 3 hekt- arar í landi Svignaskarðs. Lund- urinn er kenndur við Daníel Kristjánsson frá Hreðavatni sem um langt árabil var fram- kvæmdastjóri skógaræktarfélags- ins. Þegar fréttaritari hitti hópinn voru þeir að enda gönguför um skóginn og var ferðinni heitið að Hvanneyri áður en farið yrði til baka til Reykjavíkur. Leið- sögumennirnir voru afar ánægðir með daginn og leist vel á Borg- arfjörðinn. Margir höfðu að sjálfsögðu far- ið um héraðið áður með hópa en það dró alls ekki úr ánægju þeirra með ferðina. VORFERÐ Félags leiðsögumanna var að þessu sinni farin á Akra- nes og í Borgarfjörð, laugardag- inn 5. maí. Leiðsögumennirnir skoðuðu Steinaríki Íslands og Byggðasafn- ið Görðum á Akranesi um morg- uninn og komu í Borgarnes um hádegi. Þeir byrjuðu á að heim- sækja Upplýsingamiðstöð ferða- Morgunblaðið/Guðrún Vala Elísdóttir Hópurinn samankominn ásamt bílstjóra í Daníelslundi. Vorferð leiðsögumanna Borgarfjörður RANGÆINGAR héldu sína árlegu Héraðsvöku í Fossbúð í Skógum sunnudaginn 6. maí sl. og var hátíðin að þessu sinni helguð rangæsku lista- mönnunum og skáldunum Ólafi Túb- als og Þorsteini Erlingssyni. Svala Arnardóttir, formaður hér- aðsvökunefndar, setti hátíðina en áð- ur spilaði lúðrasveit Tónlistarskóla Rangæinga. Í upphafi minntist sr. Sváfnir Sveinbjarnarson listmálarans Ólafs Túbals, en Jón Kristinsson í Lambey hafði séð um uppsetningu á mörgum mynda hans sem voru til sýnis í félagsheimilinu. Þá flutti sr. Halldór Gunnarsson í Holti ávarp og síðan fjallaði Þórður Tómasson í Skógum um Þorstein Er- lingsson skáld, en hann hafði komið upp lítilli sýningu í anddyri félags- heimilisins um verk hans með sýnis- horni af handskrifuðum bréfum hans. Því næst var flutt megindagskrá héraðsvökunnar um „skáld æsku- stöðvanna“, Þorstein Erlingsson, í tali og tónum. Katrín Birna Viðars- dóttur söng ýms ljóð skáldsins við undirleik móður sinnar, Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur, og Gústav Þór Stolzenwald, Þorbjörg Atladóttir, Arthúr Björgvin Bollason og Arna Þöll Hjartardóttir lásu úr ljóðum skáldsins og fluttu skýringar við ljóð- in. Að loknum kaffiveitingum í boði héraðsnefndar sýslunnar spilaði lúðrasveitin á ný og síðan lauk hér- aðsvökunni með tónleikum KK þar sem hann lék á als oddi og skemmti héraðsvökugestum. Héraðsvaka Rang- æinga í Fossbúð Skógar Morgunblaðið/Halldór Gunnarsson Börnin sungu undir stjórn Þorgerðar Jónu Guðmundsdóttur. SKÓGARÞRÖSTUR hefur búið um sig í fjárhúsinu á Götum í Mýrdal. Hann er búinn að útbúa sér hreiður uppi á bita í fjárhúsinu og notfærir sér gamla vatnsslöngu sem hefur hangið þarna á stoð nokkuð lengi. Hann er búinn að verpa nokkr- um eggjum og lætur ekki trufla sig þótt mikill erill sé í kringum hann, enda stendur sauðburður sem hæst og því mikið verið í fjárhúsinu. Ungarnir koma þó vonandi ekki fyrr en í lok sauðburðar því þröst- urinn getur verið mjög illvígur og ráðist á fólk þegar hann gætir ung- anna. Þrastarhreiður í fjárhúsi Mýrdalur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Þrösturinn við hreiðrið í fjárhúsunum. ÞEGAR Haukur Júlíusson fram- kvæmdastjóri Jörva hf. kom í verk- stæðishús fyrirtækisins laugar- dagsmorguninn 5. maí, kom sótsvartur reykur út á móti honum þegar hann opnaði dyrnar. Lokaði hann dyrunum strax en kallaði á Slökkvilið Borgarfjarðardala sem kom með búnað sinn, vatnstankbíla og reykköfunartæki. Þegar inn í húsið kom sá ekki handa skil fyrir sótsvörtum reyk, en eldurinn hafði slokknað þegar eldsmaturinn í húsi beltavélarinnar var búinn. Sem betur fer brunnu glussaslöngur vélarinnar ekki í sundur, því ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef bæði gluss- inn og hráolían hefðu runnið út. Á verkstæðinu voru, auk belta- gröfunnar, stór jarðýta, jeppabif- reið og nokkur tæki frá Búvélasafn- inu á Hvanneyri, sem gerð voru upp í vetur; meðal annars Caterpillar- jarðýta frá árinu 1931, dráttarvél frá árinu 1948, auk fleiri tækja. Beltagrafan var sett inn í húsið á föstudagskvöld, því til stóð að yf- irfara hana örlítið áður en hún yrði flutt upp á Langjökul, en sá flutn- ingur var áætlaður mánudaginn 7. maí. Farið var úr húsinu kl. 23 á föstudagskvöld en komið aftur í það kl. 8 á laugardagsmorgun, eins og fyrr sagði. Mikill hiti hefur mynd- ast í húsinu, því hurðin sem næst var gröfunni sprakk út um miðjuna. Verkstæðishús Jörva hf. er árs- gömul bygg- ing. Veggirnir eru steyptir en þakið er klætt ylein- ingum frá Flúðum. Sperrur eru úr límtrésbit- um. Tjón á húsinu fyrir utan sót- skemmdir virðast vera þær, að klæðningin á yleiningum er öll krumpuð, önnur stóra hurðin fyrir innkeyrsludyrum er ónýt og hlaupaköttur í lofti hússins virkar ekki. Tjón Jörva hf. er verulegt, því beltagrafan var ekki tryggð, né neinar vélar eða varahlutir sem í húsinu voru. Hús og verkfæri eru tryggð hjá Sjóvá-Almennum hf. en verðmæti húsins er yfir kr. 20.000.000. Sjálfsíkveikja í beltagröfu veldur milljóna tjóni Hvanneyri Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Hinn árlegi Raulari, sem er sönglagakeppni, var haldin á hótel Höfðabrekku í Mýrdal. Ríkir ávallt töluverður spenningur í Mýrdalnum fyrir þessari keppni. Keppendur ráða sér umboðsmenn sem sjá um að aug- lýsa fyrir þá og reyna að finna sem frumlegastan hátt til þess, að öðru leyti hvílir mikil leynd yfir því hverjir eru að keppa og það er ekki endilega sá sem syngur best sem vinnur heldur sá sem er frumlegastur á einhvern hátt. Sigurvegarar kvöldsins voru þær Katrín Valdís Hjart- ardóttir og Ásrún Karlsdóttir og sungu þær lagið „Tell me“. Besti umboðsmaður var kosin Anna Björnsdóttir og var hún umboðsmaður fyrir Leit.is, einnig fékk Guðrún Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir besta frumsamda text- ann. Hljómsveitin Granít hélt uppi fjöri fram undir morg- un. Í tilefni af Raularanum bauð starfsfólk Búnaðarbank- ans Mýrdælingum í kaffihlaðborð í bankanum, einnig bauð Framrás öllum í raularakaffi á keppnisdaginn en þeir voru einnig styrktaraðilar keppninnar í ár. „Tell me“ sigraði á Raularanum Mýrdalur Katrín Valdís Hjartardóttir og Ásrún Karlsdóttir syngja sigurlagið Tell me. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.