Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 26
ÚR VERINU 26 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FISKMARKAÐURINN í Bremer- haven í Þýskalandi hefur ekki feng- ið neinn karfa í vikunni og fær ekki. Fyrir vikið er ekkert uppboð en í liðinni viku hafði markaðurinn að- eins um 10 tonn upp á að bjóða og voru þau seld sl. fimmtudag. Vegna lítils framboðs hefur verðið fyrir neytendur rokið upp í 50 mörk fyrir kg af karfaflökum, um 2.200 krón- ur, en venjulega er það í kringum 30 mörk, og hefur Viktoríukarfi komið í stað íslenska karfans á veit- ingastöðum og í verslunum. „Vegna lítils framboðs er karfi lúxusvara þessa dagana,“ segir Samúel Hreinsson, framkvæmda- stjóri fiskmarkaðarins í Bremerha- ven. Hann segir að seljendur Vikt- oríukarfa njóti verkfalls sjómanna á Íslandi og margir telji að um sömu vöru sé að ræða. Seljendur kaupi kílóið af Viktoríukarfanum á sex til sjö mörk en allt að 50 mörk fyrir sama magn. „Við höfum ekki verið með neinn karfa að ráði í tvær vik- ur, framboðið hefur verið lítið og verðið hefur rokið upp í 50 mörk,“ segir hann. Annað í staðinn Í máli Samúels kemur fram að veitingastaðir og verslanir hafi þurft að vísa viðskiptamönnum sín- um á aðrar vörur en íslenska karf- ann að undanförnu. „Spurningin er hvað stórar veitingahúsakeðjur eru tilbúnar lengi að hafa á matseðl- inum vöru sem ekki er til og áhyggjuefni okkar er hvernig við eigum að koma karfanum aftur inn, verði hann tekinn út af lista. Eftir að sjómannaverkfallið á Íslandi hófst hafa Færeyingar tryggt að varan hefur verið til hjá okkur en nú hafa þeir líka brugðist auk þess sem hátt verð hefur fælt suma kaupendur frá. Viktoríukarfi, sem hét áður nílarkarfi og seldist ekki undir því nafni, hefur selst vel í sneiðum sem líkjast flökunum okk- ar, en í raun er um miklu ódýrari vöru að ræða. En hann er í öllum búðarborðum, í plássinu okkar, enda gott framboð af honum meðan ekkert framboð hefur verið af ís- lenska karfanum.“ Spenna Samúel bíður spenntur eftir næstu viku en þá á hann von á um 150 tonnum af karfa frá þremur færeyskum togurum. Einn landar í Bremerhaven á sunnudag fyrir markaðinn á mánudag en afli hinna kemur í gámum. „Næsta vika verð- ur nálægt því að vera eðlileg vika og við bíðum spennt eftir því að sjá hvað gerist,“ segir Samúel. „Í raun erum við með í maganum því Vikt- oríukarfinn og aðrar fisktegundir hafa komið í staðinn fyrir íslenska karfann. Venjulega erum við með um 250 til 300 tonn af karfa á viku og þó nokkuð af flökum, bæði frá Íslandi og Færeyjum, en í næstu viku verða engin flök. Miðað við eðlilegar aðstæður værum við mjög ánægð með það sem í vændum er, en verkfallið hefur haft sín áhrif. Víða er búið að taka hilluplássið, sem við höfðum, og nú þurfum við að ná því aftur. Það er hægara sagt en gert.“ Að sögn Samúels þarf helst að vinna markaðinn á ný án þess að lækka verðið niður í nánast ekki neitt, eins og hann orðar það. „Ef ýsan dytti út af markaðnum í tvær til þrjár vikur á Íslandi hefði það ekki áhrif, því hún seldist um leið og hún kæmi aftur á markað, miðað við sama verð. Ef verðið væri óeðli- lega hátt keyptu neytendur eitt- hvað annað og sú hætta blasir líka við hjá okkur varðandi karfann. Hér er mjög hættulegt að láta vöru vanta og svo er þetta líka spurning um sölumennina. Hjá 45 kaupend- um okkar í Bremerhaven eru um 100 sölumenn og meðan við höfum ekki geta boðið upp á karfa hafa þeir snúið sér að öðru. Þeir ráða miklu um það hvernig okkur geng- ur.“ Ekkert uppboð á fiskmarkaðnum í Bremerhaven í vikunni Viktoríukarfi í staðinn fyrir íslenskan karfa Íslenskur karfi hefur verið uppistaðan á fiskmarkaðnum í Bremerhaven en nú er engan fisk að fá og engin uppboð. Myndin er hins vegar frá uppboði á karfa frá Breka VE og það er Magnús Arinbjarnarson, stýrimaður á Breka, sem er við hluta aflans. Ljósmynd/Sigurmundur G. Einarsson JAPANIR stefna á að veiða 160 hvali í vísindaskyni í norðvestur- hluta Kyrrahafsins á næstu tveim- ur mánuðum, en japönsk rann- sóknahvalveiðiskip héldu til veiðanna frá fjórum stöðum í Japan í gær. Alþjóða hvalveiðiráðið bannaði hvalveiðar í atvinnuskyni 1987, en síðan hafa Japanir mátt stunda þær í vísindaskyni. Þeir hafa einbeitt sér að hrefnum en í fyrra ákváðu þeir að bæta við skorureyðum og búrhvölum. Markmiðið að þessu sinni er að veiða 100 hrefnur, 50 skorureyðar og 10 búrhvali. Bæði búrhvalur og skorureyður eru frið- uð í Bandaríkjunum og búrhvalur er þar að auki á lista yfir tegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu. Alþjóða hvalveiðiráðið mótmælti umræddri ákvörðun Japana í fyrra og bandarísk yfirvöld reyndu ítrek- að að telja Japönum hughvarf, en talsmaður Fiskveiðistofnunarinnar í Japan segir að engin hætta sé á að gengið verði að stofnunum, því 22.000 skorureyðar og 102.000 búr- hvalir séu í norðvesturhluta Kyrra- hafsins. Um 600 hvalir í ár Japanir hafa veitt um 400 hvali á ári undanfarin ár í þeim tilgangi að fylgjast með stofnstærðum, matar- venjum og fleiru, en útlit er fyrir að þeir verði um 600 í ár. Þrjú japönsk hvalveiðiskip komu með 440 hrefn- ur til Japans í apríl eftir fimm mán- aða úthald við suðurheimskautið. Japanir hyggjast veiða 160 hvali ÁHRIFA sjómannaverkfallsins er nú farið að gæta verulega á fiskmörk- uðum landsins og hefur framboðið verið mjög lítið undanfarna daga. Verðið er að sama skapi nokkuð hátt. Alls voru seld tæp 60 tonn af þorski á fiskmörkuðum landsins í gær og var meðalverð á slægðum þorski rúmar 216 krónur kílóið. Aðeins voru boðin upp rúm 8 tonn af ýsu á mörk- uðunum í gær og var meðalverðið um 241 króna fyrir slægðan fisk. Það voru seld um 12 tonn af steinbít og var meðalverðið rúm 121 króna. Tryggvi L. Óttarsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðs Breiða- fjarðar, segir framboðið hafa verið mjög lítið undanfarna daga, enda ver- ið bræla lengst af vikunnar og smá- bátarnir ekki róið. Hann segir fisk- verðið því nokkuð hátt, þó menn hafi áður séð það hærra. „Við höfum áður séð svo hátt verð og reyndar nokkuð hærra á ýsunni. Það hefur hinsvegar ekki verið mikið framboð af stórri ýsu að undanförnu, en hún hefur einkum verið flutt út fersk með flugi og fyrir hana er greitt hæsta verðið. Hinsveg- ar er því ekki að neita að að verðið er hátt en það hefur reyndar hækkað jafnt og þétt allt síðasta ár. Þetta virðist vera það verð sem okkar kaupendur eru tilbúnir til að greiða og ég held að þeir fari ekki hærra. Menn spenna bogann eins hátt og þeir geta. Við erum mjög farnir að finna fyrir áhrifum verkfallsins og það er þungt hljóðið í markaðsmönnum þessa dag- ana. Framboðið var reyndar ágætt á mörkuðunum í apríl, sérstaklega fyr- ir vestan, en þá var tíðarfar gott og smábátarnir gátu róið. Auk þess var ekkert hrygningarstopp. Reyndar er framboðið mjög misjafnt. Þannig hef- ur verið mjög lítið framboð á mörk- uðum þar sem smábátaútgerð er lít- il,“ segir Tryggvi. Mjög lítið framboð á fiskmörkuðum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.