Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 29

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 29
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 29 DÖNSKU olíufélögin eru undir mikl- um og vaxandi þrýstingi vegna ásak- ana um að þau hafi haft samráð um bensínverð. Svipar málinu til Svíþjóð- ar þar sem sænsku neytendasamtök- in hafa stefnt Statoil, Norsk Hydro, Ok-Q8, Preem Petroleum og Shell fyrir samráð og krefja fyrirtækin um 7,5 milljarða bætur til neytenda. Ein þeirra sem hafa góða yfirsýn yfir málið er Birgit Petesen hjá dönsku neytendaupplýsingunum. Hún birtir upplýsingar um bensín- verð á Netinu svo að neytendur geti séð hvar ódýrast sé að fylla á tankinn. Niðurstaða hennar er að ekki leiki nokkur vafi á samráði, hvort heldur er þegar verðið hækkar eða lækkar. Þegar fyrsti tölvupósturinn berist um verðbreytingar sé þess ekki langt að bíða að hin olíufélögin sendi póst um hið sama. „Þetta er eiginlega dálítið fyndið því í hvert skipti sem eitthvert olíufélaganna sker sig úr er ástæðan sú að upphæðin hefur verið slegin vit- laust inn. Rétta verðið er alltaf það sama og hjá hinum félögunum, segir Rasmussen í samtali við Politiken. Blaðið hefur eftir heimildarmanni hjá einu olíufélaganna að haft sé sam- ráð í síma og að farið sé eftir heims- markaðsverði og gengi bandaríkja- dollars. Breytingar á öðru hvoru verði oftar en ekki, þó ekki alltaf, til breyt- inga á olíu- og bensínverði. Fullyrðir heimildarmaðurinn að öll olíufélögin hafi samráð þótt það sé ólöglegt en að ekkert fyrirfinnist á blaði um slíkt. Blaðið hefur eftir öðrum heimildar- manni að heimsmarkaðsverð endur- speglist ekki í bensínverðinu til danskra kaupenda, þótt breytingar á því séu skálkaskjól til að hækka verð. Upphæðin segi einungis til um hvaða verð yfirmenn olíufélaganna vilji fá í vasa sinn. Bensínfélögin hafa vísað fullyrðingum um samráð á bug en dönsku neytendasamtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að kanna hvort neytendur hafi greitt of hátt verð fyr- ir bensín. Þá hefur Berlingske Tid- ende birt greinaröð þar sem olíufélög- in eru sökuð um að hafa haft samráð um afslátt á bensínverði. Dönsk olíufélög sök- uð um verðsamráð Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Mannréttindadómstóll Evr- ópu fordæmdi í gær tyrknesk stjórnvöld fyrir margvísleg mannréttindabrot á Kýpur allt síðan tyrkneski herinn lagði undir sig norðurhluta eyjarinnar 1974. Það voru stjórnvöld á Kýpur eða í gríska hlutanum sem höfðuðu málið og var úrskurðurinn studdur atkvæðum 16 dómara af 17. Sem dæmi um mannrétt- indabrotin er nefnt, að marg- ir Grikkir, um 1.500 manns, hurfu eftir innrás Tyrkja og aðrir voru hraktir frá heim- ilum sínum. Tyrkjastjórn, sem sækist eftir aðild að Evr- ópusambandinu, hélt ekki uppi neinum vörnum í málinu og sagði, að tyrkneski hlutinn á Kýpur væri sjálfstætt ríki. Það viðurkenna þó engir nema Tyrkir sjálfir. Menn á Mars innan 20 ára DANIEL Goldin, yfirmaður NASA, bandarísku geimvís- indastofnunarinnar, sagði í gær, að menn yrðu farnir að spranga um á Mars innan 20 ára. Sagði hann þetta er minnst var 40 ára afmælis bandarískra geimferða. „Sú kynslóð, sem nú lifir, mun verða vitni að ferðum manna til annarra reikistjarna. Við munum smíða vélmenni, sem send verða til stjarna utan sólkerfisins, og að því mun koma, að mennirnir fylgi í kjölfarið. Við höfum verið innilokuð á jörðinni of lengi en það á fyrir okkur að liggja að byggja fleiri en eina reiki- stjörnu,“ sagði Goldin. NASA ætlar að senda geimfar til Mars 2007 og Goldin sagði, að á næstu ár- um myndi verða leyst úr þeim „miklu heilsufarslegu vanda- málum“, sem fylgja því að dveljast á reikistjörnunni rauðu. Helsta verkefni næsta Marsfars verður að mæla geislun og kanna hvort vatn er þar að finna en þetta tvennt getur skorið úr um hvort menn eiga yfirleitt nokkurt erindi til þessa ná- granna okkar. Zimbabwe gjaldþrota STJÓRNVÖLD í Zimbabwe eru hætt að greiða af erlend- um lánum og þar á meðal lán- um, sem þau fengu hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum. Thomas Dawson, talsmaður sjóðsins, staðfesti það í gær. Talið er, að erlendar skuldir Zimbabwe séu um 450 millj- arðar íslenskra króna. Er efnahagslífið í landinu að hruni komið vegna óstjórn- ar og óaldar, sem Robert Mugabe forseti og stjórn hans hafa kynt undir. Hefur hann stutt við flokka upp- gjafahermanna, sem hafa lagt undir sig bújarðir hvítra bænda og myrt marga þeirra. Að undanförnu hafa þessir flokkar látið greipar sópa um fyrirtæki í eigu hvítra manna og bækistöðvar alþjóðlegra hjálparstofnana. Stjórnin get- ur varla lengur séð lands- mönnum fyrir rafmagni og víða er engin sorphirða vegna þess að olíu- og bensínlaust er að verða í landinu. STUTT Tyrkir fordæmdir STJÓRNENDUR Boeing-flugvélaverksmiðjanna til- kynntu í gær að ákveðið hefði verið að flytja höfuðstöðvar fyr- irtækisins til Chicago frá Seattle, þar sem það hefur ver- ið staðsett frá stofnun árið 1916. Hafa borgirnar Chicago, Dallas og Denver barist um að fá fyrirtækið til sín allt frá því að tilkynnt var í mars að til stæði að flytja aðalskrifstofuna. Mun flutningurinn koma til framkvæmda í september. Flugvélaframleiðsla verður áfram í Seattle. Boeing flytur til Chicago

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.