Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 30
ERLENT
30 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÞAÐ hefur mikið verið á seyði í
Júgóslavíu undanfarið, og margt
komið á óvart. Eftir nokkurt japl
jaml og fuður og misheppnaða til-
raun hefur Milosevic verið hand-
tekinn án blóðsúthellinga, en það
gekk þó ekki þrautalaust. Frið-
samlegar kosningar í Svartfjalla-
landi [nýverið] kunna að vera fyr-
irboði átaka og erfiðra ákvarðana
um sjálfstæði, en góðar líkur eru
á því að deiluaðilar komist að nið-
urstöðu með því að ræðast við
fremur en með átökum. Þetta eru
stór framfaraskref, og sýna að
þrátt fyrir heilaþvott og með-
virkni margra Serba í glæpum
stjórnar Milosevic eiga lýðræði
og opið samfélag möguleika á að
skjóta rótum í því sem eftir er af
Júgóslavíu.
Serbar, og hin nýja stjórn
þeirra, standa frammi fyrir þeirri
lykilákvörðun hvort framselja
beri Milosevic til Haag. Næstum
því allir virðast sammála um að
það beri að gera, og Kostunica
forseti er beittur alþjóðlegum
þrýstingi að verða við því. En
ákvörðunin kann að varða líf og
dauða fyrir framtíð Serbíu. Marg-
ir sem eru sammála því að Milo-
sevic sé stríðsglæpamaður eru nú
þeirrar skoðunar að við ættum að
hlusta á það sem sagt er í Bel-
grad þessa dagana og háværar
kröfur þar um að draga beri Milo-
sevic fyrir dóm hans eigin þjóðar.
Siðferðisleg ábyrgð á því sem
Milosevic gerði hvílir á endanum
á serbnesku þjóðinni. Hún kom
honum til valda, þótt reyndar
væri það ekki með þeim hætti
sem er allsendis í samræmi við
lýðræðisleg viðmið; hún studdi
hann, jafnvel þótt hann leiddi
hana til þjóðernisglæpa og hvers
ósigursins á fætur öðrum. Að lok-
um steypti hún honum af stóli, og
hin nýju lýðræðislegu yfirvöld í
Belgrad hafa tekið mikla áhættu
með því að handtaka hann. Þessi
handtaka hefði eins getað endað
með blóðbaði sem hefði veikt
stöðu stjórnarinnar enn frekar.
Nýir leiðtogar Júgóslavíu ættu
nú að fá að meðhöndla Milosevic á
þann máta sem flýtir lýðræð-
isþróun í Júgóslavíu. Hans eigin
þjóð ætti að dæma um glæpi hans
– ekki alþjóðlegur glæpadómstóll.
Með þessum hætti myndu rétt-
arhöldin öðlast aukinn trúverðug-
leika og áreiðanleika, einkum í
hugum þeirra mörgu serba sem
enn á eftir að lærast sú lexía hve
umfangsmiklir glæpir Milosevic
voru í rauninni. En mestu skiptir,
að með því að takast á við
Milosevic neyðast Serbar, sem
margir studdu stjórn hans, til að
horfast í augu við eigin gjörðir og
takast á við eigin samvisku. Ein-
ungis með þessum hætti mun
Serbía geta öðlast sess á meðal
frjálsra og heilbrigðra Evrópu-
þjóða.
Ef réttarhöldin verða haldin
frammi fyrir fjarstöddum dómur-
um sem sitja í fjarlægri borg og
fara eftir óljósum og einhvern
veginn óhlutbundnum lagabók-
staf munu margir Serbar ekki líta
á þetta sem réttarhöld yfir Milo-
sevic, heldur mun þeim virðast
sem verið sé að úthluta serbnesku
þjóðinni réttlæti sigurvegaranna.
Það væri misskilningur. En engu
að síður verða pólitísk réttarhöld
(og stríðsglæparéttarhöld eru
ætíð pólitísk réttarhöld) að veita
lexíu, auk þess að veita refsingu.
Þær lexíur sem réttarhöld yfir
Milosevic kenna serbnesku þjóð-
inni eiga að koma frá serbneskum
dómurum innan kerfis sem flestir
Serbar samþykkja sem lögmætt.
Alþjóðleg hróp og köll um að
Milosevic skuli fluttur til Haag,
burtséð frá pólitískum afleiðing-
um, eru skiljanleg. En þessi
þrýstingur er ekki til góðs, og að
sumu leyti hræsnisfullur. Það er
jú staðreynd, að ef friðargæslulið-
ið í Bosníu ákveður að láta til
skarar skríða getur það handtek-
ið Radovan Karadzic og Ratko
Mladic hershöfðingja, bosníu-
serbnesku leiðtogana sem dóm-
stóllinn í Haag hefur ákært. Þetta
hefur ekki verið gert og virðist
ekki standa til.
Hvers vegna er ekkert aðhafst?
Það er augljóst að það liggja póli-
tískar ástæður þarna að baki.
Stjórnvöld í Bretlandi, Frakk-
landi og Bandaríkjunum hika við
að hætta lífi eigin hermanna í því
skyni að draga þessa erkiglæpa-
menn fyrir dómstóla. Karadzic og
Mladic hafa í mörg ár komist hjá
handtöku, reyndar allar götur
síðan Dayton-samkomulagið var
undirritað. Er ekki rétt að sýna
sama skilning þeim erfiðu að-
stæðum sem Kostunica forseti
býr við, og virða hlutskipti serb-
nesku þjóðarinnar? Er það virki-
lega þess virði að hætta á að
veikja stöðu nýsprottins lýðræðis
í Júgóslavíu til þess að efna til
réttarhalda sem júgóslavnesk
stjórnvöld virðast fullfær um að
annast?
Nú á að koma á fót friðar- og
sáttanefnd í Belgrad, og það
bendir til að núverandi leiðtogar
Júgóslavíu hafi skilning á því að
nauðsynlegt er að græða þau sár
sem morðstjórn Milosevic veitti
hans eigin þjóð. Alþjóðasamfélag-
ið ætti einnig að sýna serbnesku
þjóðinni þann skilning og þá sam-
úð sem það finnur til þegar það
þarf að ákveða hvort hætt skuli
lífi þess eigin hermanna til að
reyna að handsama Karadzic og
Mladic.
Látum Serba rétta
í máli Milosevic
eftir Shlomo Avineri
Shlomo Avineri er fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarstofn-
unar í Evrópufræðum við Hebr-
eska háskólann í Jerúsalem.
Þessi handtaka
hefði eins getað
endað með blóðbaði
sem hefði veikt
stöðu stjórnarinnar
enn frekar
© Project Syndicate.
Morgunblaðið/Thomas Dworzak
Stúdentasamtökin Otpor settu víða upp plaköt með áróðri gegn Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta
Júgóslavíu, þegar taugastríðið vegna handtöku hans fyrir skömmu stóð yfir í Belgrad.
DANSKA lögreglan og skattamála-
yfirvöld rannsaka nú mikið magn
skjala sem lagt var hald á fyrir
skömmu er látið var til skarar skríða
gegn forsvarsmönnum Tvind-sam-
takanna vegna meintra skattsvika.
Tvind reka lýðháskóla um allan heim
og standa fyrir reglulegum fjársöfn-
unum til aðstoðar íbúum þriðja
heimsins. Samtökin voru stofnuð fyr-
ir þremur áratugum.
Yfir 50 lögreglumenn tóku þátt í
áhlaupi á skrifstofur og heimili nokk-
urra forsvarsmanna Tvind en aðeins
einn af fjórum aðalforsprökkum sam-
takanna var handtekinn, talsmaður-
inn Poul Jørgensen. Hann var yfir-
heyrður daglangt en síðan sleppt.
Ekki hefur verið lögð fram ákæra í
málinu en Tvind-samtökin eru grun-
uð um að hafa komið sem svarar til
ríflega 760 milljóna undan skatti.
Ekki hefur verið staðfest hvort
stofnandi Tvind-samtakanna, Mog-
ens Amdi Petersen, er á meðal þeirra
sem kalla á til yfirheyrslu en flestir
danskir fjölmiðlar ganga út frá því
sem vísu. Amdi Petersen hefur ekki
sést opinberlega frá árinu 1979 en þá
þegar voru samtökin orðin umdeild
og komin undir smásjá skattayfir-
valda. Sumir hafa líkt tilraunum yf-
irvalda og fjölmiðla til að koma högg-
stað á Tvind við nornaveiðar en til
marks um það má nefna að sett voru
sérstök lög með það að markmiði að
svipta Tvind ríkisstyrkjum. Hæsti-
réttur Danmerkur felldi lögin hins
vegar úr gildi árið 1999 og sagði þau
ekki standast stjórnarskrána. Öllum
umsóknum Tvind um opinbera að-
stoð hefur verið hafnað frá þeim
tíma.
Fyrrverandi starfsmenn Tvind
segja Amdi Petersen stýra Tvind-
samtökunum frá Flórída í Bandaríkj-
unum en hann hefur ekki undirritað
nein skjöl samtakanna um árabil.
Útilokar danska lögreglan ekki að
gefin verði út alþjóðleg handtöku-
skipun á hendur einstökum meðlim-
um Tvind og er þar vafalaust átt við
Petersen.
Skattsvikin eru talin framin í
tengslum við sjóð sem nefnist „Sjóð-
ur til styrktar mannúðlegum aðstæð-
um, til styrktar rannsóknum og
vernd náttúrunnar“ sem stofnaður
var til að halda utan um verkefni
Tvind í þróunarlöndum. Hefur sjóð-
urinn verið undir smásjá stjórnvalda
frá árinu 1994 en hvorki hefur gengið
né rekið í að fá nákvæmar upplýs-
ingar um framlög til hans.
Lögregla hóf rannsókn að nýju sl
haust í kjölfar sjónvarpsþáttar um
Tvind. Þar var fullyrt að Tvind-
styrktarsjóðurinn, sem kennarar
Tvind-skólanna greiða 15% af laun-
um sínum í og fá skattafrádrátt,
greiddi mestallt féð til forsprakka
Tvind í stað þess að styrkja þróun-
arverkefni. Lögregla telur að alls hafi
um 250 kennarar greitt 750 milljónir
til sjóðsins frá árinu 1987.
Eins og áður segir eru Tvind-sam-
tökin afar umdeild en þau reka alls 32
skóla. Tvær íslenskar stúlkur sem
sóttu Tvind- námskeið í Danmörku
sögðu farir sínar ekki sléttar í samtali
við Morgunblaðið árið 1997 en þær
sögðu ekki hafa verið staðið við gefin
loforð, hvorki um þá kennslu sem í
boði var, né námsferðir, auk þess sem
misvísandi upplýsingar voru gefnar
til nemenda um kostnað við námið.
Danska lögreglan leggur hald á skjöl
Tvind-samtökin
grunuð um svik
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
Tvind-samtökin hafa rekið lýðháskóla, einn af þeim er Den rejsende
højskole í Fakse á Sjálandi.
YFIRVÖLD í Arizona í Bandaríkjun-
um leggja nú mikið kapp á að „lækna“
fanga, sem haldinn er alvarlegum
geðklofa, svo unnt sé að taka hann af
lífi fyrir morð. Í yfirlýsingu frá mann-
réttindasamtökunum Amnesty Int-
ernational segir, að sú ákvörðun að
reyna að koma geðsjúkum manni til
heilsu svo hægt sé að lífláta hann sé
fyrirlitleg og siðferðislega ósæmandi.
Claude Maturana, dauðadæmdi
fanginn, myrti Glen Estes, 16 ára
gamlan dreng, skammt frá Tucson í
Arizona og var ástæðan sú, að hann
hélt, að Estes hefði stolið varahlut í
bíl. Reyndi hann síðan að afhöfða líkið
áður en hann gróf það í eyðimörkinni.
Var Maturana, sem er franskur rík-
isborgari, dæmdur til dauða fyrir níu
árum.
Álit sérfræðinga hunsað
Réttarhöldin yfir honum vöktu á
sínum tíma mikla athygli og hneyksl-
un en hann var úrskurðaður sakhæf-
ur þótt efast væri um andlegt heil-
brigði hans. Meðal þeirra sem efuðust
var dómskipaður sálfræðingur en á
álit hans og annarra var ekki hlustað.
Skipaður verjandi hans gerði heldur
enga athugasemd við úrskurð réttar-
ins um sakhæfi Maturana en eftir að
hann hafði verið dæmdur til dauða
komust sálfræðingar að þeirri niður-
stöðu, að hann þjáðist af alvarlegum
geðklofa og ofsóknarbrjálæði og þess
vegna var hann vistaður á fangelsis-
deild ríkissjúkrahússins í Arizona.
Carla Ryan, lögfræðingur Mat-
urana, segir, að andlegu ástandi hans
hafi hrakað mikið með árunum. Yf-
irleitt sé ekki hægt að ná til hans og
tali hann mest um væntanlega heim-
sókn móður sinnar, sem lést fyrir 30
árum, og haldi raunar, að sjálfur sé
hann látinn.
Samkvæmt lögum Arizona-ríkis
má ekki lífláta mann nema hann geti
gert sér grein fyrir þeim örlögum sín-
um. Þingmenn í ríkinu berjast hins
vegar fyrir því, að aftakan fari fram,
en læknar hafa neitað að reyna að
„lækna“ Maturana með meiri lyfja-
gjöf. Segja þeir, að það stríði gegn
siðareglum þeirra.
Bréf til 1.400 sálfræðinga
Dómsmálaráðherrann í Arizona
sendi 1.400 sálfræðingum vítt og
breitt um Bandaríkin bréf þar sem
hann bað þá að meðhöndla Maturana.
Neituðu því allir nema einn, dr. Nel-
son Bennett í Georgíu. Hann komst
fljótlega að þeirri niðurstöðu, að Mat-
urana væri nógu heill til að vera tek-
inn af lífi.
Geðsjúkur „lækn-
aður“ fyrir aftöku?
Los Angeles. Daily Telegraph.