Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 33

Morgunblaðið - 11.05.2001, Page 33
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 33 VALA Þórsdóttir, leikari og rit- höfundur, er nýlega snúin heim úr vel heppnaðri för á leiklistarhátíð í Búdapest í Ungverjalandi. Vala fór þangað ásamt þremur öðrum félögum í leikhópnum Icelandic Takeaway Theatre sem hefur sýnt jöfnum höndum í London og Reykjavík. Leikhópurinn sýndi tvær sýningar á hátíðinni, Háaloft eftir Völu Þórsdóttur og Engla al- heimsins eftir Einar Má Guð- mundsson í leikgerð Neils Haighs. Þetta eru hvort tveggja einleikir og þau Vala og Neil leika. Leik- stjóri beggja sýninganna er Ágústa Skúladóttir. Háaloft fjallar um unga konu sem þjáist af geðhvörfum og vakti mikla athygli þegar það var frum- sýnt sl. haust í Kaffileikhúsinu. Örfáum dögum síðar frumflutti Vala verkið á ensku á IETM-þingi sem haldið var hér í Reykjavík og boðið á leiklistarhátíðina í Búda- pest var bein afleiðing af sýning- unni á þinginu. „Það voru hér fulltrúar frá RS9-leikhúsinu í Búdapest sem vildu endilega fá sýninguna á hátíðina og eftir að hafa fengið styrki til fararinnar frá menntamálaráðuneytinu, Geðrækt og heilbrigðisráðuneytinu gátum við þegið boðið,“ segir Vala. „Þetta var í 7. sinn sem hátíðin er haldin en í fyrsta sinn sem erlendum leik- hópum var boðið að vera með og þarna voru leikhópar víðs vegar að og samtals voru 45 sýningar á há- tíðinni, sem stóð í 10 daga.“ Þegar hátíðinni lauk stóð Icelandic Take- away Theatre með pálmann í höndunum því sýningar þess hlutu verðlaun gagnrýnenda í Búdapest sem fylgdust grannt með öllum sýningunum. Kontrabassi og leikkona Í dag kl. 17 ætlar Vala Þórs- dóttir þó að sýna á sér aðra hlið þar sem hún kemur fram á tón- leikum á Kirkjubæjarklaustri ásamt kontrabassaleikaranum Dean Ferrell en þau hafa sett saman efnisskrá fyrir kontrabassa og leikkonu með ýmiss konar tón- list og glensi. „Efnisskráin er hugsuð sem sambland af tónleik- um, skemmtun og fræðslu,“ segir Dean þar sem þau Vala voru að æfa sig í gærdag. Fyrst á efnis- skránni er Velkomin í kontra- bassaland eftir bandaríska tón- skáldið Barney Childs. „Þetta er tónlist ásamt texta sem Vala flyt- ur. Síðan spila ég verk eftir Dragonetti og Vala segir frá hon- um. Þá spila ég Söng fuglsins sem er katalónskt þjóðlag. Næst er Gymnopedie eftir Eric Satie, eitt af þessum verkum sem flestir kannast við en vita ekki hvað heit- ir. Vala les upp ljóð eftir Mallarmé en ljóðið og tónverkið eiga mjög vel saman, eru ljóðræn og þeir Satie og Mallarmé voru samtíma- menn. Þá flytjum við Prufuspil eft- ir Jon Deak. Þetta er grínverk fyr- ir bassa og leikara þar sem Vala bregður sér í hlutverk kontra- bassaleikara sem er að prufuspila fyrir valnefnd. Ég leik nefndina. Tónleikunum lýkur svo með verk- inu Síðasti kontrabassinn í Las Vegas eftir Eugene Kurtz, sem er verk fyrir kontrabassa og leikara.“ Vala segir að þetta verk hafi þau Dean flutt á Dögum dimmra strengja sem haldnir voru í Gerðu- bergi í fyrra. „ Þetta er verk um konu sem þráir að eiga mjög náin samskipti við kontrabassa. Það gerði svo mikla lukku þar að við ákváðum að halda samstarfi okkar áfram og þessi tónleikadagskrá er útkoman,“ segir Vala. Þau munu flytja dagskrána í Pakkhúsinu á Höfn í Hornafirði á laugardaginn og eftir viku verða þau á ferðinni í Hveragerði. Hvort fleiri fái að njóta dag- skrárinnar er enn óráðið að þeirra sögn. Tónleikarnir eru haldnir með stuðningi FÍT, menningarmála- nefndar Skaftárhrepps, menning- armálanefndar Hornafjarðar og Tónlistarfélags Ölfushrepps. Morgunblaðið/GolliVala Þórsdóttir leikari og rithöfundur og Dean Ferrell kontrabassaleikari. Kona sem þráir kontrabassa Vala Þórsdóttir er nýkomin heim frá leiklistarhátíð í Ungverjalandi með einleik- inn Háaloft. Í dag og á morgun leikur hún á móti kontrabassaleikaranum Dean Ferrell á tónleikum á Kirkju- bæjarklaustri og Höfn í Hornafirði. SAMTÖKIN Handverk og hönn- un, sem starfað hafa um nokkurra ára skeið, eru nú flutt í ný og nota- leg húsakynni á efri hæðinni í fal- lega húsinu við Aðalstræti 12. Vel við hæfi varð mér hugsað er inn kom og leit í kringum mig, allt hið vistlegasta hvert sem augað leit. Miklir möguleikar um nýtingu rýmisins þótt ekki sé það mikið um sig, samt ólíkt meira en í Bern- höftstorfunni, þar sem samtökin munu fyrst hafa kynnt sig. Eins og segir í fyrsta fréttabréfi samtakana, gefið út í febrúar 2001; hafa á þeim 5 sýningum sem haldnar hafa verið frá því að verk- efnið fékk endurnýjaðan rekstrar- styrk 1999, rúmlega 100 aðilar sýnt á vegum þeirra, sumir oftar en einu sinni. Aðsókn hefur verið mjög góð og ber hæst sýningin Nytjalist úr náttúrunni, en áætlað er að um níu þúsund manns hafi séð hana. Þetta eru vænar og mik- ilsverðar fréttir því óumdeilanleg er þýðing og vægi samtakanna fyr- ir þjóðarheildina og hagsmuni þjóðarbúsins, einungis furða að starfsferill þeirra eigi sér ekki til muna lengri sögu. Teljast einu þrepi ofar almennum heimilisiðn- aði þar sem hann gerist bestur, sviðið handverk, listiðnaður og hönnun. Hér skulu gerðar strang- ar gæðakröfur, markaðssetningin skipuleg og markviss. Aðsóknin gefur svo til kynna, að áhugi er mikill og almennur sem eru þær burðarstoðir sem mestu skiptir varðandi allar skapandi athafnir og viðgang þeirra. Um að ræða að kynna og mark- aðssetja það sem einfaldast og réttast væri að nefna brúkslist, sem mun alíslenzkt orð yfir hug- takið, í senn einfalt og skilvirkt, en við höfum illu heilli ekki nýtt okk- ur í sama mæli og frændþjóðirnar, einkum Danir. Í ríki Margrétar Þórhildar eru menn þó sem óðast að finna ný og fínni orð yfir hug- takið, eins og t.d. alþjóðlega sam- heitið Design, og væri þá lag að nota sögnina að brúka meir og al- mennar en áður á heimavelli tung- unnar, hún er ekki dönskusletta eins og áður var haldið. Það sem þessi nytsömu samtök kynna landsmönnum að þessu sinni eru þrjú fulldúkuð borð undir kjörorðinu; „Borðum saman við fallega búið borð og verum lengi að því“. Eru orð að sönnu á tímum hraðans og skyndibitanna, en um leið afturhvarfs til fyrri siða og náttúrunnar. Maðurinn er félags- vera þrátt fyrir allar hagkvæmar og forvitnilegar nýjungar, ekki má með öllu fyrnast fyrir samheldni og fjölskyldubönd, þá er voðinn vís eins og fram hefur komið. Óvefengjanlega af hinu góða og heilbrigða að nálgast allan mat af virðingu, skilur manninn frá dýr- um merkurinnar. Furðulegt til að hugsa, að allar hinar miklu fram- farir tuttugustu aldar hafa fært manninn nær villidýrinu hvað mat- arsiði og umgengni við fæðu varð- ar. Stór hluti vestrænnar menn- ingar varð þó til við matarborðið, í það minnsta af mýkri og notalegri tegundinni sem ekki má missa sín án þess að lífræn gildi hljóti skaða af. Mannlegar þarfir og rennandi blóð er mikilvægara hraðanum og reglustrikunni þegar til lengdar lætur og á einnig við um matarsiði og sjálft matarborðið. Enneigin virðingin fyrir skilningarvitunum, ekki síst bragðlaukunum. Ekki ýkjalangt síðan sérstök ílát voru fyrir hvern rétt og sérstök glös fyrir hvern drykk og er hér mikil og löng menningarsaga að baki. Misskilningur að fagurfræðin sé einungis fyrir efri stéttir og ríkt fólk, því almættið fór ekki í mann- greinarálit þegar kom að því að skapa taugakerfið né næmið fyrir undrum veraldar. Leyndardómur- inn felst einnig í því að það er alls ekki sama hvaða efni koma saman með vísun til bragðs, ilms og skynjunar, og þótt mörgum nú- tímamanninum þyki það undarleg er það ekki einungis hefðin og van- inn sem hér ræður. Kannski ein- faldast að finna mun með því að drekka gott kaffi úr postulínsbolla svo og pappa- eða plastmáli. Þá skiptir lögun og mótun mataríláta drjúgu máli og er hér askurinn okkar jafnvel til vitnis um, trúlegt að öllu ánægjulegra hafi verið að neyta matar úr fagurlega útskorn- um aski er fór vel í hendi en óvandaðri klastursmíð. Listilega dúkað borð einnig meiri upphafn- ing fyrir augað en kjaltan og hnés- bæturnar einar og sér. Sýningin Borðleggjandi færir okkur nær fortíðinni, en einnig verðmætari hliðum nútíðarinnar, er augu almennings hafa loks opn- ast fyrir mikilvægi óspilltrar nátt- úru, um leið ekta og jarðtengdu sköpunarferli í hönnun á tímum litlausrar fjöldaframleiðslu. Lista- konurnar sex sem hér hafa parað sig um matarílát annars vegar og dúka, munnþurkur og sessur hins- vegar, allar af markverðri gráðu á sínu sviði. Verka þeirra sér stað á þrem lágum aflöngum borðum þar sem hverjum hlut er skipað til öndvegis samkvæmt hefðum og mörkuðum reglum og á þann veg að þær hafa allar drjúgan sóma af. Um mjög öguð og vönduð vinnu- brögð að ræða þó ekki séu þau úr- skerandi frumleg. Í stuttu máli yndisþokkafull sýning, sem líkt og húsið sjálft lyftir brúnum gests og gangandi, næstum allt upp í koll- vik… Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson „Borðleggjandi“ Bragi Ásgeirsson Borð 2 ber heitið Fjöruborð, höfundar eru Margrét Jónsdóttir og Helga Pálína Brynjólfsdóttir. LIST OG HÖNNUN H a n d v e r k o g h ö n n u n A ð a l s t r æ t i 1 2 BORÐBÚNAÐUR Ólöf Erla Bjarnadóttir, Ragna Fróðadóttir, Margrét Jónsdóttir, Helga Pálína Brynjólfsdóttir, Kristín Sigfríður Garðarsdóttir, Guðlaug Halldórsdóttir. Opið alla daga nema mánudaga frá 12–17. Til 20. maí. Aðgangur ókeypis.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.