Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 34

Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 34
LISTIR 34 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÚTSKRIFTARSÝNING listnema Listaháskóla Íslands verður opnuð á morgun, laugardag, kl. 14. Eins og undanfarin ár verður sýningin haldin í húsnæði skólans að Laug- arnesvegi 91 í Reykjavík. Þetta er annað árið sem nemar með BA- gráðu eru útskrifaðir frá skólanum og munu gestir sjá verk 64 nem- enda, bæði af hönnunar- og mynd- listarsviði. Alla daga sýningarinnar verða nemendur á staðnum og munu veita leiðsögn um svæðið. Upp- ákomur verða í boði og einnig verð- ur hægt að sjá innsetningar, sýn- ingar á myndböndum, málverk, skúlptúr og grafík frá myndlist- arsviði sem og leirlist, textíl og grafíska hönnun frá hönnunarsviði. Í sambandi við sýninguna hefur Listaháskóli Íslands látið prenta sýningarskrá með textum frá nem- endum og myndum af verkum þeirra. Sýningarskráin verður til sölu á opnuninni sem og alla sýn- ingardaga. Gjörningar og aðrar uppákomur hefjast kl.13 en kl.13.30 mun Krist- ján Steingrímur Jónsson deild- arforseti formlega opna sýninguna. Hún stendur til 20. maí og verður opin daglega kl. 14–18. Útskriftarnemar Listaháskóla Íslands á þessu vori. Útskriftarsýning listnema LHÍ EINS og áður er þar boðið til bestu rétta af borði kirkjulista bæði í orði, tónum og myndmáli á Kirkju- listavikunni sem nú stendur yfir. Tónlistarfélag Akureyrar lagði á þetta nægtaborð listanna, svo líking- unni sé haldið, þá Óskar Pétursson og Björn Steinar Sólbergsson, sem fetuðu þekkta braut í lagavali. Tón- leikarnir hófust með sálmforleik Páls Ísólfssonar við sálminn Víst ertu, Jesú, kóngur klár, sem Óskar botnaði með því að syngja laggerð Páls við sálminn og við orgelundir- leik Björns Steinars. Það var ánægjulegt að heyra hvernig Óskar byggir söng sinn á ómblíðum og mjúkum tónum, en á alltaf nægan styrk eftir án þess að yfirdrífa á kostnað fegurðarinnar. Samleikur þeirra Björns Steinars var með ágætum og öll blæbrigði vel útfærð. Í raun finnst manni ótrúlegt að svo mikið tónlistarnæmi og tær söngur komi frá manni sem alla daga brasar í bílaryki og olíustybbu, því Óskar starfar sem bifvélavirki. Manni varð vel ljóst á tónleikunum að ákvörðun menningarmálanefndar Akureyrarbæjar nýverið að veita Óskari sex mánaða starfslaun til að sinna list sinni er löngu tímabær. Þeir eru ekki fáir mannfagnaðir og reyndar líka tregastundir á Akur- eyri og víðar um land, þar sem Óskar hefur með söng sínum látið fólki líða betur og mér liggur við að segja að gera það að betri manneskjum. Þannig leið mér á tónleikum Óskars og Björns Steinars, einhvers konar sálarbað voru þessir tónleikar og ekki dró úr stemmingunni að ganga út í vorfegurðina að tónleikum lokn- um. Ég hefði þó gjarnan kosið ný- meti á efnisskránni. Á eftir Páli Ís- ólfssyni kom Friður á jörðu eftir Árna Thorsteinsson, og síðan tveir sálmar eftir Þórarin Guð- mundsson og þá Mar- íuvers Matthíasar Jochumssonar við lag Áskels Jónssonar. Ave María Kaldalóns og einnig sú víðþekkta sem Gounod samdi og notaði sem undirleik prelúdíuna í C dúr eft- ir Bach voru á efnis- skránni. Áður en Ósk- ar söng Panis Angelicus eftir Cesar Franck lék Björn Steinar með tilþrifum á orgelið Kóralinn nr. 3 í a-moll eftir sama höfund. Mér fannst Sanctus-þátturinn úr Messe Solenelle eftir Gounod lenda utan við þá einlægu stemmningu sem Óskar og Björn Steinar byggðu upp. Ég hygg að sá óperuháttur og kraftastíll sem Gounod finnur söngnum hafi ráðið mestu um þessa tilfinningu mína. Tenórinn Óskar glansaði svo í lokin í fluningi á Agnus Dei eftir Bi- zet, sem reyndar er orðið allt að því ofnotuð af tenórum heimsins. Óskar söng þó lagið af nægri smekkvísi og næmi til að gera flutninginn per- sónulegan og hrífandi. Að loknu miklu klappi og aukalagi hélt ég út í glóandi kvöldsólina með tenór- glampa í sálinni. Glóandi kvöldsól og glampandi tenór TÓNLIST A k u r e y r a r k i r k j a Sjöunda Kirkjulistavika Akureyr- ar. Óskar Pétursson tenór og Björn Steinar Sólbergsson organisti. Þriðjudagskvöldið 9. maí. TRÚARLEGIR SÖNGVAR Björn Steinar Sólbergsson Óskar Pétursson Jón Hlöðver Áskelsson VORTÓNLEIKAR Reykjalundar- kórsins verða haldnir í hátíðarsal Varmárskóla í Mosfellsbæ á sunnudag kl. 16. Á efnisskrá eru m.a. íslensk þjóðlög, lög úr ís- lenskum leikritum og lög úr er- lendum söngleikjum. Stjórnandinn Íris Erlingsdóttir syngur einsöng. Undirleikarinn er Judith Þor- bergsson og leikur hún á píanó og fagott. Miðaverð 1.000 kr., frítt fyrir börn. Vortónleikar Reykjalund- arkórsins SÖNGSKEMMTUN verður haldin í Hveragerðiskirkju á sunnudag kl. 17. Þar koma fram Kór Orkuveitu Reykjavíkur, Sönghópurinn Veir- urnar og Signý Sæmundsdóttir sópran. Flutt verða íslensk og erlend lög sem mörg hver eru tengd vor- komunni. Stjórnandi kóranna er Þóra Fríða Sæmundsdóttir og píanó- leikari er Kristinn Örn Kristinsson. Miðaverð á söngskemmtunina er 500 kr. Söngskemmtun á sunnudegi KVENNAKÓRINN Kyrjurnar heldur tónleika í Laugarneskirkju á sunnudag kl. 17. Á söngskrá eru söngvar frá Afr- íku, S-Ameríku, þekkt íslensk vor- ljóð o.fl. Í Kvennakórnum Kyrjunum eru söngelskar konur á öllum aldri, sem sungið hafa saman frá stofnun kórs- ins árið 1995. Stjórnandi kórsins er Sigurbjörg Hvanndal Magnúsdótir og undirleikari er Halldóra Aradótt- ir. Miðaverð er 1.000 kr., 500 kr. fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja en frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Kyrjur í Laugarnes- kirkju Gula húsið – Fílapensillinn Síðasta sýningarhelgi á verkum málara af yngri kynslóðinni í gula húsinu á horni Frakkastígs og Lindargötu er nú um helgina. Hópurinn nefnir sig Fílapensilinn. Sýningin er opin á föstudag frá 16–18.30 og laugardag og sunnu- dag 12–16. Gallerí Stöðlakot Sýningu Kristjáns Jónssonar í Galleríi Stöðlakoti á Bókhlöðustíg lýkur á sunnudag. Á sýningunni eru ný málverk unnin með bland- aðri tækni á striga. Stöðlakot er opið daglega frá kl. 14–18. Sýningum lýkur ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ KAMMERKÓRINN Vox academica heldur árlega vortónleika sína í Sel- tjarnarneskirkju á morgun, sunnu- dag, kl. 17. Kórinn flytur m.a. madri- gala frá Englandi og Ítalíu, þjóðlög í útsetningum Gustav Holst og Vaug- han Williams, og trúarleg kórverk eftir 20. aldar tónskáldin Randall Thompson, Javier Busto og Samuel Barber. Einnig verður frumflutt nýtt verk sem Atli Heimir Sveinsson hefur samið fyrir kórinn við ljóð Bjarna Thorarensen, „Rannveig Filippus- dóttir“. Þá mun kórinn flytja nokkra þætti úr spænska kórverkinu Misa flamenca eftir Paco Peña. Í „Fla- mencomessunni“ mætast tveir meg- inþættir spænskrar menningar – hugmyndakerfi kaþólsku kirkjunnar og hugarheimur flamencodansins – á dulúðugan og magnaðan hátt. Verkið var fyrst flutt árið 1988. Eins og venja er í flamencotónlist eru ekki til að því hefðbundnar nótur, en Símon Ívarsson gítarleikari hefur útsett hluta verksins fyrir blandaðan kór, gítar og klarínettu. Símon mun sjálf- ur leika á gítar á tónleikunum en Guðni Franzson á klarínettu. Stjórnandi kórsins er Hákon Leifsson. Miðar verða seldir við innganginn og kosta 1.500 kr. Kammerkórinn Vox Academica. Vox Academica á vortónleikum  Ítrekunartíðni afbrota á Íslandi hefur að geyma greinargerð rannsókna á afturhvarfi brota- manna til afbrotahegðunar eftir út- tekt refsingar sem gerð var af Eric Baumer, prófessor í afbrotafræði við Missouri-háskóla, St. Louis í USA, Helga Gunnlaugssyni, dós- ent í félagsfræði við Háskóla Ís- lands, Kristrúnu Krisinsdóttur, lögfræðingi í dómsmálaráðuneyt- inu, og Richard Wright deild- arforseta afbrotafræðideildar Mis- souri-háskólans í St. Louis. Í fréttatilkynningu segir m.a.: „Í bókinni er leitað svara við mörgum brýnum spurningum er lúta að því hvaða þættir auka eða draga úr lík- um á ítrekun afbrota. Þar kemur fram að svarað sé m.a. spurningum um það hver sé ítrekunartíðni brotamanna sem ljúka afplánun í fangelsi á Íslandi og hver sé ítrek- unartíðni þeirra sem ljúka fulln- ustu dóma án fangelsunar, hvort hlutfallið hafi breyst yfir lengri tímabil, hver sé meðaltímalengd frá lokum afplánunar í fangelsi eða annarra viðurlaga til afturhvarfs til afbrota og loks um það hvernig ítrekunarmynstur á Íslandi eru í samanburði við mynstrin í öðrum löndum, hvernig Íslendingar standa sig í baráttunni við glæpi í samanburði við aðrar þjóðir.“ Háskólafjölritun ehf gefur út bókina og er þar til sölu. Bókin er 97 síður í B4 broti. Verð: 1.600 kr. Nýjar bækur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.