Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 36
LISTIR
36 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÆVISÖGUR eða ævisögubrot
verða öðrum þræði alltaf spegil-
mynd af því þjóðfélagi, sem viðkom-
andi elst upp í og mótar hann. Þjóð-
félagið er að gerð oftast arfur fyrri
kynslóða eða eldri þjóðfélagsgerða.
Sögusvið Haffners var Þýskaland á
árunum 1914-33. Sebastian Haffner
fæddist í Berlín 1907, faðir hans var
dómari, mótaður af prússneskri
erfð, erfð réttarríkisins, mótaður af
borgaralegri siðmenningu, reglu og
viðhorfum sem áttu sér langa mót-
unarsögu í evrópskum menningar-
arfi. Faðir hans hafði mikinn áhuga
á bókmenntum og var innlifaður
þýskum og evrópskum bókmennt-
um og átti stórt bókasafn, sem allt-
af bættist við.
1907 var svo komið í þýska ríkinu
að aðall og iðnrekendur ásamt
kaupsýslumönnum voru þær stéttir
sem mótuðu stjórnarstefnuna
ásamt valdamiklum þjóðhöfðingja.
Meginþorri þjóðanna hafði verið
bændur, allt fram á fyrri hluta 19.
aldar hafði svo verið, iðnaður og
verslun eykst með vélvæðingu iðn-
aðarins og verslun með vélvæddum
samgöngum. Þegar líður á 19. öld
fjölgar mjög í borgum landsins,
verkamannastéttinni hraðfjölgar og
af því leiddi breyting á gerð þýsks
samfélags, en 1907 var þessi breyt-
ing í gerjun. Á Prússlandi voru
landeignir í eigu aðalsins eða jun-
keranna og bændur erjuðu jarðir
þeirra og voru húsbóndahollir. Yf-
irstjórn hersins var skipuð junker-
um. Sá maður sem hafði ráðið mót-
uninni á síðari hluta 19. aldar var
Bismarck og sú „realpólitík“ sem
enn mótaði þýska pólitík var hans
mótunarverk, þótt hann hefði orðið
að víkja á síðasta áratug 19. aldar.
Allt virtist í föstum skorðum laga
og réttar. Efnahagur Þjóðverja
blómgaðist með stórstígum fram-
förum í iðnaði, verðlagið var stöð-
ugt og öryggiskennd um óbreytt
ástand var ríkjandi.
Höfundurinn segir að hann hafi
vaknað til sjálfsmeðvitundar þegar
fréttin barst um upphaf fyrri
heimsstyrjaldar. Hann var þá eins
og svo margir evrópskir samtíð-
armenn hans, í sumarfríi, á herra-
garði í Pommern. Fyrsta fréttin
barst 1. ágúst 1914. Fyrst í stað var
fréttin ekki tekin alvarlega. Herra-
garðurinn var fremur afskekktur,
umkringdur miklum skógum, sem
höf. segist þá sjö ára hafa unað sér
í og elskað meira en nokkuð annað í
heiminum.
En stríð var hafið og seinasta
daginn sem fölskyldan dvaldi við
skógana, laumaðist drengurinn út í
skóginn og fannst þar rétt fyrir
brottförina, hágrátandi, sitjandi á
trjábol, með andlitið í höndum sér.
Hann kom aldrei aftur inní þessa
skóga „bernsku sinnar“.
Svo hefjast stríðsárin 1914-1918.
Höfundurinn hóf skólagöngu í
barnaskóla í Berlín, síðan í mennta-
skóla, lærði að skrifa og reikna og
síðan latínu og sögu ásamt öðrum
skyldugreinum. Leikir og göngu-
ferðir, en það sem var þýðingar-
mest og gaf hverjum degi lit, voru
tilkynningar herráðsins um stríðs-
reksturinn. „Ég gekk á hverjum
degi að lögreglustöð spottakorn frá
heimili mínu og las hinar daglegu
tilkynningar um gang stríðsins, sig-
urvinninga, undanhald samkvæmt
áætlun. „Im Westen Nichts Neues“
hryggði mann, stríðsspennan slakn-
aði og lífið varð grárra og skyldu-
námið varð helmingi leiðinlegra.
Stríðsspennan öll þessi stríðsár var
svo að segja inntak lífsins.“
Eftir því sem leið á styrjöldina
magnaðist andúðin á „óvinunum“,
síðar endurtók þessi stríðsspenna
sig í pólitískum deilum lýðveldisins,
í stað erlendra óvina komu nú póli-
tískir andstæðingar, „óvinir“ sem
voru réttdræpir. Leikreglur voru
hundsaðar og pólitísk barátta
drabbaði niður.
Höf. lýsir hugarheimi ellefu ára
drengs, sem lifir stríðið sem spenn-
andi kappleik, sem myndi ljúka með
sigri hinna þýsku herja. Vettvangur
stríðsins var fjarlægur, hinn al-
menni borgari lifði stríðið í fjar-
lægð, vígvellirnir voru utan Þýska-
lands, hryllingur stríðsins var þar,
dagar hinnar algjöru styrjaldar
voru ekki runnir upp. Og sigurlíkur
Þjóðverja virtust þeim ellefu ára
ótvíræðar. Þjóðverjar höfðu sigrað
Rússa, komið af stað byltingu í
Rússlandi m.a. með því að senda
Lenin til Rússlands í innsigluðum
lestarvagni. Þeir réðu Úkraínu,
matarforðabúri Evrópu og höfðu
aðgang að olíu og öðrum hráefnum
til stríðsrekstursins. Og vígvellirnir
í vestri voru innan landamæra
Frakklands.
Tilkynningar herráðsins bentu til
lokasigurs jafnvel sumarið 1918 og
fram í október sama ár.
9. og 10. nóvember mátti lesa til-
kynningu herráðsins um „að herir
vorir hafa dregið sig nokkuð til
baka og tekið sér stöðu í fyrirfram
ákveðnum varnarstöðvum eftir
hetjulega baráttu.“
11. nóvember er engin herráðstil-
kynning birt. Svarta taflan var auð.
Og síðan komu fregnirnar um
„vopnahlé“. Vonir og vissan um
lokasigur var hrunin. Heimur fjög-
urra ára spennu var hruninn.
Keisarinn hafði látið af völdum
og bylting var hafin í Berlín. Dag-
blaðið „Tägliche Rundschau“ skipti
um nafn og hét í nokkra daga „Die
Rote Fahne“. Það fóru að heyrast
skothvellir í borginni, rauðliðar og
svartliðar tókust á, stjórnleysi virt-
ist ríkja, upplausn. Kröfugöngur,
valdarán, verkföll og átök vopnaðra
hópa. „Gatan“ réð. Einn daginn var
ekkert rafmagn og annan dag lam-
aðist almenningsvagnakerfið. Lieb-
knecht og Rosa Luxemburg „voru
skotin á flótta“. Um tíma komu
engin blöð út. Stjórnleysið stóð í
um hálft ár, átökunum milli stjórn-
arinnar og þeirra rauðu lauk með
sigri stjórnarinnar vorið 1919.
Byltingartilraunirnar fjöruðu út í
sandinn, en ókyrrðin hélst, verkföll
og kröfugöngur, en hættan var liðin
hjá, algjört stjórnleysi var úr sög-
unni. Meðan þetta ástand varaði,
komust ýmsar sögusagnir í gang.
Einn daginn komu fregnir um að
keisarinn væri að undirbúa end-
urkomu og valdatöku. Undirtekt-
irnar voru misjafnar, en ýmsir virt-
ust fegnir og vonuðust til að „hin
fasta hönd“ tæki aftur við stjórn-
taumunum. Þegar hið forna valda-
kerfi hrundi hafði skapast nýtt
ástand í landinu, stjórnmálamenn
höfðu vanist því að bíða úrskurðar
æðstu valdhafa, og hlíttu því. Eng-
inn þeirra hafði burði til þess að
taka við völdunum og eiga frum-
kvæði. Höf. telur að fyrsti eiginlegi
stjórnmálamaðurinn sem kom fram
eftir stjórnleysisárin hafi verið
Walther Rathenau. Rathenau var
gefinn sá „charismi“ sem vann hon-
um almenna aðdáun og fylgi. Hann
var af gyðingaættum, rithöfundur
og heimspekingur, ræður hans voru
lesnar og hann talaði þannig að fólk
treysti honum. Sem utanríkisráð-
herra Þýskalands vakti hann að-
dáun heima fyrir og tókst að gera
rödd Þýskalands mynduga á alþjóð-
legum ráðstefnum. Höf. lýsir hon-
um sem „aristókratískum bylting-
armanni“, hann bar með sér
aldagamla menningarhefð, húman-
ísk viðhorf og jafnframt var hann
mjög snjall fjármálamaður. Þar var
kominn maður sem Þjóðverjar
þurftu ekki að fyrirverða sig fyrir á
alþjóðavettvangi.
Í þýskri pólitík voru skoðanir
hans reistar á þekkingu og alvöru.
Hann talaði af alvöru og einlægni,
menn trúðu því sem hann sagði.
Hann var frábrugðinn öðrum
stjórnmálamönnum um þetta leyti,
hann var óhræddur og „sem gyð-
ingur var hann þýskur föðurlands-
vinur og sem þýskur föðurlands-
vinur frjálslyndur heimsborgari og
sem slíkur bundinn „lögmálinu““.
Höf. ber þá saman Reathenau og
Hitler, en hann sá ýmis merki um
nasismann í þeim átökum sem hefj-
ast eftir styrjöldina. Rathenau var
fulltrúi siðmenningar, réttar og
laga, Hitler var fulltrúi siðblindu og
gjörræðis. Þessar andstæður áttu
sér svörun meðal þjóðarinnar.
Ratheau var myrtur af gyðinga-
höturum og þegar hann var jarð-
settur fylgdu hundruð þúsunda
honum til grafar. Rathenau var
maður laga og réttar, bundinn sið-
menningarlögmálum siðaðs sam-
félags. Hitler var boðberi hatursins,
maður á stigi hálfsiðunar og upp-
veðraðrar lágkúru, en honum var
gefinn „charismi“ og gat náð tökum
á fjöldanum, þar sem hann „stóð
gargandi með flöktandi augnaráð“.
Höf. lýsir síðan verðbólguárunum
og lokum þeirra tíma með aðgerð-
um dr. Schachts með Stresemann
sem kanslara. Weimar-lýðveldið
mótaðist fyrir hans tilverknað og
ekki síst undir formerkjum stjórn-
arskrárinnar sem Max Weber hafði
átt svo mikinn þátt í að forma. Þrí-
skipting ríkisvaldsins var grunnur
þeirrar stjórnarskrár og persónu-
réttindi tryggð. Þessi atriði eru
grundvöllur stjórnarfars í sið-
menntuðum ríkjum, það er aðeins í
ríkjum á stigi hálfsiðunar þar sem
stjórnmálasóðar og stjórnmálalegir
fáráðlingar hundsa þrískiptingu rík-
isvaldsins og þar með persónurétt
hvers einstaklings í svonefndum
lýðræðisríkjum, en það eru und-
antekningar.
Sá maður sem var nokkurskonar
kjölfesta Weimar-lýðveldisins var
utanríkisráðherrann Stresemann,
hann var kanslari hluta úr ári en
síðan utanríkisráðherra frá 1923-29.
Höf. lýsir þessum tímum, lífi sínu
og drepur á fjölda atriða sem skýra
uppkomu nasismans. Eitt er eft-
irtektarvert, hann segir að stjórn-
arfarið á þessum árum hafi veitt öll-
um tækifæri til að lifa eigin lífi,
efnahagur var ágætur og listir, bók-
menntir og vísindi stóðu í blóma.
En Þjóðverjar kusu í lokin heldur
að lifa hóplífi undir merkjum
félagshyggju og sósíalisma, þjóð-
ernissósíalisma, en sem frjálsir ein-
staklingar. Hópeflið hafði löngum
verið nátengt þýskri „þjóðarsál“.
Þegar efnahagskreppan flæddi yfir
heimsbyggðina risu hin pólitísku
óþrif úr undirdjúpunum og heimt-
uðu völdin og tókst með hótunum
og terrorisma að hrifsa til sín völd-
in.
Byltingin
Snemma árs 1933 náði Hitler
völdum í Þýskalandi. Hann hóf
stjórnarferil sinn með hótunum um
hefnd, hatursáróður gegn gyðingum
og var svo mikill sósíalisti að
kommúnistar flykktust undir haka-
krossinn. Hann prédikaði í fyrstu
jöfnuð og afnám réttinda og upp-
töku eigna stóriðjuhölda og junkera
– stórjarðeigenda – en það reyndist
ekki hentug pólitík, hann sló af
þessum kröfum og drap í staðinn
einkavin sinn Röhm og róttækustu
fylgismenn hans hina upprunalegu
„þjóðernisjafnaðarmenn“. Síðan
hefjast gyðingaofsóknir, stofnun út-
rýmingarbúða og jafnframt varð
minna úr hótununum frá 1933, sem
sætti marga við stjórnarfarið. Ríkið
stóð fyrir sköpun nýrra atvinnu-
tækifæra og hagur manna tók að
rétta við eftir kreppuna. Á sama
tíma flúðu merkustu rithöfundar
Þjóðverja land, listamenn og vís-
indamenn. Stöðugt var þrengt að
persónulegu lífi hvers og eins með
kröfunni um stöðugt „hópefli“, þátt-
töku í félagsskap flokksstofnana og
félaga og leitast var við að móta
hinn þýska mann og konu í ein-
hverskonar framleiðslutæki fyrir
„foringjann“.
Yfirgangur ríkisvaldsins yfir
einkalíf manna og kvenna og garg-
andi hópmarseringar settu svip á
mannlífíð.
Það var í upphafi valdaferils nas-
ismans, sem höf. kynnist stefnunni í
réttarfarsmálum. Hann var þá að
ljúka lögfræðiprófi og hafði starfað
um skamma hríð við yfirrétt í Ber-
lín. Þá þustu þar inn nokkrir SA
menn og gengu milli manna og
spurðu „Eruð þér Aríi?“ Þetta var
upphafið af afskiptum fram-
kvæmdavaldsins af dómsvaldinu
sem hafði allt frá dögum Friðriks
mikla verið fullkomlega aðskilið á
Prússlandi. Með þessum aðgerðum
var ljóst að gerræðisstjórn var sest
að völdum í Þýskalandi. Þýskaland
var ekki lengur réttarríki, ekki
frekar en Sovétríkin á sama tíma.
Snuðrið gekk svo langt um per-
sónulega hagi og skoðanir að faðir
Haffners fékk sendan spurninga-
lista um skoðanir og afstöðu til
ríkjandi ríkisvalds, hann var þá
kominn á eftirlaun. Hefði hann ekki
svarað að vilja spyrjenda, hefði
hann verið sviptur eftirlaunum.
Svona læðupokaaðferðir tíðkuðust á
þessum árum. Ruddaskapur, lygar
og læðupokaháttur mótuðu fram-
komu stjórnvalda gagnvart almenn-
ingi. Höf. minnist á vinkonu sína af
gyðingaættum og fleiri kunningja af
þeirri óæskilegu þjóð. Þeir voru al-
gjörlega varnarlausir og smátt og
smátt tókst nasistum að magna upp
gyðingahatur meðal þjóðarinnar,
þótt ástæðan hafi oft verið „að
heiðra skálkinn svo hann skaði þig
ekki“.
Þetta andrúmsloft sem var mótað
af undirmáls- og lágmenningarliði
flokkshálfvitanna var orðið óþolandi
við að búa og margir vinir höfundar
undirbjuggu brottför sína, þótt að
litlu yrði að hverfa erlendis.
Svo kom að því að höf. tók að
hyggja á brottför, að kveðja vini
sína þegar þeir fóru og vinkonur.
Þriðji kafli ævisögunnar fjallar um
persónuleg efni í samfélagi sem
jaðrar við að vera glæpsamlegt.
Hann lýsir einnig vinum sínum sem
snerust til fylgis við flokkinn. Hann
átti ekki lengur heima í Þýskalandi.
En það er ekki fyrr en 1938, sem
hann hverfur úr landi.
Bókarlok eru 1933 og höf. hefur
með þessari bók skrifað eftirminni-
lega samfélagslýsingu. Þegar það
gerist að pöpullinn nær völdum í
menningarsamfélagi, rústar alla
menningu, eyðileggur umhverfið,
alla list og gjörspillir fjölmörgum
einstaklingum. Hálfbrjálaðir valda-
fíklar, firrtir allri menntun og
smekk, ríkja og njóta stuðnings
undirmálslýðs sem er á svipuðu
stigi. Heift og hatur mótar stjórn-
arstefnuna, lygar og mútur móta
aðferðafræðina. Og svo blaðra
stjórnvöld um næga atvinnu og ein-
staka velsæld. Kveikjunnar er að
leita í vanmáttarkennd og andlegri
brenglun, eftir því sem gleggstu
sálkönnuðir, Jung, Freud og Adler,
halda fram, snemma í frumbernsku
og bernsku. Sömu einstaklingar eru
ófærir um að lifa eigin lífi, verða að
lifa í hóp, ófærir um að njóta per-
sónulegs einkalífs og fullkomlega
firrtir allri kennd fyrir trúarlegum
gildum, listum og fegurð náttúrunn-
ar, umhverfi.
Sebastian Haffner dvaldi í Lond-
on til 1954, þar sem hann starfaði
sem blaðamaður við Observer á
stríðsárunum og lengur. Hann var
blaðamaður við die Welt og síðar
við der Stern. Hann skrifaði bækur,
m.a. metsölubækur, „Churchill“, og
„Anmerkungen zu Hitler“ 1978,
„Preussen ohne Legende“ 1978 og
fleiri. Greinar hans hafa sumar ver-
ið gefnar út. Hann er mjög snjall
stílisti og útlistanir hans á sögu
þýsks samfélags eru skarplegar.
Þessari ævisögu var tekið sem
stílistísku listaverki og strax – seint
á sl. ári – sem ítarlegustu og vönd-
uðustu minningum frá tímum nas-
ismans. Ævisagan kom fyrst út í
ágúst 2000 og hefur verið efst á
metsöluskrá allt til þessa.
Stílistískt
listaverk
Ljósmynd/Associated Press
Snemma árs 1933 náði Adolf Hitler völdum í Þýskalandi.
ERLENDAR
BÆKUR
S a g n f r æ ð i
SAGA ÞJÓÐVERJA –
„GESCHICHTE EINES
DEUTSCHEN“
eftir Sebastian Haffner. Die Er-
innerungen 1914-1933. Deutsche
Verlags-Anstalt. Stuttgart/
München 2000.
Siglaugur Brynleifsson