Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 39
LISTIR/KVIKMYNDIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 39
Skipholti 35 sími 588 1955
King
Koil
Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Amerískar lúxus
heilsudýnur
Tilboð!
Verðdæmi:
King áður kr. 173.800 nú kr. 121.700
Queen áður kr. 127.200 nú kr. 89.000
GEORGE Jung (Johnny Depp)
kynnist manni að nafni Diego Delg-
ado (Jordi Molla) í fangelsi á áttunda
áratugnum. Diego segist vera innsti
koppur í búri hjá kólumbískum eit-
urlyfjabarónum og þegar þeir losna
úr fangelsi kynnir hann George fyrir
Pablo Escobar (Cliff Curtis), einum
helsta kókaínsala heimsins. Sá hefur
uppi miklar áætlanir um að smygla
gríðarlegu magni af kókaíni til
Bandaríkjanna og Jung gengur í lið
með honum.
Diego kynnir hann einnig fyrir
konu að nafni Mirtha (Penelope
Cruz) sem hann seinna kvænist. Þau
eignast dótturina Kristina Sunshine
Jung.
Það líður ekki á löngu áður en
Jung veit ekki aura sinna tal. Pen-
ingarnir flæða inn í slíku magni að
hann verður að kaupa sér stórt ein-
býlishús bara til þess að koma öllu
seðlamoðinu fyrir. Dópið streymir
inn til Bandaríkjanna frá Kólumbíu
og hann er milliliðurinn. Þegar frá
líður tekur hann að fyllast efasemd-
um. Hann vill vera eitthvað annað og
meira en ótýndur glæpamaður í aug-
um dóttur sinnar.
Þannig er söguþráðurinn í banda-
rísku bíómyndinni Blow sem frum-
sýnd er í þremur kvikmyndahúsum í
dag. Með aðalhlutverkin fara Johnny
Depp, Rachel Griffiths, Penelope
Cruz, Franka Potente, Ray Liotta og
Paul Reubens. Leikstjóri er Ted
Demme en handritið gera þeir Nick
Cassavetes og David McKenna. Það
er byggt á bókinni Blow: How a
Small-Town Boy Made $100 Million
With the Medellin Cocaine Cartel
and Lost it All.
Johnny Depp er einn fremsti leik-
ari sinnar kynslóðar í Bandaríkjun-
um og maður sem virðist fær um að
leika hvað sem fyrir hann er lagt.
Hann hefur starfað með nokkrum
fremstu leikstjórum draumaverk-
smiðjunnar en mest með Tim Burton
(Ed Wood, Eddi klippikrumla,
Sleepy Hollow).
Depp er fæddur árið 1963 og vakti
fyrst athygli í sjónvarpsþáttum sem
hétu 21 Jump Street. Fyrsta bíó-
myndin hans var unglingahrollurinn
A Nightmare on Elm Street, sem
gerð var árið 1984, og tveimur árum
síðar brá honum fyrir í Platoon eftir
Oliver Stone.
Vegur hans fór mjög vaxandi eftir
að hann lék í háðsádeilu John Wat-
ers, Cry-Baby eða Grenjuskjóðunni,
og Tim Burton fékk hann til liðs við
sig þegar hann gerði Edda klippi-
krumlu, fallegt ævintýri um vél-
menni með fallega sál og skæri í
handa stað; síðar lék Depp versta en
að líkindum einnig bjartsýnasta leik-
stjóra kvikmyndasögunnar fyrir
Burton þegar hann gerði Ed Wood.
Depp var á góðri leið með að verða
einn af fremstu leikurum drauma-
borgarinnar og valdi sér hlutverk
sem undirstikuðu sjálfstæði hans og
vilja til þess að standa utan við form-
úlumyndir. Þekktustu myndir hans
eru án efa What’s Eating Gilbert
Grape?, Don Juan DeMarco og
Sleepy Hollow.
Leikarar: Johnny Depp, Rachel Griffiths,
Penelope Cruz, Franka Potente og Paul
Reubens og Ray Liotta. Leikstjóri: Ted
Demme (Monument Ave., Life, Beautiful
Girls).
Johnny Depp í vondum málum sem George Jung, eiturlyfjasmyglari í
myndinni Blow, sem leikstýrt er af Ted Demme og frumsýnd í dag.
Árin með Escobar
Laugarásbíó, Háskólabíó og Borgarbíó
Akureyri frumsýna myndina Blow með
Johnny Depp í leikstjórn Ted Demmes.
ÆVINTÝRAMYNDIN Dungeons
& Dragons er byggð á samnefnd-
um leik sem varð til árið 1974 og
notið hefur vinsælda um allan
heim. Meira en 400 vasabrotsbæk-
ur hafa verið gefnar út sem byggja
á leiknum. Löngum hefur verið um
það rætt að gera kvikmynd byggða
á honum og völdu rétthafar hans
loks ungan kvikmyndagerðarmann,
Courtney Solomon, til þess að gera
þá kvikmynd. Hann er frá Kanada
og hefur ekki lært fræðin í kvik-
myndaskólum.
„Í stað þess að ljúka háskóla-
námi eða flytja til Hollywood í leit
að vinnu,“ er haft eftir Solomon,
„ákvað ég að gera mikla ævintýra-
mynd eins og þær sem George
Lucas og Steven Spielberg voru að
gera á þeim tíma. Ég hafði alltaf
gaman að Dungeons & Dragons
þegar ég var barn og ég og vinir
mínir töluðum oft um að það væri
örugglega hægt að gera úr leiknum
skemmtilega kvikmynd.“
Solomon var aðeins tvítugur
þegar hann byrjaði að biðla til rétt-
hafa leiksins um að fá að gera kvik-
mynd eftir honum og níu árum síð-
ar var hann tilbúinn að fara í
tökur. Hann fékk fjármagn m.a.
frá Hong Kong og hann vissi að
hasarframleiðandinn Joel Silver
(The Matrix) hafði mikinn áhuga á
leiknum og setti sig í samband við
hann. Silver sýndi áhuga en til þess
að vinna hann á sitt band bjó Sol-
omon til stuttmynd sem sýndi
spennandi eltingaleik og var part-
ur af myndinni og Silver gleypti
agnið.
Það var talsverður ábyrgðarhluti
að setja 36 milljónir dollara í hend-
urnar á ungum manni sem aldrei
hafði leikstýrt áður. „Ég hélt ekki
að neinn myndi leyfa mér að leik-
stýra myndinni,“ segir Solomon.
„En ég hafði unnið svo lengi að því
að koma henni á koppinn og af svo
miklum áhuga að framleiðendurnir
gátu ekki hugsað sér neinn annan í
hlutverki leikstjórans. Ég vissi að
ég var að taka við vandasömu verk-
efni en þetta er mynd sem mig hef-
ur alltaf langað til þess að gera.“
Justin Whalin fer með eitt aðal-
hlutverkanna og leikur þjófóttu
hetjuna Ridley. „Ég hreppti hlut-
verkið áður en ákveðið var að setja
myndina í framleiðslu,“ segir hann,
„og ég tók mikinn þátt í öllum und-
irbúningi.“ Hann eyddi þremur ár-
um í gerð myndarinnar.
„Þetta er mynd um fólk sem
finnur hvað í því býr,“ segir Sol-
omon. „Og þetta er mynd um fólk
sem þarf að taka réttar ákvarðanir
til þess að eiga sigur vísan.“
Dungeons & Dragons er frum-
sýnd í Regnboganum í dag. Með
helstu hlutverk fara Justin Whalin,
Marlon Wayans, Thora Birch,
Bruce Payne og Jeremy Irons.
Leikarar: Justin Whalin, Marlon Way-
ans, Thora Birch, Bruce Payne og
Jeremy Irons. Leikstjóri: Courtney
Solomon.
Jeremy Irons í hlutverki sínu í ævintýramyndinni Dungeons & Dragons.
Leikur og ævintýri
Regnboginn frumsýnir ævintýramyndina
Dungeons & Dragons með Jeremy Irons
og Thora Birch.
NELSON Moss (Keanu Reeves)
og Sara Deever (Charlize Theron)
eiga ekkert sameiginlegt. Hún er
elskulegheitin uppmáluð og nær
fram því besta í fólkinu sem hún
kynnist. Hann er vinnualki sem á í
ástarsambandi við starfið sitt ein-
göngu.
Þau hittast fyrir tilviljun, hafa
gaman hvort af öðru en eru ekki
tilbúin til þess að bindast. Þau fara
einskonar milliveg og ákveða að
vera saman í einn mánuð en hætta
svo. Engar kröfur. Engar vænt-
ingar. Enginn þrýstingur.
Það sem hvorugt þeirra reiknar
með er að þau verði ástfangin.
Þannig er söguþráðurinn í ást-
armyndinni Sweet November sem
frumsýnd er í þremur kvikmynda-
húsum í dag. Hún er með Keanu
Reeves, Charlize Theron, Jason
Isaacs, Greg Germann, Liam Aik-
en og Elliot Kastner í aðalhlut-
verkum en leikstjóri er Pat
O’Connor.
„Hann ólst upp í fátækt, einka-
barn foreldra sinna sem eru látn-
ir,“ segir Keanu Reeves um hlut-
verk sitt. „Ég upplifi hann þannig
að faðir hans hafi verið sölumaður
og ekki sérlega góður. Undir niðri
er Nelson Moss að reyna að ná
meiri árangri en faðir hans nokkru
sinni gerði. Í þeim tilgangi hefur
hann bælt tilfinningar sínar og
orðið lokaður og einrænn.“
„Hún fylgist vel með því sem er
að gerast í kringum hana,“ segir
Charlize Theron um ungu konuna
sem hún leikur í myndinni. „Sara
veit vel hvað það er sem hún vill fá
út úr lífinu og hvernig á að njóta
lífsins til fullnustu og hún hefur
gert það að forgangsatriði í sínu
lífi að deila þeirri kunnáttu með
öðrum. Hún hræðist það ekki vit-
undarögn að verða náin ókunnug-
um.“
„Það eru ennþá ákveðnir eigin-
leikar í Nelson sem vitna um að
það bærist líf undir hrjúfu yfir-
borðinu,“ segir Reeves, „og Sara
finnur það. Hún segir honum að
honum líði illa og Nelson segir:
Nei, mér líður ekki illa, ég nýt
þvert á móti velgengni í starfi. En
þegar um hægist kemst hann að
því að hún hefur rétt fyrir sér.“
Myndin er endurgerð sam-
nefndrar ástarmyndar frá árinu
1969 sem framleiðandinn Deborah
Aal sá á sínum tíma og gleymdi
aldrei. „Löngu áður en ég vissi að
ég færi að vinna við kvikmynda-
gerð,“ er haft eftir henni, „var
þetta ein af þeim myndum sem ég
hefði helst viljað sjá endurgerðar.“
Hún sýndi manni sínum, fram-
leiðandanum Erwin Stoff, myndina
og hann var sammála henni. Þau
ákváðu að gera Sweet November í
sameiningu og er afraksturinn nú
frumsýndur hér á landi.
Leikarar: Keanu Reeves, Charlize
Theron, Jason Isaacs, Greg Germann,
Liam Aiken og Elliot Kastner. Leik-
stjóri: Pat O’Connor (Circle of
Friends, Dancing at Lughnasa, fools
of Fortune, Stars and Bars, A Month
in the Country).
Ólík en ástfangin
Keanu Reeves og Charlize Theron í hlutverkum sínum í mynd Pats
O’Connors, Sweet November, sem frumsýnd verður í dag.
Bíóhöllin, Kringlubíó og Nýja bíó Akur-
eyri frumsýna Sweet November með
Keanu Reeves og Charlize Theron.
Eru vandamál á toppnum?
Ofnæmi, flasa, exem, psoriasis, feitur eða þurr hársvörður?
ÚTSÖLUSTAÐIR: HEILSUVÖRUVERSLANIR OG APÓTEK UM ALLT LAND.
HÁRVÖRUR LEYSA VANDANN
OG ÞÚ BLÓMSTRAR.