Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
SJÚKLINGAR á sjúkrahús-inu Vogi eiga sögu umneyslu margvíslegra vímu-efna s.s. áfengis, lyfja og
ólöglegra fíkniefna á borð við kanna-
bis, kókaín, amfetamín, e-töflur og
fleira. Sjúkrahúslega langflestra
sjúklinga í yngri kantinum stafar þó
af áfengis- og/eða kannabisneyslu.
Er svo komið að daglegir neytendur
ólöglegra vímuefna á aldrinum 18-
24 ára setja nú mestan svip á sjúk-
lingahópinn á Vogi. Sem dæmi lögð-
ust inn 137 einstaklingar yngri en 19
ára 1995 á móti 257 árið 1999.
Kókaínneysla hefur aukist mikið
og lýsir Þórarinn Tyrfingsson for-
stöðulæknir á Vogi ástandinu þann-
ig, að kókaínið sé í fyrsta sinni komið
til Reykjavíkur í verulegu magni.
„Það veldur ekki minni áhyggjum að
e-pilluneysla eykst mjög meðal ung-
linga og ungs fólks og umtalsverður
hópur reglulegra neytenda efnisins
sést nú í fyrsta sinni á Vogi. Önnur
vímuefni virðast halda sínum hlut og
kannabisneysla eykst meðal þeirra
sem eru á aldrinum 20-24 ára,“ segir
Þórarinn í grein sinni í nýjasta árs-
riti SÁÁ.
Sjúklingahópurinn
að yngjast á Vogi
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á
Vogi, segir að helstu breytingarnar í
áfengis- og vímuefnamálum undan-
farin 5-10 felist í því hve sjúklinga-
hópurinn hefur yngst og neyslu-
mynstrið breyst. „Meðalaldur
inniliggjandi sjúklinga á Vogi er 35
ár, en meðalaldur þeirra sem eru að
koma í fyrsta skipti er 30 ár,“ segir
Valgerður. „Þar af eru flestir þeirra
um tvítugt,“ bætir hún við. „Unga
fólkið sem kemur á Vog, 24 ára og
yngra, er að langstærstum hluta í
blandaðri neyslu. Um 90% unglinga
sem hingað koma hafa reykt hass og
stór hluti þeirra hefur verið í dag-
legri neyslu. Ofan á þessa neyslu
bætist síðan neysla örvandi efna um
helgar s.s. amfetamíns, e-taflna og
kókaíns. Þetta er sú blandaða neysla
sem er mest áberandi í yngsta sjúk-
lingahópnum. Neyslan undanfarin 5
ár hefur aukist ár frá ári og sífellt
fleiri sjúklingar greinast sem neyt-
endur í blandaðri neyslu
áfengið alls ekki horfið, en
svo til alltaf notað samhlið
efnunum.“
Margir komnir í algjö
Áhrif slíkrar neyslu sem
ræðir eru alvarleg eins og
geta, hvort sem horft er
legra, félagslegra eða
þátta. „Svo dæmi séu teki
lingum sem koma inn á V
kannabisneyslu, eru marg
komnir í algjört þrot. Þess
ar standa frammi fyrir þ
þeirra hefur staðið í stað o
hefur orðið af ákvörðunum
lífinu. Þau geta hvorki einb
námi né vaknað á morg
vinnu af völdum sinnuley
fylgir neyslunni. Þau fylla
þunglyndi og fá ýmsar
myndir. Þá eru ótalin áhri
míns, en rannsóknir sýna
hversu mikinn skaðvald í m
kerfinu um er að ræða. Am
ið, auk annarra helstu fíkn
sem eru í umferð hérlen
mjög skemmandi áhrif á ta
heilanum og skaða boðefn
honum með þeim afleiðin
vart verður minnistruflana
Ungt fólk á Vogi að langstærstum hluta í blanda
Ungir neytendur se
an svip á sjúklinga
E-töfluneysla er að
aukast talsvert meðal
unglinga. Umtals-
verður hópur reglu-
legra neytenda e-
töflunnar sést nú í
fyrsta sinni á sjúkra-
húsinu Vogi þótt mis-
notkun áfengis sé þó
ekki á undanhaldi. Þá
eru flestir fíkniefna-
neytendur sem leita sér
meðferðar á aldrinum
18–24 ára.
Morgunblaði
Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á sjúkrahúsinu Vogi.
EINAR Ágúst Víðisson sö
hinar vinsælu hljómsveita
mórals fór í áfengismeðfe
janúar 1999, þá 26 ára gam
eftir drykkju frá unglings
Hann segist í samtali við
unblaðið hafa gert sér gre
því að hann hafi verið búi
þróa með sér alkóhólisma
kominn á „sinn endapunk
og hann orðar það. „Dryk
fylgdi sífelldu skemmtana
næturlífi,“ segir Einar Ág
„Drykkjunni fylgdi almen
á hlutunum og maður var
út í að þykjast vera einhv
en maður var. Ég lít á mig
saklausan sveitastrák frá
firði en ég var farinn að s
sem voðalegan gæja. Öl e
maður og það er óhætt að
að það hafi berlega komið
mínu tilviki.“
Veit ekki hvað mor
dagurinn ber í skau
Nú, þegar Einar Ágúst
verið laus við áfengið í rúm
aðferðafræði hans þó óbre
halda sér á réttu róli og e
öruggt um framtíðina. „E
in til að takast á við þenna
dóm er að taka einn dag í
segir hann. „Ég gæti falli
Bakkusi á morgun, enda v
maður ekki hvað morgund
ber í skauti sér. Baráttan
alkóhólismann snýst meða
ars um að skipuleggja hve
hvað snertir dagleg störf
geri ýmiskonar áætlanir f
tímann. Ofan á það bætist
„Dryk
alme
VIÐMÆLANDI Morgunblaðsins,
18 ára stúlka, kom úr sex vikna
áfengis- og fíkniefnameðferð 15.
mars sl. eftir nokkurra ára bland-
aða neyslu og hefur ekki neytt
þeirra síðan. Hún segist vera barn
alkóhólista og bætir við að hún
hafi haft andstyggð á víni sem
barn og hafi verið góð í íþróttum.
Mál þróuðust á þann veg að 12
ára gömul fór hún að drekka um
helgar og 13 ára ára prófaði hún
hass með þeim afleiðingum að hún
var farin að reykja daglega 14 ára
gömul. Ári síðar hafði hún vanið
sig af hassinu en hélt áfram
drykkjunni og hóf samhliða neyslu
amfetamíns. Sextán ára fór hún að
taka e-töfluna og segist hún þá
fyrst hafa fundið að fíkniefnanotk-
un sín hafi farið gjörsamlega úr
böndunum.
„Auðvitað heyrði maður að e-
pillan væri stórhættuleg, en ég leit
á hana sem partýpillu og hugsaði
bara að maður væri ungur að
skemmta sér,“ segir hún. Að loknu
gamninu segir hún þó hafa fylgt
niðursveiflur og þá hafi hún gætt
þess að vera í kringum vini sína til
að forðast að takast á við frá-
hvarfseinkennin einsömul. Nið-
ursveiflurnar hafi verið misjafnar,
stundum „rosalegir niðurtúrar“
sem hafi haft í för með sér mikla
vanlíðan.
Harður fíkniefnaheimur
Aðspurð segir hún inn-
heimtuaðferðir sölumanna hafa
harðnað að svo miklu leyti sem
hún þekki til. Nú þurfi t.a.m. ekki
háa fíkniefnaskuld til svo að mað-
ur verði barinn, borgi maður ekki.
Hún segist ekki hafa orðið sjálf
fyrir barðinu á handrukkurum en
hefur heyrt hinar og þessar sögur
af ofbeldi. Því minni sem tengslin
séu á milli kaupanda og seljenda,
því minni líkur séu þó á að ofbeldi
sé beitt við innheimtu skulda, og
öfugt. Hún segir sögur um að e-
töflusölumenn herji á grunnskóla
og umókunnugt fólk á mennta-
skólaböllum nokkuð ýktar, en
engu að síður séu þeir til staðar og
selji fíkniefni á böllum.
Hún ber meðferð SÁÁ vel sög-
una þó svo hún hafi ekki ákveðið
sjálf að fara í hana. Hún segir að
erfiðara hafi verið að takast á við
fyrri hluta meðferðarinnar á Vogi,
sem tók 11-12 daga, en síðan hafi
farið að ganga betur í eftirmeð-
ferðinni sem fram fór á meðferð-
arheimilinu Vík á Kjalarnesi.
„Þegar ég kom úr meðferðinni
fannst mér ég hafa náð svo góðum
bata að ég var sannfærð um að ég
myndi aldrei neyta fíkniefna aft-
ur,“ segir hún. „Ég komst að því
síðar þessi sannfæring stafaði af
því að ég var bara komin stutt á
veg í batanum. En meðferðin
fannst mér áhrifarík og er rosa-
lega fegin að hafa farið í hana.“
En hvernig ætti að höfða til
ungs fólks í dag?
„Með því að sýna sorglegar hlið-
ar fíkniefnaneyslunnar. Ég held
að það virki betur á ungt fólk að
heyra reynslusögur fíkla sem hafa
farið illa út úr lífinu, en að segja
því að prófa aldrei fíkniefni.“
Komin í daglega
hassneyslu 14 ára
NJÁLA Á NETINU
MÁLRÆKT, LÝÐRÆÐI
OG FJÖLBREYTNI
Áhugi Íslendinga á málefnum tung-unnar virðist ódrepandi. Fastirog ákaflega vinsælir málfars-
þættir í útvarpi og blöðum eru til vitnis
um þetta og einnig ótrúlega ötult íðorða-
starf í aðskiljanlegustu fag- og fræði-
greinum. Umræða um stöðu tungunnar,
málrækt og málvernd virðist nánast
linnulaus í fjölmiðlum og málstefnum af
ýmsu tagi. Athygli vakti að staðið var út
úr dyrum á fyrirlestri Piu Jarvads,
fræðimanns hjá Danskri málnefnd, um
danska málstefnu í Árnagarði í mars síð-
astliðnum. Lýsti fyrirlesarinn undrun
sinni á þessum áhuga landsmanna á um-
fjöllunarefninu í viðtali við Morgunblað-
ið og sagðist efast um að íslenskur fræði-
maður myndi draga að jafn marga
áheyrendur í Danmörku ef umræðuefnið
væri hið sama.
Af þessum áhuga á stöðu tungunnar
að dæma virðist þjóðin áfram um að hér
á landi sé töluð íslenska og hana megi
nota við allar aðstæður og í hvers konar
tækni, vísindum, viðskiptum og svo
framvegis. Eins og fram kom í grein Ara
Páls Kristinssonar, forstöðumanns Ís-
lenskrar málstöðvar, í Lesbók fyrir fá-
einum vikum, eru aðalatriði íslenskrar
málræktar annars vegar varðveisla ís-
lenskunnar og hins vegar efling hennar
og til grundvallar liggur sú málpólitíska
afstaða að íslenska verði áfram opinbert
mál í landinu. Segja má að um þetta ríki
almennt samþykki í samfélaginu enda er
staða íslenskrar tungu sterk meðal þjóð-
arinnar; þrátt fyrir gríðarleg áhrif ensk-
unnar hér sem víða annars staðar er
mikill slagkraftur í íslenskri málmenn-
ingu.
Eigi að síður hafa lengi verið uppi
ólíkar hugmyndir um það hversu langt
eigi að ganga í málrækt og málvernd.
Ekki síst hafa margir haft efasemdir um
hina svokölluðu hreintungustefnu sem
miðar í ströngum skilningi að því að ís-
lenska sé hrein af erlendum slettum en
einnig slangri og því sem menn hafa
kallað „óvandað“ og jafnvel „rangt“ mál.
Hallfríður Þórarinsdóttir mannfræðing-
ur skrifaði forvitnilega grein um áhrif
slíkrar stefnu í Lesbók fyrir skömmu og
taldi þau meðal annars koma fram í for-
dómum, útilokun og jafnvel kúgun gagn-
vart þeim sem ekki hafa íslensku að
móðurmáli og einnig hinum sem ekki
tala „rétt“ eða „gott“ mál. Að mati Hall-
fríðar brýtur hreintungustefnan þess
vegna gegn lýðræðislegum rétti fólks í
því fjölmenningarlega samfélagi sem Ís-
land er að verða.
Ekki er ólíklegt að hin mikla umræða
um tunguna hérlendis og sú áhersla á
málrækt og málvöndun sem birtist í
henni hafi þau áhrif að sumir veigri sér
við því að tjá sig í ræðu eða riti af ótta við
að uppfylla ekki ýtrustu kröfur. Það er
heldur ekki ólíklegt að fordómar séu til
gegn þeim sem ekki tala „lýtalaust“ eða
„vandað“ mál. Það er hins vegar ákaf-
lega hæpið að um meðvitaða kúgun eða
útilokun sé að ræða á þessum hópum. Til
þess er íslensk málstefna of lýðræðisleg
í eðli sínu. Til að mynda mætti ætla að ef
nýyrðastefnu, sem Hallfríður gagnrýndi
harðlega, væri ekki haldið úti þá myndu
verða til sérfræðihópar hér á landi sem
töluðu tungumál sem væri meginþorra
þjóðarinnar óskiljanlegt að stórum
hluta. Nýyrði hafa meðal annars þann
tilgang að veita almenningi aðgang að
sérsviðum ýmiss konar með gagnsæjum
íslenskum orðum.
Með áherslu á að útlendingar, sem hér
setjast að, læri íslensku er ekki aðeins
verið að veita þeim aðgang að íslensku
samfélagi heldur er einnig verið að veita
áhrifum þeirra inn í íslenskt samfélag.
Markmiðið er því ekki einsleitni, eins og
Hallfríður Þórarinsdóttir heldur fram,
heldur þvert á móti fjölbreytni.
Gert er ráð fyrir að 90% tungumála
hverfi innan hundrað ára. Með hverju
tungumáli sem hverfur verður menning-
arleg einsleitni meiri í heiminum. Ís-
lensk málrækt miðar að því að vernda og
viðhalda íslenskri tungu og þar með
menningarlegri fjölbreytni í samfélagi
þjóðanna. Það væri ábyrgðarhluti að
hverfa frá þeirri stefnu.
Lengi hafa íslenzku fornritin haldiðnafni þjóðarinnar á lofti á alþjóð-
legum vettvangi. Sá fjársjóður, sem í
þeim er fólginn, hefur vakið athygli og
áhuga hjá fræði- og leikmönnum víða
um heim, en ekki síður sú rækt sem Ís-
lendingar hafa lagt við þennan arf sinn
og sú áherzla sem lögð hefur verið á að
þjóðin kynnist fornritunum, m.a. með
því að öll börn lesi einhver þeirra í
grunn- og framhaldsskóla.
Kannski finnst sumum sem menning-
ararfinum hafi verið minni gaumur gef-
inn undanfarin ár en ástæða sé til. Svo
mikið er víst að nú vekur Ísland líklega
frekar athygli útlendinga fyrir það
hvernig þjóðin hefur í ríkum mæli til-
einkað sér upplýsinga- og fjarskipta-
tæknina og á heimsmet í nettengingum,
farsímaeign og tölvunotkun. Sumir
halda kannski líka að uppvaxandi net-
kynslóðir séu ekki líklegar til að hafa
áhuga á að lesa fornritin eða kryfja þau
til mergjar, heldur hangi frekar fyrir
framan tölvuskjáinn.
Það er þess vegna skemmtilegt og
áhugavert að fylgjast með því hvernig
ungt fólk með tölvuþekkingu vinnur nú
að því með norrænum styrk að gera
handrit Árnastofnana hér og í Dan-
mörku aðgengileg á Netinu, jafnframt
því að sérþekking fræðimanna geti
birzt fólki á tölvuskjánum.
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í
gær var rætt við forsvarsmenn Raqoon
ehf., lítils tölvufyrirtækis sem vinnur að
því ásamt Árnastofnunum að byggja
upp háþróað „stafrænt safn“ með
myndum af skinnblöðum handritanna
og upplýsingum um þau. Beitt verður
tækni sem kennd er við samhengisvef,
en það er, að sögn Solveigar Ýrar Sig-
urgeirsdóttur tölvunarfræðings, næsta
þróunarstig Netsins. Hún segir að
þannig sé hægt að sameina í eitt safn
handritin, sem er að finna í Reykjavík
og Kaupmannahöfn. Með nýtingu staf-
ræna safnsins færist notendur nær
handritunum og fræðunum um þau í
gegnum tölvuna.
Vandfundið er betra dæmi um að hinn
gamli sagnaarfur og nýja tæknin eru
ekki neinar andstæður, heldur geta þau
eflt og styrkt hvort annað. Þekkingu
fræðimanna, sem byggzt hefur upp á
mörgum öldum, verður miðlað út fyrir
múra háskólastofnana með ljóshraða og
við getum lesið Njálu á Netinu!