Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 46
MINNINGAR
46 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
T
raust í samskiptum
manna er fyrirbrigði,
sem trauðla verður
lagður mælikvarði á.
Og þó; stundum er
haft á orði að tiltekinn maður sé
svo traustur og vandaður að mæl-
andinn myndi treysta viðkomandi
fyrir síðustu krónunni í eigu sinni.
Varla verður um það deilt að fjár-
mál og traust fara oftar en ekki
saman.
Sumu fólki er treyst til að sýsla
með annarra manna fé. Þannig
ákveða stjórnmálamenn fjárútlát
í umboði almennings og skatt-
greiðenda. Meðferð þessa fjár á
því stóran þátt í að móta afstöðu
almennings til stjórnmálamanna.
Tæpast er að undra að Íslend-
ingar hafi ríka tilhneigingu til að
vantreysta stjórnmálamönnum.
Þar nægir að horfa til þess hvern-
ig farið er með skattfé almenn-
ings á Íslandi.
Ekki þarf
að leita langt
aftur í því
skyni að rök-
styðja þá full-
yrðingu.
Nú hefur verið upplýst að
kostnaður vegna framkvæmda við
skrifstofuhúsnæði Alþingis við
Austurstræti 8–10 og 10A fór
heilar 116 milljónir króna fram úr
áætlun. Hér ræðir um risavaxið
hlutfall því kostnaður vegna
nefndra framkvæmda hafði verið
áætlaður 133 milljónir króna. Í
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
þetta verk segir beinlínis að í
veigamiklum atriðum hafi verið
vikið frá ákvæðum laga um skipan
opinberra framkvæmda.
Svo virðist sem ekkert eftirlit
hafi verið haft með framkvæmd-
um þessum á húsnæði, sem Al-
þingi hefur tekið á leigu. Aðhald
var ekkert enda ræddi þar um
annarra manna fé, peninga skatt-
borgaranna.
Ef til vill er ástæða til að hug-
leiða hver yrðu örlög fjármála-
stjóra einkafyrirtækis, er staðinn
væri að lögbroti og færi svo frjáls-
lega með fjármuni, sem honum er
trúað fyrir.
Það segir sitt um það algjöra
eftirlits- og aðhaldsleysi, sem ein-
kennir opinberar framkvæmdir á
Íslandi, að niðurstaða Ríkisend-
urskoðunar kemur engum á óvart
og vekur takmörkuð viðbrögð.
Þótt fyrir liggi að lög voru brotin
við framkvæmdir vegna löggjaf-
arþings þjóðarinnar og stórkost-
lega ámælisverð vinnubrögð við-
höfð við fjármögnun þessa verk-
efnis líta Íslendingar svo á að slík
framganga teljist tæpast til tíð-
inda.
Það gerir hún enda ekki.
Á sínum tíma var Safnahúsið
við Hverfisgötu endurgert og því
breytt í svonefnt „Þjóðmenning-
arhús“. Sú stofnun var tekin í
notkun í apríl í fyrra og skömmu
síðar barst reikningurinn almenn-
ingi í landinu. Þær framkvæmdir
reyndust nokkur hundruð millj-
ónum dýrari en áætlanir höfðu
gert ráð fyrir. Enn hefur ekki tek-
ist að finna þá, sem ábyrgð báru,
og hefur leit nú verið hætt.
Á hinn bóginn er lítilsvirðingin í
garð skattgreiðenda engan veg-
inn bundin við framkvæmdavald
og þingheim. Á liðnu ári fór
kostnaður við byggingarfram-
kvæmdir vegna menningarmála
hjá Reykjavíkurborg samtals 286
milljónum króna fram úr áætlun.
Menningin á Íslandi er að
sönnu einstök í flestum skilningi
þess orðs.
Íslensk menning þekkir enda
engin takmörk. Nú sýnist við hæfi
að íslenskir skattgreiðendur taki
að búa sig undir að reikningur
berist vegna kostnaðar við svo-
nefnt „menningarhús“, sem verið
er að innrétta í Kaupmannahöfn.
Þar ræðir um gamalt pakkhús,
sem dönsk yfirvöld hafa fengið Ís-
lendingum, Færeyingum og
Grænlendingum til afnota. Hús
þetta mun hýsa sendiráð Íslands
en jafnframt verður þar að finna
„rannsóknar- og menningarmið-
stöð þjóðanna“. Samkvæmt fyr-
irliggjandi áætlunum þurfa skatt-
borgarar á Íslandi að reiða fram
170 milljónir króna vegna þessa
verkefnis. Reikningurinn á að
liggja fyrir á fyrri hluta árs 2003.
Einhverjum kann að virðast
ástæða til að spyrja hvernig eftir-
liti er háttað með þessum fram-
kvæmdum í Kaupmannahöfn. Það
verður ekki gert hér. Á hinn bóg-
inn kennir reynslan að ástæða er
til að spyrja hvort þeir, sem að
verki þessu koma, beri ámóta
virðingu fyrir peningum annars
fólks og þeir, sem stýrðu endur-
gerð Safnahússins og endurbót-
unum á leiguhúsnæði Alþingis.
Þau dæmi, sem hér hafa verið
rakin um hamslaust bruðl og full-
komið virðingarleysi fyrir flestum
þeim kvörðum, sem leggja ber á
siðlega framgöngu þeirra, er
sýsla með opinbera fjármuni, lýsa
glögglega afstöðu íslenskra ráða-
manna til skattgreiðenda. Lög
eru sveigð og brotin, aðhald þekk-
ist ekki og eftirlit með fjárútlátum
er öldungis í molum. Almenn-
ingur fær reikninginn og málið
gleymist eins og jafnan áður.
Það menningarleysi óhófsins,
sem einkennir opinberar fram-
kvæmdir á Íslandi, sýnir að ekki
verður lengur undan því vikist að
komið verði á fót embætti um-
boðsmanns skattgreiðenda. Hon-
um ber að fela það hlutverk að
fylgjast með því að ríkið misfari
ekki með opinbert fé, afhjúpa
sóun og leggja fram tillögur til úr-
bóta. Þetta embætti á einnig að
standa fyrir rannsóknum á opin-
berri fjárstjórn, stuðla að um-
ræðum um það efni og leggja
fram rækilegar skýrslur m.a. um
frammistöðu ríkisstjórnar á því
sviði, sem undir umboðsmanninn
heyrir.
Víðast hvar erlendis fara fram
miklar og stöðugar umræður um
réttindi og hagsmuni skattgreið-
enda og í flestum siðmenntuðum
löndum er gjörla fylgst með því
hvernig stjórnvöld fara með þá
fjármuni, sem þau soga til sín.
Skýrar reglur gilda þar aukin-
heldur um ábyrgð og aðhald enda
er litið svo á að ekki sé sjálfgefið
að ráðamenn hafi óskoraðan rétt
til að fara með fjármuni umbjóð-
enda sinna að vild. Þannig er því
ekki farið hér á landi; „ábyrgð“ er
því sem næst óþekkt hugtak enda
mótast framganga þeirra, sem
með peningana fara, af algjöru
virðingarleysi fyrir eigendum
þeirra.
Regluverk er sjaldnast til bóta
en þegar menn bregðast ítrekað
því trausti, sem þeim er sýnt,
verður að koma á þá böndum.
Eða er þessi „íslenska sér-
staða“ eftirsóknarverð?
Peningar
allra hinna
Koma verður böndum á þá, sem
ekki er treystandi til að sýsla með
fjármuni skattgreiðenda.
VIÐHORF
Eftir Ásgeir
Sverrisson
asv@mbl.is
✝ Magnús Steph-ensen Daníels-
son fæddist 8. apríl
1919 á Bókhlöðustíg
9 í Reykjavík. Hann
lést á hjartadeild
Landspítalans í
Fossvogi þriðjudag-
inn 1. maí síðastlið-
inn. Faðir hans var
Daníel, f. 22.4. 1888,
d. 27.5. 1950, bókari
hjá Eimskip í
Reykjavík, sonur
Kristins prófasts í
Keflavík, Daníels-
sonar prófasts í
Hólmum, Halldórssonar, pr. á
Melstað. Móðir Daníels var Ída
Halldóra Júlía Halldórsdóttir, yf-
irkennara og alþm. í Reykjavík.
Móðir Magnúsar var Áslaug, f.
17.8. 1890 d. 2.1. 1969, dóttir Guð-
mundar Böðvarssonar í Hafnar-
firði, Böðvarssonar prests á Mel.
Móðir Áslaugar var Kristín
Jón Sigurður, f. 20.11. 1946, maki
Kolbrún M. B. Viggósdóttir og
eiga þau fjögur börn auk þess
sem Jón Sigurður á dóttur fyrir
hjónaband. 4) Arnhildur Sesselja,
f. 5.1. 1953, maki Jón Guðbjörns-
son og eiga þau þrjú börn. 5) Ingi-
björg Lovísa, f. 26.8. 1954, maki
Sveinn B. Isebarn og eiga þau
þrjár dætur. 6) Sigríður, f. 18.6.
1956, maki Magnús Karlsson og
eiga þau tvö börn. Langafabörn
Magnúsar eru 16 talsins.
Magnús ólst upp á Bókhlöðu-
stíg í Reykjavík auk þess sem
hann dvaldi mikið í Eyjarhólum
við Pétursey undir Eyjafjöllum.
Magnús starfaði hjá Reykjavíkur-
borg í mörg ár þar til hann stofn-
aði Brunasteypuna sem var við
Útskála við Elliðaár, einnig var
hann vörubílstjóri hjá Þrótti og
verktaki um árabil. Magnús var
áhugamaður um starfsemi skóg-
armanna í KFUM í Vatnaskógi og
lagði þeim lið. Magnús var félagi í
Lionsklúbbnum Muninn, einnig
var hann félagi í Frímerkjafélagi
Reykjavíkur.
Útför Magnúsar fer fram frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin kl. 13.30.
Magnúsdóttir Steph-
ensen Ólafssonar,
Magnússonar konfer-
ensráðs í Viðey Ólafs-
sonar Stephensen
stiftamtmanns. Magn-
ús var næstelstur
fimm systkina. Systk-
ini hans eru: Ída Sig-
ríður, f. 17.12. 1917,
Kristín, f. 23.3. 1920,
Kristinn, f. 22.1. 1926
og Hjördís Ingunn, f.
10.6.1940. Magnús
kvæntist hinn 1.
ágúst 1941 Ingi-
björgu Lovísu Guð-
mundsdóttur, f. 1.8.1923, d.
16.11991. Hún var dóttir Guð-
mundar Andréssonar og konu
hans Jórunnar Loftsdóttur. Börn
þeirra eru: 1) Áslaug Kristín, f.
3.10. 1941, d. 10.10. 1998, á einn
fósturson. 2) Jórunn Ingibjörg, f.
6.9. 1944, maki Stefán H. Stef-
ánsson og eiga þau fjögur börn. 3)
Í dag kveðjum við elsku pabba
okkar. Myndirnar sem renna í gegn-
um hugann á þessari stundu eru
margar en upp úr standa minningar
um væntumþykju, örlæti og góð-
mennsku.
Fjölskyldan var ávallt í fyrirrúmi
hjá föður okkar, ávallt var hann boð-
inn og búinn hvernig sem á stóð að
aðstoða okkur og rétta hjálparhönd.
Þegar pabbi og mamma stofnuðu
heimili var þröngt setið og fljótlega
varð fjölskyldan stór, börnin urðu
sex og Amma Jórunn var hluti af
heimilinu og nutum við þess að hafa
stórfjölskyldu í kringum okkur.
Við munum ferðirnar í sumarbú-
staðinn, ferðalög á „boddíbílnum“
ferðir að sækja sand eða vikur á
vörubílunum austur í flóa eða suður
í Sandgerði. Líklega var ekki alltaf
mikil hjálp í okkur þá en ekki var
kvartað yfir að hafa einn, tvo eða
þrjá króa sofandi í bílnum.
Og seinna ferðalögin með pabba
og mömmu, í útilegu eða í sumarbú-
staðinn þar sem allt varð að lífi í
höndum pabba og þar sem þeim leið
vel síðustu ár mömmu.
Þegar við börnin byrjuðum okkar
búskap var auðsótt mál fyrir ungt
par og einn eða tvo króa að fá að
vera inni á heimili foreldra okkar.
Aldrei taldi neinn eftir sér þó
þröngt væri setið, þá frekar en fyrr.
Lífið var ekki alltaf auðvelt. Oft
þurfti mikið að hafa fyrir stórri fjöl-
skyldu. Það var stórt skarð sem
myndaðist þegar mamma féll frá og
við vissum að hann átti alltaf erfitt
með að sætta sig við að hún væri
farin og nokkrum árum seinna lést
elsta systir okkar, Áslaug, úr erf-
iðum sjúkdómi sem hafði fylgt henni
frá barnæsku.
En barnabörnin áttu öll pláss í
hjarta hans og á hverjum degi var
hann í sambandi við okkur og fram á
síðustu stund fylgdist hann með
hvernig þeim gekk í leik eða starfi
og ítrekað lét hann okkur vita að
hann væri stoltur af öllum börnun-
um sínum.
Eftir erfiða legu síðasta mánuð
lést pabbi hægu andláti, sáttur og
trúði því að nú færi hann að hitta
mömmu og Áslaugu systur.
Við börnin kveðjum hann og biðj-
um góðan guð að varðveita hann og
leyfa honum að hitta þá sem honum
voru kærir.
Frá öllum heimsins hörmum
svo hægt í friðar örmum
þú hvílist hels við lín. –
Nú ertu af þeim borinn
hin allra síðstu sporin,
sem með þér unnu og minnast þín.
Með tryggð til máls og manna
á mátt hins góða og sanna
þú trúðir traust og fast.
Hér er nú starfsins endi.
Í æðri stjórnar hendi
er það, sem heitt í hug þú barst.
Guð blessi lífs þíns brautir,
þitt banastríð og þrautir
og starfs þíns mark og mið.
Við hugsum til þín hljóðir. –
Að hjarta sér vor móðir
þig vefur fast og veitir frið.
(Einar Ben.)
Þín ástkæru
börn.
Ég man að ég vaknaði við það
þegar ég heyrði mömmu loka úti-
dyrahurðinni. Ég leit á klukkuna og
hún var bara hálfsjö og það var 1.
maí. Allir ennþá sofandi enda allir í
fríi. Ég þorði ekki fram úr því ég
vissi hvað beið mín frammi fyrst að
hún var komin heim. Herbergis-
hurðin opnaðist og mamma gekk inn
og sagði mér að þú, elsku besti afi
minn, værir núna farinn frá okkur.
Ég reyndi að harka af mér en tárin
runnu ósjálfrátt. Ég sagði við
mömmu að núna værir þú kominn á
góðan stað, til hennar ömmu Lóu og
Áslaugar frænku. Ég er ekki enn
búin að átta mig á því að þú sért far-
inn frá okkur. Þess vegna langar
mig til að segja nokkur orð um þig
sem kæta mig alltaf þegar ég hugsa
um þig, afi minn.
Þegar ég hringdi í þig og ömmu
Lóu þegar ég var lítil og sagði ykkur
að ég væri lasin þá komuð þið alltaf
strax til mín með ískex handa mér.
Og meira að segja eitt kvöld hringdi
ég seint og þið voruð háttuð en þið
létuð það ekki stoppa ykkur, þið
komuð. Einu sinni þegar það var 1.
apríl hringdir þú í mig og sagðir við
mig að þú værir með smápakka
handa mér en ég vildi ekki trúa þér
því það væri gabbdagur en þú varst
búinn að gleyma því. Nokkrum mín-
útum seinna varstu mættur og þú
hafðir ekki verið að plata mig því þú
gafst mér strumpaópal og fullt af
límmiðum sem þú varst búinn að
geyma handa mér. Ég man hvað þú
brostir breitt þegar þú réttir mér
pakkann. Viku seinna hringdi ég í
þig til þess að óska þér til hamingju
með afmælið og þú sagðir takk, síð-
an kom smá þögn og svo loksins
sagðir þú með hlæjandi röddu til
hamingju með afmælið líka, afmæl-
isbarnið mitt. Þetta fannst mér allt-
af svo rosalega spennandi af því að
við áttum sama afmælisdag. Svona
var þetta á hverju ári. Einu sinni
þegar mamma og pabbi fóru til út-
landa vildir þú fá að passa mig og
Sævar Örn. Þú gerðir handa okkur
afabláberjasúpu og þú kenndir mér
að gera afabuff og fannst okkur
þetta miklu betra hjá þér heldur en
þegar mamma eða pabbi gerðu
þetta þó svo að þau gerðu þetta al-
veg eftir sömu uppskrift og þú.
Kannski var það bara þetta sérstaka
afabragð sem kom þegar þú eldaðir.
Súkkulaði var þitt uppáhald og svo
mikið uppáhald að þú bjóst það til
sjálfur. Ég fékk að hjálpa þér við
súkkulaðigerðina. Til að geta gert
súkkulaðið þurftum við stundum að
fara nokkrar bæjarferðir til að
kaupa alls konar efni í súkkulaði-
gerðina. Við fórum í Hafnarfjörðinn
til hennar Jórunnar Lovísu þar sem
hún var með lakkrísverksmiðjuna
og hún gaf okkur lakkrís svo við
gætum fyllt súkkulaðið af lakkrís. Á
leiðinni heim til þín fengum við okk-
ur að borða og mér fannst þú alltaf
svo fyndinn þegar þú varst að tala
við afgreiðslufólkið því þú varst allt-
af að stríða því. Alltaf þegar alman-
ökin frá Þroskahjálp komu á ári
hverju fórstu að selja og þú bauðst
mér oft með þér. En það er svo stutt
síðan við vorum að því síðast, það
var bara rétt áður en þú varðst
svona veikur. Ég og Ásgeir fórum
líka stundum fyrir þig að ná í frí-
merki þegar þú varst orðinn slappur
því þú treystir þér ekki í að ganga
upp og niður stiga til að ná í þau.
Einn daginn fóru þú og Ásgeir bara
tveir að sendast og hann sagði mér
að það hefði verið svo gaman og að
hann fílaði þig alveg þvílíkt. Daginn
eftir hringdi hann í þig til að athuga
hvernig þú hefðir það og þú sagðist
vera svo slæmur. Þennan sama dag
fórst þú á spítalann og læknarnir
héldu að þú værir með lungnabólgu.
Þú varðst veikari og veikari. Ég
kom til þín upp á spítala í heimsókn.
Við vissum ekki hvað við myndum fá
að hafa þig lengi hjá okkur. Það var
eitthvað sem hélt þér hérna svona
lengi. Þú varst líka búinn að lofa
mér að vera hjá okkur þegar Sævar
ætti að fermast því þú varst nú eini
afinn okkar á lífi og það skemmti-
lega við það var að hann átti að
fermast á afmælisdeginum okkar al-
veg eins og ég og Jórunn Lovísa
gerðum. Þannig að ég er alveg viss
um að þú varst bara að bíða eftir
þessum degi. Þú varst búinn að vera
mjög slappur rétt fyrir 8. apríl en
þegar sá dagur rann upp þá varstu
svo hress að þú gast komið í ferm-
inguna og ég mun ávallt minnast
þess. Allar þessar minningar og
mun fleiri mun ég alltaf koma til
með að geyma í minni mínu. Ég mun
alltaf muna eftir þér sem hressum
og skemmtilegum og svona líka
rosalega myndarlegum. Mamma
sagði alltaf að við værum svo lík í
skapi og hegðun að stundum væri
hún nálægt því að ruglast á okkur
og það er sko ekki leitt að vera líkt
við þig, elsku afi minn, við skildum
líka hvort annað svo vel. Jæja, afi
minn, núna geturðu farið og fengið
þér að borða kótiletturnar hennar
ömmu Lóu. Ég kveð þig með sökn-
uði og ég veit að þú verður alltaf hjá
mér. Guð geymi þig, elsku afi minn.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfin úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Þín dótturdóttir og afmælisbarn,
Guðlaug Magnúsdóttir.
Elsku afi okkar. Nú þegar komið
er að leiðarlokum, rifjum við systur
MAGNÚS STEPHEN-
SEN DANÍELSSON