Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 47

Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 47 upp miklar og góðar minningar sem við munum geyma sem fjársjóð í huga okkar og hjörtum. Oft fengum við að gista hjá ykkur ömmu Lóu og við eigum góðar minningar úr Stóragerðinu og Kötlufellinu og við munum eftir ró- lega og góða andrúmsloftinu hjá ykkur. Sumarbústaðurinn var þín para- dís og þar fengum við oft að dvelja hjá ykkur. Þaðan eigum við góðar minningar og þú afi varst yfirleitt mættur snemma í morgunmatinn á meðan amma fylgdist með sólarupp- rásinni. Þú reyndist okkur vel og varst yndislegur afi, góður og hjálpsamur og alltaf hafðir þú tíma til þess að ræða málin við okkur og fyrir það þökkum við hér. Það væri svo margt fallegt hægt að skrifa um þig og þitt góða hjarta, en það sem mestu skiptir vorum við búin að tjá hvert öðru. Í ljóssins ríki leið mig inn, og lát mig finna þig. Og hæfan fyrir himininn ó, herra gjör þú mig. (Sigurbjörn Sveinsson.) Guð geymi þig. Þínar Ingibjörg Hildur og Jórunn Dögg. Elsku afi. Þá er komið að kveðju- stund. Loksins fékkstu hvíldina eftir erfið veikindi og fékkst að fara til hennar ljúfustu þinnar eins og þú kallaðir alltaf ömmu. Upp í huga minn koma allar stundirnar sem við áttum saman í gegnum tíðina. Sér- staklega mun ég minnast með sér- stakri hlýju morgnanna okkar sam- an á spítalanum nú síðustu vikur þar sem við sátum og töluðum saman, lásum blöðin og þú spurðir frétta um allt og alla því að þú vildir fá að fylgjast með hvað allir væru að gera og hvernig allt gengi. Þess á milli lágum við saman, ég í hægindastóln- um og þú í rúminu og dottuðum. Munu minningar um þessar stundir með þér vera mér ákaflega dýrmæt- ar í framtíðinni. Þegar ég var yngri man ég alltaf eftir þér sitjandi við eldhúsborðið heima hjá þér og ömmu leggjandi kapal sem þú virtist geta gert tímunum saman en þannig lærði ég að leggja kapal, með því að standa yfir þér og fylgjast með og hlusta á þig segja mér til. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur hvort sem það var við leik eða störf, að ég tali nú ekki um ef við vildum spila, alltaf varstu til í Olsen Olsen og síðan Rommí þegar við lærðum það. Gat þessi spilamennska tekið dágóða stund eins og um árið þegar við tvö sátum og spiluðum rommí í 3 tíma á meðan Hjálmar svaf út í vagni. Þar gleymdum við okkur algjörlega og hefðir þú alveg verið til í að spila lengur ef langafakútur hefði ekki vaknað og viljað koma inn. Annað áhugamál hafðirðu en það var að safna frímerkjum og áttir þú orðið ansi stórt safn sem þú varst stoltur af. Elsku afi, ekkert betra vissirðu en að borða góðan mat og varstu sælkeri fram í fingurgóma og það var ekki leiðinlegt að bjóða þér í mat eða afmæli því alltaf sagðirðu við mann að betri mat eða kökur hefð- irðu aldrei fengið, þannig að allir í fjölskyldunni héldu að þeir væru meistarakokkar en það eru skiptar skoðanir um það. Elsku afi, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég þakka fyrir allar stundirnar og minningarnar sem þú gafst mér og veit ég að amma og Ás- laug frænka hafa tekið tekið vel á móti þér og þið fylgist með okkur þar til við hittumst á ný. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd. Síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Hafðu þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Þín Kristín. Elsku afi. Við sitjum hér með tár í augum og sorg í hjarta og þurfum við að kveðja þig í dag. Við eigum margar góðar minningar og það margar að við gætum skrifað heila bók um þig en við viljum minnast þín með minningum sem eru okkur er efst í huga núna. Þegar við fórum í sumarbústaðinn okkar og það fyrsta sem þú sagðir er við komum var hversu góð sveitalyktin væri og þó að við kæmum um hverja einustu helgi þá tókstu alltaf eftir því að trén sem þú gróðursettir væru búin að stækka. Allar veiðiferðirnar okk- ar er þú kenndir okkur að þræða maðkinn á öngulinn, og ítrekaðir ávallt þegar fiskur biti á ættum við að draga rólega inn. Og þau ófáu skipti er þú komst til okkar í Vest- urbergið spilaðir við okkur rommý og skrældir kartöflur en við vorum latar við það. Þú spurðir okkur spjörunum úr um daginn og veginn, þótt þú hafðir verið hjá okkur kvöld- inu áður vildir þú alltaf vita hvað við höfðum gert þann daginn. En nú vitum við að þér líður vel þótt það sé erfitt að kveðja þig og þú ert komin til ömmu Lóu þinnar. Hún er nú örugglega að elda allan góða matinn handa þér sem þú saknaðir en þú varst mikill matmaður og get- ur nú borðað að vild án þess að taka sprengju. Við eigum eftir að minnast þín og tala við þig í bænum okkar og segja langafabörnum þínum margar skemmtilegar sögur af þér. Elsku afi, við elskum þig og biðj- um guð að blessa þig og varðveita. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Jórunn Lovísa, Vitor, Tinna, Brynjar, Berglind Lovísa, Sveinn Vignir og Sólrún Lovísa. Elsku besti afi okkar. Núna ertu farinn frá okkur og eigum við öll svolítið erfitt með að trúa því, því að öll vonuðum við að þú yrðir allltaf með okkur. En við vitum það að þú ert kominn á betri stað og búinn að hitta ömmu Lóu og Áslaugu frænku, sem hafa eflaust tekið vel á móti þér. Við munum eftir því hvað þú hafð- ir gaman af því að veiða og gróð- ursetja öll trén þín, og vonum við að þú getir haldið því áfram þar sem þú ert nú kominn með veiðifélagann þinn, hana ömmu Lóu, aftur. Þegar þú bjóst hjá okkur á Höfn þá var alltaf gott að hafa þig hjá okkur og áttum við öll góðar stundir saman. Og erum við endalaust þakk- lát fyrir ómæld heilræði og þá hjálp sem þú sparaðir aldrei. Og við vit- um, elsku afi okkar, að þú átt alltaf eftir að passa okkur og fylgja. Afi minn. Stundin líður, tíminn tekur toll af öllu hér sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þú veitir yl í veröld kaldri, vermir ætíð mig að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. Þú varst ljós á villuvegi, vit á minni leið, þú varst skin á dökkum degi, dagleið þín var greið. Þú barst tryggð í traustri hendi, tárin straukst af kinn, þér ég mínar þakkir sendi, þú varst afi minn. (Hákon Aðalsteinsson.) Megi guð geyma þig, elsku afi okkar, við elskum þig og söknum og láttu þér nú líða sem allra best. Þín elskulegu barnabörn, Jón Arnar, Heiðrún, Sigurður Arnar, og Svana Björk. Mig langar til að minnast afa Magnúsar með nokkrum orðum. Það er með betri bernskuminning- um mínum hvað það var gott að koma til afa og ömmu í Stóragerðið, enda hlýjan og kærleikurinn einstök á því heimili. Afi var reffilegur karl og einstakt ljúfmenni, ræktarsamur við fjölskylduna og lét sig velferð hennar miklu varða. Hann mundi alltaf eftir afmælum sona minna og var ómissandi við veisluborðið enda ræðinn, spaugsamur og mikill sæl- keri. Þegar amma dó fyrir 10 árum og Áslaug frænka 7 árum síðar var það afa mikið áfall, en hann var aldr- ei einn, heldur umvafinn ást og um- hyggju fjölskyldu sinnar. Við sjúkrabeð afa síðustu vikurnar vöktu börn hans og ættingjar yfir honum og gerðu honum ævikvöldið bærilegra. Það má með sanni segja að hann afi minn hafi uppskorið eins og hann sáði. Ég kveð afa með sorg í hjarta en jafnframt gleði yfir endur- fundum hans við ömmu Lóu og Ás- laugu frænku. Guð geymi elsku afa minn. Lilja Björk Jónsdóttir. Elsku besti afi minn. Ég vil þakka þér fyrir allar þær góðu stundir er við áttum saman. Sérstaklega þá ánægjustund þegar þú hélst á mér undir skírn. Nú þegar þú ert farinn frá mér mun ég sakna þess að finna aldrei skeggið þitt kitla mínu litlu kinn þegar ég fékk koss frá þér. Ég er svo lítill að ég skil ekki al- veg að þú ert farinn frá mér en mamma og pabbi hjálpa mér að muna eftir þér. Nú veit ég að þér líð- ur vel og að langamma hefur tekið vel á móti þér og þið vakið saman yf- ir mér. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu, gakktu hér inn og geymdu mig. Guð, í faðmi þínum. (Höf. ókunnur.) Ég elska þig. Þinn langafastrákur, Kristófer Páll. Elsku afi. Ég bar gæfu til að kynnast þér á þinni lífsleið. Takk fyrir allar góðu stundirnar, kímnigáfuna og fyrir að hafa verið til. Minning þín lifir í huga mínum. Þó að kali heitur hver, hylji dali jökull ber, steinar tali og allt hvað er, aldrei skal ég gleyma þér. (Vatnsenda-Rósa.) Helga Veronica. Hann Magnús var alltaf svo hress og kátur, og stutt í brosið hans þeg- ar hann kom til okkar í Þroskahjálp til að selja almanakið. Alltaf hafði hann tíma til að staldra við og spurði þá gjarnan: „Hvernig hefur þú það vinur?“ Ég trúi því varla að hann sé nú farinn og á eftir að sakna hans mikið. Ég bið góðan Guð að geyma hann og styrkja fjölskyldu hans og vini. Hinsta kveðja. Stefán Konráðsson sendill. Mig langar í örfáum orðum að minnast Magnúsar S. Daníelssonar sem var faðir góðrar vinkonu minn- ar og nágranna, hennar Systu. Magnús var allra manna hugljúfi, myndarlegur og góðlegur maður og alveg sérlega afalegur. Hann sýndi öllum börnum áhuga og vildi gjarn- an að þau kölluðu hann afa sem seg- ir mikið um það hversu barngóður hann var í raun. Hann var geðgóður maður og hafði gaman að glettast í öðrum og allir sem hann þekktu muna eftir blikkinu hans sem alltaf var svo skemmtilegt. Magnús var mikill fjölskyldumaður og fjölskyld- an var alltaf í fyrsta sæti í lífi hans. Hann uppskar eftir því, því slíka umhyggju og ást eins og börnin hans og afkomendur hafa sýnt hon- um í gegnum tíðina er fallegt að sjá. Samheldnin er líka mikil í fjölskyld- unni og það sást best á því að alltaf var einhver við sjúkrabeð hans. Ég vil að lokum þakka Magnúsi fyrir yndisleg kynni og bið góðan Guð að taka vel á móti honum og blessa alla hans fjölskyldu og veita þeim styrk í sinni sorg. Elsku Systa, Maggi, Gyllý og Sævar, missir ykk- ar er mikill, megi minningin um góð- an föður og afa ávallt lifa í hjörtum ykkar. Matthildur og fjölskylda. „Betri þóttu hand- tök hans heldur en nokkurs annars manns.“ Oft hafa þessar hendingar eftir Örn Arnarson komið upp í hugann eftir að frændi minn, sam- starfsmaður og vinur, Þorlákur Sigtryggsson, bóndi á Svalbarði lést í hörmulegu slysi 21. apríl sl. Mér finnst jafnvel að í einfaldleik sínum lýsi þær minningu hans bet- ur en gert verður í löngu máli. Það er reyndar svo óendanlega erfitt að trúa því og viðurkenna með sjálfum sér að þessi mikli atorkumaður og góði drengur sé allur, í blóma lífsins, langt fyrir aldur fram. Saman hafa leiðir okk- ar legið síðan í bernsku, við leiki og störf í dagsins önn, og á seinni árum einnig við margvíslegt félagsmálavafstur. Með árunum varð mér það sífellt betur og betur ljóst hvílíkur ávinningur og styrk- ur það var fyrir okkar litla sam- félag að fá að njóta starfa hans. Framsýnn og metnaðargjarn var hann fyrir hönd okkar sveitung- anna. Fastur fyrir og harður í horn að taka ef svo bar undir og á þurfti að halda. En umfram allt einstak- lega hjálpsamur og velviljaður í annarra garð. Fyrir það að hafa átt hann að sem ráðgjafa og trúnaðar- vin verð ég þakklátur ævilangt. Ásamt setu í hreppsnefnd frá árinu 1988 gegndi Þorlákur fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og hérað. Hann var m.a. fulltrúi hreppsins í héraðsráði og héraðsnefnd Þingeyinga, í skóla- nefnd Grunnskólans á Þórshöfn, þar nýlega tekinn við formennsku, og stjórnarformaður í stjórn hjúkrunar- og dvalarheimilisins Nausts. Einnig var hann kennari við Svalbarðsskóla um árabil. Forðagæslu hafði hann séð um til fjölda ára og svo mætti lengi áfram telja. Þá má og nefna virka þátt- töku í ýmsri frjálsri félagsstarf- semi, s.s. kórsöng, bridgefélagi, ungmennafélagi, björgunarsveit o.fl. Fyrst og síðast var það þó við búskapinn heima á Svalbarði sem Þorlákur naut sín til fulls, ham- hleypa til allra verka, völundur í höndunun, maður sem naut þess að færast mikið í fang og láta verkin tala. Kornung hófu þau Guðrún Hild- ur og Þorlákur búskap á Svalbarði, samhent og samvalin í öllu. Í fyrstu með foreldrum Þorláks, þeim Vigdísi og Sigtryggi, en tóku svo fljótlega við öllum búsforráð- um. Þar hafa þau síðan byggt upp og búið miklu fyrirmyndarbúi og alið upp stóran og mannvænlegan barnahóp. Já, þau eru snögg veðrabrigði lífsins og gera tíðum ekki boð á undan sér. Nú í upphafi sumars, þegar í hönd fer tími sköpunar- gleði og frjómáttar móður náttúru, hvílir skuggi sorgar og depurðar yfir sveitinni okkar. En lífið heldur áfram, svo mikið er víst. Með karl- mennsku og æðruleysi hefði Þor- lákur tekið slíkum aðstæðum. Með það í huga skulum við horfa fram á veginn. Þannig heiðrum við minn- ingu hans best. Guðrún mín og þín stóra fjöl- skylda. Nokkur fátækleg orð eru eflaust léttvæg og vanmegnug gegn ykkar mikla missi og stóru sorg. Megi guð gefa ykkur öllum styrk til að takast á við orðinn hlut og vinna úr málum á farsælan hátt. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég ykkur einlæga samúð, sem og foreldrum Þorláks, systkinum og öðrum vandamönnum. Megi minn- ÞORLÁKUR SIGTRYGGSSON ✝ Þorlákur Sig-tryggsson var fæddur 18. júní 1955. Hann lést af slysför- um hinn 21. apríl og fór útför hans fram frá Svalbarðskirkju 1. maí. ingin um mikinn gæðadreng og sóma- mann verða ykkur öll- um sá aflgjafi og auð- ur sem líknar og græðir í tímans rás. Jóhannes Sigfússon. Það er svo margs að minnast um Þorlák á Svalbarði. Auk þess að eiga stóra fjöl- skyldu og vera með búskap var hann kennarinn okkar í Svalbarðsskóla. Við munum öll eft- ir því hvernig hann hnerraði svo hraustlega að þakið virtist ætla af skólanum og okkur fannst alveg frábært þegar hann sofnaði í dönskutíma. Hann kenndi flestöll fög sem til féllu en smíðar voru hans aðalfag. Það fannst öllum gaman í smíðum, jafnt stelpum sem strákum. Í leikfimistímum var gengið í takt, einn tveir einn tveir, áfram þrammaði Þorlákur en þeir sem á eftir komu hlupu við fót því hann tók svo stór skref. Á veturna var stundum farið á skauta í leik- fimistímum, þá dró hann fram skautana og renndi sér á svellinu með okkur. Menntun er auður en það er einnig auður að fá að kynn- ast manni eins og Þorláki. Ekki að- eins sem kennara heldur sem bónda í sveitinni og virkum meðlim í félagsstarfinu. Það skarð sem hann skilur eftir sig verður ekki auðvelt að fylla. Elsku Guðrún Hildur, Bjarni, Kristjana, Einar, Magnús, Jónína, Sigtryggur Brynjar og aðrir aðstandendur, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Kveðja frá fyrrverandi nemendum í Svalbarðsskóla. Unglingsárin eru sjálfsagt það tímabil mannsævinnar sem mað- urinn tekur mestum og hröðustum breytingum. Félagslegur þroski tekur á sig nýjar víddir og stofnað er til vináttu sem getur verið svo djúp að ekkert fær henni haggað, þrátt fyrir landfræðilegar fjar- lægðir og lítið áþreifanlegt sam- band. Fyrir þrjátíu árum var Héraðs- skólinn á Laugum sameiginlegur vettvangur okkar og Þorláks Sig- tryggssonar, vinar okkar sem kvaddur er í dag. Strákurinn sem við kynntumst á þessum árum var skarpgreindur, þrákelkinn, stríðinn og afskaplega traustur og staðfastur. Hann var feiminn við fyrstu kynni og hélt sig til hlés en það stóð ekki lengi og þótt Láka yrði aldrei komið til að gera nokkurn skapaðan hlut sem hann vildi ekki sjálfur var hann oft til í ýmislegt og var mjög góður og skemmtilegur félagi. Vináttubönd okkar við Láka styrktust mest með bridgespilinu í landsprófinu þar sem allar tóm- stundir voru nýttar til hins ýtrasta til að spila bridge. Fjórði maðurinn í hópnum var Böddi sem einnig er látinn og er því skarðið stórt og sárt í þennan litla hóp okkar bridgefélaganna í landsprófi. Leiðir okkar og Þorláks lágu aft- ur saman í Menntaskólanum á Ak- ureyri en eftir að honum lauk lágu þær mun sjaldnar saman. Samt var það þannig að meðan við bjuggum báðir í Reykjavík og hittumst þá stundum, þá var Láki alltaf með okkur í hlátrasköllum okkar. Við viljum nota þessi fátæklegu orð til að koma á framfæri við fjöl- skyldu og aðra vini Þorláks Sig- tryggssonar okkar dýpstu samúð við svo sviplegt fráfall en jafnframt þökkum við fyrir hafa kynnst hon- um og gert okkur að heldur skárri strákum en ella. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, Kristján Björn Snorrason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.