Morgunblaðið - 11.05.2001, Side 53
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 53
HINN árlegi kirkjudagur Kálfa-
tjarnarkirkju verður haldinn sunnu-
daginn 20. maí og hefst með guðs-
þjónustu í Kálfatjarnarkirkju kl.
14.00. Prestar séra Hans Markús
Hafsteinsson og séra Friðrik J.
Hjartar. Kirkjukórinn syngur undir
stjórn Frank Herlufsen.
Að henni lokinni verður Kven-
félagið Fjóla með kaffisölu í Glað-
heimum til styrktar kirkjusjóði
félagsins.
Ræðumaður dagsins verður
Hjálmar Árnason alþingismaður.
Sérstakir boðsgestir eru þeir sem
eiga 50 ára fermingarafmæli frá
Kirkjunni á þessu ári. Brottfluttir
hreppsbúar eru sérstaklega hvattir
til að koma og endurnýja kynninn
við sitt gamla sveitarfélag.
Við hvetjum sem flesta til að koma
og eiga með okkur ánægjulega dags-
stund á fallegum stað.
Sóknarnefnd.
Guðsþjónusta í
Reyniskirkju
í Mýrdal
GUÐSÞJÓNUSTA verður í Reynis-
kirkju í Mýrdal, á 4. sunnudegi eftir
páska, 13. maí nk. kl. 20:30 (athugið
breyttan tíma). Organisti verður
Kristín Björnsdóttir.
Sálmarnir sem sungnir verða í
guðsþjónustunni verða allir úr nýj-
ustu sálmabók kirkjunnar og þar af
leiðandi allir með nótum svo hinn al-
menni kirkjugestur geti tekið sem
virkastan þátt.
Nú er tækifæri til að koma í Reyn-
iskirkju og hlusta á fagnaðarerindið
og lofa Guð með miklum og almenn-
um safnaðarsöng.
Gefið ykkur tíma til að líta upp úr
önnum sauðburðar og vorverka og
fjölmennið til kirkju.
Sóknarprestur og organisti.
Sumarferð Safn-
aðarfélags Digra-
nessprestakalls
FERÐIN verður farin hinn 20. maí
nk. Lagt verður af stað kl. 9.00 frá
Digraneskirkju og haldið til Víkur í
Mýrdal þar sem messað verður.
Prestar Digraneskirkju annast alt-
arisþjónustu og sr. Magnús B.
Björnsson prédikar. Kór Digranes-
kirkju mun flytja Deutsche Messe
eftir Shubert, undir stjórn orgelleik-
ara Digraneskirkju Kjartans Sigur-
jónssonar. Á eftir guðþjónustu munu
söfnuðir Digraness- og Víkurpresta-
kalla njóta sameiginlegra veitinga.
Fyrirhugað er að á leið til Víkur
verði komið við hjá Skógum þar sem
þátttakendur geta snætt nesti sitt
eða fengið keyptar veitingar. Á
heimleið er ráðgert að farið verði í
Reynishverfi og um Fljótshlíð.
Áætlaður komutími til Kópavogs
er á milli kl 8.00 og 9.00 um kvöldið.
Akstur er í boði sóknarnefndar en
veitingar á kostnað þátttakenda.
Þátttakendur eru vinsamlega
beðnir um að tilkynna þátttöku til
kirkjuvarða Digraneskirkju fyrir
föstudaginn 18. maí í síma 554 1620.
Aðalfundur
Grafarvogssóknar
AÐALSAFNAÐARFUNDUR
Grafarvogssóknar verður haldinn
eftir guðsþjónustu sunnudaginn
13.maí kl.11:00. Léttur hádegisverð-
ur. Venjuleg aðalfundarstörf.
Stjórnin.
Safnaðarstarf
Laugarneskirkja. Morgunbænir kl.
6.45-7.05. Mömmumorgunn kl. 10-12
í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur
djákna. Kaffispjall fyrir mæður, góð
upplifun fyrir börn.
Langholtskirkja. Kirkjan er opin til
hljóðrar bænagjörðar í hádeginu.
Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í
Strandbergi laugardagsmorgna.
Trú og mannlíf, biblíulestur og
kyrrðarstund.
Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9.
Samkomur alla laugardaga kl. 11-
12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik-
un og biblíufræðsla þar sem ákveðið
efni er tekið fyrir, spurt og svarað.
Barna- og unglingadeildir á laugar-
dögum. Létt hressing eftir samkom-
una. Allir velkomnir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Föstu-
dagskvöld kl. 21 Styrkur unga fólks-
ins. Dans, drama, rapp, prédikun og
mikið fjör.
Sjöundadagsaðventistar á Íslandi:
Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl-
íufræðsla kl. 10.Guðsþjónusta kl. 11.
Ræðumaður Björgvin Snorrason.
Safnaðarheimili aðventista, Blika-
braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Gavin Anthony.
Safnaðarheimili aðventista, Gagn-
heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl.
10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Maxwell Ditta.
Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest-
mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10.
Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður
Halldór Ólafsson.
Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar-
firði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu-
fræðsla kl. 12. Ræðumaður Steinunn
Theodórsdóttir.
Kirkjudagur
Kálfatjarnar-
kirkju
Kálfatjarnarkirkja.
KIRKJUSTARF
Elsku afi! Við fráfall
þitt koma margar
minningar upp í huga
okkar.
Allar eru þær góðar um ástríkan
og góðan afa. Þar ber hæst þær
stundir þegar við fengum að vera hjá
þér og ömmu, þegar mamma og pabbi
skruppu til útlanda. Þá var gott fyrir
litla stráka að eiga vísan samastað hjá
afa og ömmu. Fyrst í Arnarhrauninu
og seinna á Eyrarbakka þar sem þið
höfðuð eignast lítið hús og þar dvöld-
uð þið alltaf þegar tími gafst til yfir
sumartímann. Þá fengum við að
hjálpa til við störfin í garðinum ykk-
ar, sem þið voruð svo samhent um að
gera fallegan. En nú er komið að leið-
arlokum og við vitum að nú líður þér
vel og að ástvinir sem á undan eru
farnir hafa tekið á móti þér. Elsku afi,
hafðu þökk fyrir að gæta okkar og
fyrir allt sem þú varst okkur. Við
kveðjum þig í hinsta sinn með litlum
bænaversum, sem við vitum að þér
þótti svo vænt um og eru eftir pabba
þinn, Guðmund Finnboga Helgason.
Ég vil sofna sætt og rótt,
sofna í Jesú nafni,
dagur líður, dimmir ótt,
Drottinn lát mig sofa rótt,
augum loka í Jesú náðar nafni.
Bak við húmsins rökkurró,
roða af nýjum degi,
augun þreyttu eygja þó,
er það dýrust hjartans fró,
ljós þitt Jesú lýsi mína vegi.
Elsku amma, missir þinn er mikill
og við biðjum góðan guð að vaka yfir
þér á þessum erfiðu tímum.
Afastrákarnir
Matthías, Friðrik og Garðar.
Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okkur
í hinsta sinn og við þig með söknuði.
Margs er að minnast er ég lít yfir far-
inn veg og mínar fyrstu minningar frá
ykkur ömmu eru úr Arnarhrauninu
þar sem ég dvaldi ófáar stundirnar og
hef ég heyrt margar sögurnar um
mínar frægu búðarferðir og fleira
sem ég ætla ekki að fara nánar út í, en
MATTHÍAS ÍSFJÖRÐ
GUÐMUNDSSON
✝ Matthías ÍsfjörðGuðmundsson
fæddist í Bolungar-
vík 17. apríl 1923.
Hann lést á hjarta-
deild Landspítalans
við Hringbraut í
Reykjavík 26. apríl
síðastliðinn og fór
útför hans fram frá
Fossvogskapellu 4.
maí.
mér skilst að þær hafi
verið ansi skrautlegar
oft á tíðum. En þær
minningar sem eru mér
skýrastar og minnis-
stæðastar eru þær er
þið bjugguð í Hafnar-
stræti og síðast en ekki
síst í litla hreiðrinu ykk-
ar sem þið voruð búin
að gera svo fallegt á
Eyrarbakka.
Það var ósjaldan sem
ég kom til ykkar austur
fyrir fjall, hvort sem var
í kaffi eða til lengri dval-
ar og þá vissi ég hvar ég
gekk að ykkur vísum, amma einhvers
staðar á hnjánum á milli trjánna í
þessum líka yndislega garði sem var
margrómaður fyrir glæsileika enda
er hún með eindæmum græna fingur,
og þú einhvers staðar að lagfæra eða
betrumbæta húsið, að innan eða utan.
Það var alveg sama hvað það var sem
laga þurfti, þetta lá þér allt svo vel í
hendi og þú varst svo sannarlega þús-
undþjalasmiður afi minn. En þótt þig
vantaði kannski stundum örlitla
hjálp, baðstu aldrei um hana en varst
þó þakklátur ef þér var veitt hún.
Mér er minnisstæð sú heimsókn er
við komum til ykkar austur, ég og
unnusti minn síðasta sumar í kaffi-
sopa og þið að hittast í fyrsta sinn,
hve vel fór á með ykkur. Þið rædduð
saman um heima og geima en þó að-
allega um ættfræði og bernskuslóðir
sem þér þótti nú held ég ekki leið-
inlegt að tala um. Nú höfum við eign-
ast lítinn sólargeisla sem kom í heim-
inn aðeins þremur dögum fyrir þinn
afmælisdag og ég gleðst yfir því að þú
hafir náð að líta hana augum áður en
þú kvaddir þennan heim elsku afi.
Hún fer á mis við að kynnast þínum
yndislega manni en minningar um þig
geymum við í hjörtum okkar og
þeirra mun hún fá að njóta.
Guð geymi þig, elsku afi minn.
Ég vil enda þetta á bænaversi sem
pabbi þinn samdi:
Nú til hvíldar leggst ég lúinn,
lát mig, Drottinn, sofa rótt;
hvílan, faðminn, breiðir búin,
blessuð kom þú draumanótt.
Vef mig þínum ástar armi,
englar guðs mér vaki hjá;
friðardagsins blíði bjarmi,
bráðum ljómar himni á.
(G.F.H.)
Elsku amma, megi guð gefa þér
styrk. Ég veit að afi vakir yfir þér og
okkur öllum.
Svanfríður og fjölsk.
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað.
Þá er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minn-
ing@mbl.is). Nauðsynlegt er,
að símanúmer höfundar/send-
anda fylgi.
Um hvern látinn einstakling
birtist formáli, ein uppistöð-
ugrein af hæfilegri lengd, en
aðrar greinar um sama einstak-
ling takmarkast við eina örk,
A-4, miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd, - eða 2.200
slög (um 25 dálksentimetra í
blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða
ljóð takmarkast við eitt til þrjú
erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín
en ekki stuttnefni undir grein-
unum.
Frágangur
afmælis-
og minning-
argreina
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sími 581 3300
Allan sólarhringinn — www.utforin.is
Suðurhlíð 35, Fossvogi
Sverrir
Olsen
útfararstjóri
Bryndís
Valbjarnardóttir
útfararstjóri
Sverrir
Einarsson
útfararstjóri
Landsbyggðarþjónusta. Áratuga reynsla.
< -- 5
)
- "
" -
-
/E
F&%
0%
2+ 79
3,! ),-
+
G
G
G ( 12
1 -
4,
<
*9:=0+9>+?.@.=+.=79=A.++B=9>
! $;!'' -
$$!
!
)<
) 3 $ 7HI88
1 1 -
6
--
5
1
)
1 - )
"
,
'
>
/6/6:
00%
% "7J$
3,! ),-
<
,- )
C :
)1
!
%, 3' !2
3
%,
' !2
1 + -