Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 54

Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 54
UMRÆÐAN 54 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FORSETI borgar- stjórnar, Helgi Hjörv- ar, og helsti fyrirtækja- leiðtogi R-listans hefur í málaflutningi sínum um ýmsa þætti borgar- mála í æ ríkara mæli tileinkað sér að búa til sýndarveruleika um stöðu einstakra mála, fyrirtækja eða einstak- linga, sem er víðs fjarri öllum sannleika og staðreyndum. Slíkur málflutningur var og er stundaður af kommún- istaleiðtogum og ein- ræðisherrum, í fyrstu með ágætum árangri en til lengdar lætur fólk ekki blekkj- ast. Síðustu dæmin um slíkan mál- flutning Helga eru ummæli hans í fjölmiðlum um fjárhagslega stöðu Línu.Net, túlkun á niðurstöðu at- kvæðagreiðslunnar um framtíð inn- anlandsflugs í Vatnsmýrinni, ótrú- lega óskammfeilin ummæli um Davíð Oddsson forsætisráðherra og nú nýlega um ófremdarástandið í félagslegum leiguíbúðarmálum hjá borginni. Biðlistar lengjast stöðugt Í frétt Ríkisútvarpsins þann 6. maí sl. fjallar Helgi um hinn gríðarlega vanda sem blasir við vegna langra biðlista eftir félagslegum leiguíbúð- um hjá borginni. 552 manns eru á biðlistum í dag og hafa á síðari árum aldrei verið jafnmargir. 377 eru á biðlista eftir eins til tveggja her- bergja íbúðum, eftir þriggja her- bergja íbúðum 122 og í bið eftir fjög- urra herbergja íbúðum og stærri voru 53. Helgi sagði það fagnaðar- efni að vegna mikilla kaupa Félagsbústaða hf á leiguíbúðum væri biðtími eftir þriggja herbergja íbúðum að heita hæfilegur, þ.e. 13– 14 mánuðir en óhæfilegur hjá þeim sem bíða eftir eins til tveggja herbergja íbúð eða rúmlega 25 mánuð- ir. Biðtími þessa hóps hefði þó minnkað frá 1999 eða úr 32 mánuð- um. Með þessari fram- setningu ætlaðist Helgi til að niðurstaða hlust- enda yrði sú að veru- legur árangur hefði náðst í þessu mikil- væga máli. Staðan er á hinn bóginn allt önnur og vandinn eykst með degi hverjum. Biðtími eftir þriggja herbergja íbúðum og stærri hefur lengst frá 1999 til 2000 og heldur áfram að lengjast. Á milli viðmiðun- arára í þeirri úttekt sem gerð var vegna biðtímans, þ.e. 1999 og 2000, fjölgaði um 100 manns á biðlistum eftir félagslegu leiguhúsnæði eða úr u.þ.b. 400 í tæp 520. Skyldi ástæðan fyrir styttingu biðtíma þessa stóra hóps sem bíður eftir eins til tveggja herbergja íbúð vera þessi mikla aukning nýrra umsókna á viðmiðun- artímabilinu sem að sjálfsögðu stytt- ir meðalbiðtíma umsækjenda. Hrikalegar afleiðingar Staðreyndin er sú að R-listinn eða Biðlistinn hefur ekki frá upphafi valdaferils síns staðið við hástemmd kosningaloforð um sérstakt átak í leiguíbúðamálum og fækkun á bið- listum. Þvert á móti hefur biðlistinn lengst um u.þ.b. 40%. Aðgerðir R- listans í skipulags- og lóðamálum hafa átt stóran þátt í þessari þróun. Lóðaskortur í Reykjavík, uppboð á lóðum sem leitt hefur til hækkunar lóðaverðs um 140% hefur hækkað byggingarkostnað verulega. Í fram- haldinu hefur söluverð íbúða hækk- að, fasteignamat hækkar og fast- eignagjöld hækka. Gríðarlegar hækkanir á söluverði íbúða síðustu tvö árin hefur síðan leitt til þess að húsaleiga á almennum markaði hef- ur hækkað um 60–70%. Þessi þróun hefur gert það að verkum að fjöl- margir hafa ekki möguleika á að leigja íbúð á almennum markaði og snúa sér því til Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Ábyrgð R-listans á þess- ari þróun vísar Helgi algjörlega á bug og fullyrðir að enginn skortur sé á lóðum í Reykjavík. Sökudólgur fundinn Í lok fyrrgreindrar fréttar segir forseti borgarstjórnar, Helgi Hjörv- ar, að biðtíminn sé óhæfilegur hjá 377 manns sem bíða eftir eins til tveggja herbergja íbúð. Úr vöndu sé að ráða vegna skipulagsmistaka fyrri tíðar, þ.e. að ekki hafi við skipu- lagningu nýrra íbúðarhverfa verið gert ráð fyrir fleiri minni íbúðum. Í þetta sinn kann Helgi að hafa rétt fyrir sér því við skipulagningu eina íbúðarhverfisins í valdatíð R-listans, Grafarholtshverfinu, var engin slík stefnumörkun til staðar. Stympingar Helga Hjörvars við sannleikann Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Sýndarveruleiki R-listinn, eða Biðlistinn, hefur ekki frá upphafi valdaferils síns, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, staðið við hástemmd kosninga- loforð um sérstakt átak í leiguíbúðamálum og fækkun á biðlistum. Höfundur er borgarfulltrúi. Skipulagsmál Með hugmyndum um uppfyllingu í Arnarnes- vogi, sem nemur flatar- máli tíu fótboltavalla (73 þúsund fermetrar), virðist tveimur fram- kvæmdaaðilum, Gunn- ari og Gylfa hf. og Björgun hf., hafa verið falið skipulag byggðar í Garðabæ. Íbúarnir hafa að sjálfsögðu talið það hlutverk bæjaryfirvalda að leiða skipulagsvinnu innan bæjarmarka, eins og þeim ber að gera samkvæmt skipulags- lögum. Þá væru hagsmunir bæjarbúa í heiðri hafðir en verkið ekki falið að- ilum sem fengið hafa augastað á verð- mætu náttúrusvæði sem eingöngu þjónar fjárhagslegum hagsmunum þeirra. Almennt má telja eðlilegt að fá óháða ráðgjafa til að vinna deiliskipu- lag svæða, jafnvel efna til samkeppni um slík verkefni þar sem varðveisla náttúruauðlinda væri betur tryggð. Hlutverk bæjaryfirvalda er að skipu- leggja byggðina þannig að samræmis sé gætt í heildarmynd hennar og með slíkum vinnubrögðum einum mynd- ast jafnvægi í skipulagi bæjarins. Í framhaldi af því kemur síðan að fram- kvæmdaaðilum að hefjast handa. Eitt sinn var sagt: „Eftir höfðinu dansa limirnir.“ Við Garðbæingar horfum upp á það í þessu máli að limirnir dansa höfuðlausir. Í 1. grein skipulags- og bygging- arlaga segir um markmið þeirra: „að stuðla að skynsamlegri og hag- kvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir um- hverfisspjöll og ofnýt- ingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Hugmyndir um uppfyll- ingu í Arnarnesvogi þverbrjóta þessi mark- mið. Í 2. gr. laganna er að- alskipulag skilgreint sem hér segir: „Skipu- lagsáætlun fyrir tiltekið sveitarfélag þar sem fram kemur stefna sveitarstjórnar um landnotkun, samgöngu- og þjónustu- kerfi, umhverfismál og þróun byggð- ar í sveitarfélaginu á minnst 12 ára tímabili.“ Í staðfestu aðalskipulagi Garða- bæjar fyrir tímabilið 1995–2015 er hvergi að sjá áform um uppfyllingu og mannvirkjagerð út eftir öllum Arnar- nesvogi. Hins vegar kemur þar fram að á skipulagstímabilinu er gert ráð fyrir því að í Garðabæ verði byggðar 50–65 íbúðir árlega og sagt að sam- kvæmt lægri tölunni verði íbúafjölg- un innan við 2% á ári en rúmlega 2% miðað við 65 íbúða fjölgun. Þessa áætlun geta menn svo borið saman við hugleiðingar framkvæmdaaðila um að reisa 850 íbúðir úti á Arnarnes- vogi og á bökkunum upp frá voginum. Það er algerlega byggt á fölskum for- sendum, sem fullyrt er í skýrslu fram- kvæmdaaðila um mat á umhverfis- áhrifum, að hér sé um þéttingu byggðar að ræða. Þarna er engin byggð fyrir heldur ósnortin nátt- úruvin og stefnan því sett á að ganga á hlut náttúrunnar. Með þéttingu byggðar er hins vegar átt við að nýta betur þau svæði sem þegar hafa verið lögð undir byggð og þar með að þétta þá kjarna sem fyrir eru, m.a. í þeim tilgangi að þyrma ósnortnu landi. Hinn 10. apríl sl. var í Fjölbrauta- skóla Garðabæjar opið hús til kynn- ingar á uppfyllingarhugmyndinni og mati á umhverfisáhrifum. Eins og venjulega sáu framkvæmdaaðilarnir og fulltrúar þeirra um framsetningu og kynningu á hugmyndinni en fulltrúar bæjarins voru ekki sýnilegir nema formaður fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í bænum sem komið hafði á viðskiptum með iðnaðarlóðirn- ar fyrir botni vogsins. Áhugamenn um uppfyllingu út eftir öllum Arnar- nesvogi hafa haft sig mjög í frammi í blaðaskrifum undanfarið. Full ástæða er til að svara þeim kappsfullu fram- kvæmdamönnum sem stýra þessum skrifum og leiðrétta ýmsar blekking- ar sem þar eru hafðar í frammi. Sem dæmi er teikning húsaraðar, þriggja til fimm hæða, út eftir Arnarnesvogi, þar sem Gálgahraunið og Bessastaðir sjást bera allhátt yfir húsalengjuna úr 5 metra hæð yfir sjó frá Arnarnesi. Augljóst er að allt þetta hverfur á bak við þann 15–20 metra háa vegg sem landfyllingin sjálf og fjölbýlishúsin of- an á henni mynda. Umhverfisvernd Eins og áður segir felst þétting byggðar ekki í því að fylla upp í nátt- úruvin sem Arnarnesvog og ryðja þar upp byggð á stærð við meðalkaup- stað. Þetta er eina svæðið sem Garðbæingar eiga að sjó sem fyrir vikið er dýrmætara en ella. Umhverf- isvernd mun hafa vaxandi vægi með hverju ári sem líður og verndarsjón- armið munu aukast og styrkjast. Allir sem hugsa raunhæft um náttúru- vernd munu komast að þessari nið- urstöðu. Skipulagsmistök verða aldr- ei bætt. Sérfræðingar hafa undan- farið kynnt okkur rannsóknir sínar á tilfinningagreind og náttúrugreind. Ég held að þeir sem berjast fyrir upp- fyllingu og húsabyggingum út eftir öllum Arnarnesvogi verði að teljast dæmi um fólk sem sneytt er náttúru- greind. Það er alla vega blint á náttúr- una og umhverfi sitt. Skrif útibússtjóra Búnaðarbankans í Garðabæ Útibússtjóri Búnaðarbankans hér í Garðabæ skrifar um uppfyllingarmál- ið í byrjun aprílmánaðar og gerir það í embættisnafni. Hann talar um fáa en háværa menn sem beitt hafi sér gegn tillögum að nýju bryggjuhverfi í Arn- arnesvogi. Sérstaklega veitist hann að Tómasi H. Heiðar fyrir, eins og hann segir, að leggja heila opnu í sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins, „blaði allra landsmanna“, undir sínar eigin skoðanir í nafni Garðbæinga um þetta mál. Framkvæmdaaðilar hafa sjálfir hvað eftir annað lagt undir sig opnur í blaðinu án þess að gerðar væru athugasemdir við það. Mér er ekki kunnugt um að Tómas hafi gefið sig út fyrir að tala í nafni Garðbæinga en útibússtjórinn telur sig sjálfan greinilega þess umkominn í fyrr- nefndri grein. Útibússtjórinn skal hins vegar vita það að Tómas H. Heið- ar er einn helsti talsmaður stórs hóps íbúa við Arnarnesvog og annarra Garðbæinga sem fært hafa rök gegn þeirri firru að ráðast í 73.000 fermetra uppfyllingu og reisa þar geysistóra íbúðarbyggð. Útibússtjórinn ætti einnig að vita það að engin könnun hefur farið fram um viðhorf bæjarbúa í heild til upp- fyllingar, stórfelldra húsbygginga og náttúruröskunar í Arnarnesvogi. Fylgjendur hugmyndarinnar meðal bæjarbúa hafa lítið sem ekkert sýnt sig á þeim kynningarfundum sem framkvæmdaaðilar hafa staðið fyrir. Þar hafa nær eingöngu verið and- mælendur hugmyndarinnar. Ekki skiptir öllu hvernig skiptingin í meiri- hluta eða minnihluta kynni að vera. Fyrir mestu er að þeim sem ábyrgð- arvaldið er fengið láti rödd skynsem- innar ráða ákvörðun sinni. Menn hér í bæ þurfa að svara þeirri spurningu hvort þeir vilja fara með strandlengjuna hér eins og farið hef- ur verið með hana í nágrannasveit- arfélögum, svo dæmi sé tekið. Mjög hefur gengið á fjörur og leirur á höf- uðborgarsvæðinu og hafa þær víðast hvar verið eyðilagðar. Það eykur enn mikilvægi þess að varðveita Arnar- nesvog og önnur þau svæði við Skerjafjörð sem við eigum enn ósnortin. Skipulagsyfirvöldum ber að sjá til þess að ekki sé hugsunarlaust gengið á hlut náttúrunnar og þess fólks hér í þéttbýlinu sem hefur til- finningu fyrir umhverfi sínu. Arnarnesvogur – hver stýrir ferðinni? Hörður Vilhjálmsson Náttúruvernd Skipulagsyfirvöldum ber að sjá til þess, segir Hörður Vilhjálmsson, að ekki sé hugsunar- laust gengið á hlut nátt- úrunnar og þess fólks hér í þéttbýlinu sem hefur tilfinningu fyrir umhverfi sínu. Höfundur er fyrrverandi fram- kvæmdastjóri og íbúi við Arn- arnesvog. Á NÆSTA ári, árið 2002, er stefnt að því að halda Landsmót hesta- manna á Vindheima- melum í Skagafirði. Í tilefni, eða réttar sagt í framhaldi, af athuga- semdum Valdimars Kristinssonar í grein sinni í Morgunblaðinu 4. maí sl. um uppbygg- ingu á hinni glæsilegu aðstöðu sem komin er á Hólum í Hjaltadal og um staðsetningu lands- móts langar mig til að vekja meiri athygli á þessu máli. Byrjað var að byggja upp á Vindheimamelum árið 1970 og árið 1972 var þar haldið rómað fjórð- ungsmót og tveimur árum seinna enn rómaðra landsmót þar sem snill- ingurinn Náttfari frá Ytra Dalsgerði heillaði mig sem aðra! Uppbygging Vindheimamela var sameiginlegt verkefni hestamanna- félaganna hér á svæðinu og nánast hvert einasta handtak sem þar var unnið var gert í sjálfboðavinnu félagsmanna, hlutur sem í dag væri ógerlegt að hugsa sér – þó ekki væri nema vegna þess að forystusauðina – eldhugana vantar og við hinir flestir orðnir gamlir og lasburða! Hvers vegna Vindheimamelar voru valdir veit ég ekki – sjálfsagt hefur þar að einhverju ráðið tog- streita milli félaganna Léttfeta og Stíganda en að auki eru melarnir frá náttúrunnar hendi ákjósanlegir, landrými, jarðvegur, tjaldstæði og beitilönd, allt er þetta gott enda var Landsmótið 1974 gott landsmót! Landið var leigt til einhvers tíma og mig grunar að nú séu ekki eftir nema 15–20 ár af leigutíman- um. Í áranna rás hefur smávegis verið gert, byggt stóðhestahús, lögð vatnsleiðsla, byggð salernisaðstaða en engar stórvægilegar framkvæmdir hafa verið gerðar. Viðhaldi hefur meira og minna ekki verið sinnt nema stórmót væru fram- undan, síðast þegar landsmót var haldið þar árið 1990 – sem sagt á síðustu öld! Hef- ur vegur og veldi stað- arins legið jafnt og þétt niður á við síðan þá. Um notkun staðarins er það að segja að þar hafa verið haldnar kyn- bótasýningar í júní ár hvert og auk þess síðsumarsýning um verslunar- mannahelgina. Það var áður fyrr mót ársins en hin síðari ár hefur það sem annað á Vindheimamelum visnað og fölnað. Auk þess hefur fyrirtækið Hesta- sport notað aðstöðuna fyrir reiðsýn- ingar og kynningar á íslenska hest- inum fyrir útlendinga. Þar með held ég að í meginatrið- Opið bréf vegna Landsmóts hesta- manna 2002 Ragnar Eiríksson Landsmót Ætlið þið virkilega, spyr Ragnar Eiríksson, að láta henda tugum millj- óna í uppbyggingu á Vindheimamelum?
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.