Morgunblaðið - 11.05.2001, Qupperneq 56
UMRÆÐAN
56 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Heildsala: Bergís ehf.
Í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag birtist
grein eftir Pétur
Björnsson, íbúa á Arn-
arnesi, þar sem hann
gagnrýnir bæjarstjórn
Garðabæjar fyrir
vinnubrögð í tengslum
við hugsanlegt bryggju-
hverfi. Rangfærslur
Péturs eru svo miklar
og alvarlegar að ástæða
er til að reifa nokkrar
staðreyndir málsins.
Fyrsta rangfærsla
Péturs er sú að meiri-
hluti sjálfstæðismanna í
bæjarstjórn Garða-
bæjar standi fyrir upp-
byggingu bryggjuhverfisins. Hið
rétta er að meirihluti og minnihluti
í bæjarstjórn Garðabæjar hafa
fram til þessa unnið samstiga að því
að skoða hugmyndir Bygg ehf. og
Björgunar ehf. um bryggjuhverfi.
Bæjarstjórn Garðabæjar sam-
þykkti einróma, í lok október á síð-
asta ári, að standa að viljayfirlýs-
ingu um samstarf við byggingar-
aðilana um uppbyggingu íbúða-
byggðar á Stálvíkursvæðinu og
vestan megin við það. Um er að
ræða almenna viljayfirlýsingu sem
felst m.a. í því að Bygg og Björgun
fá úhlutað ákveðnu landsvæði og að
hugsanlega fái þessi fyrirtæki
heimild til landfyllingar.
Önnur rangfærsla Péturs er sú
að stjórnvöld í Garðabæ fylgi nátt-
úruspjallastefnu. Hið rétta er að
landfylling í Arnarnesvogi er m.a.
algjörlega háð því að umhverfismat
hafi farið fram. Staða matsins er sú
að Skipulagsstofnun ríkisins hefur
óskað eftir athugasemdum við
skýrslu um mat á umhverfis-
áhrifum sem unnin hefur verið af
verkfræðistofunni Hönnun. Bæjar-
stjórn Garðabæjar mun senda inn
athugasemdir sínar á næstunni, en
um málið er m.a. fjallað í skipulags-
nefnd og umhverfisnefnd Garða-
bæjar.
Upplýst umræða
Þriðja rangfærsla Péturs er sú að
bæjarstjórnin sýni ,,undirlægju-
hátt“ með því að láta
verktakana ekki
greiða gatnagerðar-
gjöld af íbúðunum.
Hið rétta er að sveit-
arfélög leggja ein-
ungis á gatnagerðar-
gjöld þegar þau
standa straum af
gatnargerðarfram-
kvæmdum sjálf. Í
þessu tilviki mun
sveitarfélagið ekki
gera það þar sem
verktakafyrirtækin
munu sjálf annast all-
ar framkvæmdir við
gatnagerð og opin
svæði innan hverfis-
ins. Í slíkum tilvikum er sveitar-
félögum ekki heimilt að innheimta
gatnagerðargjöld af byggingaraðil-
unum. Rétt er að taka fram að
verktakarnir munu greiða gatna-
gerðargjöld sem nema kostnaði
vegna framkvæmda bæjarins við
tengibrautir að hverfinu.
Fjórða rangfærsla Péturs er sú
að Garðabær styrki Bygg og Björg-
un um 100–120 m.kr. til að rífa nið-
ur byggingar sem stóðu á landinu
sem fyrirtækin keyptu. Hið rétta er
að Garðabær ber engan kostnað
vegna niðurrifs eldri bygginga enda
greiða verktakarnir þann kostnað
algjörlega sjálfir. Allt tal um styrki
er því algjörlega úr lausu lofti grip-
ið. Í athugasemd sinni er Pétur
hugsanlega að vísa til þess að sam-
kvæmt gjaldskrá um gatnagerðar-
gjöld í Garðabæ getur í þeim til-
vikum þegar nýtt hús er byggt á lóð
í stað eldra húss sem rifið er, mynd-
ast inneign til frádráttar álögðu
gatnagerðargjaldi hins nýja húss á
lóðinni þ.e. ekki verður greitt að
nýju gatnagerðagjald vegna þeirra
fermetra er áður var greitt af, við
byggingu eldra húsnæðis. Við nið-
urrif núverandi húsnæðis Norma er
gert ráð fyrir inneign geti numið
um 7,0 mkr. sem kemur þá til frá-
dráttar nýjum álögðum gatnagerð-
argjöldum á húsnæði á sama stað.
Fimmta rangfærsla Péturs er sú
að landfylling þjóni einungis hags-
munum verktakanna. Hið rétta er
að á hugsanlegri landfyllingu geta
allmargir íbúar búið og það hljóta
að vera hagsmunir framtíðaríbúa
að hverfið rísi. Nú þegar hafa eldri
borgarar í Garðabæ til dæmis
ályktað um mikilvægi þess að
bryggjuhverfið rísi. Það er vanvirð-
ing við væntanlega íbúa hverfisins
að líta algjörlega framhjá hagsmun-
um þeirra og mikilvægi þess að
auka fjölbreytileika íbúða í Garða-
bæ.
Sjötta rangfærsla Péturs er sú að
nú séu að koma fram nýjar upplýs-
ingar um ,,landfyllingarmálið“ en
með því er hann að vísa í umrædda
viljayfirlýsingu sem undirrituð var í
október sl. Hið rétta er að vilja-
yfirlýsingin hefur verið öllum að-
gengileg og meðal annars var henni
komið til fjölmiðla á sínum tíma til
að þeir gætu kynnt sér málið. Mikil
áhersla hefur verið lögð á að áhuga-
samir séu vel upplýstir og að bæj-
arbúar geti kynnt sér staðreyndir
málsins, en viljayfirlýsinguna má
meðal annars finna á vef Garða-
bæjar, www.gardabaer.is.
Unnið af heilindum
Fleiri rangfærslur koma fram í
grein Péturs en ekki er ástæða til
að tíunda þær hér. Ég vil hins veg-
ar árétta mikilvægi þess að þegar
tekist er á um ólík sjónarmið skilar
málefnalegur málflutningur mest-
um árangri. Vilji menn ná sátt eru
rangfærslur ekki besta leiðin til
þess.
Staða mála varðandi Bryggju-
hverfið er sú að bæjarstjórn Garða-
bæjar hefur ekki tekið neinar end-
anlegar ákvarðanir varðandi
uppbyggingu á svæðinu. Sam-
kvæmt aðalskipulagi Garðabæjar
er gert ráð fyrir að íbúðarbyggð rísi
við Arnarnesvog en hvorki liggur
fyrir hvort landfylling verði sam-
þykkt né hversu stór hún þá yrði.
Bæjarstjórn Garðabæjar mun
áfram vinna að málinu af heilindum
og í góðri samvinnu við bæjarbúa
sem leggja fram málefnalegan rök-
stuðning.
Staðreyndir
um bryggju-
hverfi
Ásdís Halla
Bragadóttir
Höfundur er bæjarstjóri
Garðabæjar.
Skipulagsmál
Rangfærslur Péturs eru
svo miklar og alvar-
legar, segir Ásdís Halla
Bragadóttir, að ástæða
er til að reifa nokkrar
staðreyndir málsins.
ÞVÍ í ósköpunum er
ekki búið að semja nú
rúmlega hálfu ári eftir
að samningar aðildar-
félaga Bandalags há-
skólamanna (BHM)
runnu út?
Svo það sé skýrt þá
hafa samningaviðræð-
ur staðið í rúmlega
hálft ár og í hálft ár
þar áður höfðu samn-
inganefndir félaganna
mótað línurnar, samið
kröfur í samvinnu við
félagsmenn og sam-
ræmt sig við önnur
félög bandalagsins. En
viðræðunum sjálfum
er best lýst með því að segja að þær
séu nokkurs konar ekki-viðræður.
Samninganefnd ríkisins (SNR) fæst
í fyrsta lagi seint og sjaldan að
fundarborðinu og þegar til funda
kemur þá er þeirra fólk illa, en oft-
ast ekki undirbúið og hefur þess
fyrir utan lítið umboð til að semja.
Eina sem má semja um eru áfanga-
hækkanir sem Flóabandalagið lagði
upp með fyrir rúmu ári. Sjálfstæð-
ur samningsréttur sem er varinn í
stjórnarskrá er hafður að engu.
Meira að segja nú þegar verðbólg-
an er komin á fullt skrið og gengi
íslensku krónunnar hríðfallið má
ekki semja um annað en samið var
um í gjörólíku efnahagsumhverfi.
Það er af og frá að samningafólk
stéttarfélaganna upplifi sig sem
annan tveggja jafnrétthárra aðila
við sameiginlegt samningaborð.
Hýrudráttur ríkisins
Kannski er skýringin á þessum
seinagangi sú að ríkið stórgræðir
um hver mánaðamót sem líða án
þess að samið sé. Nú
hafa þeir grætt 7 – sjö
sinnum. Viðræðuáætl-
anir gerðu ráð fyrir að
búið væri að semja áð-
ur en samningar
rynnu út, þannig að
nýr kjarasamningur
tæki við af þeim
gamla. Þetta tókst
ekki, í skjóli þess að í
lögum eru engin viður-
lög við því að tefja við-
ræður (eins og leiktöf í
handbolta) þótt annar
aðilinn hafi þar einn
hagsmuna að gæta.
Krafan um afturvirkni
er eðlileg og sjálfsögð
þegar svona er háttað. Hún hefur
nú fengið byr undir báða vængi
með úrskurði kjaradóms sem felld-
ur var 7. maí en gildir frá 1. apríl.
Rök ríkisins um að ekki séu til for-
dæmi fyrir afturvirkni eru fallin og
þar með úrelt og gamaldags hýru-
dráttaraðferð þeirra.
Afleiðingar af
kjarastefnu ríkisins
Afleiðingar af kjarastefnu ríkis-
ins eru tvíþættar; verkföll og at-
gervisflótti. Það virðist vera að
SNR hvetji stéttarfélög til verk-
falla. Leynt, og þó aðallega ljóst, fá
samninganefndirnar þau skilaboð
að ekkert fáist í yfirstandandi
kjaraviðræðum án átaka. Félögin
eru hvött til aðgerða, sem oftast eru
í formi verkfalla, sem skaðar stór-
lega þá lögbundnu þjónustu sem við
erum að sinna á mismunandi stofn-
unum samfélagsins.
Ríkið, með samninganefnd sína í
broddi fylkingar, virðist ætla að
sofa værum blundi að feigðarósi.
Það er staðreynd að heimurinn er
að verða eitt atvinnusvæði, sérstak-
lega fyrir háskólamenntað fólk.
Ríkið er ekki lengur bara í sam-
keppni við almenna markaðinn um
vinnuaflið, hann er líka í samkeppni
við almenna og opinbera markaðinn
í öðrum löndum. Við Íslendingar
getum farið víða með okkar góðu
menntun en það er ekki víst að aðr-
ir fáist í okkar störf.
Kjaranefnd og kjaradómur
ruglast í ríminu
Kjaranefnd og kjaradómur virð-
ast heldur betur hafa ruglast í hlut-
verki sínu. Kjaranefnd felldi þann
úrskurð nýlega að þeir sem heyrðu
undir hana fengju 6,9% launahækk-
un, þar á meðal prófessorar. Kjara-
dómur gerði það sama fyrir dómara
og æðstu embættismenn þjóðarinn-
ar. Þessir aðilar eiga að fylgja
þeirri kjarastefnu sem mótuð er við
samningaborðið, hjá okkur viðmið-
unarhópunum, en ekki að móta
stefnuna. Það hafa þeir gert nú með
grófri og ótímabærri íhlutun í okk-
ar kjaraviðræður. Þessu mótmælir
Bandalag háskólamanna harðlega.
Samninganefndir aðildarfélaga
BHM hafa verið að störfum í rúm-
lega heilt ár. Nú á síðustu sjö mán-
uðum hafa þær staðið í lýjandi ekki-
viðræðum. Við erum fyrir löngu bú-
in að fá nóg – en ætlum ekki að gefa
eftir, hvorki samningsréttinn né
nauðsynlegar hækkanir.
Endalausar
ekki-viðræður
Björk
Vilhelmsdóttir
Höfundur er félagsráðgjafi og
formaður Bandalags háskólamanna.
Kjaramál
Við erum fyrir löngu
búin að fá nóg, segir
Björk Vilhelmsdóttir,
en ætlum ekki að gefa
eftir, hvorki samnings-
réttinn né nauðsyn-
legar hækkanir.