Morgunblaðið - 11.05.2001, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN
58 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Í AÐDRAGANDA
að útkomu Frétta-
blaðsins heyrði ég við-
tal við ritstjóra þess
Einar Karl Haralds-
son. Þar kom m.a. fram
að blaðið liti á sig sem
gest á heimilum les-
enda, vonandi góðan
gest, sagði ritstjórinn.
Hann sagði að enginn
hefði beðið um blaðið
inn á sitt heimili og það
yrði sjálft að vinna sér
traust. Til stuðnings
þeim ásetningi að
vinna blaðinu traust
var marglesin í ljós-
vakamiðlum einhverskonar „sá ég
spóa“ auglýsing þar, sem starfs-
menn tóku orðið hver af öðrum, og
lásu andaktugir loforð um að láta
heiðarleika og virðingu fyrir sann-
leikanum stjórna skrifum sínum.
Hátíðleikinn í loforðun-
um var slíkur að maður
fékk þá tilfinningu að
blessað fólkið teldi sig
einhvernveginn hálf-
partinn á snærum al-
mættisins.
Lesendum
úthýst
Í viðtalinu við rit-
stjórann vöktu þó var-
huga minn þau um-
mæli hans að blaðið
myndi halda sig við
eigin túlkanir og skrif
lesenda yrðu mjög tak-
mörkuð.
Á dögum kalda stríðsins og
flokksblaða var svona ritstjórnar-
stefna kölluð „Pravda-línan“. Von-
andi er þó varhugi minn þarflaus.
Vonandi nýtur Fréttablaðið þeirrar
ættarfylgju að það var „afi“ þess
Sveinn Eyjólfsson sem ásamt Jónasi
Kristjánssyni og liðsmönnum ruddi
lýðræðislegri umræðu braut á Ís-
landi með uppreisninni á Vísi og
stofnun Dagblaðsins. Kjallararnir í
Dagblaðinu voru byltingarkennd
nýjung, sem gerði venjulegu fólki
kleift að koma skoðunum opinber-
lega á framfæri.
Kjallarar Dagblaðsins voru und-
anfari þess að Morgunblaðið jók
birtingu aðsendra greina. Nú er
Morgunblaðið orðið „Málþing“ þjóð-
arinnar og öflugasti liðsmaður og
mikilvirkasti vettvangur tjáningar-
frelsis og lýðræðis á Íslandi.
Sannleikanum
úthýst
En prentmiðill, sem nú á tímum
lokar á erindi lesenda er hlægileg
tímaskekkja.
Ástæða þess að ég skrifa þessa
grein um Fréttablaðið er, að á fyrstu
dögum þess felldi það sjálft sig vís-
vitandi á vegi sannleikans og heið-
arleikans. Tildrögin voru þau að
mánudaginn 30. apríl skrökvaði
blaðið frétt, frá flokksstjórnarfundi
Samfylkingarinnar 28. apríl, um
uppstillingu á framboðslistum. Á
fyrsta virka degi, sem var 2. maí,
kom ég á framfæri stuttu bréfi með
leiðréttingu og óskaði að það yrði
birt. Síðla þann dag sagði sá er bréf
mitt fékk, að honum kæmi efni
blaðsins ekkert við og hann vildi
ekkert við bréf mitt gera. Daginn
eftir sendi ég annað bréf og bað um
að það yrði birt svo sannleikurinn
mætti verða lesendum blaðins ljós.
Ég veit að ritstjórn blaðsins er
kunnugt um þessi bréf mín.
Fréttablað(r)ið?
Ekkert hefur bólað á leiðréttingu
frá blaðinu og nú sækir að mér sú
leiðinlega hugsun, að kannske sé
Fréttablaðið ekki góður gestur á
heimili, kannske sé það bara slúð-
urberi, Gróa á Leiti í nútíma dul-
arklæðum, kannske ætti það ekki að
heita Fréttablaðið, kannske ætti það
bara að heita Fréttablað(r)ið.
En þrátt fyrir augljósa ólund
mína í garð blaðsins vona ég af ein-
lægni að með tímanum takist því,
eins og að er stefnt af eigendum
þess, að verða gott og heiðarlegt
blað. Að fall þess á vegi sannleikans
snúist til fararheillar.
Góður gestur
eða Gróa á Leiti?
Birgir Dýrfjörð
Fréttablað
En prentmiðill, sem nú
á tímum lokar á erindi
lesenda, segir Birgir
Dýrfjörð, er hlægileg
tímaskekkja.
Höfundur er rafvirki.
ÍSLENDINGAR voru seinþreyttir
til stórvandræða áður fyrr. Þeir
horfðu að mestu aðgerðarlausir á út-
lendinga fiska í aldir á
hafskipum uppi í land-
steinum, en reru sjálfir
á manndrápsfleytum
frá hættulegum útróðr-
um, enda biðu flestar
fjölskyldur einhvern
mannskaða í sjó. Fyrir
öld kom svo að því, að
þeir færu sjálfir að gera
út þilskip. En þegar far-
ið er af stað með eitt-
hvað, þá er það gert og
stundum um of og þá
verða vandræði.
Landbúnaður var
kotbúskapur í aldaraðir
fram á síðustu öld, en þá
var reynt að feta í fót-
spor Dana og taka upp mjólkuriðnað
með rjómabúum o.fl. Ungmennafélög
störfuðu í anda samvinnu í sveitum og
í verslun í bæjum. Auðvitað gekk
þetta kerfi allt of langt, stór og hag-
kvæm bú eins og Korpúlfsstaðir lentu
í fjötrum verðjöfnunar og samsölu
þar til yfirburðirnir hurfu í kerfið eða
„apparatið“. Rússar fundu upp orðið
„apparatchik“, þ.e. kerfisþræll. Sauð-
fjárræktin fór út í öfgar og er ekki
enn komin á réttan stað; mjólkur-
framleiðslan dreifðist um víðan völl að
mestu án hygginda og auðvitað fór
hún á sama veg, næstum. Frá miðri
síðustu öld þóttu skurðgröfur hin
mestu þarfatæki til að ræsa fram vot-
lendi, með styrkjum auðvitað. Áður
en menn áttuðu sig var búið að grafa
skurði út um allar trissur án þess að
not væru fyrir. Nóbelsskáldið sjálft
þurfti til að stöðva æðið.
Opinber verðlagsnefnd ákvað verð
landbúnaðarafurða í áratugi; matar-
peningum almennings og munnum
var skipt upp á milli framleiðenda
með kvótakerfi, sem gerði ráð fyrir
mikilli einhliða neyslu og engu rúmi
fyrir svína- og fuglakjöt; hátt verð á
því þótti í besta lagi. Það þurfti bara
heibrigða skynsemi og kunnáttu í þrí-
liðu til að sjá, að þetta myndi enda
með ósköpum. Landsmenn hlutu að
brjóta þetta kerfi af sér en ekki fyrr
en mikið tjón væri unnið; matseðill
fólks var og er óheilsusamlegur og
matvæli þau dýrustu í heimi; margir
bændur strituðu fyrir lítið vegna
rangra upplýsinga frá apparatinu. Til
að gæta samræmis þarf Guðni
Ágústsson nú að kyssa verðlauna-
gyltu í beinni útsendingu.
Nauðklípa-22
Ástandið í málefnum garðávaxta og
grænmetis var skelfilegt. Kartöflu-
bændur stjórnuðu innsendingu kart-
aflna til Grænmetisverslunarinnar í
síma; í dag fær Jói að senda bílhlass
og á morgun Stebbi. Höfuðborgar-
svæðið fékk bara kartöflur frá Suður-
landi og bændur sendu kartöflur, sem
voru komnar á síðasta snúning varð-
andi geymsluþol. Þannig var unnt að
láta alla framleiðsluna seljast áður en
til innflutnings kom. Kerfið sá svo um
að flytja inn kartöflur þegar íslenskar
voru uppurnar, og var þá grátið
krókódílstárum ef þær reyndust
skemmdar; þá fyrst sáu menn hversu
góðar þær íslensku voru. Þessi hring-
ekja var brotin aftur um sinn þegar
eingöngu fengust skemmdar finnskar
kartöflur. En kerfið var þannig, að
væri einn hausinn höggvinn af þá
spruttu fram tveir í staðinn.
Ef apparat nær því að verða sterkt
með yfirgangi er líka erfitt að brjóta
það aftur. Hér mátti sjá ljóslifandi
„Catch-22“ (J. Heller); ef þú skamm-
ar kerfið tekur það ekkert mark á
þér; en ef þú skammar það ekki
breytist ekkert.
Heilsa landsmanna
í gíslingu
Landbúnaðarráðherra telur sig
hafa komist vel til manns án þess að
borða mikið grænmeti. Það er nú lýð-
um ljóst að hreinasta glapræði felst í
því að landbúnaðarráðuneyti fari með
forræði í verðlagi og framboði holl-
ustuafurðanna grænmetis og garð-
ávaxta, sjálft vígi hefðbundins land-
búnaðar tekur auðvitað hagsmuni
eins framleiðanda fram yfir rétt 1.000
neytenda. Fyrstu viðbrögð nú í græn-
metisslagnum eru grunsamleg.
Nefnd er sett í málið og
fulltrúar verkalýðs-
félaga fá aðild með
klækjarefum kerfisins.
Það hefur verið reynt
áður; í áratugi áttu
félögin rétt á að tilnefna
fulltrúa í verðlagsnefnd,
en þeir fengu engu ráð-
ið og drógu þá til baka.
Nefndin byrjar nú á
mjög „vísindalegri“
rannsókn á einföldu
máli, allt frá Adam og
Evu. Það tekur að sjálf-
sögðu tíma. Fréttir
herma m.a., að gera
skuli samanburð við
verðlag í Noregi og
Danmörku. Gat svo sem verið, verð-
lag á matvælum í Noregi er í sérflokki
í heimshlutanum eins og hér; Norð-
menn eru nefnilega næstmestu fram-
sóknarmenn í heimi. Málið er bara
það, að það á ekki að vera í höndum
Guðna.
Nefndir í allt
Nauðklípa er einnig í sjávarútvegi.
Deilur um kvótakerfið og framsals-
rétt aflaheimilda eiga sér djúpar ræt-
ur, en kerfið marserar áfram. Með því
hafa margir orðið voldugir og einmitt
þessvegna geta þeir varið forréttindi
sín með pólitískum aðferðum og pen-
ingum. Árið 1970 byrjuðu kaupin á
skuttogurum. Fram til þess tíma
hafði ríkt jafnvægi í fjárfestingum á
milli fiskvinnslu og útgerðar. Síðan
komu allir tugirnir af stórskipum og
samtök þeirra urðu voldug, já, of
voldug. Skurðgröfudæmið virðist
komið upp aftur. Formaður þeirra
segir að allir eigi að fiska í sama kerfi;
réttlætið felst í því, að stórskipamenn
haldi sínum kvótum ókeypis en veiðar
smábáta verði skornar niður í smá-
kvóta. Já, vont er þeirra ranglæti, en
verra er þeirra réttlæti. Talsmenn
einkaeignar á kvótum segja að þannig
fari menn best með auðlindina. Skýr-
ustu dæmin um slíka samábyrgð á
auðlind má sjá á afréttum landsins,
stærstu manngerðu eyðimörk í Evr-
ópu.
Enginn hefur reiknað út hvort það
sé í raun hagstætt fyrir þjóðina að
stórskip sæki stærsta hlutann af
botnfiskinum eða hvort hér sé á ferð-
inni ný kartöfluhringekja, já, eða
hvort kerfið sjálft leiði til það mikillar
sóunar, að hámarksafla verði ekki
náð. Ráðherrar setja svona mál í
nefndir og skipa „hana, krumma,
hund og svín“ í þær og biðja um sam-
eiginlegan söng. Ein nefndanna gerir
skoðanakönnun meðal sjómanna um
brottkast afla og túlkar sjálf niður-
stöður: „Nú vitum við umfangið,“ þ.e.
tugir þúsunda tonna en ekki hundrað;
margt má lesa úr Gallup-könnuninni
en síst það. Augljóst er að skoðana-
könnun meðal sjálfstæðra verktaka
um skattsvik í landinu gefur skakka
mynd. „Allar skömmtunaraðferðir
leiða til einhverrar sóunar,“ sagði for-
maðurinn. Bæði rétt og alrangt í
senn. Sóknarmarkskerfi leiðir til
kapphlaups í búnaði, en ekki til brott-
kasts fisks.
Fyrst er nefnd og svo er nefnd, en
nefnarann finn ég sjálfur.
„Apparatismi“
Jónas Bjarnason
Höfundur er efnaverkfræðingur.
Grænmeti
Það er nú lýðum ljóst,
segir Jónas Bjarnason,
að hreinasta glapræði
felst í því að landbún-
aðarráðuneyti fari með
forræði í verðlagi og
framboði hollustuafurð-
anna grænmetis og
garðávaxta.