Morgunblaðið - 11.05.2001, Síða 64
HESTAR
64 FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Mikið veltur á að vel takist til
Sett verða upp leiktæki fyrir börn
og ýmislegt fleira gert til að mótið
standi undir nafni sem fjölskyldu-
skemmtun fyrir alla. Bjarni sagði að
þessi fyrsta helgi í júlí væri venjulega
önnur stærsta ferðahelgi sumarsins
og væri markmiðið að fá sem flesta til
að leggja leið sína á Kaldármela. Mik-
ið veltur á að vel takist til því allar
framkvæmdir á Kaldármelum eru í
lágmarki og verður ekki hafin upp-
bygging þar nema aðsókn verði góð
að þessu móti. Hann sagði að mótið
yrði prófsteinn á það hvort borgi sig
að halda áfram mótahaldi af þessu
tagi á þessum stað.
Það eru hestamannafélögin Snæ-
fellingur, Glaður og Kinnskær sem
sjá um framkvæmd Fjórðungsmóts-
ins á Vesturlandi að þessu sinni, en
keppendur koma frá öllum hesta-
mannafélögunum á Vesturlandi og
Vestfjörðum. Skráningu fyrir mótið
lýkur 11. júní nk.
UNDIRBÚNINGUR er í fullum
gangi og búið er að ganga frá dagskrá
í stórum dráttum, en mótið mun
standa yfir frá 5.–8. júlí. Skemmti-
kraftar hafa verið ráðnir og fólk nokk-
uð bjartsýnt á að vel muni takast til
með fjórðungsmótið, að sögn Bjarna.
Engar kappreiðar en
stóðhestagæðingakeppni
Keppt verður í hefðbundnum
greinum með einhverjum undantekn-
ingum þó því engar kappreiðar verða
á mótinu. Aftur á móti verður boðið
upp á sérstaka gæðingakeppni fyrir
stóðhesta eins og gert var á síðasta
fjórðungsmóti á Kaldármelum árið
1997. Bjarni sagði að keppni þessi
hefði þótt takast það vel að ástæða
væri til að halda hana aftur. Keppt
verður í A- og B-flokki.
Auk þess verður hefðbundin gæð-
ingakeppni í A- og B-flokki í öllum
flokkum. Bjarni sagði að þar kepptu
þeir félagar í hestamannafélögunum
á Vesturlandi og Vestfjörðum sem
unnið hefðu sér rétt til þátttöku og
auðvitað gætu slæðst einhverjir stóð-
hestar með þar einnig. Þá verður kyn-
bótasýning með hefðbundnu sniði og
ræktunarbússýningar.
Ýmislegt verður gert til skemmt-
unar fyrir utan keppnina sjálfa.
Hljómsveitin Papar leikur fyrir dansi
í Lautinni svokölluðu, sem er inni á
mótssvæðinu, bæði föstudags- og
laugardagskvöld. Þá munu þeir félag-
ar Örn Árnason og Karl Ágúst Úlfs-
son mæta og skemmta mótsgestum.
Á laugardagskvöldið verður farin
fjörureið með Hauk Sveinbjörnsson,
bónda á Snorrastöðum, í broddi fylk-
ingar. Þá um kvöldið verða úrslit í
tölti og fleiri uppákomur tengdar
hestum.
Fjölskylduskemmt-
un á fjórðungsmóti
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Mótssvæðið á Kaldármelum er fallegt frá náttúrunnar hendi. Hér tekur
Gísli Höskuldsson á gæðingi sínum, Hauki frá Hrafnagili, við viðurkenn-
ingu frá FT sem Olil Amble afhenti honum á fjórðungsmótinu árið 1997.
Blásið er til fjölskyldu-
skemmtunar, bæði fyrir
hestafólk og aðra, á
fjórðungsmótinu sem
haldið verður á Kald-
ármelum í sumar. Ásdís
Haraldsdóttir hringdi í
Bjarna Jónasson fram-
kvæmdastjóra og spurði
hann hvernig undirbún-
ingur gengi.
opinber fyrr en eftir að stjórn
Landsmóts 2000 og hluthafar hafa
fjallað um uppgjörið. Fannar sagði
að miklar annir væru hjá endur-
skoðandanum og því ekki ljóst hve-
nær af þessum fundum getur orðið,
en langt er síðan stjórn Landsmóts
2000 hefur komið saman.
UPPGJÖR vegna Landsmóts
hestamanna sem haldið var á síð-
asta ári í Reykjavík er nú komið til
endurskoðanda að sögn Fannars
Jónassonar framkvæmdastjóra
þess.
Hann sagði að fjárhagsleg út-
koma landsmótsins verði ekki gerð
Uppgjör LM 2000 hjá
endurskoðanda
LANDGRÆÐSLA ríkisins og Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins, ætla
að halda námskeið í samvinnu við
Garðyrkjuskóla ríkisins miðvikudag-
inn 23. maí ef næg þátttaka fæst.
Námskeiðið ber yfirskriftina Hestur-
inn í góðum haga og er ætlað hesta-
eigendum, búfjáreftirlitsmönnum og
öðrum starfsmönnum sveitarfélaga
sem sinna landnýtingarmálum.
Ingimar Sveinsson mun fjalla um
beit hrossa og skipulag beitar með til-
liti til fóðurþarfar reiðhesta, stóð-
hrossa og ungviðis, Bjarni P. Marons-
son frá Landgræðslu ríkisins um
landnýtingu og beitarskipulag og
Borgþór Magnússon frá Rannsókna-
stofnun landbúnaðarins um mat á
ástandi beitilands og niðurstöður
beitarrannsókna.
Nokkur námskeið af þessu tagi
hafa áður verið haldin og hefur þátt-
taka hestamanna verið heldur dræm
að sögn Borgþórs Magnússonar hjá
RALA. Hann sagði að námskeiðs-
haldarar vildu gjarna sjá fleiri þátt-
takendur. Komið væri inn á þá þætti
sem skiptu máli í sambandi við fóðr-
un, beitarskipulag og mat á beitilandi.
Lögð væri áhersla á að kenna fólki að
þekkja mismunandi einkenni á beiti-
landi sem gott er að tileinka sér til að
geta metið hvar ástandið er í góðu lagi
og hvar ekki. Þetta mat byggist á
bæklingi sem RALA og Landgræðsla
ríkisins gáfu út árið 1997 og heitir
Hrossahagar. Aðferð til að meta
ástand lands. Bæklingurinn er til hjá
þessum stofnunum en auk þess er
hægt að nálgast efni hans á www.-
rala.is. Þessum bæklingi var á sínum
tíma dreift á öll lögbýli í landinu.
Borgþór telur að þrátt fyrir að
þátttaka á þessum námskeiðum hafi
ef til vill ekki verið eins mikil og von-
ast hafi verið til hafi þetta starf á und-
anförnum árum skilað árangri. Fólk
sé almennt meðvitaðra nú um ástand
haga. Hann segir aðferðafræðina sem
notuð hefur verið ganga vel. Með því
að gefa efnið út sé til samræmt mat og
vel hafi reynst að hafa slíkt tæki þeg-
ar meta á beitiland. Hann benti auk
þess á að þetta samræmda mat væri
notað af þátttakendum í gæðastýr-
ingu í landnýtingu á hrossaræktarbú-
um.
Námskeiðið mun standa frá kl. 10
til 16 miðvikudaginn 23. maí nk. í
húsakynnum Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins (RALA) á Keldna-
holti. Hluti námskeiðsins felst í skoð-
unarferð þar sem áhersla er lögð á
mat á ástandi og meðferð beitilands.
Hlífðarföt og stígvél eru því nauðsyn-
leg.
Skráning á námskeiðið fer fram á
skrifstofu Garðyrkjuskólans í síma
480 4300. Þar og á netfanginu
mhh@reykir.is fást nánari upplýsing-
ar. Væntanlegir þátttakendur eru
beðnir að skrá sig í síðasta lagi fyrir
hádegi föstudaginn 18. maí. Þátttöku-
gjald er 4.000 kr. Í því er ekki innifal-
inn matur sem fæst í mötuneyti
RALA.
Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir
Mikilvægt er að folaldshryssur hafi nóg að bíta og brenna.
Hesturinn í
góðum haga
EFNT hefur verið til samkeppni á
vegum hestavörusýningarinnar Is-
landica sem halda á í Laugardaln-
um í haust og Handverks og hönn-
unar um nytjahluti, listmuni eða
minjagripi tengda íslenska hestin-
um.
Samkeppnin er öllum opin, en
munirnir þurfa að vera unnir úr
hestaafurðum, notaðir við hesta-
mennsku eða vera minjagripir og/
eða listmunir sem tengjast íslenska
hestinum. Þeir þurfa að vera nýir,
þ.e. að hafa ekki áður verið til sölu
eða sýnis og að vera handunnir,
a.m.k. að hluta,
Verðlaun að upphæð 200.000
krónur verða veitt fyrir fallegasta
hlutinn og einnig fyrir besta nytja-
hlutinn.
Nánari upplýsingar eru veittar á
skrifstofu Handverks og hönnunar
og á www.handverkoghonnun.is og
www.islandica.com.
Hestasýning í Skauta-
höllinni í Laugardal
Umsóknarfrestur um þátttöku í
Islandica-hestavörusýningunni
rennur út í júní. Að sögn Fannars
Jónassonar framkvæmdastjóra er
erfitt að segja til um hvernig þátt-
takan verður á þessu stigi. Dagskrá
sýningarinnar er í mótun og verða
komin drög að henni um næstu
mánaðamót.
Stefnt er að því að brydda upp á
ýmsum nýjungum og verður
Skautahöllin í Laugardalnum notuð
fyrir mikla hestasýningu þar sem
hesturinn verður í lykilhlutverki en
í bland við leikin atriði. Þá er gert
ráð fyrir að fram komi úrval bestu
hrossa sumarsins.
Samkeppni um
hönnun á munum
tengdum hestinum
Bómullar-satín
og
silki-damask
rúmföt
Skólavörðustíg 21,
sími 551 4050
Hrein
sum
viðar-, rimla-,
strimla-, plíseruð-
og sólargluggatjöld.
Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634.