Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 9

Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 9 KRISTÍN Rós Hákonardóttir sunddrottning hefur verið valin til að vera andlit No Name- snyrtivaranna árið 2001. Kristín er marg- faldur gullverðlaunahafi í sundi og vakti meðal annars athygli fyrir frammistöðu sína á ólympíuleikum fatlaðra sem fram fóru í Sydney á síðasta ári. Hún var kjörin íþrótta- maður Reykjavíkur árið 2000. Á hverju ári er ein kona valin til að vera andlit No Name og hafa meðal annarra Kol- brún Björgólfsdóttir leirlistakona, Selma Björnsdóttir söngkona og Ólafía Hrönn Jóns- dóttir leikkona, verið í þeim hópi síðustu ár. Kristín Rós valin andlit No Name Morgunblaðið/Jón Svavarsson Kristín Rós Hákonardóttir, No Name-andlitið 2001. ÁFORMAÐ er að gera könnun á högum og líðan ungs fólks á Íslandi og samþykkti ríkisstjórnin á fundi í gær að dómsmálaráðuneytið veiti fé til verkefnisins. Könnunin beinist að 16-20 ára fólki sem er utan fram- haldsskóla en þegar er búið að leggja fyrir svipaða rannsókn í öllum fram- haldsskólum samkvæmt upplýsing- um frá dómsmálaráðuneytinu. Fyrirtækið Rannsóknir og grein- ing ehf. stendur fyrir rannsókninni og er dómsmálaráðuneytið aðeins einn styrktaraðili rannsóknarinnar. Aðstoðarmaður ráðherra, Ingvi Hrafn Óskarsson, segir að dóms- málaráðuneytið hafi áhuga á ýmsum upplýsingum sem rannsóknin geti leitt í ljós. „Það eru þarna ákveðnir þættir sem ráðuneytið hefur áhuga á að verði kannaðir. Þættir sem varða ofbeldi í þessum aldurshópi, vímu- efnaneyslu og margt fleira,“ sagði hann. Gera könnun á högum og líðan ungs fólks HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest úr- skurði Héraðsdóms Reykjavíkur um að þrír Litháar, sem handteknir voru í Reykjavík í vor grunaðir um stór- felldan þjófnað úr fyrirtækjum í Reykjavík, skuli sæta gæsluvarð- haldi til 21. júní. Þetta er í samræmi við kröfu embættis lögreglustjórans í Reykjavík. Gæsluvarðhald yfir Lithá- unum staðfest Flísar og parketBorgartúni 33, Reykjavík • Laufásgötu 9, Akureyri LÖGREGLAN í Reykjavík hefur lokið rannsókn á meintum réttar- spjöllum Rannsóknarnefndar flug- slysa (RNF), vegna kæru föður eins fórnarlamba flugslyssins í Skerja- firði. Faðirinn kærði 26. mars síðast- liðinn að nefndin hafi, aðeins fjórum dögum eftir slysið, látið hreyfil úr flaki flugvélarinnar TF-GTI, af hendi. Faðirinn vísaði til 162. greinar almennra hegningarlaga þar sem segir að hver, sem eyðileggi sönn- unargagn, komi því undan eða geri það óhæft að öllu eða einhverju leyti skuli sæta fangelsi, allt að tveimur árum. Í fréttatilkynningu frá Lögreglu- stjóranum í Reykjavík segir að rann- sókn málsins sé lokið og að niður- staða nefndarinnar sé sú að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að RNF hafi, í því skyni að halla eða fyrirgera rétti annarra, eyðilagt sönnunargagn, komið því undan eða gert ónothæft. Rannsókn lögreglunnar á síðara kæruefni föðurins, að of margir far- þegar hafi verið í flugi Leiguflugs Ís- leifs Ottesen að morgni 7. ágúst 2000, er á lokastigi. Lögreglu- rannsókn lokið RNF eyði- lagði ekki sönnunargögn ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Nánari upplýsingar um dagskrá og þjónustu er að finna á: www.broadway.is • Netfang: broadway@broadway.is RADISSON SAS, HÓTEL ÍSLANDI Forsala miða og borðapantanir alla virka daga kl. 11-19. Sími 533 1100 • Fax 533 1110 ...framundan St af ræ na H ug m yn da sm ið ja n / 2 49 2 Country Festival 2001 fær fádæma undirtektir viðstaddra, að undir tók í húsinu á þeim sýningum sem verið hafa til þessa. Dægurlaga- og kántrý söngvarar koma fram og syngja bæði frumsamin lög og Kántrý lög sem hafa komist á vinsældalista um allan heim. Sýndur er meiriháttar línudans á hátíðinni. Eftir sýningu verður ekta sveitaball. Söngvarar: Anna Vilhjálms Edda Viðarsdóttir Geirmundur Valtýsson Guðrún Árný Karlsdóttir Hallbjörn Hjartarson Hjördís Elín Lárusdóttir Kristján Gíslason Ragnheiður Hauksdóttir Viðar Jónsson Tónlistarstjóri: Gunnar Þórðarson. Kynnir og dans- stjórnandi: Jóhann Örn Ólafsson Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi eftir sýninguna Sveitasöngvar Sveitaball Glæsileg sveitasöngskemmtun næsta laugardag Sveitasöngvar/Sveitaball19. maí Fegurðardrottning Íslands BEE GEES sýning 25. maí Sveitasöngvar/Sveitaball 2. júní Dansleikur eftir sýningu. ABBA-sýning 1. júní D.J. Páll Óskar í diskótekinu. D.J. Páll Óskar í diskótekinu. Sjómannadagshóf 9. júní Sýningin Sveitasöngvar/Sveitaball. Hljómsveitin Dans á rósum leikur fyrir dansi. Hljómsv. Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi Úrslitakvöldið. Sveitasöngvar/Sveitaball26. maí Stuðmannadansleikur eftir sýningu. Hver man ekki eftir lögum eins og: Crazy - On The Road Again - Standby Your Man Amazed Wild Wild West - Devil Went Down To Georgia - Man, I Feel Like a Woman Don´t Be Stupid Help Me Make It Through The Night Mr. Sandman - Dance The Night Away From This Moment On How Do I Live? Línudans (Geirmundar) - I Will Always Love You Komdu í Kántrýbæ - Ain´t Goin' Away Sea Of Cowboyhats - Blue - Chattahoochie - Lukkuláki Sannur vinur - I Like It I Love It Don´t It make My Brown Eyes Blue 23. maí Laugardagur 9. júní 2001 Sjómannadagurinn 63. afmælishóf sjómannadagsins Húsið opnað kl. 19:00. Guðmundur Hallvarðsson, formaður sjómannadags- ráðs setur hófið. Hljómsveitin Dans á rósum leikur fyrir dansi. Matseðill: Ítölsk sjávarréttasúpa Einiberjaleginn lambavöðvi með appelsínusósu og ristuðu grænmeti. Bláberja- og konfektís. Verð í mat, skemmtun og dansleik kr. 5.700. Sýningin Sveitasöngvar/ Sveitaball Ungfrú Ísland 2001 verður kjörin á Broadway 23. maí. Fegurðarsamkeppni Íslands Sýning föstudag 25. maí endurtekin föstudaginn 1. júní Sýning í heimsklassa Vegna fjölda áskor- anna ! Missið ekki af þessari frábæru sýningu! Laugardaginn 26.maí: Miðasalan hafin á Broadway ! Dansleikur með Stuðmönnum fram á rauða vornótt! Undirfataverslun, 1. hæð Kringlunni, sími 553 7355 Línurnar í lag Maí tilboð 20% afsláttur BODY SLIMMERS NANCY GANZ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.