Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 10
FRÉTTIR
10 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MINNIHLUTI stjórnarandstöð-
unnar í samgöngunefnd Alþingis er
ekki einhuga í áliti sínu um frumvarp
samgönguráðherra um sölu á hlutafé
ríkissjóðs í Landssímanum og hefur
þess vegna lagt fram tvö ólík álit um
málið fyrir 2. umræðu. Fulltrúi
Vinstri grænna, Jón Bjarnason,
leggst eindregið gegn áformum um
einkavæðingu Símans, en fulltrúar
Samfylkingarinnar, þeir Lúðvík
Bergvinsson og Kristján L. Möller,
leggja fram eina breytingartillögu
við frumvarpið, þess efnis að grunn-
netið verði undanskilið áður en til
sölu hlutafjárins kemur.
Fram kom í Morgunblaðinu í gær,
að meirihluti samgöngunefndar Al-
þingis hafnar með öllu hugmyndum
um að skilja grunnnetið frá Lands-
símanum. Nefndin segir að fyrir því
liggi m.a. tæknilegar ástæður en sér-
fræðingar telji að aðskilnaður grunn-
netsins frá annarri starfsemi myndi
leiða til vandkvæða og erfiðleika í
þróun þess með þeim afleiðingum að
þjónusta við notendur versnaði. Þá
mundi það rýra verðmæti fyrirtæk-
isins verulega og hafa aukinn kostn-
að í för með sér fyrir notendur.
Í áliti minnihluta Samfylkingar-
innar í nefndinni kemur m.a. fram
það mat að með því að selja fyrirtæk-
ið í einu lagi sé verið að skapa einu
fyrirtæki yfirburðastöðu á markað-
inum. Sú staða geri alla samkeppni
mjög erfiða og sé ólíklegt að opinber-
ar eftirlitsstofnanir geti tryggt að
slíkt fyrirtæki misnoti ekki markaðs-
ráðandi stöðu sína.
„Fyrsti minnihluti óttast að sala á
fyrirtækinu í einu lagi leiði af sér
mikinn mun á aðstöðu landsbyggðar
og höfuðborgar til að nýta möguleika
upplýsingabyltingarinnar. 1. minni-
hluti telur því nauðsynlegt að verð á
leigulínum til fyrirtækja á lands-
byggðinni og höfuðborgarsvæðinu
verði jafnað en nú er verðlagningin
þannig að landsbyggðarfyrirtæki
borga allt að tíu sinnum hærri fjár-
hæð en fyrirtæki á höfuðborgar-
svæðinu,“ segir í álitinu.
Landssíminn óskiptur
með forskot
Ennfremur kemur þar fram að nú-
verandi eignarhald Landssímans á
grunnfjarskiptakerfinu veiti fyrir-
tækinu verulegt forskot á keppinaut-
ana. Þetta forskot muni haldast verði
fyrirtækið selt í einu lagi. „Verð-
mætamat fyrirtækisins tekur mið af
þessari yfirburða- og einokunarstöðu
og þau rök eru færð fram að í henni
felist stór hluti verðmætis fyrir-
tækisins. Vegna hennar fáist hærra
verð fyrir fyrirtækið en ef því væri
skipt upp. ... Vegna eignarhalds
Landssímans á grunnnetinu eru
keppinautar hans á öðrum sviðum
óhjákvæmilega einnig viðskiptavinir
hans, þ.e. fyrirtækið hefur tekjur af
starfsemi keppinautanna. Með því að
selja fyrirtækið þannig að eignar-
haldið á grunnneti verði í höndum
sömu aðila verður Landssímanum í
sjálfsvald sett hvernig kerfið verður
byggt upp og þarf ekki að taka mið af
öðru en hagsmunum fyrirtækisins í
þeim efnum. Í reynd leiðir þetta til
þess að fyrirtækið getur ráðið því
hvar og hvenær keppinautarnir geta
boðið viðskiptavinum sínum þjón-
ustu.“
Þá er í álitinu kastljósinu beint að
landsbyggðinni og áhrifum sölu
Landssímans á fjarskiptaþjónustu
úti á landi og sagt að komið hafi fram
mjög sterkar vísbendingar um að
þjónustustig grunnnetsins í óskiptu
félagi muni halda áfram að verða
verulega lakara úti á landi en á höf-
uðborgarsvæðinu.
Grunnstoð sem ekki má lúta
lögmálum markaðarins
Í áliti Jóns Bjarnasonar er litið yf-
ir fjarskipti Íslendinga í sögulegu
ljósi, en um leið lagst harkalega og
mjög eindregið gegn áformum
stjórnvalda.
„Fjarskiptaþjónusta er ein af
grunnstoðum almannaþjónustu í
landinu. Þessi þjónusta má ekki lúta
þeim lögmálum markaðarins að arð-
semiskrafa eigenda ein sé drifkraft-
ur reksturs og þjónustu. Sjálfsagt er
að gæta allra almennra hagkvæmni-
og rekstrarsjónarmiða og gera kröf-
ur um aukna þjónustu. Landssími Ís-
lands á áfram að vera sameign þjóð-
arinnar og styrk hans á að nýta til
hins ýtrasta til að byggja upp gott
fjarskiptakerfi sem nær til allra
landsmanna án mismununar í verði
eða gæðum. Fari svo sem horfir og
fyrirtækið verður selt er sú hætta yf-
irvofandi að þessi almannaþjónusta
verði ofurseld einkareknu einokun-
arfyrirtæki, jafnvel í meirihlutaeign
útlendinga,“ segir í áliti hans.
Þá er rifjað upp að árið 1906 komst
á ritsímasamband við umheiminn frá
Seyðisfirði. Allar götur síðan hafi
aukin og bætt fjarskiptaþjónusta
verið hluti af sjálfstæðisbaráttu Ís-
lendinga og tengt þá saman sem eina
þjóð. Þá er þess getið að Landssím-
inn sé hluti af innbúi allrar þjóðar-
innar, eins konar „fjölskyldusilfur“
allra heimila landsins. Sjálfsagt sé að
gæta eðlilegra rekstrar- og hag-
kvæmnisjónarmiða, en fyrirtækið
eigi áfram að vera í eigu þjóðarinnar.
Verðmætið ekki aðeins
fólgið í tækjum og tólum
„Undirritaður minnist þess í barn-
æsku að þegar verið var að leggja
símann um sveitirnar var sú kvöð á
bændum og landeigendum að hver
varð að sjá um dreifingu símastaur-
anna þar sem línan fór í gegnum
þeirra land. Var það gert á hestum
þar sem dráttarvélum varð ekki við
komið, staurarnir dregnir eða bornir
á höndum þar sem verst var yfirferð-
ar. Íbúar úti um allt land tóku virkan
þátt í uppbyggingu þessarar al-
mannaþjónustu og töldu ekki eftir
sér,“ segir ennfremur í ítarlegu áliti
Jóns Bjarnasonar og fullyrt að
Landssíminn hafi verið eitt af sam-
einingartáknum þjóðarinnar sem
hver og einn landsmaður hefur verið
tengdur við og fundið að hann gat
gert félagslegar kröfur til. Með sölu
Landssímans verði þessi hluti þjóð-
arsálarinnar seldur.
„Verðmæti Landssímans er því
ekki aðeins fólgið í tækjum og tólum,
línum, húsum og þekkingu starfs-
fólks heldur er verðmæti hans ekki
hvað síst sú staðreynd að hann hefur
í nærri heila öld verið hluti af ís-
lenskri þjóðarsál. Það er verið að
selja áratuga samning við íslensk
heimili. Verði þessi sala almanna-
þjónustu landsmanna að veruleika
mun það rista djúp sár í íslenska
þjóðarsál. Og enn dýpri verða sárin
og örin stærri ef það verður skilyrt
að stór hluti Landssímans, jafnvel
meirihluti eins og frumvarpið gerir
ráð fyrir, fari í hendur erlendra að-
ila,“ segir í álitinu.
Tvö álit minnihluta samgöngunefndar um frumvarp um sölu Landssímans
Landssíminn hluti ís-
lenskrar þjóðarsálar
MÁLÞÓF var orðið sem þingmenn
stjórnarflokkanna notuðu til að lýsa
annarri umræðu um frumvarp sjáv-
arútvegsráðherra um kjaramál fiski-
manna og fleira á Alþingi í gær.
Frestun Sjómannafélags Íslands á
verkfalli sló þingmenn út af laginu
laust fyrir hádegið og var um-
ræðunni frestað um sinn í kjölfar
fréttanna, en þegar ljóst var að ekki
var einhugur um þá frestun meðal
sjómanna í öðrum félögum var hald-
ið áfram með umræðuna. Stóð lengst
vaktina skipstjórinn fyrrverandi af
Vestfjörðum, Guðjón A. Kristjáns-
son, Frjálslynda flokknum, eða í þrjá
tíma og fann frumvarpinu allt til for-
áttu, jafnvel þótt umdeildri 3. gr.
þess hefði verið breytt mjög í með-
förum sjávarútvegsnefndar um nótt-
ina, svo sem skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær.
Umræðunni lauk á sjöunda tíman-
um í gærkvöldi og höfðu þá fjölmarg-
ir þingmenn flokka stjórnarandstöð-
unnar rætt málið í þaula og gert að
umtalsefni undirbúning frumvarps-
ins, sem þeir sögðu óvandaðan, og
bentu á að málefnaleg og gagnrýnin
umræða stjórnarandstöðunnar í
fyrstu umræðu hefði leitt í ljós marg-
víslega vankanta á frumvarpinu og
komið í veg fyrir að frumvarp hefði
verið keyrt í gegn um þingið sem fal-
ið hefði í sér lagasetningu andstæða
stjórnarskrá og alþjóða skuldbind-
ingum.
Hröð afgreiðsla sjávar-
útvegsnefndar gagnrýnd
Beindi Ögmundur Jónasson, for-
maður þingflokks Vinstri grænna,
þeim eindregnu tilmælum til stjórn-
armeirihlutans að frumvarpið yrði
dregið til baka, þar sem sýnt hefði
verið fram á ótal galla í efni þess, auk
þess sem í því fælust árásir á stétt
sjómanna sem ekki fengi að semja
sjálf um kaup og kjör.
Ágúst Einarsson, varaþingmaður
Samfylkingarinnar, gagnrýndi
frumvarpið einnig harkalega og
sagði hringlandahátt sjávarútvegs-
ráðherra ekki til þess fallinn að auka
virðingu Alþingis. Sagði hann að
frumvarpið sem slíkt leysti engan
vanda og endurtekin verkföll í sjáv-
arútvegi væru óþolandi fyrir alla í
þessu landi. Það væri hins vegar mat
samningsaðila, sjómanna og útvegs-
manna, að löggjafarvaldið ætti ekki
að blanda sér í deiluna með þessum
hætti.
Sjávarútvegsnefnd Alþingis
fjallaði um málið eftir að fyrstu um-
ræðu lauk um málið á ellefta tím-
anum á mánudagskvöld og áliti
meirihluta hennar var dreift í tómum
þingsalnum á fundi kl. 2 aðfaranótt
þriðjudagsins. Þar með gat önnur
umræða hafist í gærmorgun og var
þó mælt fyrir áliti meirihluta og
minnihluta sjávarútvegsnefndar.
Svanfríður Jónasdóttir, þingmað-
ur Samfylkingarinnar og fulltrúi í
sjávarútvegsnefnd, mælti fyrir áliti
minnihlutans, og hún sagði að hrað-
inn hefði verið slíkur á málinu að
ekki hafi fengist sú skoðun sem
þyrfti, m.a. í ljósi þess að verið væri
að breyta starfsumhverfi í sjávarút-
vegi. Einar Guðfinnsson, formaður
sjávarútvegsnefndar, mótmælti full-
yrðingum um að vinnubrögðin hefðu
verið flaustursleg og tekið hefði ver-
ið á ýmsum athugasemdum sem
komu fram við þingumræðuna.
Félagsmálaráðherra telur lögin
standast alþjóðasamninga
Á fund nefndarinnar aðfaranótt
þriðjudagsins komu fulltrúar sjó-
manna og útvegsmanna og lög-
fræðingur félagsmálaráðuneytisins.
Fram kom hjá Páli Péturssyni
félagsmálaráðherra í gærmorgun, að
það væri niðurstaða þeirra sem
fjallað hefðu um frumvarpið eins og
því yrði breytt, að orðalag þar stand-
ist þá alþjóðasamninga sem Ísland
er aðili að.
Meirihluti sjávarútvegsnefndar
leggur til að gerðardómur, sem fjalla
á um kjaramál sjómanna, náist ekki
samningar fyrir 1. júní, skuli í störf-
um sínum hafa til hliðsjónar kjara-
samninga sem gerðir hafi verið á
undanförnum mánuðum að því leyti
sem við eigi og almenna þróun kjara-
mála. Þá leggur meirihlutinn til að
við ákvarðanir um gildistíma geti
gerðardómurinn haft til hliðsjónar
gildistíma annarra skyldra kjara-
samninga. Í upphaflega frumvarpinu
var kveðið á um að gerðardómurinn
ætti að taka mið af samningum Vél-
stjórafélags Íslands.
Í nefndaráliti minnihlutans er vak-
in athygli á því að fram kom í við-
ræðum nefndarinnar við Friðrik Jón
Arngrímsson, framkvæmdastjóra
Landssambands íslenskra útvegs-
manna, að útvegsmenn gætu sam-
þykkt frestun á verkfalli sjómanna
til að ljúka mætti samningum með
eðlilegum hætti. Í ljósi þess megi
ætla að ekki sé fullreynt hvort unnt
væri að ná samningum milli deilu-
aðila ef þeir fengju tóm til þess.
Einn stjórnarliði andvígur
frumvarpinu
Guðmundur Hallvarðsson þing-
maður Sjálfstæðisflokksins greiddi
atkvæði gegn efnisgreinum frum-
varpsins í atkvæðagreiðslu undir
kvöldmat í gær. Frumvarpinu var
vísað til 3. umræðu og umfjöllunar í
sjávarútvegsnefnd milli umræðna en
gera þarf breytingar á frumvarpinu
vegna þess að Sjómannasamband Ís-
lands aflýsti verkfalli.
Fyrsta grein frumvarpsins, um að
banna verkfall sjómanna, var sam-
þykkt með 33 atkvæðum þingmanna
stjórnarflokkanna gegn 22 atkvæð-
um þingmanna stjórnarandstöðunn-
ar auk Guðmundar Hallvarðssonar.
Aðrar efnisgreinar, um gerðardóm
sem ákveði kjaramál sjómanna nái
þeir ekki samningum fyrir 1. júni og
hvernig gerðardómurinn eigi að
starfa, voru einnig samþykktar með
33 atkvæðum stjórnarliða gegn at-
kvæðum þeirra Guðjóns A. Krist-
jánssonar og Sverris Hermannsson-
ar þingmanna Frjálslynda flokksins.
Guðmundur Hallvarðsson greiddi
einnig atkvæði gegn tveimur efnis-
greinum en þingmenn VG og Sam-
fylkingar sátu hjá.
Guðmundur Hallvarðsson greiddi
einnig atkvæði gegn frumvarpi sem
samþykkt var á Alþingi í mars um að
fresta verkfalli sjómanna til 1. apríl
meðan loðnuvertíðin stæði yfir.
Þriðja umræða um málið fer fram í
dag, en ekki er gert ráð fyrir mikilli
umræðu þá og ætti því að vera hægt
að afgreiða það og senda ríkisstjórn
sem lög frá Alþingi síðar í dag.
Önnur umræða um frumvarp á verkfall sjómanna stóð lengi dags í gær
Morgunblaðið/Jim Smart
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra kom út úr þinghúsinu í gær og ræddi við forsvarsmenn sjómanna.
Frumvarpið að
lögum síðar í dag