Morgunblaðið - 16.05.2001, Síða 19

Morgunblaðið - 16.05.2001, Síða 19
MARITA á Íslandi er nafn á hópi fólks sem vinnur að forvarnarmálum í samstarfi við forvarnadeild lögregl- unnar og félagsþjónustuna í Reykja- vík. Nú í byrjun maí kom Marita- hópurinn til Grindavíkur ásamt lög- reglunni í Keflavík til þess að fræða nemendur í 10. bekk og foreldra þeirra um forvarnir í fíkniefnum. Þrátt fyrir að ekki sé það venjan að ræða við nemendur í 9. bekk og for- eldra þeirra var það gert að þessu sinni. Brjóta niður glansmyndina „Það eru eiginlega tvö markmið með þessari fræðslu til krakkanna. Annars vegar að bjóta niður þessa glansmynd sem oft er af fíkniefnum og hins vegar að fá þau til að taka af- dráttarlausa afstöðu gegn fíkniefn- um,“ sagði Jón Indriði Þórhallsson úr hópi Marita á Íslandi. Jón Indriði hélt síðan áfram að ræða þessi mál um kvöldið við for- eldra og kom fram í máli hans að tímarnir væru breyttir. Foreldrar þessa aldurshóps gætu gengið nán- ast að því sem vísu að ef ekki væri nú þegar búið að bjóða þeim fíkniefni þá gerðist það mjög fljótlega. Sannar- lega dökk mynd sem blasir við æsku þessa lands. Foreldra- og kennarafélag Grunn- skóla Grindavíkur stóð fyrir þessum fræðslufundi og var mæting hin þokkalegasta og ljóst að þörf er á að ræða þessi mál. „Við erum fyrst og fremst að skapa umræðugrundvöll fyrir foreldra og unglinga heima. Það að foreldrar séu vakandi og í góðu sambandi við börn- in er forvörn númer eitt. Ég er búinn að vera í þessu í þrjú ár en er núna með hann Magnús Stefánsson í læri því hann á að taka við. Þessir fundir hafa verið vel heppnaðir og almenn ánægja með þá,“ sagði Jón Indriði. Hættu áður en þú byrjar Morgunblaðið/Garðar Páll Vignisson Jón Indriði Þórhallsson og Magnús Stefánsson tóku þátt í forvörnum gegn fíkniefnum í Grindavík. Grindavík SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 19 HÁSKÓLINN á Akureyri, Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum og Reykjanesbær gerðu í gær með sér samkomulag um kennslu í leikskóla- fræðum á Suðurnesjum. Námið hefst í haust. Um er að ræða fjarnám í Reykja- nesbæ um þriggja símalína fjarfunda- búnaði og um vefsíður á tölvuneti frá Háskólanum á Akureyri sem skipu- leggur og leggur til námsefni, annast alla kennslu í leikskólafræðum í fjög- ur ár og ber faglega ábyrgð á náminu. Námið tekur þrjú ár. Miðstöð sí- menntunar leggur til námsumhverfi og aðstöðu sem felur m.a. í sér aðgang að fjarkennslubúnaði í kennslusal og tölvuver þar sem unnt er að stunda hópvinnu og vinna verkefni. Skóla- skrifstofa Reykjanesbæjar sér um verklega þjálfun nemenda, sam- kvæmt nánara samkomulagi. Háskólanám í leikskólafræðum eru þriðju fræðin sem Miðstöð símennt- unar á Suðurnesjum býður til náms í fjarkennslu frá Háskólanum á Akur- eyri, en nám í hjúkrunar- og rekstr- arfræði hófst þar haustið 2000. Í fréttatilkynningu frá miðstöðinni kemur fram að gert er ráð fyrir að um fjörutíu nemendur verði þar við há- skólanám í fjarkennslu næsta vetur. Kennsla í leik- skólafræðum hefst í haust Reykjanesbær VERKTAKI er að hefja stækkun leikskólans í Sandgerði. Húsnæði skólans verður tvöfaldað. Sandgerðisbær samdi við Hagtré hf. um að annast stækkun skólans. Fyrirtækið er að hefja framkvæmdir og á að ljúka verk- inu um mánaðamótin febrúar og mars á næsta ári. Byggt verður nýtt leikskólahús við hlið þess eldra auk nauðsynlegrar tengi- byggingar. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Sandgerði, segir að eftir stækkun leikskólans verði hægt að taka inn yngri börn, það er að segja frá hálfs árs aldri í stað tveggja ára nú, og bjóða upp á heilsdagsþjónustu. Húsnæði leikskólans tvöfaldað Sandgerði Teikningin sýnir suðurhlið leikskólans í Sandgerði eins og hann mun líta út eftir stækkun. MARKAÐS- og atvinnuráð Reykja- nesbæjar hefur lagt til að stofnaður verði vinnuhópur embættismanna til að vinna að markaðssetningu Reykjaneshallarinnar. Unnið hefur verið að undirbúningi markaðssetningar Reykjaneshallar. Hafa meðal annars verið könnunar- viðræður um sýningarhald þar. Gert er ráð fyrir að Ólafur Kjart- ansson, framkvæmdastjóri MOA, verði í vinnuhópnum ásamt Johani D. Jóhannssyni ferðamálafulltrúa, Stefáni Bjarkasyni íþrótta- og tóm- stundafulltrúa, Ragnari Erni Pét- urssyni skólastjóra Vinnuskólans og Guðmundi Sighvatssyni fram- kvæmdastjóra Reykjaneshallar. Reykjanes- höll mark- aðssett Reykjanesbær ÞAÐ var fjöldi fólks og góð stemmning á fjölskylduhátíð sem haldin var í Reykjaneshöllinni í gær. Börn af leikskólum bæjarins sungu fyrir gesti en þau höfðu boðið foreldrum sínum, öfum og ömmum á hátíðina. Þá var fjölda- söngur á dagskrá sem eldri borg- arar leiddu. Við innganginn fengu gestir epli sem nokkrir eldri borg- arar skáru niður fyrir þá og áður en söngatriðin hófust gerðu gestir hátíðarinnar léttar leikfimiæf- ingar til að halda á sér hita og fá um leið holla hreyfingu. Íþrótta- og tómstundaráð Reykjanesbæjar, leikskólarnir, eldri borgarar og forvarnarverkefnið Reykjanesbær á réttu róli stóðu fyrir hátíðinni, sem haldin var í tilefni alþjóðlegs dags fjölskyldunnar. Fannst gaman að sjá eldri borgara syngja Þórður Kristjánsson og dótt- urdóttir hans, Hjördís Lilja Pálm- arsdóttir, voru bæði ánægð með daginn en Þórði fannst að hátíðin hefði mátt vera lengri. „Þetta er mjög skemmtilegt og mætti gjarn- an gera meira af þessu tagi. Fólk kann greinilega að meta þetta, mikill fjöldi hefur mætt í dag þrátt fyrir kulda og rok.“ Hann sagði jákvætt að stuðla að því að fá kynslóðirnar meira saman og gaman væri að sjá hér fólk á öll- um aldri. Hjördís Lilja, sem býr í Garðabænum, var komin að heim- sækja afa og ömmu á Suður- nesjum til að fá að fara á hátíðina. Þegar hún var spurð hvað henni þætti hafa verið skemmtilegast á hátíðinni sagði hún það vera að heyra eldra fólkið syngja. Hún sagðist vera þó nokkur söng- manneskja sjálf en þrátt fyrir það ekki hafa sungið mikið með þegar leikskólabörnin sungu á hátíðinni, hún syngi bara þeim mun meira á leikskólanum sínum Kirkjubóli. Guðrún María Þorleifsdóttir og Inga María Ingvarsdóttir voru sammála um að gaman væri að sjá kynslóðirnar hittast en að þær hefðu gjarnan viljað sjá fólk taka meiri þátt í leikfiminni og söngn- um. „Þessi hátíð er mjög gott framtak og gaman að sjá bygg- inguna nýtta á þennan hátt,“ sagði Guðrún. Hún sagðist hafa tekið þátt í söngatriði eldri borg- aranna en dótturdóttir hennar, María Ósk Björnsóttir, tók einmitt þátt í söngatriði leikskólabarn- anna. Fjöldi manns mætti á fjölskylduhátíð í Reykjaneshöllinni á degi fjölskyldunnar Gestir fengu epli og fóru í leikfimi Morgunblaðið/Jón Svavarsson Eldri borgarar leiddu fjöldasöng á hátíðinni og þeir ungu hlýddu á. Hjördís Lilja Pálmarsdóttir kunni vel að meta söng eldri borgara bæjarins. Hér er hún með afa sínum, Þórði Kristjánssyni. Guðrún María Þorleifsdóttir, dótturdóttir hennar, Gunnhildur Gígja Yngvadóttir, Inga María Ingvarsdóttir, María Ósk Björnsdóttir og Ingunn Ósk Ingvarsdóttir. Hildigunnur Gísladóttir og Gísli Marinósson skemmtu sér vel á fjölskylduhátíðinni í gær ásamt fleiri íbúum Reykjanesbæjar. Reykjanesbær

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.