Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 21
LANDIÐ
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 21
Heildsala: Bergís ehf.
Kárahnjúkavirkjun
Opið hús til kynningar á mati á umhverfisáhrifum
Landsvirkjun kynnir niðurstöður mats á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar og tillögu að
sérstöku svæðisskipulagi fyrir Kárahnjúkavirkjun á Grand Hóteli í Reykjavík fimmtudaginn
17. maí kl. 15:00-22:00.
Fulltrúar verkefnisstjórnar mats á umhverfisáhrifum verða á staðnum til að veita upplýsingar
og svara spurningum um verkefnið. Einnig verða kynnt sérstaklega heildaráhrif virkjunar-
innar og einstakir þættir matsvinnunar í stuttum erindum kl. 17:00 og kl. 20:00.
Skýrsla um mat á umhverfisáhrifum Kárahnjúkavirkjunar er aðgengileg almenningi á heima-
síðu verkefnisins www.karahnjukar.is. Þar er einnig að finna 26 viðaukaskýrslur um ein-
staka þætti matsvinnunnar.
Verið velkomin í Opið hús um Kárahnjúkavirkjun!
w
w
w
.a
th
y
g
li
.i
s
NÝTT veitingahús, Rauða húsið, var
opnað á Eyrarbakka 27. apríl sl. Það
er eins konar útibú frá veitingahús-
inu Potturinn og pannan í Reykjavík.
Húsið verður opið frá kl. 11.30 til
23.30 alla daga nema mánudaga, en
þá er lokað. Eldhúsið verður opið til
kl. 21.30 en barinn til kl. 22.30.
Á boðstólum verður fjölbreyttur
matseðill, fisk-, kjöt- og grænmetis-
réttir, að ónefndum humrinum, þeg-
ar verkfalli lýkur og bátarnir komast
til veiða.
Rauða húsið ber sannarlega nafn
með rentu hvað útlit snertir og auð-
velt er fyrir gesti að finna það. Húsið
sjálft er frá síðari hluta 19. aldar,
hýsti þá Barnaskólann á Eyrar-
bakka, en síðar var því breytt nokk-
uð og það gert að íbúðarhúsi. Þar var
og um langt árabil gistihús. Síðast
var þarna rekið veitingahúsið Lef-
olii.
Að sögn matsveinsins, Óðins
Gunnarssonar, og veitingastjórans,
Jóhönnu Jóhannesdóttur, hefur að-
sókn verið góð og staðurinn þykir
smekklegur og hlýr í gömlum stíl. Á
veggjum verða væntanlega verk ým-
issa listamanna en nú eru þar verk
Bergljótar Kjartansdóttur.
Eyrbekkingar eru að vonum
ánægðir með að hafa aftur fengið
veitingahús, en nú er hálft annað ár
síðan Kaffi Lefolii hætti.
Nýr veit-
ingastaður
á Eyrar-
bakka
Eyrarbakki
Í DAG verður á fundi bæjarstjórnar
Austur-Héraðs kynnt nýtt tilboð í
Eiða á Austur-Héraði, frá Sigurjóni
Sighvatssyni kvikmyndagerðar-
manni. Bæjarstjórn hefur verið í við-
ræðum við Sigurjón síðan hann gerði
35 milljóna króna boð í Eiða sl.
haust. Ekki hefur verið gefið upp
hversu hátt hið nýja tilboð er.
Austur-Hérað keypti Eiða af rík-
inu fyrir skemmstu á 27 milljónir
króna. Um er að ræða skólahús,
heimavist, nokkur einbýlishús og sex
jarðir. Líklega munu aðeins tvær
jarðir, Eiðar og Gröf, verða seldar
Sigurjóni, ef til kemur. Er það vegna
þess að ein jörðin hefur verið seld til
ábúanda, tvær samliggjandi jarðir
voru leigðar ábúandanum á annarri
þeirra og fjórða jörðin, sem er í eyði,
verður ekki seld, m.a. vegna hugs-
anlegra veiðihlunninda í framtíðinni.
Að auki hefur eitt einbýlishúsanna
verið selt. Sigurjón mun ekki síst
hafa áhuga á því landi sem gæti fylgt
staðnum, en hann áformar að byggja
upp e.k. menningarstarfsemi á
staðnum ásamt nokkrum félögum
sínum. Ekki er ljóst hvenær bæjar-
stjórnin tekur endanlega ákvörðun
um sölu Eiða, en töluverður þrýst-
ingur mun vera á að frá málum verði
gengið sem fyrst.
Nýtt tilboð
í Eiða
kynnt
Austur-Hérað
♦ ♦ ♦
Á AÐALFUNDI Umf. Þórs í Þorlákshöfn sem
haldinn var fyrir stuttu var Sigurbjörn Ingi
Þórðarsonkörfuknattleiksmaður útnefndur
íþróttamaður Þórs 2000. Eygerður Ósk Tóm-
asdóttir körfuknattleiksmaður var útnefnd efni-
legur íþróttamaður en hún er í unglingalandslið-
inu.
Einnig fengu þeir viðurkenningu sem til-
nefndir höfðu verið af sinni deild, þeir voru:
Anna Júlíana Guðmundsdóttir fimleikamaður,
Baldur Þór Ragnarsson, efnilegur fimleikamað-
ur, Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir frjáls-
íþróttamaður, Jón Guðni Gylfason, efnilegur
frjálsíþróttamaður, Karen Ýr Sæmundsdóttir
badmintonmaður, Jón Auðunn Haraldsson, efni-
legur badmintonmaður.
Körfuknattleiksdeildin fékk viðurkenningu
fyrir öflugt starf á árinu. Að lokum fékk Sigrún
Ágústsdóttir viðurkenningu fyrir óeigingjarnt
starf í þágu félagsins á liðnum árum.
Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson
Standandi frá vinstri: Sigrún Ágústsdóttir, Eygerður Ósk
Tómasdóttir, efnilegur íþróttamaður Þórs, Kristbjörg
Helga Ingvarsdóttir, Sigurbjörn Ingi Þórðarson, íþrótta-
maður Þórs, Anna Júlíana Guðmundsdóttir. Fremri röð:
Heiðrún Helga Hjörleifsdóttir, Karen Ýr Sæmundsdóttir,
Jón Haraldsson og Baldur Þór Ragnarsson.
Íþróttafólk fær
viðurkenningar
Þorlákshöfn
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Vita-A-Kombi olía
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
hú
sg
ög
n
Sérpantanir
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.