Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 28

Morgunblaðið - 16.05.2001, Page 28
LISTIR 28 MIÐVIKUDAGUR 16. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ Í FRAMHALDI af heimsóknum fjölda hæfileikaríkra Íslendinga til Kanada á síðasta ári senda Kanada- menn nú „syngjandi sendiherra“ til Íslands. Fyrstu tónleikar sópran- söngkonunnar Sigrid Carole Thor- steinsson Davis, öðru nafni Carole Davis, og undirleikara hennar, Har- olds Brown, verða á vegum Tíbrár tónleikaraðarinnar í Salnum í Kópa- vogi í kvöld kl. 20. Þau munu einnig halda tónleika á Seyðisfirði, Akur- eyri, Sauðárkróki og Ísafirði. Carole Davis er viðurkennd kana- dísk söngkona af íslensku bergi brot- in. Hún fæddist og ólst upp í Winni- peg; foreldrar hennar voru báðir íslenskir, en áttu rætur að rekja til Sauðárkróks og Akraness. Undir- leikari hennar, Harold Brown, hefur haft löng kynni af íslensk-kanadísku samfélagi og ólst upp í Íslendinga- byggðum í Saskatchewan í Kanada, en fyrstu tónlistarkennar hans voru einmitt Íslendingar. Carole og Har- old kynntust í Banff School of Fine Arts og hófst þá áralangt samstarf þeirra. Frönsk og ensk sönglög í uppáhaldi Carole stundaði söngnám við Frankfurter Musikhochshule og síð- an í Vancouver, Victoria í Bresku Kólumbíu og í Banff School of Fine Arts. Carole Davis kveðst nær ein- göngu syngja á tónleikum, en lítið í óperum. Ljóðasöngur er hennar fag, og þar eru frönsku sönglögin í sér- stöku uppáhaldi, en hún hefur einnig dálæti á sönglagahefð enskumælandi þjóða. Hún hefur flutt endurreisnar- tónlist með Vancouver Early Music Society og sungið á Vancouver Art Gallery-tónleikum. Í óperudeildinni hefur Carole sungið hlutverk móður- innar í óperunni Amahl og nætur- gestunum, eftir Menotti, við góðan orðstír. Hún hefur einnig komið fram í Kanadíska ríkisútvarpinu, CBC og nýverið söng hún Romanzen Suite eftir Dimitri Sjostakovitsj fyrir kan- adíska útvarpshlustendur. Vancouv- er Magazine hældi sérstaklega glæsi- legri sópranrödd Carole fyrir flutning hennar á sönglögum eftir Aaron Copland árið 1996. Þetta er í þriðja sinn sem Carole Davis heimsækir Ísland, en hún hef- ur þó aldrei haldið tónleika hér fyrr. „Þessi tónleikaferð hefur verulegt gildi fyrir mig, jafnt persónulega sem fagmannlega. Tónleikar eru nánasta og dýpsta tjáskiptaform mannfólkins og að fá tækifæri til að geta tjáð sig á þennan hátt eru forréttindi. Ég hlakka sérstaklega til að koma með tónlist mína til lands forfeðra minna.“ Sólin særð fram að indíánasið Á dagskrá tónleikanna verða með- al annars verk eftir kanadísk og ís- lensk tónskáld. Kanadísku verkin sem þau Carole og Harold flytja eru Haida Songs eftir Jean Coulthard og Green Rain eftir Violet Archer. Jean Coulthard var afar áhugavert tón- skáld að sögn Carole Davis. „Hún var frá Vancouver og það er ekki langt síðan hún lést. Tónlist hennar er afar indæl og auðvelt að njóta hennar. Haida-söngvarnir tveir eru róman- tískir, en tiltölulega nýlega samdir. Lögin eru samin við ljóð Haida-ind- íána sem byggja ströndina og Queen Charlotte-eyjar í Bresku Kólumbíu. Haida-indíánarnir eiga sér mjög lif- andi og sterka menningu. Fyrri söngurinn er ástarljóð um konu sem er afar falleg en köld; kunnuglegt þema í karlaheimi,“ segir Carole og hlær, „en seinna lagið er sungið í orðastað indíánahöfðingjans sem ákallar sólina og hvetur hana til að brjótast út gegnum regnið, en eins og þið vitið kannski rignir mikið í Bresku Kólumbíu, og sérstaklega á Queen Charlotte-eyjum. Hann notar alla sína andlegu krafta til að særa fram sólskin til að auðvelda indíán- unum veiðar og dagleg störf.“ Carole segist unna þessum lögum af mörg- um ástæðum; þau séu falleg og að- gengileg og að í þeim renni saman evrópsk menning og menning frum- byggja Kanada. Lagið Green Rain er samið við ljóð eftir Dorothy Livesay sem er vinur píanóleikara Carole, Harolds Brown. Carole segir lagið framkalla á falleg- an hátt minningar sem maður gæti átt um afa sinn eða ömmu, og segir það viðeigandi í heimsókn sinni til lands forfeðranna. Íslensku sérhljóðarnir hljómfagrir Íslensku verkin á efnisskránni eru eftir Sigfús Halldórsson, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson og Jón Nordal og syngur Carole þau á íslensku. „Þótt foreldrar mínir töluðu bæði íslensku var okkur krökkunum ekki kennd íslenska heima. Þetta er mið- ur, því þið eigið mörg falleg íslensk sönglög. Íslenska er fallegt mál að syngja á; sérhljóðarnir sérstaklega hljómfallegir, og ég nýt þess mjög að syngja þessi lög. Það hjálpar mér auðvitað að ég heyrði íslensku mikið talaða þegar ég var krakki. Íslend- ingarnir vestra voru afar stoltir af uppruna sínum, en einhverra hluta vegna varð íslenska tungan útundan vegna þess að notin fyrir hana hurfu smátt og smátt með kynslóðunum. Nú er þetta hins vegar að breytast aftur og áhugi Vestur-Íslendinga á máli forfeðranna að vakna, og sjálf vildi ég gjarnan kunna málið.“ Auk sönglaganna leikur Harold Brown á píanó Rondo K551 eftir Mozart og tvö Intermezzi eftir Brahms, en eftir hlé flytja þau söng- lög eftir Gustav Mahler og Gabriel Fauré. Vestur-íslenska söngkonan Carole Davis heldur fimm tónleika á Íslandi Indíánskir regnsöngvar og íslensk sönglög Morgunblaðið/Jim Smart Carole Davis og Harold Brown á æfingu í Salnum.  HÁVÆRASTA röddin í höfði mínu er sjöunda ljóðabók Margrétar Lóu Jónsdóttur. Þessi nýja ljóðabók Mar- grétar Lóu geym- ir fjóra kafla, Há- værustu röddina í höfði mínu, Góða daga, Stundum þykja mér öll ljóð vera góð og Vind- hviðu. „Ástin og aðrar tilfinningar mannanna eru meðal yrkisefna Margrétar Lóu. Ljóð hennar geyma tæra rödd og hún yrkir um hluti sem koma lesandanum við og hreyfa við honum,“ segir í kynningu. Margrét Lóa er fædd árið 1967. Hún lærði íslensku og heimspeki við Háskóla Íslands og heimspeki á Spáni. Hún hefur ritstýrt listtímarit- inu Andblæ frá því um áramótin 1999–2000. Útgefandi er Edda – miðlun og út- gáfa. Bókin er 64 síður. Nýjar bækur Margrét Lóa Jónsdóttir  ELSKU mamma er ætluð yngstu kynslóðinni. Þar segir frá Jóa og mömmu sem fara í feluleik. Jói er hann og mamma felur sig – mjög vel. Lesendur hjálpa Jóa að finna mömmu sína með því að gægjast á bak við flipa á hverri opnu. Að lokum gefur mamma sig fram og þá bregður Jói á leik. Bók- in gleður börn frá eins árs og upp í að minnsta kosti fjögurra ára aldur. Elsku mamma er fyrsta bók belgíska höfundarins Guido van Genechten sem þýdd er á íslensku en hann hefur sent frá sér fjölda myndabóka sem gefnar hafa verið út víða um heim. Sigþrúður Gunn- arsdóttir þýddi. Útgefandi er Edda – miðlun og útgáfa. Verð: 1.490 kr.  ERTU svona, Einar Áskell? heitir ný bók um þennan þekkta strák eftir Gunillu Bergström í þýðingu Sigrúnar Árnadóttur. Þar segir frá leik Einars og vina hans í kofa sem þau hafa gert uppi í tré og merkilegri keðju sem hægt er að læsa kofanum með. Að lásnum er aðeins til einn lykill og hans gæta allir eins og sjáaldurs auga síns. Þegar lykillinn hverfur er gamanið búið – sérstaklega fyr- ir Einar Áskel sem sá hann síðast. En eins og venjulega leysast mál- in, að þessu sinni með hjálp úr óvæntri átt. Útgefandi er Edda – miðlun og útgáfa. Bókin er 24 bls., prentuð í Danmörku. Verð: 1.790 kr.  ASPECTS of Arctic and Sub- Arctic History. Proceedings of the International Congress on the History of the Arctic and Sub- Arctic Region, Reykjavík, 18–21 June 1998. Bókin hefur að geyma á sjöunda tug fyrirlestra eftir fræði- menn frá ellefu löndum. Fyrirlestr- arnir voru fluttir á alþjóðaráðstefnu um sögu norðurslóða – norð- urheimskautssvæðisins og nálægra landa – sem haldin var í Reykjavík 18.–21. júní 1998. Þetta var fyrsta alþjóðaráðstefnan um sögu norð- urslóða sem haldin hefur verið. Þrjú meginefni voru á ráðstefnunni: miðstjórnarvald og jaðarsvæði, menning innfæddra og áhrif að ut- an og landbúnaður. Einnig voru á dagskrá ráðstefnunnar þrjú svo- kölluð hringborðsefni þar sem fáir fyrirlestrar voru fluttir um hvert efni: sögustaðir og minjavarsla, siglingar í norðurhöfum fyrir tíma iðnbyltingar og staða lýðveldisins Karelíu innan Sovétríkjanna á þriðja og fjórða áratug 20. aldar. Enn fremur voru fluttir á þriðja tug stakra fyrirlestra um margvísleg efni sem varða sögu norðurslóða. Ritstjórar eru Ingi Sigurðsson og Jón Skaptason. Útgefandi er Háskólaútgáfan í samvinnu við Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands, utanríkisráðu- neytið og Stofnun Vilhjálms Stef- ánssonar. Bókin er 623 bls. Verð: 4.500 kr. í bandi, en 3.500 kr. óbundin. FRUMSÝNT verður á föstudag í Félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík leikritið Fróðárundur. Leikritið er byggt á frásögn Eyrbyggju um at- burði sem áttu að hafa gerst á bæn- um Fróðá árið 1000. Segir þar frá einhverjum mesta draugagangi sem um getur í Íslandssögunni. ,,Leikritið fylgir frásögn Eyr- byggju í meginatriðum en reynt er að fjalla um atburði á gamansaman hátt og leitast við að draga fram hinar gráglettnu hliðar á atvikum og persónum sögunnar,“ segir Jón Hjartarson, leikstjóri og höfundur verksins. Hann þekkir vel sögusvið- ið, enda fæddur og uppalinn á Hell- issandi og af þeirri kynslóð þar sem Íslendingasögurnar voru mikið lesnar í æsku, eins og hann segir sjálfur. Jón segist hafa verið beðinn um að semja verkið í fyrrasumar og byrjaði þá að velta fyrir sér hvernig mætti setja Fróðárundrin á leik- svið. Leikritið byggist bæði á töl- uðu máli og söng, en í verkinu eru alls tólf söngvar sem Pétur Grét- arsson hefur samið tónlist við. ,,Það er mjög spennandi fyrir byggð- arlög að rækta sína sögu eins og farið er að gera í ríkari mæli víða um landið, ekki síst í tengslum við ferðamennsku,“ segir Jón og bend- ir á að með leikritinu sé umfram allt ætlunin að gera söguna um Fróðárundrin aðgengilega fyrir al- menning. Fróðárundrin segja eins og áður sagði frá undarlegum atburðum sem gerðust á bænum Fróðá í kjöl- far þess að kona nokkur, Þórgunna að nafni, andast á bænum. Hún var þar gestkomandi og hafði með sér torgæta gripi, eins og sagt er frá í Eyrbyggju. Eftir andlát Þórgunnu grípur um sig sótt sem veldur miklu fári og felldi 12 manns áður en yfir lauk. Og þeir sem deyja úr sóttinni ganga aftur og verður þá illa vært á bænum Fróða. Alls taka þrettán leikarar þátt í sýningunni en auk þess leikur hljómsveitin Klakabandið með í verkinu. Framkvæmdastjóri sýn- ingarinnar er Eygló Egilsdóttir, hótelstjóri Hótels Höfða í Ólafsvík, en hún er jafnframt helsti frum- kvöðullinn að sýningunni. Þess má að lokum geta að á frumsýning- ardaginn, 25. maí, verður boðið upp á vettvangsferð um slóðir Fróð- árundra undir leiðsögn Sæmundar Kristjánssonar í Rifi. Aðeins er gert ráð fyrir tveimur sýningum nú í vor, 25. og 27. maí, en ætlunin er að taka þráðinn upp að nýju með haustinu. Þá er einnig stefnt að því að geta sett upp brot úr sýningunni fyrir ferðamannahópa sem leggja leið sína um Snæfellsnesið. Fróðár- undur endur- vakin Morgunblaðið/Elín Una Jónsdóttir Leikhópurinn æfir stíft fyrir frumsýningu. Mikil eftirvænting er í bænum að sjá Fróðárundrin endurvakin. Ólafsvík. Morgunblaðið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.